Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 15.09.1944, Page 8

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 15.09.1944, Page 8
6 STARFSMANNABLAÐIÐ Fundurinn í sýningaskála myndlistamanna. Fyrsti almenni fundurinn sem B.S. R. B gengst fyrir var haldinn í Reykja- vík föstudaginn 1. september s.l. Fund- urinn var mjög vel sóttur af starfsfólki ríkis og bæjar, en auk þess þágu nokkrir alþingismenn boð vort um að mæta á fundinum og skal hér ítrekað, að þeir voru velkomnir, og eiga þakkir skildar fyrir að hlýða á rök vor og frómar óskir. Frummælandi á fundinum var for- maður B.S.R.B. Sigurður Thorlacius, skólastjóri og birtist ræða hans á öðr- um stað í blaðinu. Fundarstjóri var fyrsti forseti fyrsta þings Bandalags- ins Ágúst Jósefsson heilbrigðisfulltrúi, en fundarritarar þeir Ársæll Sigurðsson, kennari og Zóphanías Pétursson fulltrúi hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. Fréttir af fundinum voru birtar í dagblöðum höfuðstaðarins, en mjög misjafnlega var frá sagt, svo sem ekki er óvenjulegt, en vert er þó að veita athygli í sambandi við síðari meðferð þeirra mála, sem rædd voru og álykt- arnir gerðar um, en samþykktir fundar ins voru þessar: I. Um Launamálin. „Almennur fundur haldinn að tilhlut- un B.S.R.B. í Listamannaskálanum í lega síðan 1915 og margar nýjar starfsgreinar bætzt við síðan þá. Hér- með er ekki sagt, að verkfall hinna nýju starfsmanna sé skaðlausara en embætt- ismannanna, þvert á móti í ýmsum til- fellum. Lögin frá 1915 virðast einmitt vera fyrst og fremst miðuð við fram- tíðina og sett til höfuðs starfsmönnum í nýjum starfsgreinum hjá ríki og bæj- um t. d. rafmagnsmönnum bæjanna, og tilefni laganna var beinlínis yfirvofandi verkfall hjá starfsmönnum -Landssím- ans, sem þá var ung stofnun. Á undan- förnum árum hefir ríkið og bæjarfélög- in seilst inn á starfsvið einstaklings- framtaksins, eins og það var skilið 1915, og bætt við sig fjölda starfsmanna. Ekki er útlit fyrir, að hér verði nein breyting á fyrst um sinn, og gæti þá svo farið, að verkfallslögin frá 1915, sem náðu eigi til nema tiltölulega fá- mennrar stéttar, komi til með að rýra að verulegu leyti áhrif laganna um stéttafélög og vinnudeilur. Að þessu leyti stangast lögin, og löggjafinn er sjálfum sér sundurþykkur. Nú má hiklaust segja, að allur þorri opinberra starfsmanna er svo þroskað- ur, að hann veit nákvæmlega hve alvar: legar afleiðingar verkföll opinberra starfsmanna geta haft fyrir þjóðar- heildina. I sumum greinum er enda lítt hugsanlegt, að hægt sé að beita verkfallsvopninu t. d. í löggæzlu, bruna- vörzlu, presta- og læknisstörfum o. s. frv. Hér kæmi því aðeins til greina tak- markaður verkfallsréttur. Við athugun á lögunum frá 1915 rísa upp fjölmarg- ar vandaspurningar, sem hljóta að verða teknar til nákvæmrar yfirvegun- ar, en 'engin þeirra haggar við þeirri skýlausu kröfu opinberra starfsmanna: að þeir vilja eiga rétt til jafns við aðr- ar launastéttir í landinu að semja um kjör sín á þann hátt, að ekki verði æ ofan í æ traðkað á hófsömum tillögum þeirra og þeir hafðir að gabbi. L. S.

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.