Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 15.09.1944, Qupperneq 5

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 15.09.1944, Qupperneq 5
STARFSMANNABLAÐIÐ 3 að kjör embættismanna, er laun taka eftir launalögum frá 1919, hafi verið óbreytt frá 1914. Kjör þéirra eru svipuð og þau voru 1914, þegar vitað er,' að embættismennirnir bjuggu við sultar- kjör. Á þpssu sama tímabili hafa aðrar launastéttir í landinu fengið kjör sín stórlega bætt. Má til dæmis nefna, að 1939 — 42 jukust tekjur verkamanna, sjómanna og iðnverkamanna um 88% að meðaltali (áhættuþóknun sjómanna er ekki talin með). En frá 1939 til þessa dags nemur bein kauphækkun (tíma- kaupshækkun) verkamanna 69%, verkakvenna 55,5% og iðnverkamanna 42% 120%. Eins og allir vita, hafa margir starfs- hópar bætzt við í þjónustu ríkisins síðan launalögin voru samin 1919. Um laun þessara starfsmanna hefur ekki verið samin nein þeildarlöggjöf, heldur launa- ákvæðum skotið inn í fjölda laga um óskyld efni. Telur fjármálaráðuneytið, að laun séu nú greidd samkvæmt 77 lögum að minnsta kosti. En þar fyrir utan eru margir og fjöl- mennir starfsmanna hópar sem engin launalagaákvæði ná til. Fá þeir laun greidd samkvæmt ákvörðunum einhvers ráðherra, forstjóra eða annarra yfir- manna. Veltur á ýmsu um kjör þessa fólks. Hjá sumum eru þau góð og stingur í stúf við ákvæði launalaganna gömlu, hjá öðrum eru þau hrakleg. Má þar til dæmis nefna hjúkrunarkon- ur, sem eru svo báglega launaðar, að við sjálft liggur, að loka verði mörgum sjúkrahúsum landsins, vegna þess að hjúkrunarkonur fást ekki til starfa. Við atvinnu- og rannsóknardeildir Háskólans vinna lærðir vísindamenn við sultarkjör. Fleiri dæmi hirði ég ekki að nefna, þótt af miklu sé að taka, enda nægir þetta til að sýna, að við ranglæti gömlu launalaganna hefur bætzt nýtt ranglæti og þar ofan skap- azt ósamræmi og ringlureið svo úr hófi keyrir. En hvernig stendur á því, að þetta ástand, sem ég hef nú lýst, hefur getað haldizt í áratug eða meir, enda þótt löggjafarvaldið hafi hvað eftir annað viðurkennt og lýst því með sterkum dráttum hversu óhæfilegt ástandið er í þessum efnum. Hvernig stendur á, að þetta ástand hefur getað varað svona lengi, þegar allir eru sammála um að það sé óhæfilegt? Ég ætla mér ekki þá dul að rekja or- sakir þess niður í kjölinn, því það væri sama sem að rekja pólitíska sögu síðustu áratuga hér á landi. En naumast verður hjá því komizt að láta sér detta í hug eina megin orsök. Við skulum því enn hverfa aftur til ársins 1915. Það ár voru sett „lög um verkfall opinberra starfsmanna.“ Þar er meðal annars sagt, að fara skuli með verkfallsmál opinberra starfsmanna eins og sakamál. Viðurlög eru háar f jár- sektir og tuthúsvist, eins og um svívirðilegustu glæpi væri að ræða. En á sama tíma hafa aðrir launþegar í landinu fengið verkfallsrétt viður- kenndan með lögum. Hér er um næsta furðulegt ósamræmi að ræða. Að vísu er okkur sagt, þegar rætt er um verkfallsréttinn, að störf okkar séu svo þýðingarmikil, að án þeirra geti menningarþjóðfélag ekki staðizt degi lengur. Svipað má raunar segja um störf ýmissa iðnaðarmanna, og auð- vitað verkamanna og sjómanna, ef um allsherjarverkfall væri að ræða. Og svo mikið er víst, að það kveður við

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.