Morgunblaðið - 08.04.2021, Síða 26

Morgunblaðið - 08.04.2021, Síða 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021 8. apríl 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 126.57 Sterlingspund 175.16 Kanadadalur 100.74 Dönsk króna 20.1 Norsk króna 14.836 Sænsk króna 14.57 Svissn. franki 135.06 Japanskt jen 1.1477 SDR 179.9 Evra 149.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.4481 Hrávöruverð Gull 1731.05 ($/únsa) Ál 2212.5 ($/tonn) LME Hráolía 62.32 ($/fatið) Brent BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Í dag eru átta dagar eftir af fjármögn- unarlotu íslenska tónlistarforritsins Mussila á eistneska fjármögnunar- og markaðstorginu Funderbeam, en fé- lagið stefnir á að safna þar 600-1.270 þúsund evrum eða 90-192 milljónum króna. Söfnunin gengur vel. 172 þús- und evrur vantar upp á að ná lágmark- inu, en lágmarksfjárfesting í útboðinu er 250 evrur, eða um 38 þúsund krón- ur. Runno Allikivi, yfirmaður Funder- beam á Norðurlöndum, segir að at- hygli veki hve þátttaka íslenskra fjár- festa er lítil á vettvanginum en áberandi stærstur hluti þátttakenda í Mussila-söfnuninni hingað til eru eist- neskir fjárfestar. Ástæðuna fyrir miklum áhuga Eista segir Runno m.a. vera þá að þeir séu reyndari í fjárfestingum sem þessari og í Eistlandi sé algengara að líta á að fjárfesting í nýsköpun sé fyrir allan al- menning en ekki einungis fyrir lokað- an hóp fjárfesta. Heimamenn hornsteinninn Eistneski fjárfestirinn Ivar Mägi, sem fjárfest hefur í fleiri en einu ís- lensku fyrirtæki á Funderbeam, segir í samtali við Morgunblaðið að heima- menn ættu ávallt að vera hornsteinninn í baklandi sprotafyrirtækjanna. Er- lendir fjárfestar líti til þeirra frum- kvæðis enda hafi heimamenn betri skilning á umhverfinu sem fyrirtækið er sprottið úr. Ivar bendir á þá sérstöðu Funderbeam að þar sé hægt að fjár- festa fyrir mjög lágar upphæðir, jafnvel allt niður í eina evru á eftirmarkaði og kaupa svo og selja eftir hentugleika. Sem dæmi um ávöxtun sem hægt er að fá á vettvanginum segir Ivar að ís- lenski hjólhýsasprotinn Mink Camp- ers hafi vaxið töluvert að verðgildi á Funderbeam, en heildarverðmæti bréfa félagsins eins og þau eru skráð á Funderbeam er nálægt 900 milljónum króna. „Félagið spáir örum vexti og ætlar að selja vörur fyrir fimm millj- ónir evra á þessu ári, tíu á því næsta og tuttugu milljónir evra árið 2024. Ef það rætist er um frábæra fjárfestingu í bréfum félagsins að ræða,“ segir Iv- ar. Byrjunarverð Mink á Funderbeam var 2,63 evrur á hlut en er núna 3,10. Markaðsverðið hefur því vaxið um 17%. Mest verðhækkun síðustu tólf mánaða á Funderbeam er á verði eistneska rafhjólafyrirtækisins Amp- ler Bike eins og Ivar bendir á, en verðgildi bréfa félagsins hefur vaxið átjánfalt, eða úr einni evru á hlut árið 2017 í átján evrur. Ivar er virkur í fjárfestingum á Funderbeam og þekkir því vel til. Hann segir að vettvangurinn gefi að- gang að fjölda sprotafyrirtækja á meðan að í Kauphöllinni í Eistlandi sé lítil endurnýjun og fá skráð fyrirtæki sem flest eru þroskuð og gamalgróin. Sjálfur segist Ivar hafa hagnast mest á fjárfestingum í danska mat- vælasprotanum Grim Foods, en hann selur m.a. „ljótt“ grænmeti í áskrift. Ivar segir að viðskipti hafi aukist mik- ið á Funderbeam síðan hann hóf þátt- töku á vettvanginum. Í fyrstu hafi við- skipti kannski numið 2-3 þúsund evrum í heildina á mánuði, en séu í dag komin upp í 1-2 milljónir evra á mánuði. Fjöldi viðskipta hafi áður verið í kringum 1.500 á mánuði en nú eigi um 7.000 viðskipti sér stað á mán- uði. „Með aukinni veltu á þessum mark- aði og tilkomu sífellt fleiri fyrirtækja, þá hef ég þá trú að viðskiptamagnið gæti vaxið upp í fimmtán milljónir evra á mánuði og viðskipti orðið 50 þúsund á mánuði. Ég hvet alla til að skoða Funderbeam og þau tækifæri sem þar bjóðast og þau íslensku fyrir- tæki sem fjárfesta má í eins og Muss- ila, Flow og Mink Campers.“ Sex lotur Madis Müür er þekktur englafjár- festir í Eistlandi. Hann segist í sam- tali við Morgunblaðið hafa tekið þátt í sex fjármögnunarlotum á Funder- beam þar sem hann hafi m.a. átt þátt í að safna saman fjárfestum. Auk þess skrifar hann bæði á netið og í blöð um fjárfestingar og veitir frumkvöðlum ráðgjöf. Sjálfur er hann með bak- grunn í pókerspilamennsku. „Ég hef fjárfest á venjulegum hlutabréfa- markaði frá árinu 2005 og tekið þátt í hópfjármögnunum. En eftir að ég kynntist englafjárfestingum fyrir 5-6 árum fór ég fljótlega með alla mína fjármuni yfir í sprotageirann og hef fengið mjög góða ávöxtun. Hún var til dæmis 90% á síðasta ári.“ Spurður um ábatasamar fjárfest- ingar nefnir Madis reiðhjólastanda- fyrirtækið Bikeep. Félagið hefur vax- ið um 110% á einu ári að verðgildi. Eistneskir fjárfestar atkvæða- miklir en Íslendingar lítt sjáanlegir Tækni Mussila-tónlistarforritið safnar nú fé á Funderbeam, allt að 192 milljónum króna. Funderbeam »Fjárfest í óskráðum félögum með gagnsæjum hætti og með sömu kjörum og fagfjárfestar. » 56 skráð fyrirtæki. » 73 hafa safnað fé. » 86 fjármögnunarlotur. » Fimm íslensk, eitt sviss- neskt, fimm dönsk, 37 eist- nesk, fjögur finnsk, átta bresk, níu króatísk, eitt írskt, fjögur norsk, tvö bandarísk og tvö frá Singapúr. - Mussila safnar á Funderbeam - Verðmæti Mink Campers 900 m.kr. - Hvatning frá tveimur Eistum Frá árinu 2000 fram til 2019 hækk- uðu atvinnutekjur allra á vinnu- markaði um 214%. Hækkun þeirra sem voru með grunnmenntun var 239%. Atvinnutekjur annarra hópa hækkuðu hins vegar töluvert minna á þessu tímabili. Tekjur þeirra sem voru með starfs- og framhalds- menntun hækkuðu um 185% og tekjur háskólamenntaðra hækkuðu um 173%. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans en þar segir að af tölunum megi ráða að á síð- ustu 20 árum hafi þannig dregið töluvert úr tekjumun miðað við menntunarstig. Jukust upp í 81% Í Hagsjánni er bent á að á árinu 2000 hafi meðaltekjur fólks með grunnmenntun verið um 75% af meðaltali allra á vinnumarkaði. Á árinu 2019 voru tekjur þessa hóps komnar upp í 81% af meðaltali allra. Einnig segir að á árinu 2000 hafi fólk með starfs- og framhalds- menntun verið með 2% hærri tekjur en nam meðaltali allra á vinnumarkaði. Á árinu 2019 voru tekjur þessa hóps samkvæmt Hag- sjánni um 8% lægri en meðaltal allra. Háskólamenntað fólk var með 35% hærri atvinnutekjur en meðal- talið á árinu 2000 og var það hlut- fall komið niður í 17% á árinu 2019. „Með öðrum orðum mætti segja að á árinu 2000 hafi háskólamenntað fólk haft 80% hærri atvinnutekjur en fólk með grunnmenntun, en munurinn hafði lækkað niður í 45% 2019,“ segir í Hagsjánni. Sé litið á þróun kynjanna kemur í ljós að atvinnutekjur kvenna hafa hækkað meira en karla í öllum hóp- unum frá 2000 til 2019. Minni tekjumun- ur eftir menntun - Tekjur kvenna hækkað meira

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.