Morgunblaðið - 08.04.2021, Síða 64

Morgunblaðið - 08.04.2021, Síða 64
20% kynningarafsláttur af öllum sumarvörum lýkur12. apríl ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is Mánudaga - föstudaga 11-18:30 Laugardaga og sunnudaga 12-18 Sumarid- ALMA Hægindastóll. 74.900 kr. NÚ 59.920 kr. Skemill. 27.900 kr. NÚ 22.320 kr. Borð. 24.900 kr. NÚ 19.920 kr. agn á hjólum. ður og ál. 79x57x91 cm r.NÚ 35.920 kr. 279.900 kr. NÚ 223.920 kr. er komið ELIVA v Gúmmívi 44.900 k su . nú35.920 nú87.920 ELLA sólbekkur. Sessa fylgir. 198 x 60 x 40 cm. 109.900 kr. NÚ 87.920 kr. Alþjóðlegur dagur barnabókarinnar hefur frá 1967 verið haldinn hátíð- legur í kringum 2. apríl sem er fæð- ingardagur H.C. Andersen. Þar sem daginn bar í ár upp á páskana held- ur IBBY á Íslandi upp á daginn í dag með því að færa öllum grunn- skólanemum landsins að gjöf smá- söguna Svartholið sem Kristín Ragna Gunnarsdóttir skrifaði í til- efni dagsins. Sagan verður flutt á Rás1 í þættinum Segðu mér sem hefst kl. 09.05 og að- gengileg á vef RÚV strax að lestri loknum. Náms- gagnaveitan 123skoli hefur útbúið fjölbreyttan verk- efnapakka fyrir söguna sem hentar ólíkum aldurs- hópum og nálgast má á vefnum 123skoli.is. „Hugsjón IBBY-samtakanna er sú að barnabókmenntir geti stuðlað að auknu umburðarlyndi. Þeir sem lesa eða hlusta á sömu söguna eiga upp frá lestrinum eitthvað sameiginlegt. Með því að leyfa öllum grunnskólanem- um landsins að hlusta samtímis á söguna stíga fjörutíu þúsund nemendur inn í sama heim á sama tíma.“ Svartholið gefið öllum börnum FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 98. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. „Heilsan er fín. Ég er smá slappur en ekki neitt yfir- þyrmandi. Reyndar reynir lítið á mann þar sem maður er lokaður inni á hóteli. Í raun lýsir þetta sér eins og venjuleg veikindi hjá mér en hræðslan við þennan sjúk- dóm er til staðar því hann getur bitið mann síðar. Sér- staklega þar sem margt er framundan hjá mér. Fyrir mig er auðvitað svekkjandi að missa af mótinu því maður er að berjast um sæti á heimslistanum,“ segir Sveinbjörn Iura m.a. en hann er í einangrun í Tyrklandi eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. »54 Sveinbjörn lætur ágætlega af sér í einangruninni í Tyrklandi ÍÞRÓTTIR MENNING „Með þessari sýningu langar mig til að vekja athygli á mætti kvenna og menntun,“ segir Jóna Þorvaldsdóttir ljósmyndari en sýning hennar, Rök- ræður, stendur nú yfir í Ramskram gallerí við Njálsgötu í Reykjavík. Þar sýnir Jóna ljósmyndir sem hún tók af nunnum í Himalajafjöllunum árið 2012 þar sem þær rökræddu búddíska heimspeki af miklum hita. „Þetta er aldagömul aðferð til að þjálfa hugann og læra að hafa stjórn á tilfinningum sínum. Þessar rök- ræður snúast meira um félagslega iðkun en trúarbrögð, markmiðið er að beina málefnum í ákveðinn farveg til að dýpka skilning þeirra á kenn- ingum í búddískri heimspeki,“ segir Jóna og bætir við að allar nunnurnar sem hún myndaði hafi flúið frá Tíbet til Indlands í von um tækifæri til að mennta sig. „Þessar stúlkur komu mjög fá- tækar frá Tíbet og margar þeirra kunnu ekki að lesa eða skrifa. Þær flúðu líka til að öðlast sjálfstæði, því þó búddismi sé fallegur þá er margt þar afar karllægt og möguleikar kvenna innan búddisma hafa ekki verið þeir sömu og hjá munkum. Að- eins 26 ár eru síðan nunnur fengu að taka þátt í þessum árlegu rökræðum sem munkar sátu einir að, en þetta er í raun málþing eða mót. Aðeins 11 ár eru síðan fyrsta nunnan fékk að útskrifast með Geshema-gráðu, en það er ígildi doktorsgráðu í trúfræð- um. Að baki þeirri gráðu liggur sautján ára skólaganga og fjögur prófár.“ Jóna segir að samveran með nunnunum hafi gefið sér nýja sýn á klausturlíf. „Það kom mér á óvart hversu mikið fjör og gleði var meðal þessara ungu stúlkna, þær hlógu og göntuðust og ákefðin var mikil hjá þeim. Athafnir í rökræðum eru tákn- rænar og leikrænar, til dæmis legg- ur sú nunna sem spyr spurninga áherslu með því að klappa saman höndum og stappa niður fæti, en hægri höndin táknar iðkun kærleika og samkenndar en sú vinstri stendur fyrir visku. Þannig mætast kær- leikur og viska í klappinu og mark- mið hverrar spurningar er að upp- ræta fáfræði og að auka færnina til að sjá hlutina frá ólíkum hliðum.“ Konur rísa upp um heim allan Jóna segir það hafa verið mikla upplifun að fá að dvelja heilan dag í klaustrinu með nunnunum. „Ég borðaði með þeim og ég fékk líka að fylgjast með þegar ein var krúnurökuð, en það er hluti af því að ganga í klaustur að raka allt hár af höfðinu,“ segir Jóna og bætir við að mikill kærleikur og gleði hafi verið meðal nunnanna. „Þetta voru um 200 nunnur sem tóku þátt í rökræðunum og þær komu víða að frá nokkrum klaustr- um á Indlandi. Að ganga í klaustur er í raun eini möguleikinn fyrir þær til að fá að mennta sig, en þær þurfa ekki að lifa klausturlífi það sem eftir er ævinnar, frekar en þær vilja. Þær geta unnið utan klausturveggjanna og margar vinna sem kennarar, bæði í klaustrum og skólum. Þegar ég fékk leyfi til að taka myndir var það eina sem beðið var um að ég mundi styrkja og vekja athygli á fé- lagasamtökunum Tibetan nuns pro- ject, en þau styðja við bakið á þess- um nunnum. Ég læt því 15 þúsund af andvirði hverrar myndar sem ég sel renna til samtakanna. Þar fyrir utan styrkti ég samtökin veglega þegar ég varð fimmtug, en þá lögðu vinir mínir peninga inn á reikning í tilefni dagsins, sem ég lagði inn á þessi samtök. Ég vil gefa til baka af því ég fylltist þakklæti að fá þetta tæki- færi. Gott karma, eins og sagt er á Indlandi. Það á líka vel við núna að setja upp þessa sýningu og leggja konum lið, því konur rísa núna upp út um allan heim.“ Jóna verður í Ramskram á morg- un, föstudag, frá kl. 14-18 og kl. 14- 17 laugardag og sunnudag sem er síðasta sýningarhelgin. Nánar um samtökin: tnp.org. Nánar um Jónu: www.jonath.is, instagram: jonaphotoart, Facebook: jonaphotoart. Mikil upplifun að dvelja í klaustri með nunnum - Jóna Þorvaldsdóttir sýnir myndir af nunnum í rökræðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Ljósmyndari Jóna við mynd af nunnu í heitum rökræðum. Hún málaði vegginn í sama lit og serkir nunnanna voru.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.