Morgunblaðið - 08.04.2021, Side 55
ÍÞRÓTTIR 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021
Valdís Þóra Jónsdóttir tilkynnti
í gær að hún ætlaði að láta stað-
ar numið sem afrekskylfingur.
Líkaminn þoli ekki meira eftir
meiðsli síðustu ára eins og Val-
dís lýsir í viðtalinu hér til hliðar
en ýmislegt hefur verið reynt til
að koma líkamanum í lag.
Valdís afrekaði ýmislegt og
keppti á Opna bandaríska meist-
aramótinu fyrst Íslendinga en
keppti einnig á Opna breska
meistaramótinu. Mótin eru á
meðal risamótanna í íþróttinni
en í golfi og tennis er mest horft
til þeirra móta.
Stóru skrefin í afreksgolfi hjá
Íslendingum virðast koma í
gusum. Íslendingar höfðu aldrei
verið með keppnisrétt á Evrópu-
mótaröðinni en á þessari öld
náðu Ólöf María Jónsdóttir og
Birgir Leifur Hafþórsson því
bæði með skömmu millibili. Síð-
ar náðu þær Valdís, Ólafía Þór-
unn Kristinsdóttir og Guðrún Brá
Björgvinsdóttir því einnig með
skömmu millibili.
Manni þótti nánast óhugsandi
að Íslendingur næði inn á risa-
mót í golfi en þegar það hafðist
náðu Valdís, Ólafía og Haraldur
Franklín Magnús öll að afreka
það. Að komast á stóra sviðið í
golfíþróttinni er svolítið frá-
brugðið því sem gerist til dæmis
í sundi og frjálsum. Þar getur
fólk náð árangri sem er viðmið
fyrir stórmótin og fær þá keppn-
isrétt. Kylfingarnir þurfa að næla
í fá sæti sem eru í boði til að
komast inn í „hlýjuna.“
Valdís náði því og er það flott
afrek. Ég fjallaði um Íslands-
mótið í Grafarholti árið 2009
þegar Valdís varð Íslandsmeist-
ari í fyrsta skipti. Maður fékk á
tilfinninguna að hún væri fremur
óvenjulegt eintak. Var með for-
ystuna megnið af mótinu ef ég
man rétt en var ekki orðin tvítug.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
GOLF
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
„Þetta er sambland af nokkrum til-
finningum. Tilfinningarnar voru
yfirþyrmandi eftir að ég gaf þetta
út en ég er góð núna. Þetta var rétt
ákvörðun í stöðunni og nú kemur
smá aðlögunartímabil,“ sagði kylf-
ingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir í
samtali við Morgunblaðið.
Valdís lagði í gær golfbúnaðinn á
hilluna eftir glæsilegan feril, en hún
er aðeins 31 árs. Þrálát meiðsli hafa
gert henni afar erfitt fyrir síðustu
ár. Hún segir ekki eitthvert eitt
augnablik hafa skipt sköpum.
Sársaukafullar meðferðir
„Ekki beint þannig. Ég er búin
að vera verkjuð í mjög langan tíma
og fara í gegnum sársaukafullar
meðferðir undanfarna mánuði og
það eru takmörk fyrir því sem mað-
ur getur gengið í gegnum,“ sagði
hún. Valdís hefur reynt hvað hún
getur að fá bót meina sinna og
sársaukafullar meðferðir á borð við
rafstuð í taugar og að brenna
taugaenda hafa ekki skilað árangri.
„Ég mæli ekki með þessu, ég hef
upplifað þægilegri hluti,“ sagði Val-
dís stutt í spuna.
Valdís mun upp að vissu marki
sakna þess að vera atvinnumaður í
golfi, en hún viðurkennir að það
hafi stundum tekið á. „Maður hitti
og kynntist rosalega mörgu góðu
fólki og eignaðist vini. Ég mun
sakna þess að vera í þessu um-
hverfi en ég mun ekki sakna þess
að leggja líkama og sál í það sem
tekur til þess að vera
atvinnumaður. Það er ofboðslega
mikið álag, andlega og líkamlega,
og það er lýjandi.“
Valdís Þóra var um tíma tekju-
laus þegar kórónuveirufaraldurinn
skall á, en hún vinnur nú sem
íþróttastjóri í heimabæ sínum
Akranesi. Fyrst og fremst voru það
meiðslin sem urðu til þess að hún
ákvað að hætta, en Valdís bendir á
að fjárhagslega hliðin geti verið
snúin.
Maður fer djúpt niður
„Ég hef verið íþróttastjóri á
Skaganum og er því ekki lengur
tekjulaus, en Covid spilar inn í þar
sem það er erfiðara að fá styrki inn
í árið og það er mjög kostnaðar-
samt ferli að vera atvinnumaður í
golfi. Þetta kostar ofboðslega mikið
og svo hefur það áhrif á skapið í
manni að vera verkjaður. Það er
mjög lýjandi andlega að vera alltaf
að finna til. Það vita það allir sem
eru alltaf að finna fyrir verkjum.
Það er lýjandi og þreytandi og
maður fer djúpt niður, en hátt upp
á sama tíma í einhverjum að-
stæðum. Þetta er mikil barátta.“
Valdís er einn farsælasti kylf-
ingur Íslandssögunnar og hún lítur
stolt til baka á glæsileg afrek. „Ég
var ofboðslega ánægð þegar ég
komst inn á Evróputúrinn, þar sem
ég spilaði frábært golf í úrtöku-
mótinu. Svo var það rosalega gam-
an þegar við unnum Evrópumeist-
aratitil landsliða. Ég fór svo á Opna
bandaríska, fyrst Íslendinga, og
það er mikið afrek sem ég er stolt
af. Ég er líka stolt að vera sú sem
hefur náð bestum árangri á er-
lendri grundu af íslenskum kylf-
ingum; ég var tvisvar í þriðja sæti
á sterkum mótum erlendis, sem ég
er mjög stolt af,“ sagði Valdís.
Erfitt að vera í sviðsljósinu
Keppnisskap Valdísar hefur vak-
ið athygli og stundum verið gagn-
rýnt af utanaðkomandi aðilum. Val-
dís viðurkennir að hún muni lítið
sakna þess að vera í sviðsljósinu.
„Það er erfitt að vera í sviðsljós-
inu. Bæði út af fólki sem styður þig
og svo líka út af fólki sem er ekkert
hrifið af þér. Það sem er erfiðast er
að fólk sér stuttar klippur af þér
sem íþróttamanni, bæði á góðum og
slæmum augnablikum, og það
ákveður eitthvað í hausnum á sér
varðandi persónuna þína. Það fólk
þekkir mig samt ekkert, það þekkir
ekki manneskjuna Valdísi Þóru.
Það sér mig bara bregðast við eftir
að ég slæ högg. Ég sakna þess ekki
að vera undir vökulu auga margra.
Það má einhver annar vera í því.“
Valdís er ekki viss hvað framtíðin
ber í skauti sér, en golf mun vænt-
anlega áfram leika hlutverk í henn-
ar lífi. „Ég er með vinnu sem
íþróttastjóri hérna uppi á Skaga, en
svo geri ég eflaust eitthvað annað í
framtíðinni. Ég er búin að læra
hluti sem eru engan veginn tengdir
golfi sem ég væri til í að vinna við í
framtíðinni. Ætli ég verði samt
ekki alltaf eitthvað örlítið með putt-
ann í þessari íþrótt áfram,“ sagði
Valdís Þóra Jónsdóttir við Morgun-
blaðið.
Fólk þekkir ekki mann-
eskjuna Valdísi Þóru
- Lagði golfkylfurnar á hilluna 31 árs
- Er stolt af glæsilegum afrekum
Ljósmynd/seth@golf.is
Á Skaganum Valdís Þóra Jónsdóttir lætur gott heita í keppnisgolfi.
Aron Elís Þrándarson er í liði um-
ferðarinnar í dönsku úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu í annað sinn á
stuttum tíma. Twitter-síða deild-
arinnar birti lið 23. umferðarinnar í
gær.
Aron lék vel fyrir OB gegn Hor-
sens en leiknum lauk með 1:1-
jafntefli. Aron hefur leikið stærra
hlutverk hjá OB eftir að Michael
Hemmingsen tók við liðinu af Jakob
Michelsen.
Miðjumaðurinn var einnig í liði
umferðarinnar í síðustu umferð
fyrir landsliðspásuna.
Aftur valinn í lið
umferðarinnar
Ljósmynd/aafk.no/Srdan Mudrinic
Danmörk Aron Elís Þrándarson
vekur athygli um þessar mundir.
Landsliðskonan Sif Atladóttir sneri
aftur á knattspyrnuvöllinn í gær
eftir átján mánaða hlé. Greindi hún
frá þessu á Twitter í gær en Sif lék
síðast með liði sínu Kristianstad í
október 2019. Sif er 35 ára og eign-
aðist sitt annað barn á síðasta ári
og hefur verið í fæðingarorlofi.
Kristianstad mætti í gær U23-ára
landsliði Svía í vináttuleik en tíma-
bilið í sænsku úrvalsdeildinni hefst
18. apríl næstkomandi.
Sif á að baki 82 A-landsleiki og
hefur átt fast sæti í landsliðinu und-
anfarin ár. sport@mbl.is
Sneri aftur eftir
fæðingarorlof
Morgunblaðið/RAX
Reynd Sif Atladóttir virðist vera
komin aftur á ferðina.
Frakklandsmeistararnir í Paris St.
Germain standa vel að vígi eftir fyrri
leikinn gegn Bayern München í átta
liða úrslitum Meistaradeildar karla í
knattspyrnu því liðið gerði sér lítið
fyrir og vann 3:2-útisigur í ótrúleg-
um leik í München í gær. Liðin
mættust í úrslitaleik keppninnar á
síðustu leiktíð.
PSG byrjaði af gríðarlegum krafti
því Kyliam Mbappé kom liðinu yfir
strax á þriðju mínútu og á 28. mín-
útu var staðan orðin 2:0 eftir að
Marquinhos skoraði. Eric Choupo-
Moting minnkaði muninn á 37. mín-
útu og var staðan eftir við-
burðaríkan fyrri hálfleik 2:1. Sú
staða breyttist í 2:2 á 60. mínútu
þegar Thomas Müller skoraði.
Mbappé skoraði sitt annað mark og
þriðja mark PSG á 68. mínútu og
gulltryggði sigurinn.
Chelsea vann Porto 2:0 á útivelli
en leikurinn fór fram í Sevilla á
Spáni. Mason Mount og Ben Chil-
well skoruðu á 32. og og 85. mínútu.
Síðari leikirnir fara fram næsta
þriðjudag. sport@mbl.is
Bayern München
tapaði á heimavelli
AFP
Útisigur Kylian Mbappe fagnar öðru marki sínu í München í gær.
Mastersmótið í
golfi hefst í dag á
hinum glæsilega
Augusta Nation-
al-velli í Georgíu-
ríki í Bandaríkj-
unum. Mótið fer
ávallt fram á
sama vellinum og
sker sig að því
leytinu úr hvað
varðar risamótin
fjögur hjá körlunum í íþróttinni.
Mótið er fyrsta risamót ársins hjá
körlunum. Mótið fer vanalega fram
í apríl en í fyrra var því frestað
fram í nóvember vegna heimsfar-
aldursins. Í þetta skiptið líður því
innan við hálft ár á milli Masters-
móta.
Í nóvember í fyrra sigraði Dustin
Johnson frá Bandaríkjunum og hef-
ur hann verið í efsta sæti heimslist-
ans um hríð. Völlurinn var nokkuð
frábrugðinn í nóvember af ýmsum
ástæðum. Flatirnar voru til dæmis
miklu mýkri og völlurinn var á
margan hátt viðráðanlegri viður-
eignar en vanalega.
Tiger Woods sigraði eftirminni-
lega fyrir tveimur árum en hann er
nú fjarri góðu gamni enda slasaður
eftir bílslys. Meistarinn Dustin
Johnson verður í dag í ráshópi með
Lee Westwood og áhugamanninum
Tyler Strafaci.
Fimm mán-
uðir á milli
Mastersmóta
Dustin
Johnson