Morgunblaðið - 08.04.2021, Side 38

Morgunblaðið - 08.04.2021, Side 38
Komin er á markað ný og spennandi vara úr íslensku lambakjöti sem fyrirtækið Pure Arctic hefur þróað í samstarfi við Íslenskt lambakjöt. Um er að ræða rifið lambakjöt eða pulled lamb eins og það kallast á ensku. Notaðir eru úrvals lambabógar sem eru hægeldaðir og kryddaðir eftir kúnstarinnar reglum. Varan kemur fullelduð í handhægum umbúðum sem henta sérstaklega vel í rétti á borð við hamborgara og samlokur, en rifið svínakjöt hefur verið sérlega vinsælt um heim allan og því má ætla að viðtökurnar á lambakjötinu verði góðar. Rifna lambið er fáanlegt í Hag- kaupum, Krónunni og Fjarðar- kaupum. Pulled lamb frá Pure Arctic í verslanir Lambið komið heim Pulled lamb hefur verið selt í Danmörku með góðum ár- angri og er nú loks fáanlegt hér á landi. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021 Beta Glucans IMMUNE SUPPORT+ FYRIR ÓNÆMISKERFIÐ Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. Öflug blanda af vítamínum, jurtum og steinefnum sem styrkja og styðja við ónæmiskerfi líkamans Þau stórtíðindi berast að kominn sé á matseðil American Style glænýr hamborgari sem ber hið magnþrungna nafn Eastwood. Hamborgarinn er sagður ögra bragð- laukunum en það voru þeir Viktor Örn Andrésson og Hinrik Lárusson sem settu hamborgarann saman en undanfarið hafa þeir félagar leitt gæða- og vöruþróun- arvinnu á American Style og Saffran. „Það er gríðarlega gaman að vinna í matseðlinum á Stælnum. Eftir að við fórum yfir öll gæðamál, stækk- uðum borgarann, mýktum kjötið og breyttum framsetn- ingunni, þá fengum við svolítið að leika okkur. Hamborg- ari eins og Eastwood verður til þegar að kokkar fá að leika sér, segir Hinrik Lárusson brosandi. Og Eastwood er svo sannarlega spennandi. 120 grömm af hágæða- ungnautakjöti með stökkum jarðskokkum, lambhagasal- ati, vorlauk, trufflumajónesi, lauksultu, pikkluðum lauk og oriental-dressingu. Gamli Stælborgarinn – bara betri Meistarakokkarnir Viktor Örn og Hinrik Lárusson endurhönnuðu klassíska Stælborgarann á dögunum. Helsta breytingin er að kjötið sem hefur alltaf verið 90 gr. er nú 120 gr. Eins var fitumagnið í kjötinu aukið og er nú 20%. Þá var borgarinn settur í nýtt og enn mýkra kartöfluhamborgarabrauð. „Það sem mér finnst skipta mestu máli er að hamborgarinn sjálfur er orðinn enn safaríkari og ljúffengari en hann var, en samt heldur hann sérkennum sínum. Þetta er sami gamli Stælborg- arinn, bara miklu betri, segir Hinrik að lokum. Samferða Íslendingum í 36 ár American Style var opnaður í Skipholti 15. júní 1985 og verður því 36 ára í ár sem gerir hann að elsta starf- andi hamborgarastað landsins. „Allir Íslendingar þekkja gamla góða Stælinn og eiga minningar þaðan. Það er gaman frá því að segja að þegar ég var ungur peyi í fót- bolta hjá Fylki, þá var alltaf farið í lok tímabils í ham- borgaraferð á Stælinn í Skipholti. Við fengum merktar peysur sem ég fór helst ekki úr eins og sést á myndinni,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður og einn eigenda staðarins. Eastwood er kominn á Stælinn! Í merktri peysu Jóhannes Ásbjörnsson sést hér í sér- merktri American Style peysu sem hann fór helst ekki úr. Eastwood 120 grömm af hágæðaungnautakjöti með stökkum jarðskokkum, lambhagasalati, vorlauk, trufflumajónesi, lauksultu, pikkluðum lauk og oriental dressingu. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum Matarvefs mbl.is er Ragnar Freyr Ingvarsson, betur þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu, í óða önn að taka upp nýja matreiðslu- þætti og setja saman nýja bók sem vænta má með haustinu. Að sögn þeirra sem til þekkja mun Ragnar ekki spara tilþrifin fremur en fyrri daginn og því ljóst að aðdá- endur hans eiga góða tíma í vænd- um. Sjálfur verst Ragnar allra frétta enda ekki tímabært að greina um of frá verkunum en hann mun fyrstur manna færa okkur fregnir þegar nær dregur. Morgunblaðið/Eggert Reynslubolti Ragnar Freyr Ingvarsson er enginn nýgræðingur í eldhúsinu og því má búast við miklu með haustinu. Bók og þættir í smíð- um hjá Lækninum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.