Morgunblaðið - 08.04.2021, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021
✝
Ragnheiður
Vigfúsdóttir
Þormar fæddist í
Geitagerði, Fljóts-
dal, 19. apríl 1920.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Grund 25. mars
2021. Foreldrar
hennar voru Vigfús
Guttormsson Þor-
mar, f. 1885, d.
1974, bóndi í Geita-
gerði og hreppstjóri Fljótsdals-
hrepps, og eiginkona hans
Helga Þorvaldsdóttir Þormar, f.
1889, d. 1979, frá Ánabrekku á
Mýrum. Systkini Ragnheiðar
voru 1) Sigríður V. Þormar, f.
1922, d. 1996. Eiginmaður
hennar var Guðmundur
Jóhannesson, f. 1917, d. 1984. 2)
Guttormur V. Þormar, bóndi í
Geitagerði og hreppstjóri
Fljótsdalshrepps f. 1923, d.
2015, kvæntur Þuríði Skeggja-
dóttur, f. 1930, d. 1995.
Ragnheiður stundaði nám í
farskóla í Fljótsdal, Unglinga-
skóla Norðfjarðar og Gagn-
fræðaskóla Akureyrar og lauk
þaðan gagnfræðaprófi. Á Norð-
firði og Akueyri bjó hún hjá
Sigríði Skaptadóttur og föður-
bræðrum sínum Páli og Geir
Þormar.
f. 1967. Sambýlismaður hennar
er Kristján Kristmannsson, f.
1968. Synir hennar eru Sig-
ursteinn Pálsson Enos, f. 1994,
og Sigurður Kjartansson, f.
2000.
Þórarinn Þórarinsson, f.
20.10. 1949. Sambýliskona hans
er Guðríður K. Pétursdóttir, f.
1953. Börn hans og fyrri eigin-
konu, Hrafnhildar Baldurs-
dóttur, f. 1952, eru 1) Þórarinn
Baldur Þórarinsson, f. 1971.
Sambýliskona hans er Theó-
dóra Björk Guðjónsdóttir, f.
1985. Börn hans eru Hrafn Jó-
hann, f. 1992, Þórarinn, f. 1998,
Katla, f. 2006, og Ragnheiður
Björt, f. 2008. 2) Arney Þór-
arinsdóttir, f. 1975. Eiginmaður
hennar er Gísli Guðmundsson,
f. 1972. Börn þeirra eru Arnþór
Ómar, f. 1996, Diljá Rut, f.
2003, og Eyþór Gauti, f. 2006. 3)
Egill Þórarinsson, f. 1977. Eig-
inkona hans er Guðrún Krist-
jánsdótttir, f. 1979. Börn hans
og Unnar Hjartardóttur, f.
1977, eru Brynja Rán, f. 1994,
og Hjörtur Breki, f. 1998.
Ragnheiður Hrefna Þórarins-
dóttir, f. 15.3. 1953. Eiginmaður
hennar er Tómas Þorkelsson, f.
1956. Börn þeirra eru 1) Freyr
Tómasson, f. 1983 (stjúpsonur
Hrefnu). Eiginkona hans er
Erna Einarsdóttir, f. 1984. Dæt-
ur þeirra eru Salka, f. 2012, og
Yrsa, f. 2017. 2) Adam Einar
Hildarson, f. 1990. 3) Fóstur-
dóttir Brynja Mist Snorradóttir,
f. 1997. Sonur hennar er Krist-
ófer Máni Stefánsson, f. 2017.
Ragnheiður
flutti til Reykjavík-
ur að námi loknu
og hóf störf hjá
Landsímanum
1940.
Hún giftist 3.9.
1943 Þórarni Þór-
arinssyni ritstjóra
og síðar alþingis-
manni, f. 19.9.
1914, d. 13.5. 1996.
Þórarinn var sonur
hjónanna Kristjönu Magnús-
dóttur, f. 1884, d. 1968, og Þór-
arins Þórðarsonar, f. 1886, d.
1914. Ragnheiður og Þórarinn
bjuggu lengst af á Hofs-
vallagötu 57 í Reykjavík.
Börn Ragnheiðar og Þór-
arins eru:
Helga Þórarinsdóttir f. 3.11.
1943, d. 2.5. 2008. Eiginmaður
hennar var Sigurður Stein-
þórsson, f. 1940. Núverandi
kona Sigurðar er Hanna Gunn-
arsdóttir, f. 1942. Börn Helgu
og Sigurðar eru 1) Steinþór, f.
1966. Eiginkona hans er Val-
gerður Bragadóttir, f. 1965.
Dætur þeirra eru i) Ásgerður, f.
1994. Sambýlismaður hennar er
Guðmundur Halldórsson. Börn
þeirra eru Harpa Marín, f.
2018, og Ýmir Logi, f. 2020. ii)
Sólveig, f. 1995. 2) Ragnheiður,
Ég var heppinn með tengda-
mömmu, afskiptalitla oftast en
raungóða þegar við átti, og ekki
síst skemmtilega. Hún tók mér
vel þegar við Helga, eldri dóttir
þeirra Þórarins, tókum saman, og
öll þau 43 ár sem við Helga deild-
um saman sætu og súru (uns
dauðinn oss aðskildi) vorum við
Ragnheiður perluvinir. Og síðar
fagnaði hún líka vel nýju konunni
minni, Hönnu, og þóttist sjá
hjónasvip með okkur.
Ragnheiður fæddist og ólst upp
í Geitagerði í Fljótsdal, elst
þriggja systkina. Þótt ekki væri
Geitagerði neitt stórbýli var þar
margt með höfðingsbrag, þar
gistu gjarnan stórmenni jafnt sem
þingmenn á yfirreiðum sínum um
kjördæmið, Vigfús bóndi Gutt-
ormsson Þormar var hreppstjóri
og framámaður í sveitinni og ekki
síst var Helga Þorvaldsdóttir,
kona hans, skörungur mikill og
glæsikvendi. Helga var af kyni
Mýramanna, en slíkar konur
þykja draga dám af formæðrum
sínum Þorgerði Egilsdóttur og
Helgu fögru Þorsteinsdóttur.
Ragnheiður mun hafa verið
skynugt barn, skemmtilegt og létt
um nám, og þegar hún hafði aldur
til var hún send til föðursystur
sinnar á Akureyri, sennilega til að
fara í menntaskólann þar. En höf-
uðborgin heillaði, og innan tíðar
var Ragnheiður orðin talsíma-
kona í Reykjavík. Þar var hún í
tvö ár, sem í endurminningunni
urðu henni uppspretta kátlegra
sagna með eftirhermum á röddum
og talsmáta genginna framá-
manna. Á þeim tíma kynntist hún
líka mannsefni sínu Þórarni og
þau byrjuðu búskap, fyrst á Suð-
urgötu 14 og síðar á Hofsvalla-
götu 57 sem þau byggðu ásamt
fleirum.
Ragnheiður var félagslynd og
veisluglöð, sendiráðsveislur og ut-
anlandsferðir áttu vel við hana.
Og heima hjá henni var líka
stundum litið í glas með skemmti-
legu fólki. Einn þeirra var Sigurð-
ur forstjóri Jónasson sem, eins og
Ragnheiður, var hallur undir spír-
itisma og átti til að falla í trans á
Hofsvallagötunni. Að gefnu tilefni
orti hann líka til Ragnheiðar (að
hennar sögn) vísuna:
Þúsundkallinn þykir mér
þægilegur fínans,
en stundum líka fljótt hann fer
þá frúrnar drekka vín manns.
Á sínum tíma kynntist Ragn-
heiður líka Láru miðli og skrifað-
ist á við hana — illu heilli fleygði
hún þeim bréfum, ásamt reyndar
öllum þeim pappír sem ella hefði
hlaðist upp kringum Þórarin rit-
stjóra. Og ekki má gleyma því,
þegar liðagigt, ættarfylgja Mýra-
manna (að hennar sögn) tók að
hrjá hana, að í draumi mætti hóp-
ur framliðinna lækna með Jónas
Sveinsson í broddi fylkingar og
gerði á henni andlega aðgerð,
sem þó entist ekki nema stutt.
Ljóð voru Ragnheiði mikil un-
un og hún kunni sæg af skopleg-
um vísum og kveðskap góðskálda.
Mér sýndist að síðustu árin, þeg-
ar hún var jafnvel hætt að þekkja
nánustu ættingja, sætu kvæðin
föst á sínum sessi — síðast þegar
við hittumst rifjuðum við upp
hinsta kvæði Arnar Arnarsonar,
Þá var ég ungur. Ragnheiður dó
næstum 101 árs, löngu södd líf-
daga. Spurningin er: hvílir hún í
draumlausum eilífðarsvefni eða
hitti gamla og nýja vini fyrir
handan?
Sigurður Steinþórsson.
Ef einhver fylgdist gjörla með
undirbúningi og framkvæmd eig-
in jarðarfarar þá væri það hún
amma mín Ragnheiður eða amma
Ragg. Ef öll lög og ljóð væru flutt
sem amma taldi að mætti ekki
vanta þá tæki athöfnin marga
klukkutíma. Hún var frekar ósátt
við að ekki passaði að flytja ljóðið
„Og því varð allt svo hljótt við
helfregn þína“ sem ég sagði að
hæfði ekki þegar einhver yfir ní-
rætt væri jarðaður. Hún var
hugsi með „Einn sit ég yfir
drykkju aftaninn vetrarlangan“
en komst að þeirri niðurstöðu að
því væri óhætt að sleppa.
Eins lagði hún ríka áherslu á
almennilega minningargrein við
barnabörn og tengdabörn og vildi
enga væmni því hún væri ekki
þannig amma.
Amma var margbrotinn kar-
akter og þessi öld sem hún lifði
var enginn Þyrnirósarsvefn. Hún
var mjög vel gefin, stórskemmti-
leg og mikil eftirherma. Að henn-
ar mati var ófyrirgefanlegasti
eiginleiki fólks að vera dauðyfli.
Hún taldi að ekki væri til nægi-
lega góð þýðing á danska orðinu
„kedelig“ sem væri blanda af því
að vera leiðinlegur og óspenn-
andi. Ef einhver var „tudekede-
lig“ átti sá sér ekki viðreisnar
von.
Amma, sem var gömul lands-
símamær, missti seint þá færni að
nota símann og hringdi daglega í
vini og ættingja. Sjálf var hún
mjög vinsæl og fékk ótal hring-
ingar frá vinkonum enda sé ég
ömmu ljóslifandi fyrir mér í sím-
anum í holinu á Hofsvallagötu.
Helgu, dóttur hennar og móður
minni, fannst hún fullnösk á að
hringja á óheppilegum tímum en
það er eiginleiki sem ég erfði. Það
varð mér ljóst þegar ég hringdi
heim akkúrat þegar fréttatími úr-
varpsins hófst og mamma kom í
símann: „Pabbi þinn sagði: þetta
er Ragna“ þótt amma væri
örugglega á lista grunaðra líka.
Á Grund var amma í miklu
uppáhaldi hjá starfsfólkinu því
þótt hún væri skapmikil var hún
skemmtileg og mikil drottning.
Hún hótaði oft að fara í blöðin ef
henni fannst aðhlynningu ábóta-
vant, ekki síst á formi lítilla lyfja-
skammta. Eitt sinn hótaði hún að
ef hún kæmist þaðan lifandi
myndi hún skrifa í blöðin.
Svo fór þó ekki og fáir skilja
eftir sig stærra skarð en Ragn-
heiður Vigfúsdóttir Þormar þótt
við höfum haft talsverðan tíma til
að kveðja hana. Amma talaði oft
um fólkið sitt hinum megin, ekki
síst Guttorm afa sinn, sem lést
þegar hún var átta ára. Þegar
amma var einu sinni sem oftar að
ræða hersinguna sem biði hennar
þá sagði ég að hún yrði svo að
bíða eftir mér þegar hún væri far-
in yfir. Amma dæsti og sagði:
„Þetta er eintóm bið, sama hvor-
um megin maður er.“
En biðinni hérna megin er lok-
ið og ég kveð ömmu Ragg eftir
langa og eftirminnilega vegferð
og vona að hún skemmti sér vel í
langþráðu himnapartíinu með afa
sínum, eiginmanni, dóttur, syst-
kinum, foreldrum og vinkonum
og taki svo vel á móti okkur hin-
um.
Ragnheiður Sigurðardóttir.
Amma Ragnheiður, eða bara
amma Ragg, var rétt tæplega 101
árs þegar hún fékk loksins að
„himmla“, eins og hún kallaði það,
fullsödd lífdaga og löngu tilbúin
til þess að fylla þann gleðskap og
fornvinafögnuð sem hún hafði
sterkan grun um að afi og annað
samferðarfólk hefði þjófstartað
án hennar.
Amma var samkvæmisljón og
sem fiskur í vatni þegar hún sveif
um veislugólf með gullið vín í
glasi og fór hvergi leynt með að
heldur þótti henni æðri máttar-
völd leika hana grátt með því að
láta hana tóra löngu eftir að veisl-
unni lauk og allir hinir farnir í eft-
irpartí handan móðunnar miklu.
Verst af öllu þótti henni síðan að
þurfa að þola skrokkinn gefa eftir
og gigtina eflast á meðan hugur-
inn væri enn kvikur og hausinn í
lagi.
Þetta ósætti bar hún síður en
svo í hljóði og þannig byrjaði
Doddi, sonur minn, barnungur að
kalla hana „ömmuna sem getur
ekki dáið“ og byggði nafnbótina á
traustri frumheimild þar sem
hann hafði ítrekað heyrt lang-
ömmu sína lýsa því yfir að þetta
væri löngu orðið gott hérna meg-
in grafar.
Tæpum tuttugu árum síðar
kom svo loksins að því að „amman
sem getur ekki dáið“ fékk að
kveðja og samkvæmt ströngum
fyrirmælum hennar ber mér að
samgleðjast henni frekar en
syrgja. Hún lagði þunga áherslu á
þetta og ef til vill er það til marks
um austfirska hörku ömmu minn-
ar að hún átti til að hóta mér því
að hún myndi ganga aftur og of-
sækja mig ef ég dirfðist að fella
eitt einasta tár að henni látinni.
Amma var vinur minn, ráðgjafi
og traustur bandamaður í lífsbar-
áttunni en vinátta okkar hófst
strax á fyrstu árum mínum þar
sem hún féllst blessunarlega á að
dagvista mig á Hofsvallagötunni
svo mamma, tengdadóttirin unga,
gæti klárað hjúkrunarfræðinám-
ið. Þeir sem þekktu ömmu vita að
þetta var meira en að segja það
þar sem henni þóttu börn yfirleitt
hafa afskaplega þægilega fjar-
veru og barnapössun var aldrei
hátt skrifuð hjá henni.
Ég lærði býsna margt á þess-
ari undanþágu á Hofsvallagöt-
unni og þar var amma mér ekki
síður mikilvæg fyrirmynd en afi,
enda ljóngrimm, flugmælsk og
stílfær límheili. Það var ekki fyrr
en löngu síðar að ég áttaði mig á
hversu dýrmætt það var fyrir
smápolla sem langaði að verða
blaðamaður að hlusta á ömmu
skamma afa fyrir val á fréttum og
myndum á forsíður Tímans og
rekja upp pólitísk plott af innsæi
sem kannski byggði fyrst og
fremst á þeirri gullnu reglu sem
hún innrætti mér, til góðs eða ills,
að treysta fólki varlega og gruna
það frekar um græsku en hitt.
Í seinni tíð varð okkur vita-
skuld tíðrætt um himnaförina,
sem stöðugt var slegið á frest, og
þá lét amma mig lofa því að skrifa
um hana skemmtilega minningar-
grein þar sem ég átti að koma því
vandlega til skila að hún var
heimsborgari en ekki svona
amma sem tók á móti manni í eld-
húsinu með svuntu og glóðvolgar
pönnukökur.
Þannig að svo því sé haldið til
haga þá fílósóferuðum við amma
miklu oftar og lengur yfir Ele-
phant og staupi af Aalborg Jubil-
aeums Akvavit heldur en pönnu-
kökum þótt þær hafi vissulega
verið ofboðslega góðar hjá henni
þegar sá gállinn var á henni.
Þórarinn Þórarinsson.
Heimili ömmu og afa á Hofs-
vallagötu var lengi samkomustað-
ur fjölskyldunnar, enda bjuggu
þá allir afkomendur þeirra í
stuttu göngufæri.
Barnabörnin voru alltaf vel-
komin. Þó amma hefði ekki sér-
staka gleði af ungum börnum
varð maður snemma fullorðinn
hjá henni og þá ræddi hún við
mann eins og jafningja um fólk,
málefni líðandi stundar og ekki
síst eilífðarmálin sem henni voru
afar hugleikin. Og ekki dularfyllri
en svo að það var jafn sjálfsagt að
kalla til fagmann til að setja niður
draug eins og til að gera við
þvottavélina.
Það var alltaf gaman að tala við
ömmu. Bæði hafði hún áhuga á
reynslusögum ungu kynslóðar-
innar, en það var ekki síður gam-
an þegar hún hafði orðið. Því bæði
var hún fróð og hafði frá mörgu
skemmtilegu að segja, en sér í
lagi sagði hún skemmtilega frá,
oft með tilþrifum því hún var mik-
il eftirherma. Og ef hún þurfti að
elda eða tala í símann, sem vissu-
lega gat komið fyrir, var gestur-
inn jafn velkominn og vissi að
hann væri ekki að trufla þó amma
hefði öðrum hnöppum að hneppa.
Ég man ekki eftir að amma
hafi gert veður út af því hvort ein-
hver væri fallegur eða ljótur, feit-
ur eða mjór – og því síður gáfaður
eða heimskur. En það skipti hins
vegar verulegu máli hvort henni
þótti fólk skemmtilegt eða leiðin-
legt. Enda var oft gestkvæmt á
Hofsvallagötu, og stundum
glaumur, og mun líklegra en hitt
að þar færi fólk sem spennandi
var að hlusta á.
Afi dó fyrir aldarfjórðungi.
Amma var lengi heilsuhraust og
bjó ein heima. Þar kom að hún
varð mjög þjökuð af gigt, og síð-
ustu fimm árin bjó hún á Grund.
Þar hresstist hún framan af, en
ellin sagði smám saman til sín.
Minningarnar hurfu smátt og
smátt síðustu árin – þó hún myndi
margt úr æskunni í Geitagerði og
urmul af ljóðum til síðasta dags.
Hún þekkti að vísu fólk, en gat
ekki lengur staðsett það. Þá gilti
einu hvort um var að ræða börn
hennar, barnabörn, eða þaðan af
fjartengdara fólk. Oft ruglaði hún
því þá saman við löngu gengið
fólk. Ef vel lá á henni var gest-
urinn tekinn fyrir einhvern svart-
an sauð úr fortíðinni – og var það
hrós. Persónuleikinn hélt sér hins
vegar vel – hún var skapstór og
gamansöm, og tilbúin að halda
sínum málstað til streitu þó hún
myndi ekki um hvað málið sner-
ist.
Hún missti samband við flesta
ættingja sína síðasta árið, jafnvel
alla svo vikum skipti, þegar elli-
heimilum var lokað til þess að
hægt væri að byggja sóttvarnir
landsins á meðalhófi og trausti.
Þrátt fyrir gigt var amma lík-
amlega vel á sig komin fram á
„ellefuræðisaldurinn“ og við elstu
barnabörnin vorum lengi sann-
færð um að amma myndi taka á
móti okkur þegar kæmi að því að
við flyttum á Grund. En það fór
ekki svo, og þó hvíldin hafi eflaust
verið kærkomin verður lífið ofur-
lítið daufara án „ömmu Ragg“.
Steinþór Sigurðsson.
Ragnheiður Vig-
fúsdóttir Þormar
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
ÆVARS GUÐMUNDSSONAR.
Laufey Barðadóttir
Þuríður Ævarsdóttir
Ragnheiður M. Ævarsdóttir Gísli R. Baldvinsson
Þórdís L. Ævarsdóttir Bjarki Stefánsson
Ævar G. Ævarsson Helga G. Óskarsdóttir
og barnabörn
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar,
SVEINBJARNAR HAFLIÐASONAR,
Eiðistorgi 5,
Seltjarnarnesi.
Anna Huld Lárusdóttir
Eydís K. Sveinbjarnardóttir Sigurður Á. Snævarr
Sveinbjörn, Julie Anne, Sigurlaug, Jóhannes, Ásdís,
Gunnar og barnabörn
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Hrafnhildur Ming
Anna Sveinbjarnardóttir
Katrín Anna, Jökull og Ísak Arnar
Hjartans þakkir öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát móður
okkar, tengdamóður, systur, ömmu og
langömmu,
SIGRÍÐAR EIRÍKSDÓTTUR,
Hólmatúni 1, Álftanesi,
sem lést 4. mars á gjörgæsludeild
Landspítalans við Hringbraut.
Björg Eyjólfsdóttir Sigurður H. Sigurz
Erna Þórarinsdóttir Hróðmar G. Eydal
Hrefna Þórarinsdóttir Hlynur Þorleifsson
systur, barnabörn og barnabarnabarn
Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
systur og ömmu,
BJARGAR ÞÓRÐARDÓTTUR.
Einnig þökkum við fyrir stuðning og vináttu í
veikindum hennar.
Með kærri kveðju.
Þórður Guðni Hansen
Ólafía Sólveig Einarsdóttir Björn Ásbjörnsson
Erna Hallbera Ólafsdóttir
og barnabörn