Morgunblaðið - 08.04.2021, Qupperneq 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021
✝
Ágúst Hjálm-
arsson fæddist
26. september
1944 á Felli í
Kollafirði í
Strandasýslu.
Hann lést á sjúkra-
húsi Akraness 25.
mars 2021.
Foreldrar hans
voru Hjálmar
Björn Jónsson, f.
14. júlí 1910, d. 3.
júlí 1993, og Sæunn Ingibjörg
Sigurðardóttir, f. 29. apríl
1908, d. 4. apríl 1976.
Ágúst var fjórði sonur
þeirra hjóna. Bræður hans eru:
Óli Jakob, f. 9. júlí 1932, d. 20.
apríl 2016; Sigurður Ingi, f. 18
mars 1935, d. 27 maí 2020; Jón,
f. 3. apríl 1938, og Árni, f. 30.
nóvember 1948, d. 10. desem-
ber 1987.
Ágúst giftist
hinn 26. september
1974 Hönnu Sig-
ríði Jóhannsdóttur,
f. 30. maí 1946, d.
29. október 1997.
Þau eignuðust tvö
börn: Jóhann
Ragnar, f. 29. nóv-
ember 1967, og
stúlku fædda 1969,
hún lést skömmu
eftir fæðingu.
Jóhann giftist Sunnu Davíðs-
dóttur (slitu samvistum), börn
þeirra eru: 1) Sunneva, f. 29.
desember 1988, gift Haraldi
Björnssyni, dætur þeirra eru:
Elísabet Bára, f. 13. október
2014, og Ása Kristín f. 15. júní
2016. 2) Hanna Bára, f. 22. júní
1991, gift Daða Frey Sigurðs-
syni, synir þeirra eru: Alexand-
er Sölvi, f. 12. maí 2016, og
Styrmir Þeyr, f. 25. febrúar
2021. 3) Sæunn Jódís, f. 9. sept-
ember 1996. 4) Ágúst Páll, f. 3.
apríl 1998.
Jóhann giftist Leskovu Yan-
inu, f. 22. maí 1983, börn
þeirra eru: 5) Ágústa Tanja, f.
14. september 2006. 6) Adela
Eyrún, f. 3. desember 2007. 7)
Marten Leon, f. 10. febrúar
2010. 8) Elina Valey, f. 4. júlí
2012.
Ágúst nam rafvirkjun við
Iðnskóla Akraness. Hann lauk
sveinsprófi 1964 og fékk meist-
arabréf 1969. Hann starfaði
lengst af sem rafvirki hjá Raf-
þjónustu Sigurdórs Jóhanns-
sonar, áður hjá Þorgeiri og Ell-
erti hf., Rafbliki og Akraprjóni.
Útförin fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 8. apríl
2021, klukkan 14 með fjöl-
skyldu og nánustu vinum.
Streymt verður frá útförinni á
vef Akraneskirkju, www.akra-
neskirkja.is.
Stytt slóð á streymi:
https://tinyurl.com/2ta7wcdb
Virkur hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Eftir erfið veikindi hefur elsku
afi Gústi kvatt okkur, sterki klett-
urinn okkar sem við gátum alltaf
leitað til. Afi var hörkutól, hann
hafði mikinn áhuga á rafvirkjun
og það var einhvern veginn eins
og hann gæti lagað hvað sem er.
Við getum ekki annað en hlegið
þegar við rifjum upp allar sam-
verustundirnar með afa. Á hverju
sumri þurfti að hugsa um stóra
garðinn, setja niður kartöflur og
dytta að húsinu. Við sáum um að
raka saman heyinu og setja í
kerru og svo var barnabörnunum
komið fyrir í kerrunni og keyrt
inn í sveit á traktornum sem var
mikið sport. Afi var duglegur að
draga okkur í alls konar ævintýri.
Á sumrin fórum við oft í fjallgöng-
ur, tjald- og veiðiferðir þar sem
ekki var að ræða það að vera á
tjaldstæði því í náttúrunni við
veiðivatnið eða lækinn skyldum
við vera; veiða, grilla, hlusta á
fuglana og vera í kyrrðinni. Kík-
irinn var aldrei langt undan því
það var svo margt að sjá og kántr-
íspólan í tækinu. Stundum breytt-
ust tjaldferðirnar í háskaferðir á
okkar mælikvarða því það þurfti
að prófa að keyra ónýtu vegina,
bræða úr bílnum upp á heiði eða
villast í þokunni, en alltaf endaði
þetta vel og var afi rólegur yfir
þessu öllu saman enda með ein-
dæmum þrjóskur og lausnamið-
aður maður. Afi hafði mikinn
áhuga á því sem við vorum að
gera í lífinu. Hann kenndi okkur
öllum að keyra bíl t.d.og það var
örugglega sérstakt áhugamál hjá
honum að láta okkur keyra erfiða
vegi. Hann fylgdist vel með að
okkur gengi vel í skólanum og oft
leituðum við til hans með alls kon-
ar verkefni. Það eru margar hefð-
ir sem hann hélt á lofti og passaði
að við lærðum að gera eins og
laufabrauð, að elda jólamatinn og
taka slátur. Þetta voru dýrmætar
stundir og sérstaklega pönnukök-
urnar og heita súkkulaðið um
helgar. Það er erfitt að sætta sig
við að þú sért farinn en við trúum
því að nú séuð þið amma samein-
uð, okkar verndarenglar.
Þín verður sárt saknað. Takk
fyrir allt, elsku afi, þín
Sunneva, Hanna Bára,
Sæunn Jódís og Ágúst Páll.
Ég kynntist Gústa fyrir 50 ár-
um þegar hann og Hanna systir
fóru að vera saman. Síðan þá hef-
ur aldrei borið skugga á okkar
vináttu, alltaf sama hlýja viðmót-
ið, góðmennskan og greiðviknin.
Seinna byggðu þau Hanna sér
hús á Ásfelli þar sem foreldrar
hans, Sæunn og Hjálmar, bjuggu
og einnig bræður hans. Þangað
var gott að koma, margt um
manninn og oft fjörugar umræð-
ur. Gústi var vinnusamur og alltaf
að. Ljóðelskur og hafði gott tón-
eyra, sem fylgdi hans föðurfjöl-
skyldu. Hann spilaði á píanóið af
fingrum fram og heillaðist af
fjörugri músík og góðu tónlistar-
fólki. Hann kunni ágæt skil á am-
erískri „kántrímúsík“ þótt hún
heyrðist sjaldan í útvarpinu.
Hann var verklaginn, lagaði sína
bíla, ræktaði sínar kartöflur, tók
slátur og gerði allt annað innan-
og utanhúss. Hann var ekki við-
skiptasinnaður og lokaði því sínu
eigin rafvirkjafyrirtæki eftir
nokkurra ára rekstur. Það átti
ekki vel við hans góðmennsku að
rukka fyrir öll verkefnin, sem
hans vinnudagar fóru í. Við fjöl-
skyldurnar vorum nánar og eydd-
um oft okkar frítíma saman. Þótt
Hanna félli frá allt of snemma var
heimsókn á Ásfell alltaf með því
fyrsta sem við gerðum í okkar Ís-
landsferðum.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til Jóa og Yaninu og allra
barnabarnanna.
Elísabet og Theodór.
Ágúst
Hjálmarsson
✝
Erna Svein-
björnsdóttir
fæddist í Reykjavík
3. apríl 1939. Hún
lést á heimili sínu
27. mars 2021. For-
eldrar hennar voru
Sveinbjörn Jónsson
bifreiðastjóri, d.
1.9. 1997, og El-
ínborg Ólafsdóttir,
d. 9.6. 1998. Systk-
ini Ernu eru Hauk-
ur, d. 31.10. 2018, Sigríður,
Arnar sem lést stuttu eftir fæð-
ingu og Bjarni, d. 11.2. 1996.
Hinn 24. maí 1958 giftist
Erna Halldóri Friðrikssyni, d.
24.6. 2005. Foreldrar hans voru
Friðrik Þórðarson og Stefanía
Þorbjarnardóttir. Börn Ernu og
Halldórs eru: 1) Friðrik Stefán,
f. 1959, kona hans er Bergljót
Friðriksdóttir og eiga þau þrjú
börn: a) Auður, f. 1984, b) Est-
her, f. 1994, c) Íris, f. 1997. 2)
Elínborg, f. 1962, og á hún fjög-
ur börn: a) Erna Gunnþórs-
dóttir, f. 1984, b) Þórarinn Jök-
ull, f. 1994, c) Alexandra, f.
1995, d) Halldóra Vera, f. 1999.
uppátækjasömum börnum á
þessum tíma. Þegar þau eru að
komast á legg fór hún út á
vinnumarkaðinn og vann til að
byrja með við verslunarstörf.
Um 1980 taka þau hjónin upp á
því að gerast stórkaupmenn og
hefja innflutning á hreinlæt-
isvörum frá Svíþjóð. Þetta þró-
aðist áfram, fyrirtækið óx og
dafnaði og fleiri vörutegundir
komu til, svo sem einnota
matvælaumbúðir frá Ameríku.
Erna starfaði þarna sem fram-
kvæmdastjóri með öllu því sem
því fylgir í litlu fyrirtæki, allt
þar til fyrirtækið var selt fljót-
lega eftir fráfall Halldórs 2005.
Erna elskaði söng, tónlist og
dans og fátt fannst henni meira
gaman en að vera í góðra vina
hópi þar sem hægt var að
syngja við undirspil.
Fyrstu árin bjuggu þau Erna
og Halldór í Selvogsgrunni, síð-
an byggðu þau hús í Safamýri
og fluttu þaðan í Haðaland í
Fossvogi, þar sem hún bjó til
ársins 2006. Þá flutti hún á
Strikið í Garðabæ.
Útförin fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 8. apríl
2021, klukkan 13 og streymt er
frá athöfninni á slóðinni:
https://youtu.be/dkpCjuMptak
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
3) Sveinbjörn, f.
1963, kona hans
Ingibjörg Erna
Sigurðardóttir og
eiga þau þrjú
börn: a) Erna, f.
1985, b) Halldór
Freyr, f. 1988, c)
Linda Björk, f.
1995. 4) Margrét,
f. 1965, maður
hennar Jóhann
Viktor Steimann
og eiga þau þrjú börn: a)
Thelma Björk, f. 1989, b)
Harpa Ruth, f. 1991, c) Helena
Ýr, f. 1993. Elsta dóttir El-
ínborgar, Erna, ólst upp hjá
Ernu og Halldóri.
Erna ólst upp við Grettisgöt-
una og síðar í Drápuhlíð í
Reykjavík. Sem barn og ung-
lingur var hún send í sum-
arvinnu að Hvanneyri þar sem
móðursystir hennar bjó.
Hvanneyrardvölin leiðir til
þess að hún kynnist Halldóri á
skemmtun á Bifröst.
Erna sinnti til að byrja með
heimilisstörfum enda mikið
verkefni að halda úti fjórum
Hver gengur þarna eftir Austur-
stræti
og ilmar eins og vorsins blóm
með djarfan svip og ögn af yfirlæti
í ótrúlega rauðum skóm?
Ó, það er stúlka engum öðrum lík,
það er hún fröken Reykjavík,
sem gengur þarna eftir Austurstræti
á ótrúlega rauðum skóm.
Og því er eins og hafi vaxið vorsins
blóm á stræti.
(Jónas Árnason)
Hún Erna var fædd í apríl
og minnti okkur alltaf á vors-
ins blóm sem angaði af fegurð
og gleði. Erna var sannkölluð
Reykjavíkurmær sem naut lífs-
ins en tókst líka á við erfið
verkefni á lífsins leið. Öll mun-
um við kveðja þessa jarðvist, en
ætíð kemur það manni á óvart
þegar góðir vinir falla frá.
Þannig var það þegar við frétt-
um af andláti Ernu vinkonu
okkar, sem við kveðjum í dag.
Kynni okkar hófust á
Reykjalundi haustið 2006, þar
sem við dvöldum okkur til
heilsubótar. Þar myndaðist
sterk vinátta sem við höfum
viðhaldið með notalegum sam-
verustundum í gegnum árin.
Við Stöllurnar, eins og við köll-
um hópinn okkar, vorum á ólík-
um aldri, komum úr ólíku um-
hverfi og með ólíka reynslu að
baki en náðum afar vel saman.
Það var ánægjulegt að um-
gangast Ernu. Hún var gáfum
gædd kona, kappsöm í störfum,
ósérhlífin, kvik í hreyfingum og
létt á fæti. Glaðværð, glæsileiki
og lífsgleði einkenndu hennar
framkomu, heilindi, hjálpsemi
og hreinskiptni voru hennar eð-
alsteinar. Erna var mikill fag-
urkeri og bar heimili hennar
þess glöggt vitni. Hún var höfð-
ingi heim að sækja og tók á
móti okkur með bros á vör.
Alltaf beið okkar hlaðborð sem
Erna skreytti með sínu dá-
semdarkaffistelli, fallega silfur-
borðbúnaði, litríkum servíett-
um, kertaljósum, að
ógleymdum dásamlegum púrt-
vínsglösum sem skálað var í á
góðri stund. Allt þetta, ásamt
hennar hlýja viðmóti, gerði
samveru með Ernu svo eftir-
minnilega.
Vinátta spyr ekki að vega-
lengdum, tíma né aldri. Hún
snýst um virðingu, ást og vænt-
umþykju. Megi falleg minning
um einstaka vinkonu lifa að ei-
lífu.
Við Stöllurnar þökkum Ernu
fyrir samfylgdina og vottum
ættingjum hennar okkar dýpstu
samúð.
Ásdís Gígja, Elfa Dögg,
Helga, Soffía og Þórey.
Erna
Sveinbjörnsdóttir
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
BIRNA BERG BERNÓDUSDÓTTIR,
Miðvangi 51, Hafnarfirði,
lést miðvikudaginn 31. mars.
Útför hennar fer fram frá Víðistaðakirkju
í Hafnarfirði föstudaginn 9. apríl klukkan 11 f.h.
Vegna sóttvarnareglna geta aðeins nánustu aðstandendur
verið viðstaddir athöfnina en henni verður streymt á
https://youtu.be/-n0o7cFtL4g og vidistadakirkja.is.
Theodór Þ. Bogason
Margrét Berg Theodórsd. Haraldur Stefánsson
Björn Berg Theodórsson Karen Bryde
Þráinn Berg Theodórsson Björg Leifsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku mamma okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
INGA KRISTJANA HALLDÓRSDÓTTIR,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Hjúkrunar-
heimilinu Grund fimmtudaginn 1. apríl.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 19. apríl klukkan 15.
Innilegar þakkir fær starfsfólk Grundar fyrir einstaka umhyggju
og hlýju í hennar garð. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Hjúkrunarheimilið Grund.
Þórunn Liv Kvaran
Halldór Kvaran Kristín Gísladóttir
Hildur Hrefna Kvaran Sigurjón Gunnsteinsson
Hörður Kvaran Edda Herdís Guðmundsdóttir
Gunnar Kvaran
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
INDRIÐI ELBERG BALDVINSSON,
Skólastíg 14a, Stykkishólmi,
lést á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 4. apríl.
Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju
laugardaginn 10. apríl klukkan 14 og verður streymt frá
athöfninni á YouTube / Stykkishólmskirkja
Karólína Ingólfsdóttir
Rúnar Elberg Indriðason María Anna Þorsteinsdóttir
Baldvin Indriðason Guðrún Benediktsdóttir
og barnabörn
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
KRISTINN HERBERG KRISTJÁNSSON,
Fálkahöfða 8, Mosfellsbæ,
lést á heimili sínu að kvöldi föstudagsins
langa 2. apríl.
Útförin fer fram mánudaginn 12. apríl klukkan 13 með nánustu
ættingjum. Útförinni verður streymt á:
https://youtu.be/gfC4tG1Mrc.
Esther Bergþóra Gunnarsdóttir
Una Hrönn Kristinsdóttir
Herdís Kristinsdóttir Gunnar Þór Ármannsson
Sigrún Herbergsdóttir Hólmar Örn Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma, langalangamma og systir,
ÁSDÍS JÓNSDÓTTIR
frá Lundi,
til heimilis að Miðvangi 22,
Egilsstöðum,
lést sunnudaginn 29. mars á hjúkrunarheimilinu Dyngju.
Útförin fer fram í Vallaneskirkju laugardaginn 10. apríl kl. 14.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða einungis nánustu
aðstandendur viðstaddir.
Streymt verður frá útförinni á facebook-síðu sem heitir Útför
Ásdísar Jónsdóttur.
Jón Gunnar Jónsson
Magnea H. Jónsdóttir Eysteinn Einarsson
Katrín Jónsdóttir Ásgeir J. Salómonsson
Guðrún Jónsdóttir Guðjón Baldursson
Sigurður Jónsson Þórstína H. Kristjánsdóttir
Sigurhans Þ. Jónsson og aðstandendur