Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 15.09.1944, Side 12

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 15.09.1944, Side 12
10 STARFSMANNABLAÐIÐ lífsframfæri á hverjum tíma. Framan af var litið á starf talsímakvenna sem nokkurs konar aukastarf og launin miðuð við,að þærgætu búið ódýrt heima hjá foreldrum sínum Ekki laust við að eimi eftir af því ennþá, þeim launað verr en skrifurum, enda þótt starfið slíti þreki og heilsu þeirra, sem gera það að lífsstarfi sínu, ótrúlega fljótt, ogværi hægt að nefna þar til ýmis dæmi. Til viðbótar hinum lágu launum ríkis starfsmanna, má benda á að þeir hafa sjálfir þurft, að kaupa sér ellilífeyri og aðrar tryggingar, auk þess hafa skattgreiðslur til ríkis og bæja oft komið þungt niður á þeim, sérstaklega á krepputímabili því sem fór á undan þessari styrjöld. Þeir hafa alltaf verið fúsir að taka á sig þær byrðar sem þjóðfélagið hefir af þeim krafizt (gengislækkunin 1939).En síðastir allra hafa þeir uppskorið ávextina af vel- gegni atvinnuveganna og þjóðarbú- skaparins, svo sem verðlagsuppbót og ófullnægjandi grunnkaupshækkanir. Launafrumvarpið, sem fyrir liggur, hefir auðvitað ýmsa annmarka, en hjá því verður aldrei komizt, þar sem svo margir ólíkir starfshópar eiga í hlut. Þykir mér launastiginn í heild of lágur ef miðað er við grunnkaup ýmissa ann- arra stétta. Ávinningur er þó mikill að fá frumvarpið fram, vegna tillagna um samræmingu milli ýmissa starfs- hópa ríkis og ríkisstofnana, og vegna þeirra hækkana sem þann veg nást ber oss að taka höndum saman um að knýja fram lokaafgreiðslu launalaga á þessu þingi. Við viljum endurskoðun á'lögum um verkföll opinberra starfsmanna, Við höfum orðið reynsluna af því hvernig Alþingi og ríkisstjórnir hafa notfært sér nefnd lög til þess að halda niðri launagreiðslum til ríkisstarfsmanna, bæði beint og óbeint síðastliðin 25 ár. Fyrir því óskum við eftir endurskoðun á lögum þessum til samræmis við það sem öðrum stéttum er veitt í þessurn málum. Má til fyrirmyndar benda á, hvað nágranna þjóðir vorar hafa veitt opinberum starfsmönnum ólíkt meiri íhlutun um sín eigin mál, heldur en hér á sér stað. Leggjumst því öll á eitt um það, Bandalagsfélagar, að skapa þá bylgju, sem hrindir þessum málum vorum í höfn, og við skorum á Alþingismenn að hrista af sér þau álög, sem á þeim hafa legið undanfarið, þegar átt hefir að afgreiða ný launalög og afgreiða nú launalög fyrir ríkisstarfsmenn, sem hæfa hinu unga íslenzka lýðveldi. Frú Sigríður Eiríksdóttir, forni. Félags íslenzkra hjúkrunarkvenna komst nieðal annars þannig að orði: Hjúkrunarkvennastéttin íslenzka er ung að árum, tæplega 25 ára. Hún hefir þó þegar tekið töluverðan þátt i bættri aðbúð sjúklinga og heilsuvernd hér á landi. Stéttinni hefði þó getað orðið meira ágengt í starfi sínu, ef henni hefði ekki frá byrjun verið skorinn mjög þröngur stakkur af hálfu hins opinbera, hvað snertir menntun, laun og alla aðbúð. Hún hefir jafnan átt undir högg að sækja með hverskonar kjarabætur sér til handa, — styttan vinnutíma, híbýla- kost, launakjör og námsskilyrði. Þetta er í rauninni skiljanlegt, þegar haft er í huga, að það er tiltölulega stutt síðan, að farið var að líta á starf hjúkrunar- konunnar öðruvísi en sem þjónsstarf fyrir náungann. Enn er það líka svo, að

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.