Morgunblaðið - 08.04.2021, Síða 54
54 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021
Meistaradeild Evrópu
8-liða úrslit, fyrri leikir:
Porto – Chelsea ........................................ 0:2
Bayern München – París St. Germain ... 2:3
Ítalía
Inter Mílanó – Sassuolo ........................... 2:1
Juventus – Napolí..................................... 2:1
Grikkland
Bikarkeppni, undanúrslit:
AEK – PAOK............................................ 0:1
- Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
með PAOK.
Giannina – Olympiacos ........................... 1:1
- Ögmundur Kristinsson var ekki í leik-
mannahópi fyrir Olympiacos.
Katar
Al-Arabi – Al-Kharitiyath ...................... 1:2
- Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn
með Al-Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar
liðið.
Hvíta-Rússland
Bikarkeppni
8-liða úrslit, seinni leikur:
Vitebsk – BATE Borisov......................... 2:3
- Willum Þór Willumsson lék allan leikinn
með BATE.
_ BATE komst áfram 5:3 samtals.
50$99(/:+0$
Meistaradeild karla
16-liða úrslit, seinnir leikir:
Kielce – Nantes .................................... 31:34
- Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 1
mark fyrir Kielce en Haukur Þrastarson er
frá keppni vegna meiðsla.
_ Nantes komst áfram 58:56 samtals.
Aalborg – Porto ................................... 27:24
- Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal-
borg.
_ Aalborg komst áfram á fleiri mörkum
skoruðum á útivelli, 56:56.
Frakkland
Nancy – Sélestat .................................. 27:26
- Elvar Ásgeirsson skoraði 3 mörk fyrir
Nancy.
Spánn
Puerto Sagunto – Barcelona.............. 24:39
- Aron Pálmarsson skoraði 1 mark fyrir
Barcelona.
.$0-!)49,
Litháen
Juventus – Siaulai................................ 86:90
- Elvar Már Friðriksson skoraði 29 stig,
og gaf 3 stoðsendingar fyrir Siaulai.
NBA-deildin
Indiana – Chicago............................... 97:113
Toronto – LA Lakers ....................... 101:110
Boston – Philadelphia ........................ 96:106
Atlanta – New Orleans..................... 123:107
LA Clippers – Portland ................... 133:116
Golden State – Milwaukee................122:121
Denver – Detroit .............................. 134:119
Miami – Memphis............................. 112:124
57+36!)49,
Lyftingakonan Þuríður Erla Helga-
dóttir setti nýtt Íslandsmet í 59 kg
flokki í jafnhendingu á Evrópu-
mótinu í ólympískum lyftingum
sem fram fer í Rússlandi. Þuríður
jafnhenti 108 kg, auk þess snaraði
hún 83 kg á mótinu og setti um leið
Íslandsmet í samanlögðu með 191
kg. Þuríður Erla hafnaði í 10. sæti á
mótinu í ár en hún varð í öðru sæti í
B-hluta 59 kg flokksins. Einar Ingi
Jónsson endaði í 7. sæti síns riðils í
B-hluta 73 kg flokks karla og
Amalía Ósk Sigurðardóttir varð
áttunda í B-hluta 64 kg flokksins.
Nýtt Íslands-
met í Moskvu
Met Þuríður Erla Helgadóttir náði
frábærum árangri í Rússlandi.
Íslenska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu mun leika þrjá vináttuleiki
snemma sumars. Gegn Mexíkó hinn
30. maí, í Texas í Bandaríkjunum,
gegn Færeyingum í Færeyjum 4.
júní og gegn Pólverjum í Póllandi
8. júní. Leikirnir eru þáttur í undir-
búningi liðsins fyrir næstu leiki í
undankeppni HM. Ísland mætir
Rúmeníu, Norður-Makedóníu og
Þýskalandi á Laugardalsvelli í sept-
ember. Ísland er í 52. sæti á styrk-
leikalista FIFA sem kynntur var í
gær og féll niður um sex sæti frá
síðasta lista.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór
Viðarsson á blaðamannafundi.
Þrír vináttu-
leikir í sumar
JÚDÓ
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Júdókappinn Sveinbjörn Iura má
nú sætta sig við að dúsa í ein-
angrun í útjaðri Antalya í Tyrk-
landi eftir að hafa greinst með
kórónuveiruna eftir komuna til
landsins. Sveinbjörn ferðaðist frá
Georgíu ásamt föður sínum eftir
að hafa keppt þar í alþjóðlegu
móti. Til stóð að keppa einnig á
alþjóðlegu móti í Tyrklandi en
Sveinbjörn freistar þess að
styrkja stöðu sína á heimslist-
anum með það fyrir augum að öðl-
ast keppnisrétt á Ólympíu-
leikunum í Tókýó eins og hefur
komið fram í Morgunblaðinu á síð-
ustu misserum.
„Við vorum vigtaðir fyrir mótið
eins og gengur, þar sem keppt er í
mismunandi þyngdarflokkum. Í
framhaldi af vigtun greindist ég
jákvæður varðandi veiruna. Þá var
ég skikkaður í einangrun og pabbi
einnig þótt hann hafi greinst nei-
kvæður. Á tíunda degi munum við
taka annað próf og við losnum þá
ef við greinumst neikvæðir,“ sagði
Sveinbjörn og þá verður stefnan
tekin heim til Íslands. Sveinbjörn
lætur ágætlega af sér en hann
greindist með veiruna síðasta
fimmtudag, skírdag. „Heilsan er
fín. Ég er smá slappur en ekki
neitt yfirþyrmandi. Reyndar reyn-
ir lítið á mann þar sem maður er
lokaður inni á hóteli. Í raun lýsir
þetta sér eins og venjuleg veikindi
hjá mér en hræðslan við þennan
sjúkdóm er til staðar því hann
getur bitið mann síðar. Sér-
staklega þar sem margt er fram-
undan hjá mér. Fyrir mig er auð-
vitað svekkjandi að missa af
mótinu því maður er að berjast
um sæti á heimslistanum,“ út-
skýrði Sveinbjörn. Hann tekur
það fram að þótt mikið sé í húfi
hjá honum í íþróttinni þá þurfi
heilsan að vera í fyrirrúmi.
„Ég þarf ekki að kvarta yfir að-
stæðum á hótelinu og maturinn er
ágætur. Hér eru sundlaugar og
fleira sem ég get ekki nýtt mér.
Það er frekar súrt að sjá fólk fara
í laugina í 23 stiga hiti. Þetta væri
afskaplega fínt ef ég væri ekki
læstur inni á herbergi, en sólin
skín þó alla vega aðeins inn í her-
bergið. Heilsan er númer eitt, tvö
og þrjú núna. Mér var ráðlagt að
láta athuga lungun, hjarta og
fleira áður en ég fer aftur af stað í
æfingar og keppni.“
Faðirinn reyndist neikvæður
Sveinbjörn vinnur náið með föð-
ur sínum, Yoshihiko, í júdóinu en
Yoshihiko er gamall keppnismaður
í íþróttinni. Hann ferðast nú með
syninum og aðstoðar hann við æf-
ingar og í keppni. Sveinbjörn er
því mjög undrandi á því að hann
hafi greinst jákvæður en faðir
hans neikvæður gagnvart kórónu-
veirunni.
„Ég var einnig einkennalaus og
því kom niðurstaðan mér á óvart.
Ég var nýbúinn að fara í 16-
manna úrslit á sterku móti og datt
því ekki í hug að ég væri með
veiruna. En ég veit svo sem ekki
hvort ég hafi veikst í Georgíu eða
þegar ég kom til Tyrklands. Ég
átta mig heldur ekki á því hvers
vegna pabbi fékk ekki veiruna
fyrst ég fékk hana. Við vorum
saman í herbergi í Georgíu og
vinnum rosalega náið saman,“
sagði Sveinbjörn sem hefur áður
sagt frá því í blaðinu að hann hafi
lengi átt sér þann draum að keppa
á Ólympíuleikunum í Japan en
þaðan er hann ættaður. Svein-
björn mun væntanlega missa af
Evrópumeistaramótinu sem fram
fer eftir tvær vikur. Framundan
snemma sumars er svo heims-
meistaramótið og verður það hald-
ið í Ungverjalandi. Að mótinu
loknu mun staða manna á heims-
listanum á þeim tímapunkti vænt-
anlega gilda varðandi keppnisrétt
á Ólympíuleikum.
Viljum ljúka verkefninu
Sveinbjörn viðurkennir að í ljósi
þess að hann hefur lagt á sig
margra ára vinnu til að komast á
leikana þá sé það högg að fá veir-
una á þessum tímapunkti. Hann
segir nú mikilvægt að beina reið-
inni í heppilegan farveg.
„Það er ekkert hægt að gera í
þessu en maður verður svolítið
reiður og pirraður þegar maður
veltir stöðunni fyrir sér. Ef ég
kemst heill út úr þessu þá ætla ég
að nota gremjuna til að gera vel á
þeim mótum sem eftir eru og verð
kannski ennþá grimmari en hing-
að til. Við pabbi höfum haft trú á
þessu verkefni alveg frá því ég
setti mér það markmið að keppa á
Ólympíuleikum. Hvað sem gerist
þá viljum við fá tækifæri til að
ljúka þessu verkefni. Samkeppnin
í júdóheiminum er gríðarlega mik-
il, til dæmis í mínum þyngdar-
flokki [-81 kg flokkur]. Okkur
finnst jákvætt að lítil þjóð eins og
Ísland eigi af og til keppendur á
stærstu mótunum. Það er mögu-
leiki og fleiri en ég hafa sýnt það.
Við erum vanmetin þjóð í júdó
vegna þess að Íslendingar sjást
sjaldan á stærstu mótunum. Mér
finnst skemmtilegt að geta sýnt að
við eigum heima þar. Við höfum
verið öflug í ýmsum íþróttum og
það er skemmtilegt að við séum
það einnig í glímuheiminum. Það
peppar mig að keppa fyrir litla
þjóð gegn mönnum frá risaþjóð-
um,“ sagði Sveinbjörn Iura enn
fremur.
Ætlar að beina gremj-
unni í heppilegan farveg
Morgunblaðið/Íris
Öflugur Sveinbjörn Iura er í 61. sæti á heimslistanum í sínum þyngdarflokki í júdó.
- Sveinbjörn Iura þarf að eyða tíu dögum í einangrun í Tyrklandi
_ Alls hafa fimmtán kórónuveirusmit
greinst í herbúðum kvennaliðs Lyon í
knattspyrnu á undanförnum dögum.
Þetta staðfesti félagið á heimasíðu
sinni en Sara Björk Gunnarsdóttir,
landsliðsfyrirliði Íslands, er leikmaður
liðsins. Fyrsta kórónuveirusmitið
greindist hjá félaginu fyrir tólf dögum
og hefur síðan þá orðið mikil spreng-
ing í fjölda smita. Síðari leik Lyon og
PSG í átta liða úrslitum Meistaradeild-
arinnar var frestað á dögunum vegna
faraldursins en Lyon á titil að verja í
keppninni.
_ Knattspyrnudeild KA og Serbinn
Dusan Brkovic hafa komist að sam-
komulagi um að varnarmaðurinn leiki
með liðinu í sumar. Brkovic er 32 ára
og hefur leikið í Ungverjalandi og
Serbíu. Hann varð ungverskur meistari
með Débrecen árið 2014. Hann lék
með Diósgyöri í Ungverjalandi á síð-
ustu leiktíð og skoraði þrjú mörk í 25
leikjum.
_ Knattspyrnumaðurinn Ingibergur
Kort Sigurðsson hefur gert tveggja
ára samning við Víking Ólafsvík. Kem-
ur hann til félagsins frá Fjölni en hann
lék með Víkingi árið 2018 og þekkir vel
til í Ólafsvík.
Eitt
ogannað