Morgunblaðið - 08.04.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.04.2021, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021 + + + = 19.990 kr. A L LT ÓTA K M A R K A Ð Fjölskyldupakkinn: Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þetta verður bara flóknara og flóknara,“ sagði Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus, um framvindu eldgossins í Fagradalsfjalli. Um miðnætti í fyrrinótt opnaðist þar þriðja gos- sprungan. Hún er á milli sprung- unnar ofan við Meradali og þar sem eldgosið hófst í Geldinga- dölum. „Sprungurnar sem gýs á núna mynduðust eiginlega samfara fyrsta gosinu. Þetta er að hluta til á gömlum misgengjum,“ sagði Páll. Hann sagði að mælingar á hraun- massanum muni leiða í ljós hve mikið kemur upp af kviku. Nýjustu mælingar benda til þess að kviku- framleiðsla í eldgosinu hafi verið nokkuð jöfn frá byrjun. Tilkoma nýju sprungnanna hefur því vænt- anlega dregið úr kvikuflæðinu í syðsta og elsta eldvarpinu í Geld- ingadölum. „Þetta á eftir að koma betur í ljós eftir því sem fleiri mælingar eru gerðar og yfir lengra tímabil,“ sagði Páll. Hann sagði að atburða- rásin sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga verði sífellt merki- legri eftir því sem tíminn líður. Vís- indamenn eigi fullt í fangi með að fylgjast með framvindunni. „Ég held að enginn reyni lengur að spá fyrir um hvað kann að gerast,“ sagði Páll. Getur enst eða endað skjótt Því hefur verið haldið fram að stöðug og jöfn kvikuframleiðsla sé vísbending um að eldgosið geti staðið lengi. „Það er vissulega með í spilinu, en við þekkjum ýmis dæmi um að eldgos geta endað mjög snögglega,“ sagði Páll. Hon- um er minnisstæður endirinn á síð- asta Kröflugosinu 1984. „Það var miklu öflugra en þetta og var í vexti í heila viku þar til það snögg- hætti. Þá gerðist eitthvað í gosrás- inni. Hún hefur rofnað eða eitthvað teppt hana. Það getur alveg gerst að eldgosið í Fagradalsfjalli endi mjög snögglega.“ Páll sagði að framvinda eldgosa virðist oft vera tilviljanakennd. „Það getur hvað sem er gerst í Fagradalsfjalli. Gosið getur mallað áfram og þetta getur líka hætt skyndilega. Það eru dæmi um hvort tveggja þarna allt í kring,“ sagði Páll. Hann sagði að þarna í nágrenn- inu séu ummerki um langvarandi og hægfara eldgos sem hafa staðið árum og mögulega áratugum sam- an. Einnig eru dæmi um lítil sprungugos eins og gosið á Fagra- dalsfjalli er enn sem komið er. Rétt þar fyrir norðan eru tvö gömul hraun sem runnu úr stuttum sprungum í hlíðum Fagradalsfjalls. Páll sagði að Fagradalsfjall hafi ekki þótt líklegasti gosstaðurinn á Reykjanesskaga. „Það var þó eng- an veginn útilokað að þar gæti gos- ið. Öll flekaskilin á Reykjanesskag- anum eru eldvirk og þetta er vissulega á þeim. En þessi partur flekaskilanna hefur verið í lengstu goshléi. Það hefur ekki gosið í Fagradalsfjalli eða því kerfi mjög lengi eða í ein 6.000 ár. Kerfin báð- um megin við, Krýsuvíkurkerfið og Svartsengiskerfið, gusu bæði á síð- asta virka gostímabili í upphafi Ís- landssögunnar.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Eldgos Ný gossprunga opnaðist um miðnætti í fyrrinótt og gaus því á þremur stöðum í gær. Nýja hraunið streymdi bæði í Geldingadali og eins niður í Meradali þar sem er glæsileg eldá. Erfitt að spá um framhaldið - Atburðarásin í Fagradalsfjalli hefur komið á óvart - Þriðja gossprungan Fagradals- fjall Geldingadalir Meradalir Hraunrennsli á Fagradalsfjalli Gönguleið B Gossprunga Hraunrennsli Stikaðar gönguleiðir Grunnkort/Loftmyndir ehf. Eldvirkni er nú bæði í Geldinga- dölum og á tveimur stöðum ofan Meradala þar sem hraun rennur til austurs niður í Meradali og einnig niður í GeldingadaliGöngu- leið A ELDGOS Á REYKJANESSKAGA Hraunstraumur frá sprungunni sem opnaðist um miðnætti í fyrri- nótt á Fagradalsfjalli hreif með sér vefmyndavél mbl.is/K100 og gas- mælitæki Veðurstofu Íslands. Mbl.is/K100 er með aðra mynda- vél við gosstöðvarnar og er hægt að sjá útsendinguna á mbl.is og á rás 9 í Sjónvarpi Símans. Baldur Bergsson, sérfræðingur í mælarekstri hjá Veðurstofunni, sagði að mælistöðin hefði verið rétt sunnan við vefmyndavélina. „Þessi stöð var sett upp til að fylgjast með þróun eldgossins og til að skrá verðmæt gögn,“ sagði Bald- ur. Hann sagði að stöðin hefði mælt koltvísýring, brennisteinstvíoxíð, brennisteinsvetni og vetni. Hún hætti að senda gögn rétt fyrir klukkan 23.00 í fyrrakvöld. Veðurstofan setti upp tvær stöðv- ar í fyrradag til að vakta loftgæði á gossvæðinu við Fagradalsfjall. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vélin Leifarnar af vefmyndavél mbl.is/ K100 sjást standa út úr nýja hrauninu. Hraunið tók mynda- vél og gasmælitæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.