Morgunblaðið - 08.04.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.04.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021 Í ræðu sinni á ársfundi SeðlabankaÍslands í gær benti seðlabanka- stjóri á að góð hagstjórn hefði „þrjá arma – þeir eru auk bankans ríkis- sjóður og aðilar vinnumarkaðarins sem þurfa að vinna saman til þess að halda hagkerfinu í jafnvægi. Þessir þrír armar verða að vera samluktir til þess að tryggja verðstöðug- leika, stöðugan kaupmátt og lága vexti til langframa.“ - - - Í gær var einnig birt fundargerðsíðasta fundar peningastefnu- nefndar. Þar var farið vítt yfir sviðið og hagstærðir ræddar í þaula svo ýmsum hefur sjálfsagt orðið nóg um við lesturinn, eins og gengur þegar slíkar bókmenntir eru annars vegar. - - - Í fundargerðinni var meðal annarsfjallað um launaþróun og þar kom fram að launavísitalan hefði í febrúar hækkað um 10,6% á milli ára „þar sem bæði má greina áhrif samningsbundinna launahækkana í janúar í ár og apríl í fyrra og grunn- áhrifa vegna þeirra tafa sem urðu á gerð kjarasamninga opinberra starfsmanna í yfirstandandi samn- ingalotu. Raunlaun voru 6,2% hærri í mánuðinum en á sama tíma árið 2020.“ - - - Afleiðing þessarar þróunar ereinnig nefnd, en hún er að hlut- fall launa og tengdra gjalda af þátta- tekjum hafi hækkað og verið 61% í fyrra, eða 1,4 prósentum yfir tutt- ugu ára meðaltali. - - - Þessi þróun heldur að óbreyttuáfram og þættu tíðindi í góðæri en eru ótíðindi við núverandi að- stæður. Eins og nú árar hljóta að vaxa efasemdir um að fyrrnefndir þrír armar hagstjórnarinnar rói all- ir í sömu átt. Ásgeir Jónsson Einn armur úr takti við aðra STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Ríkiskaup fyrir hönd Vegagerðarinnar hafa boðað til opinnar hönnunarsamkeppni um útlit og hönn- un brúar yfir Fossvog. Bygging brúarinnar er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar, Reykjavíkur- borgar og Vegagerðarinnar. Þetta er í annað skiptið sem efnt er til útboðs- ins. Áður var efnt til útboðs seinni hluta árs 2019 og í janúar 2020 var tilkynnt um val þátttakenda í forvali samkeppninnar, sex teymi alls. Í júlí sama ár felldi kærunefnd útboðsmála valið úr gildi og taldi að skilmálar hins kærða forvals hefðu ekki samrýmst meginreglum laga um opinber innkaup. Því þurfti að hefja útboðsferlið upp á nýtt með til- heyrandi töfum. Samkvæmt drögum að tímalínu fyrir keppnina, sem birt voru í desember sl., var áætlað að hún yrði auglýst í ársbyrjun 2021 og til- boð opnuð 28. febrúar. Sú tímalína stóðst ekki. Brú yfir Fossvog er ætluð fyrir gangandi, hjól- andi og umferð almenningsvagna (borgarlínu) yfir Fossvog, frá flugbrautarenda Reykjavíkurflug- vallar vestan Nauthólsvíkur yfir á norðaustur- hluta Kársnestáar. Venjuleg bílaumferð verður óheimil. Brúin verður 270 metrar. sisi@mbl.is Fossvogsbrúin boðin út að nýju - Fyrra útboð samrýmd- ist ekki settum reglum Mynd/Vegagerðin Fossvogsbrúin Hin nýja brú verður um 270 metra löng og mun tengja Reykjavík og Kópavog. Lífslíkur við fæðingu íbúa í mörgum Evrópulöndum ýmist stóðu í stað eða minnkuðu á seinasta ári frá árunum á undan, sem talið er að megi að stórum hluta rekja til faraldurs kór- ónuveirunnar. Hér á landi minnkuðu lífslíkur örlítið í fyrra frá árinu á und- an eða um 0,1 ár samkvæmt tölum sem Eurostat, hagstofa ESB, hefur birt. Að jafnaði hafa lífslíkur íbúa í Evr- ópu aukist jafnt og þétt á umliðnum áratugum eða um tvö ár á hverjum áratug allt frá 1960. Í umfjöllun Eurostat segir að eftir að faraldurinn braust út á seinasta ári drógust lífs- líkur íbúa saman í meirihluta þeirra aðildarlanda Evrópusambandsins þar sem tölur um meðalævilengd og lífslíkur liggja fyrir. Mesta breyt- ingin á einu ári var á Spáni þar sem lífslíkur minnkuðu um 1,6 ár í fyrra, um 1,5 ár í Búlgaríu og um 1,4 ár í Litháen, Póllandi og Rúmeníu. Minnkandi lífslíkur eiga þó ekki við um öll lönd því lífslíkur jukust um 0,3 ár í Noregi og um 0,1 ár í Dan- mörku og Finnlandi í fyrra en á sama tíma styttust þær í Svíþjóð um 0,8 ár. Lífslíkur á Íslandi hafa verið með þeim mestu í Evrópu og er meðal- ævilengd Íslendinga ein sú mesta í Evrópu. Í fyrra lækkaði hún úr 83,2 ár í 83,1 ár sem er eftir sem áður þriðja mesta ævilengd í Evrópu sem samanburður Eurostat nær til og kemur Ísland fast á hæla Noregi (83,3) og Sviss (83,2). AFP Á gjörgæslu Lækkun talna um lífslíkur er rakin til veirufaraldursins. Lífslíkur minnkuðu - Meðalævilengd íbúa styttist í mörg- um Evrópulöndum á seinasta ári Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Eldhúsinnréttingar Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.