Morgunblaðið - 08.04.2021, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.04.2021, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021 Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is ✝ Ingimunda Guðrún Þor- valdsdóttir fæddist 10. september 1929 að Hellu í Stein- grímsfirði. Hún lést 29. mars 2021. For- eldrar hennar voru Sólveig Jónína Jónsdóttir, f. 25.05. 1907 í Ólafsvík, d. 12.07. 1983, og Þor- valdur Gestsson, f. 04.08. 1901 að Hafnarhólmi í Strandasýslu, d. 18.12. 1933. Systkini hennar voru Jakob Þor- valdsson, f. 24.08. 1931, d. 30.05. 1985, og Hulda, f. 30.11. 1932, d. 31.07. 1934. Sammæðra Sveinn Sigurðsson, f. 14.08. 1926, d. 17.08. 1926. Fyrri eiginmaður Nói Jóns- son frá Árbæ í Holtum, f. 09.01. 1915, d. 07.03. 1956. Börn þeirra eru 1. Þorvaldur Nóason, f. 07.11. 1947, maki Anne Ström, f. 1948, þau eiga þrjú börn. a) Margrét, f. 1971, hún á eitt barn. b) Arne Jakob, f. 1974. c) Ragn- hild, f. 1980, maki Matthew Terje Aadne, f. 1990, þau eiga tvö börn. 2. Ágústa Guðlaug Nóadóttir, f. 08.12. 1949, d. 15.05. 1950, 3. Jón Sólberg Nóa- son, f. 30.06. 1953, maki Stein- unn Geirmundsdóttir, f. 1956, Kristján Már Gunnarsson, f. 1959, þau eiga þrjú börn. a) Andri Már, f. 1987, maki Ragn- heiður Vignisdóttir, f. 1990, þau eiga þrjú börn. b) Karen, f. 1989, maki Zenel Demiri, f. 1989. c) Aníta, f. 1992, maki Málfríður Bjarnadóttir, f. 1991, þær eiga eitt barn. 3) Anna Snædís Sigmarsdóttir, f. 12.02. 1962, maki Snorri Þórisson, f. 1959, þau eiga eitt barn. a) Anna Sólveig, f. 1995, maki Örn Óli Strange, f. 1995, þau eiga eitt barn. Munda, eins og hún var alltaf kölluð, ólst upp á Drangsnesi. Fór ung til Reykjavíkur í vist og til að læra klæðskerasaum. Þar kynntist hún fyrri eiginmanni sínum Nóa. Munda varð ekkja 27 ára með þrjú ung börn og vann fyrir sér með saumaskap. Hún flyst á Selfoss 1962 með seinni eiginmanni sínum Sig- mari en þau bjuggu þar í tæp 60 ár. Munda vann ýmis störf ásamt saumaskapnum, lengst vann hún á Ljósheimum. Hún starfaði með Verkalýðsfélaginu Þór og Kvenfélagi Selfoss bæði í stjórn og nefndum. Munda söng m.a. með Samkór Selfoss. Útför Mundu verður frá Sel- fosskirkju í dag, 8. apríl 2021, kl. 15. Í ljósi aðstæðna verður aðeins nánasta fjölskylda við- stödd útförina. Streymt verður frá athöfninni: https://selfosskirkja.is Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat þau eiga þrjú börn. a) Nói, f. 1977, fyrr- um maki Jóhanna Magnúsdóttir, f. 1978, þau eiga tvö börn. b) Ásta Rún, f. 1981, maki Krist- ófer Ómar Em- ilsson, f. 1973, þau eiga þrjú börn. c) Finnur, f. 1992, maki Silja Stefáns- dóttir, f. 1993, þau eiga eitt barn. 4. Hulda Björk Nóadóttir, f. 27.02. 1956, maki Eiríkur Jónsson, f. 1953, þau eiga tvö börn. a) Emelía Guðrún, f. 1976, hún á tvö börn. b) Hauk- ur Brynjar, f. 1980. Seinni eiginmaður Sigmar Karl Óskarsson frá Dísukoti í Þykkvabæ, f. 01.07. 1932, d. 04.10. 2018. Börn þeirra eru 1) Katrín Sigmarsdóttir, f. 13.10. 1958, maki Örn Tryggvi Gísla- son, f. 1961, þau eiga þrjú börn a) Sigmar Örn, f. 1981, maki Þórey Harpa Þorbergsdóttir, f. 1984, þau eiga alls fjögur börn. b) Berglind, f. 1987, fyrrum maki Daníel Sæberg, f. 1991, þau eiga tvö börn. c) Gísli, f. 1989, maki Hafdís Hilmars- dóttir, f. 1991, þau eiga tvö börn. 2) Sólveig Sigmarsdóttir, f. 13.01. 1961, fyrrum maki Elsku mamma. Þú varst ekki lengi að yfirgefa þessa tilvist sem að mörgu leyti einkenndi þig sem manneskju, þú dvaldir ekki við verkin heldur laukst þeim af á þinn hátt. Þegar ég hugsa til baka um þau 60 ár sem ég og þú höfum fylgst að þá get ég ekki annað en glaðst í hjarta mínu. Þú varst mín fyrirmynd í lífinu og af þér lærði ég margt sem ég hef notað í lífi mínu sem manneskja og móðir. Þú varst sterk kona sem stóðst áföll í lífinu, fordómalaus og réttlát. Þú stóðst þétt við mig þegar ég stóð á móti storminum í lífi mínu og varst alltaf tilbúin með höndina til að leiða mig áfram og minna mig á að enginn gengur í gegnum lífið óstuddur. Þitt hlutverk í lífinu var marg- þætt og þú minntist stundum á að þú hefðir þurft að sinna hlut- verki kennara, hjúkrunarkonu, sálfræðings og uppalanda, allt í þessu eina hlutverki sem móðir. Þegar pabbi dó fyrir tveimur og hálfu ári var sannarlega kom- ið að mér að rétta þér hjálpar- hendur og vera þér innan handar með allt sem hægt var. Ég vissi hvernig þér leið, hvað þig van- hagaði um og hvað þig langaði að gera. Næstum daglega lá leið mín í Grænumörk 2 til að vitja þín og eiga með þér stundir hvort sem þær voru við elda- mennsku, spjall við eldhúsborð- ið, göngutúra, bíltúra eða eitt- hvað annað. Þegar ég var með prjónana með mér þá minntist þú oft á handavinnureynslu mín í grunnskóla þar sem þú kláraðir stykkin fyrir mig og við hlógum, því þannig varstu, þú gerðir ekki mál úr hlutunum. Þú varst einn- ig sannfærð um að amma Solla væri í mér vegna þess að það var svo margt í mér sem minnti þig á hana. Það fannst mér ekki leið- inlegt að heyra. Þú gladdist yfir litlu lang- ömmubörnunum þínum og þegar þú fréttir að það væri von tvíbur- um í litlu fjölskyldunni minni varstu spennt og áköf því þetta var einsdæmi í fjölskyldunni. Ferðirnar sem við fórum á Ei- ríksgötuna til Andra og Ragn- heiðar að hitta ömmubörnin mín og langömmubörnin þín voru ófáar og þær virkuðu eins og vítamínsprauta á þig og gáfu þér gleði í hjartað sem entist lengi. Þú spurðir alltaf um stelpurnar mínar, hvað væri að frétta af þeim þó svo þú hefðir hitt þær nýlega og hvort uppáhaldið þitt Zenel væri ekki væntanlegur til landsins bráðlega. Þessar minningar eru mér ómetanlegar og dýrmætar, þær gleðja hjarta mitt og fylla upp í það tómarúm sem þú skilur eftir þig hjá mér. Að hafa fengið að fylgja þér í þessi ár eftir fráfall pabba hefur gefið mér nýja sín á lífið, hvernig það er að ná háum aldri og að skilja, að máltækið „Tvisvar verður gamall maður barn“ er hverju orði sannara. Elsku mamma, takk fyrir samfylgdina og takk fyrir að hafa verið mamma mín. Ég veit að núna ertu frjáls eins og fuglinn og laus við elli- kerlinguna sem þú varst ekki alltaf sátt við. Lífsins tré með fallin lauf er liggja á kaldri jörð mett af lífi og ljúfri sýn vindurinn bar til mín. Seytlar tíminn og styttist ótt sú stund er þér var léð og tímaglasið fyllist fljótt af frelsi handa þér. Ég kveð þig með kveðjunni okkar „Lov jú inn við bein.“ Þín dóttir Sólveig (Solla). Í dag kveðjum við dásamlegu móður mína, hana Mundu. Saga hennar byrjar þegar hún fæðist á heimabæ ömmu sinnar Norður á Ströndum með kastaníubrúnt hár og móbrún augu. Ung að ár- um missir hún föður sinn og systur úr berklum og bróður hennar var vart hugað líf. Seinna þegar hún svo stofnar sína eigin fjölskyldu þá hefði hana ekki grunað að hún myndi upplifa sömu hluti og móðir hennar. Í seinni tíð þegar við mamma áttu spjall og ég spurði hana hvernig það væri að missa maka og barn þá svaraði hún „ ég man það ekki“ en hálfri mínútu síðar sagði hún „auðvitað man ég það allt, ég læri bara að lifa með því“. Mamma lærði ung klæðskera- saum og saumaði á okkur fjöl- skylduna alla ævi, ásamt því að sérsauma á fólk allt frá drögtum yfir í galakjóla. Hún fylgdist vel með allri tísku og eitt sinn sagði hún við mig „ætlar þú ekki að láta mig sauma á þig stretsbuxur eins og stelpurnar“? Ég var ekki til í það og óskaði eftir reiðbux- um. Það var minnsta málið mamma saumaði eitt stykki reið- buxur því hún var alltaf til í að prufa eitthvað nýtt og studdi mig um leið í því að hafa minn eigin stíl. Mamma var fagurkeri og smekkmanneskja, allt sem hún gerði var eitthvað svo fallegt, bara hvernig hún raðaði blómum í vasa eða puntaði hjá sér. Þetta skilaði sér líka í hennar daglega lífi, að klæða sig og hafa sig til, allstaðar þar sem hún kom var tekið eftir henni og það geislaði af henni. Hún var félagslynd, sýndi fólki áhuga og hafði gaman að ræða málin. Hún átti það til að heilsa fólki, s.s. leikurum eða sjónvarpsfólki, því henni fannst hún þekkja það svo vel og veigr- aði sig ekki við að hrósa þeim og þakka fyrir skemmtunina. Það eru forréttindi að hafa fengið að eyða tæplega 60 árum með móður minni, henni Mundu. Hún var ekki bara móðir, heldur var hún líka kokkur, kennari, sálfræðingur og uppalandi. Hún var hreinskilin, hafði sterka rétt- lætiskennd og var lausnarmiðuð, hún kenndi mér muninn á réttu og röngu og var um leið besti vinur minn. Alltaf tók hún vel á móti mér, vinum mínum og fjöl- skyldunni minni með bros á vör og heitt á könnunni. Ég kveð þig elsku mamma með söknuð í hjarta og óska þér góðrar ferðar heim í Sumarland- ið. Þín dóttir Anna Snædís Sigmarsdóttir. Elsku hjartans dúllan mín, nú er tíminn á enda, spólan er búin. Þvílíkt líf sem ert búin að lifa, ég gæti skrifað margar síður um þig, því við áttum samleið í 65 ár. En ég vil þakka þér fyrir ást þína, vináttu, hjálpsemi og gleði, já þú varst gleðigjafi af guðsnáð, hvar sem þú komst aðal partí- pæjan. Því vil ég þakka þér fyrir samveruna, sjáumst síðar glæsi- lega Strandakona. Þín dóttir, Hulda Björk. Elskuleg tengdamóðir mín hún Munda er fallin frá á 92. ald- ursári. Munda var einstök kona, fal- leg, skemmtileg, góð og einstak- lega smekkleg. Hún kenndi mér margt um lífið, sem fór ekki allt- af góðum höndum um hana. Það var alltaf gaman að hitta Mundu og spjalla um heima og geima og sagði hún skemmtilega frá. Síð- ustu ár gátum við spjallað saman um gamla tíma t.d. um Nóa heit- inn og lífið þeirra saman og fékk ég mikið út úr því. Munda og Sigmar komu stundum ásamt foreldrum mín- um í bústaðinn til okkar Jóns og eru þær stundir sem við áttum saman ógleymanlegar. Elsku tengdamamma, ég mun halda minningu þinni á lofti og segja mínum börnum og barna- börnum skemmtilegar sögur af þér. Ég vil þakka þér allt, elsku Munda mín. Þín tengdadóttir, Steinunn (Steina). Elsku amma. Núna þegar þú ert farin og ég hugsa til baka þá er eitt sem sit- ur sterkt eftir og það er þessi til- finning að mér finnst ég hafa verið óendanlega heppinn að þú hafir verið amma mín. Það er svo margt hægt að segja um þig amma, þú varst ótrúleg kona, sterk, kjörkuð, hreinskiptin en líka hlý, mjúk og umhyggjusöm. Ég á hafsjó af minningum frá Grænuvöllum þar sem þið afi bjugguð lengst af og þar var ég alltaf velkominn. Saumaherberg- ið þitt var spennandi staður til að vera á og ég man hvað mér fannst gaman að læðast þar inn til að leika mér, sérstaklega fannst mér gaman að festa títu- prjóna undir ysta lagi fingur- gómanna og þykjast vera með klær. Ég minnist líka stundanna við eldhúsborðið þar sem við spiluðum rommí en þær voru meira en það, þar á ég mína fyrstu minningu af okkar mörgu samræðum í gegnum árin. Og núna þegar ég hugsa til baka þá eru það samræðurnar og sam- veran sem stendur upp úr. Það var alltaf svo auðvelt að tala við þig amma, alveg sama hvert umræðuefnið var. Þú tal- aðir alltaf við mig af hreinskilni og sýndir því áhuga sem ég tal- aði um og það breyttist aldrei sama hvort ég var 7 ára eða 27 ára. Fyrir það er ég þakklátur, því þú lést mér alltaf líða eins og ég væri mikilvægur í þínu lífi og að sama skapi varst þú mikilvæg í mínu lífi og það er besta gjöfin sem þú hefur gefið mér. Ég sá líka hvernig þú áttir þessar sömu stundir með dóttur minni þegar hún kom til þín, þó svo að hún hafi verið pínu hrædd við þig á tímabili þá náðir þú að vinna hana yfir á þitt band með um- hyggju en sælgætið hjálpaði líka til. Ég á eftir að sakna þessara stunda með þér, að tala við þig, vera nálægt þér og finna fyrir gleðinni sem var alltaf í kringum þig. Á sama tíma er ég svo glað- ur og óendanlega þakklátur fyrir að hafa fengið allan þennan tíma með þér og hvað hann kenndi mér. Það sem þú gafst mér í gegnum okkar samband lifir áfram innra með mér og í því hvernig ég ver tíma með minni eigin fjölskyldu. Lovjú innvið bein. Andri M. Kristjánsson Ég kveð í dag með söknuði ömmu Mundu. Amma var jákvæðasta og kát- asta mannvera sem ég hef kynnst. Alltaf var stutt í bros og hlátur og ekki hægt annað en að gleðjast í kringum hana. Við upplifðum saman skondinn at- burð fyrir nokkrum árum úti í guðsgrænni náttúrunni. Í hvert sinn sem við hittumst hlógum við að atburðinum og án þess að nefna hann leit hún á mig og sagðist vita nákvæmlega um hvað ég væri að hugsa og svo skelltum við upp úr. Amma var alltaf smart, smekklega klædd, vel greidd og með varalit. Eitt sinn þegar ég heimsótti hana misbauð henni greinilega útgangurinn á mér og spurði mig hvort ég hefði nokkuð farið svona víða. Þessu gátum við hlegið að. Ég mun hugsa til þín í hvert sinn þegar ég set á mig varalit- inn og punta mig. Elsku amma, þín verður sárt saknað. Ásta Rún. Elsku amma mín og nafna, það sem ég minnist þín með miklum hlýhug. Ég hef alltaf hugsað fallega til þín því þú varst alltaf svo góð við mig, hjartahlý og skemmtileg kona. Ég held að fáir hafi sagt mér eins oft hvað þeim finnst vænt um mig og þú gerðir, amma, þú sagðir það að minnsta kosti einu sinni í hverju símtali og það vermdi alltaf hjarta mitt og mér fannst ein- staklega gott að segja það sama við þig. Í seinni tíð áttaði ég mig líka á því hvað þú varst ótrúlega sterk, þú hafðir tekist á við mörg áföll og erfiðleika um ævina en stóðst alltaf teinrétt og barst þig vel, varst ánægð með þig og geislaðir oft af sjálfstrausti. Þú varst alltaf áberandi flottust í samkomum, oftast í litríkum flík- um sem þú saumaðir sjálf og með hatt og leist út eins og hefð- arfrú. Við barnabörnin nutum oft góðs af saumaskapnum, feng- um til dæmis apaskinnsgalla og flíspeysur og gátu allir leitað til þín með efni til að sauma úr eða flíkur sem þurfti að breyta eða bæta. Það var ekkert sem þú gast ekki saumað; sumir eru bara „meðedda“. Mér fannst ofsalega gaman að koma til þín og afa, sérstaklega þegar ég var lítil, enda dekruðuð þið bæði við mig; ég var virkilega heppin að eiga ykkur að og ég hef vitað það alla tíð. Við mynd- uðum þessi góðu tengsl strax í byrjun en ég bjó fyrstu þrjá mánuði ævi minnar hjá þér og afa á Grænuvöllunum og þú kíkt- ir alltaf á litla kjúklinginn í kjall- aranum áður en þú fórst í vinn- una. Þú hélst mér undir skírn á Grænó, ég hef ekki tölu á því hversu oft þú hefur lýst þessari skírn fyrir mér enda hafðir þú gaman af að segja mér sögur af mér. Ég fann alltaf fyrir stuðningi frá þér og mér fannst þú alltaf vera ánægð og stolt af mér, sama hvað ég gerði. „Ég elska þig al- veg jafn mikið,“ sagðir þú og tókst U-beygju með skoðanir þínar á samkynhneigð þegar ég kom út úr skápnum. Þú og afi pössuðuð alltaf upp á að heimsækja mig á afmælisdag- inn minn upp í sveit hjá ömmu og afa í Vorsabæ, ég hlakkaði alltaf til að þið kæmuð. Þið komuð meira að segja á Hornafjörð einn afmælisdaginn þegar ég var þar í sveit. Og það var yndislegt að fá þig í tvær heimsóknir til Stokk- hólms þegar ég var í námi þar; þá var sko mikið hlegið og spil- aður kani út í eitt. Dætur mínar hafa líka alltaf fílað þig í ræmur, fundist þú meinfyndin svindlandi í spilum (þú fórst ekkert leynt með það) og syngjandi upp úr þurru. Sein- ustu ár hafa þær mörgum sinn- um sungið heima „Drangsnes er dýrðarstaður, þar drepst ekki nokkur maður,“ og skellt upp úr en þetta sönglaðir þú fyrir þær fyrir nokkrum árum og þær geta hreinlega ekki gleymt þessu. Og þegar Anna Eir átti að skrifa um fyrirmynd sína í lífinu fyrir tveimur árum í skólanum skrif- aði hún um þig og sagði meðal annars að hún vildi verða svona skemmtilega klikkuð eins og langamma Munda þegar hún yrði stór. Það er ýmislegt í þínu fari sem ég hef og ætla að taka mér til fyrirmyndar. Takk fyrir mig og sjáumst síðar, elsku amma mín, og svo ég noti einkunnarorðin þín: „Lov jú inn við bein.“ Emelía Guðrún. Elsku amma mín. Það er kannski skrítið að segja það, en mér finnst eins og sálir okkar hafi sameinast. Ég finn fyrir auknum styrk og ég vil trúa því að þetta sért þú. Við vorum nánar og svo líkar á margan hátt. Þú varst kvenskör- ungur og lést ekkert stoppa þig. Þú varst svo hress og kát, alltaf. Þú varst alltaf vel til höfð og al- gjör skvísa. Þitt jákvæða viðhorf til lífsins og æðruleysið, þú varst einstök manneskja. Þú varst orðin þreytt og við búin að undirbúa okkur að einn daginn myndi þetta gerast. En mikið svakalega á ég eftir að sakna þín, elsku amma mín. Ég er svo ánægð að hafa varið tímanum mínum með þér síðustu vikur, allur fíflagangurinn og samveran setti bros á andlit þitt sem gerði mig ánægða. Við döns- uðum, sungum, spiluðum, fórum í göngutúra og lásum saman. Ég elskaði að vera í kringum þig. Elsku amma, ég mun varð- veita allar okkar minningar og segja sögur af þér, þú magnaða kona. „Love you inn við bein,“ eins og við sögðum alltaf. Hvíldu í friði. Elska þig að ei- lífu. Þín vinkona, Berglind ( Bella). Ingimunda Guðrún Þorvaldsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.