Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 15.09.1944, Blaðsíða 15

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 15.09.1944, Blaðsíða 15
STARFSMANNABLAÐIÐ 13 Dýrtíðar og verðlagsmál. Oft heyrist á það minnst að launa- fólkið hugsi aðeins um að gera kröfur til hækkaðra launa, en minna um að afstýra verðbólgu. Ekki er þess alltaf gætt, að launþegar bera ekki ábyrgð á verðbólgunni og hafa aðeins tillögu- rétt um þau mál, og því miður vill svo verða, að valdamennirnir gleyma að hlusta á raddir umbjóðanda sinna, launþeganna. Til glöggvunar þykir rétt að rifja hér upp samþykktir og aðgerðir Bandalagsins snertandi þessi viðkvæmu vandamál. Skal þess þá fyrst getið, að fulltrúa- ráð opinberra starfsmanna, sem var fyrirrennari B. S. R. B.var stofnað m. a. vegna verðlags- og dýrtíðarmála og hafði þau mál mjög til umræðu og með- ferðar. 17. sept. 1942 ritaði stjórn B. S. R. B. Alþýðusamb. Isl., Búnaðarfél. ísl. og Fiskifél. Isl. svohljóðandi bréf: ,, Stjórn B. S. R. B. er það ljóst hver voði er búinn allri alþýðu landsins af sívaxandi dýrtíð, sem siglt hefur í kjöl- far óhóflegs stríðsgróða á fárra manna höndum. Telur stjórnin því brýna nauð- sjm þess að frjáls, víðtæk samvinna með gert nema byggja yfir hann, því að ekk- ert rúm er fyrir hann í Landspítalanum. I öðru lagi {>arf að búa svo að stéttinni, að námi loknu, að það verði ungum, hraustum stulkum keppikefli að öðlast menntun hjúkrunarkonunnar og vinna síðan í þágu þjóðarinnar það starf, sem öllum getur komið saman um að sé bæði nauðsynlegt og heillaríkt. launþegum og framleiðendum verði hafin gegn henni með heill almennings fyrir augum. Útaf því leyfum vér oss að rita yður ásamt (eyða fyrir nöfn hinna aðiljanna, sem bréfið fengu) og fara þess á leit við yður að stjórn yðar eigi við oss viðræður um þetta mál“ Bréfaskipti og nokkrar viðræður áttu sér síðan stað milli þessara aðilja. Um framhald málsins á 2. þingi B. S. R. B. var svohljóðandi samþykkt gerð 16. nóv. 1942 B. S. R. B. skorar á Alþingi og ríkis- stjórn að vinna af alefli að stöðvun dýrtíðar og verðhækkunar í landinu, meðal annars með eftirfarandi ráð- stöfunum: 1. Að skattalöggjöfin verði þannig, að sem mestur hluti stríðsgróðans rennj til ríkis- og bæjarsjóða, og honum verði síðan varið til eflingar atvinnuvegum landsins og lækkunar dýrtíðarinnar. Hæfilegt fé sé þó lagt í varasjóði, enda séu þeir í vörslum hins opinbera. 2. Reynt verði að finna sanngjarnt grunnverð landbúnaðarafurða með hlið- sjón af verðlagi og kaupgjaldi 1. árs- fjórðung ársins 1939, og breytist verðið samkvæmt vísitölu framleiðslukostnað- ar, sem fundin verði eftir búreikningum bænda. 3. Að ströngu verðlagseftirliti verði á komið og fleiri vöruflokkar háðir því en nú er. Jafnframt verði meðJöggjöf um verðhækkunarskatt komið í veg fyrir okur í viðskiptum, svo sem í sölu fasteigna. 4. Að afnumdir verði tollar á öllum nauðsynjavörur og farmgjöld lækk- uð svo sem auðið er. 5. Að dýrtíðarvísitalan verði endur-

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.