Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 15.09.1944, Page 4
2
STARFSMANNABLAÐIÐ
Sigurður Thorlacius:
Endurskoðun launalaganna.
Ræða flutt 1. september á fundi B. S. R. B. (stytt).
Góðir félagar!
Það er af sérstöku og mikilsverðu
tilefni, sem stjórn Bandalagsins ákvað
að kveðja ykkur til umræðu um eitt
hið þýðingarmesta mál, sem við höfum
haft með höndum og köllum venjulega
launamálið.
Við teljum svo mikið í húfi einmitt
nú þessa næstu daga, að við viljum
ekkert láta ógert til þess að sameina
til átaka alla þá krafta, sem við höfum
ráð á innan félagssamtaka okkar.
Ef rekja á aðdraganda þessa máls,
verður að fara nokkuð aftui' í tímann,
og er eðlilegt að staðnæmast við árið
1915, Þá var sett á laggirnar nefnd á
Alþingi tii þess að endurskoða launa-
löggjöf landsins og semja frumvarp til
launalaga. Þessi nefnd starfaði á árun-
um 1915—1916 og árangúrinn af starfi
hennar var sá, að launalög þau, sem nú
gilda,voru samþykktáAlþingi áriðl919.
Á þessum árum, 1915—1919, fór
verð lífsnauðsynja ört hækkandi, líkt
og nú hefur verið um skeið. Þá var það
almennt álitið, og á því byggði launa-
nefndin tillögur sínar, að dýrtíðin
væri stundarfyrirbrigði, sem mundi
hverfa, þegar stríðinu lyki, eða fljót-
lega þar á eftir. Niðurstaða nefndar-
innar varð því sú í megin atriðum, að
hún miðaði við laun eins og þau voru
1914 að viðbættri 25% uppbót. Var
því löggjöfin að þessu leyti strax í upp-
hafi byggð á röngum foráendum. Að
vísu hækkuðu launin nokkuð í meðferð
þingsins, og við þessa grunnlaunafjár-
hæð var svo bætt dýrtíðaruppbót, sem
þó var aðeins greidd af % launanna
og mátti ekki greiðast af hærri launum
en 3000 krónum.
I greinargerð fyrir frumvarpi sem
Jón Þorláksson lagði fyrir Alþingi árið
1915 segir, ”að frá 2,3 — 17% vantar
til að launahækkunin í heild (fyrir þá,
sem njóta óskertrar dýrtíðaruppbótar
í Reykjavík,) hafa fylgzt með hækkun
framfærslukostnaðar.
Fróðlegt er að minna á það í þessu
sambandi, að eldri embættismenn munu
vera samála um það, að kjör
embætismanna 1914 hafi verið sultar-
kjör. Þau versnuðu heldur að dómi
Jóns Þorlákssonar fram til 1925. Síðar
var svo hætt að borga fulla dýrtíðar-
uppbót, hún var felld niður í 25%. Og
þetta gerðist, án þess nokkur rannsókn
lægi til grundvallar, sem færði sönnur
á verðlækkun að sama skapi.
Eftir þetta verður engin heildar-
breyting á kjörum fyrr en 1939, er
peningarnir voru felldir í verði um ca.
22% og launin skert nokkurn veginn að
sama skapi. En á móti því kom aftur
1942 aukauppbótin svokallaða 25—30%
sem þið öll þekkið.
Með öðrum orðum, það lætur nærri
eftir þeim heimildum, sem égveitbeztar,