Morgunblaðið - 08.04.2021, Page 30

Morgunblaðið - 08.04.2021, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Arnar ÞórJónssonhéraðs- dómari ritaði athyglisverða grein hér í blaðið í gær um frelsi og sjálfsábyrgð íslensku þjóð- arinnar. Hann lýsti áhyggjum af lýðræðinu hér á landi, ekki síst í ljósi ásælni erlends valds sem kalli eftir yfirráðum sem stjórnarskráin ætli íslenskum yfirvöldum einum. Arnar Þór skrifar að Evr- ópusambandið hafi í fram- kvæmd tekið yfir hluta af vald- sviði Alþingis „með þeim hætti að aragrúi reglna streymir nú í gegnum þjóðþing Íslendinga á ári hverju án efnislegrar að- komu, endurskoðunar eða breytinga af hálfu íslenskra þingmanna. Evrópureglur þessar hljóta lagagildi hér á landi án þess að fá hér lög- formlega rétta meðferð í sam- ræmi við stjórnarskrá og þing- sköp. Í stað þriggja umræðna á Alþingi hljóta reglur þessar af- greiðslu sem þingsályktanir.“ Hann segir að með þessu hafi forsetaembættið verið gengisfellt því að forsetinn hafi engin tækifæri til að synja þingsályktunum staðfestingar. Þá vekur héraðsdómarinn at- hygli á að hlutverk íslenskra dómstóla sem eftirlitsaðilar og vegna lýðræðisverndar fari minnkandi og þetta hafi verið á kostnað vaxandi hlutverks er- lendra dómstóla, EFTA- dómstólsins, sem fái línuna frá dómstól ESB, og að auki hafi Mannréttindadómstóll Evrópu „tekið sér vald, sem þeim dóm- stól var aldrei ætlað, til íhlut- unar um innri málefni íslenska lýðveldisins.“ Arnar Þór víkur sérstaklega að þriðja orkupakka ESB og bendir á að reglur hans hafi verið þess eðlis „að þær hefðu með réttu átt að fara í gegnum þrjár um- ræður á Alþingi og fá að því loknu samþykki forseta lýð- veldisins. Gagnrýnisvert er að þetta hafi ekki verið gert. Sú staðreynd að Hæstiréttur Noregs hefur nú ákvarðað að taka skuli til efnismeðferðar málshöfðun „Nej til EU“ vegna innleiðingar þriðja orkupakkans í Noregi er enn eitt viðvörunarljósið. Verði niðurstaða norskra dómstóla sú að reglur þriðja orkupakk- ans hafi verið svo viðurhluta- miklar að aukinn meirihluta hafi þurft á norska stór- þinginu, þá mun jafnframt op- inberast að meðferð Alþingis á málinu hafi verið til stór- fellds vansa, svo að jafna mætti því við trúnaðarbrest gagnvart íslenskri þjóð. Hér er ekki lítið í húfi.“ Íslendingar, ekki síst þeir sem gefið hafa kost á sér til setu á Alþingi þurfa að gæta vel að stöðu landsins, sjálf- stæði þess og fullveldi. Fyrir þessu var háð hörð barátta og því má ekki glutra niður í ótal smáum skrefum vegna þess að þeir sem ábyrgð bera sjái aldrei ástæðu til að spyrna við fótum. Ísland hefur alla mögu- leika á því að verja fullveldi sitt innan þeirra samninga sem það hefur gert, þar með talið EES-samningsins, en til þess þarf áhugi að vera fyrir hendi, einkum á Alþingi. Vonandi er ekki svo komið að þingmenn nenni ekki að verja fullveldi landsins} Er áhugi á Alþingi? Landsrétturhefur nú vís- að frá máli sem sóttvarnalæknir höfðaði til að fá felldan úr gildi héraðsdóm, þar sem felld var út gildi ákvörðun sóttvarnalæknis um að tilteknir einstaklingar skyldu dvelja í sóttkví í sótt- varnahúsi á grundvelli reglu- gerðar heilbrigðisráðherra. Sóttvarnalæknir taldist, eins og mál voru komin, ekki hafa lögvarða hagsmuni í málinu. Dómur héraðsdóms stendur því en reglugerðin ekki, því í héraðsdómnum segir: „Til sanns vegar má færa að sjálf ákvörðun sóttvarnalæknis eigi sér stoð í því reglugerðarákvæði sem hún er byggð á eins og það er orð- að. Að öllu framangreindu virtu er það hins vegar niður- staða dómsins að þetta ákvæði reglugerðarinnar sem um ræðir skorti lagastoð og þar með umrædd ákvörðun sóknaraðila [sóttvarnalæknis] sem hafi þá gengið lengra en lögin heimila.“ Enn hafa engin svör fengist við þeirri spurningu með hvaða lagarökum reglugerðin var sett. Svo virðist því sem þar hafi verið gengið fram af léttúð þrátt fyrir alvöru máls- ins, frelsissviptingu borg- aranna. Hvort sem ráðherra leitar frekari lagaheimildar til að renna stoðum undir reglur af þessu tagi eða ekki hlýtur Alþingi að taka þetta mál til sérstakrar umræðu og krefja ráðherrann skýringa á því hvernig að málum var staðið. Orðið er æ skýrara að skýringar skortir}Frávísun í Landsrétti Fyrir nokkrum árum voru lagðarfram á Alþingi tillögur að stofnunembættis umboðsmanns aldr-aðra. Þær tillögur náðu því miðurekki fram að ganga en ég tel mik- ilvægt að við rifjum þær tillögur upp og skoð- um hvort tilefni sé til að setja slíkt embætti á laggirnar. Samfélagið hefur tekið örum breytingum á undanförnum áratugum. Samskipti borgara við þjónustuaðila og stofnanir hins opinbera fara sífellt meira fram í gegnum internetið og stöðugt minna með samtali augliti til auglitis. Símsvörun er að sama skapi að dragast það mikið saman á hinum ýmsu þjónustustofn- unum að biðtími á línunni lengist oft úr hófi. Þá þekkist einnig að svör sem fást þegar hringt er í opinberar stofnanir séu á þá leið að svör megi finna á heimasíðum og innri kerfum. Þar þurfi að sækja um og haka við. Á dögunum átti ég samtal við virðulega frú á efri árum. Hún er nýlega orðin ekkja og greindi mér frá erfiðleikum sínum við að koma reglu á líf sitt eftir andlát maka síns. Hvernig samskipti við yfirvöld, bankastofnanir og annað sem máli skiptir við rekstur heimilis væru flókin þegar jafnvel þyrfti að leysa einfalt mál. Hinar stöðugu kröfur um að hún hefði í fórum sínum rafræn skilríki, virkt net- fang og kynni á alla rangala internetsins voru henni ekki að skapi. Hún kvaðst þurfa að fá lausn sinna mála en hver þjónustuaðilinn benti á annan, ef þjónustuaðilinn var yfir- höfuð manneskja en ekki bara einhver tölva. Ég nefndi þessa stöðu í útvarpsviðtali í gær og þá kom í ljós að hvort tveggja fjölmiðlakon- an sem og fjöldi hlustenda tengdu mjög við þessa líðan. Að finnast þau ekki hafa full- komna stjórn á lífi sínu og að erfitt væri að fá svör um hvernig ætti að leysa hluti sem áður virtust auðveldir. Þegar samfélagið hefur breyst jafn mikið og raun ber vitni þá getur staðan vafist fyrir fólki. Hvert á að leita, hvað þarf að hafa í huga og hvernig veit fólk hvort skýrslum og skjöl- um hafi verið skilað eða reikningar greiddir þrátt fyrir góðan vilja. Svokallaðar mínar síð- ur á hinum og þessum þjónustustofnunum verða að brattri brekku og læra þarf á hvert og eitt kerfi. Þegar svona er komið væri til fyrirmyndar að stjórnvöld settu á laggirnar embætti um- boðsmanns aldraðra, rétt eins og við höfum umboðsmann borgarbúa og umboðsmann barna. Með embætti umboðs- manns aldraðra væri hvort tveggja hægt að veita ein- staklingum sem þangað leita víðtækar upplýsingar um hvaðeina er varðar þeirra daglega líf og einnig koma á framfæri upplýsingum til stjórnvalda ríkis og sveitarfé- laga frá þessum sístækkandi og fjölbreytta hópi íbúa landsins. Hópi sem hefur ólíkar þarfir, hefur ólíkan bak- grunn og er með misjafna þekkingu á víðfeðmi internets- ins. Það myndi leysa mörg mál og auka vellíðan fólks á besta aldri. helgavala@althingi.is Helga Vala Helgadóttir Pistill Umboðsmaður aldraðra Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is P áll Magnússon, þingmaður og oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Suður- kjördæmi, greindi frá því um liðna helgi, að hann ætlaði ekki að gefa kost a sér í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í komandi mánuði. Hann ætlaði að segja skilið við stjórnmálin að sinni. Þetta kom flatt upp á marga, þar sem Páll hafði fyrir ekki löngu greint frá því að hann sæktist áfram eftir oddvitasætinu og engan bilbug á honum að finna. Hann sagðist raunar hafa kom- ist að þessari niðurstöðu innra með sér um síðustu áramót, en samt ákveðið að hugsa það áfram í þrjá mánuði áður en hann tæki endan- lega ákvörðun ef eitthvað skyldi nú breyta afstöðu sinni um það. Það hafi ekki gerst. Ástæðuna sagði hann aðallega hafa verið þá að áhuginn hafi dofn- að og neistinn kulnað. Það er sjálfsagt rétt, en ekki verður þó hjá því litið að Páll hefur á margan hátt átt erfitt uppdráttar innan kjördæmisins undanfarin ár, sem flestir vilja rekja til klofnings sjálfstæðismanna í Vestmanna- eyjum. Þar hafi Páll lagst á sveif með klofningsmönnum, sem síðan hafi myndað meirihluta í bæjar- stjórninni og skilið Sjálfstæðis- flokkinn eftir úti í kuldanum. Stuðningsmenn Páls hafa hins veg- ar sagt málið flóknara en það og kjósendur klofningsmanna flestir verið gott og gegnt sjálfstæðisfólk. Hvernig sem því kann að vera farið, þá komst Páll að þessari nið- urstöðu, en heimildir Morgunblaðs- ins herma að þar hafi skoðana- könnun á vegum stuðningsmanna Páls riðið baggamuninn.Hún hafi sýnt að mjög væri á brattann að sækja. Fjölþættar afleiðingar Flestir viðmælendur blaðsins í Suðurkjördæmi telja að afleiðingin verði sú að Guðrún Hafsteinsdóttir „labbi inn í 1. sætið“. Reynist sú raunin hefði það ekki aðeins áhrif í kjördæminu heldur myndi það breyta ásýnd flokksins á landsvísu ef konur leiddu lista í þremur kjör- dæmum, eins og margt bendir til. Stærri spurning er þó kannski hvað Vestmanneyingar geri ef þeir hafa engan Eyjamann að kjósa eða a.m.k. ekki neinn, sem á góðan möguleika á ráðherrastól. Það er óleystur vandi í þessu gamla og áð- ur trygga vígi Sjálfstæðisflokksins. Það mun vafalaust einnig breyta prófkjörsbaráttunni, því þá þyrftu Vilhjálmur Árnason og Ás- mundur Friðriksson að eigast við með beinum hætti, sem þeir höfðu ekki ráðgert. Þá kann þetta að hvetja fleiri frambjóðendur til dáða, sem nú eygja þann kost að komast ofar á lista en ella, þótt þingsæti séu tæpast í boði. Sumir hafa spurt hvað þetta segi um styrk Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og oddvita H-listans, fyrrnefnds klofn- ingsframboðs. Ekki kannski með beinum hætti, en þó virðist blasa við að Páll hafi ekki átt nægan stuðning vísan úr þeirri átt. Aðrir segja að fylgi Páls í Eyjum hafi ekki verið vandinn heldur uppi á fastalandi. En þá er ósvarað spurningunni um hvað Páll fari að fást við, hann muni tæpast sitja auðum höndum lengi. Um það hafa verið ýmsar get- gátur, en ein sú skemmtilegri er að hann taki að sér að græða sárin með því að reyna að sameina hægri- öflin í Eyjum á ný og ljúka pólitíska ferlinum í bæjarstjórastóli. Pólitískir eftirskjálft- ar Páls á Suðurlandi Morgunblaðið/Hari Á förum Alþingismennirnir Páll Magnússon og Ásmundur Friðriksson stinga saman nefjum fyrir utan Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins. Segja má að Páll Magn- ússon hafi pólitíkina í æðum, en hann er sonur Magnúsar H. Magnús- sonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og síðar al- þingismanns og ráðherra. Páll haslaði sér hins vegar völl í fjölmiðlum, fyrst á Vísi og Tímanum, en fór síðar á Ríkis- sjónvarpið þar sem hann varð varafréttastjóri, en söðlaði svo um yfir á Stöð 2, þegar hún fór í loftið 1986. Hann varð síðar for- stjóri hennar, en var ráðinn út- varpsstjóri Rúv. 2005, en hætti þar árið 2013. Hann varð áhuga- samari um stjórnmálin eftir það og var kjörinn á þing fyrir Sjálf- stæðisflokkinn 2016. Hann er formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Úr fjölmiðlum í stjórnmálin PÁLL MAGNÚSSON Páll Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.