Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 15.09.1944, Blaðsíða 10

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 15.09.1944, Blaðsíða 10
8 STARFSMANNABLAÐIÐ og hjúkrunarkvennastétt, en um lækna- stéttina fórust honum m. a. orð á þessa leið: Stéttir þær, sem fulltrúa eiga hér i kvöld, eru allar bráðnauðsynlegar við rekstur ríkis og bæjarfélaga. Þær eru eins konar uppistaða, og myndi ríkis- heildin fljótt hrynja í mola, ef þeirra nyti ekki við. Nú er svo komið að byr jað er að hrikta í uppistöðunum. Vér heyr- um í útvarpi og lesum í blöðum: Kennarastaðá laus til umsóknar, um- sóknarfrestur um áður auglýstar kenn- arastöður framlengdur, hjúkrunarkonu vantar á þetta. eða hitt sjúkrahúsið, læknishérað laust til umsóknar, héraðs- læknir í A-héraði hefir verið settur til að gegna B-héraði til bráðabirgða ásamt sínu eigin. Vér sjáum af þessu, að mikil vand- ræði eru á ferðinni. Einhver orsök er til þeirra, væntanlega margar orsakir, en fyrst og fremst má nefna launakjörin. Það þarf enginn að furða sig á því, þó að fólk nú á tímum athugi í tíma, hvort þessi eða hin staðan veiti þeim lífvænleg kjör að afloknu námi, enda hikar hver maður við að undirbúa sig til að taka við illa launuðum stöðum, stöðum sem fylgir meiri og minni ábyrgð, alltaf talsverð. Og þurfi viðkomandi auk ábyrgðarinnar að hafa áhyggjur vegna sinna eigin efnalegu afkomu verður starfið margfalt erfiðara og lítt þolandi. Kröfur þjóðfélagsins til læknanna eru miklar. Engin stétt þarf eins langan undirbúningstíma áður en farið er að vinna sjálfstætt. Læknisfræðin er lang erfiðasta fræðigrein, sem kennd er við Háskólann, enda er námstíminn 7 ár að afloknu stúdentsprófi. Þar við bætist eins árs spítalavinna. (Kaupið þá 150 krónur á mánuði auk fæðis og hús- næðis). Þrír kandidatar komast að ár- lega við spítala hér, ef fleiri útskrifast verða þeir annað hvort að bíða eða fara til útlanda. Loks er sex mánaða þegn- skylduvinna sem eins konar aðstoðar- héraðslæknir við lítið kaup. Að aflokn- um öllum þessum undirbúningi, er svo ætlazt til þess, að við tökum að okkur embætti, þar sem grunnkaupið er ca: 200-400 krónur á mánuði. Aukatekjur eru að vísu meðfylgjandi, en þær eru mjög misjafnar í hinum ýmsu héruðum, í sumum hverjum sáralitlar, og alltaf er talsverður tilkostnaður við starfið. Gjaldskrá sú, sem héraðslæknum er skylt að fara eftir, er mjög lág yfir- leitt, en útyfir tekur þó tímakaupið í ferðalögum. Það er 2 krónur á klukku- stund fyrir fyrstu 6 tímana 1 króna fyrir næstu 6 tímana og úr því 50 aurar. I fyrra var læknum leyft að taka helmingi meira, — svo að tímakaupið varð 4 kr. 2. kr. og 1. kr. Dagkaup reiknast frá kl. 7 að morgni til kl. 11 að kveldi en hækkar þá um 50%. Fari læknir t. d. í 24 stunda samfellt ferðalag fær hann samtals kr. 56,00, en veldi hann sér þann kostinn að gista á leið- inni, fengi hann kr. 48,00 fyrir tveggja daga ferðalag. Verði læknirinn vegna staðhátta að fara fótgangandi eða á skíðum á hann heimtingu á 50% hærra gjaldi eða sem sagt í þessu dæmi kr. 24,00, eða kr. 36,00 á dag fyrir 12 tíma vinnutíma. Afleiðing þessa er sú, að alltaf eru fleiri og færri héruð læknislaus, og náttúrlega fyrst og fremst þau lökustu og erfiðustu. Hugsið yður aðstæður fólksins, sem á þessurri stöðum býr. Á þessu er hægt að ráða bót, og það þolir ekki lengur neina bið. Það verður að leysa launamálið áður en allt er komið /

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.