Morgunblaðið - 09.04.2021, Síða 1

Morgunblaðið - 09.04.2021, Síða 1
„Bretland og Bandaríkin eru meðal okkar sterk- ustu markaða og þessi lönd standa sig mjög vel í bólu- setningum. Við höfum því trú á því að þaðan muni eftirspurnin koma fyrst fram,“ segir Haukur Bent Sig- marsson, framkvæmdastjóri Eleven Experience sem rekur lúxushótelið á Deplum í Fljótum. Fyrirtækið hefur ákveðið að opna fyrir bókanir gesta frá og með 5. júní næstkomandi en hótelið hefur verið lokað frá því að kórónuveirufaraldurinn skall af full- um þunga á íslenskri ferðaþjónustu. Haukur segir ferðavilja fólks mik- inn og Deplar hyggist svara kalli við- skiptavina sinna. »12 Finna fyrir ferðavilja Haukur Bent Sigmarsson - Opnað á Deplum Stór bólusetningardagur var í Laugardals- höll í gær. Þangað var boðað fólk fætt 1951 og fyrr og var mæting góð. „Hér voru allir þakklátir og glaðir að fá bólusetningu,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en ríflega fjögur þúsund skammtar af bóluefni AstraZeneca voru í boði. Fjögur þúsund manns fengu bólusetningu í Höllinni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon F Ö S T U D A G U R 9. A P R Í L 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 82. tölublað . 109. árgangur . HRYLLINGUR BAK VIÐ LÆSTAR DYR LÓAN ER KOMIN AÐ KVEÐA BURT SNJÓINN KITLAR Í MAGANN FYRIR KOMANDI UMSPILSLEIKI ERFITT FARFLUG AÐ BAKI 2 LOVÍSA 27VERÐLAUNASAGA SZABÓ 28 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Eignir íslenskra lífeyrissjóða námu 5.818 milljörðum króna í lok febrúar og höfðu vaxið um liðlega 52,4 millj- arða frá fyrri mánuði. Á síðustu átján mánuðum hafa eignir sjóðanna vaxið um ríflega 1.000 milljarða króna. Jafngildir það því að kerfið hafi vaxið um ríflega fimmtung á þessum tíma. Erlendar eignir sjóðanna hafa vaxið meira en hinar innlendu á síðasta eina og hálfa árinu. Þannig nemur vöxtur erlendu eignanna 558,4 milljörðum króna en innlendu eignanna 449 milljörðum króna. Þetta gerist jafnvel þótt hlut- fall innlendra eigna af safni sjóðanna sé enn talsvert stærra en hinna er- lendu. Í lok síðasta mánaðar var hlutfall innlendu eignanna 66,5% af heildarsafni þeirra en hlutfall er- lendu eignanna 33,5%. Sé litið til ein- stakra eignaflokka sjóðanna stóðu innlend markaðsskuldabréf í 2.123 milljörðum króna og hlutabréf og hlutdeildarskírteini innanlands námu 934 milljörðum. Erlend hluta- bréf og hlutdeildarskírteini stóðu undir 1.892 milljörðum króna og er- lend markaðsskuldabréf stóðu í 8,3 milljörðum. Langstærstur hluti eigna lífeyrissjóðanna tilheyrir svo- kölluðum samtryggingardeildum eða 5.213 milljarðar. Séreignardeild- irnar hafa yfir að ráða 605 milljörð- um. Þúsund milljarðar á átján mánuðum - Íslenska lífeyriskerfið vaxið um fimmtung á tímabilinu Morgunblaðið/Golli Milljarðar Eignir sjóðanna hafa aldrei verið meiri að vöxtum. _ Ætla má að allt að 50.000 manns hafi lagt leið sína að gosinu í Fagra- dalsfjalli frá því það hófst. Samkvæmt teljara Ferðamála- stofu höfðu yfir 37 þúsund manns farið stikuðu gönguleiðina í fyrra- dag. Teljarinn byrjaði að telja 24. mars. Hann telur ekki þá sem fara aðra leið en þá stikuðu og eins vant- ar alla sem fóru þangað fyrstu dag- ana eftir að eldgosið byrjaði. Eldsumbrotin hafa vakið gríðar- mikla athygli erlendis. Í gær voru umfjallanir erlendis orðnar fleiri en 16 þúsund, samkvæmt talningu Ís- landsstofu. »14 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Eldgosið Fólk hefur flykkst að gosstöðv- unum í þúsundatali þegar best viðrar. Eldgosið fær mikla aðsókn og athygli Andrés Magnússon andres@mbl.is Heilbrigðisráðherra lét undan þrýstingi í gær og afhenti velferðarnefnd Alþingis gögn sem lágu til grundvallar reglugerð um skylduvistun á sóttkvíarhóteli, sem héraðsdómur felldi úr gildi. Það var gert án þess að gögnin væru bundin trúnaði, en þó fór ráðherra fram á það að gögnin færu ekki úr nefndinni, þar sem þar innan um væru samskipti embættismanna, sem ráðherra vildi síður að kæmu fyrir almennings- sjónir. Að sögn heimildarmanna Morgunblaðsins, sem lesið hafa gögnin, verður ekki af þeim séð að nokkur hafi leitt hugann sérstaklega að full- nægjandi lagastoð reglugerðarákvæðanna eða meðalhófsreglu fyrr en degi fyrir ríkisstjórnar- fund 30. mars, þar sem að öllum líkindum var talsvert spurt um einmitt þau atriði. Þá virðist lögfræðingur forsætisráðuneytisins loks hafa verið fenginn til þess að semja minnisblað til að svara slíkum athugasemdum og spurningum, sem fram voru komnar í þjóðmálarumræðu. Það gerðist þó ekki fyrr en eftir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti reglu- gerðardrögin fullbúin í ríkisstjórn. Engin lög- fræðileg greining virðist hins vegar hafa átt sér stað á vegum heilbrigðisráðuneytisins meðan reglugerðin var í vinnslu. Eftir sem áður tók reglugerðin gildi og stjórnvöld tóku að fram- fylgja henni. Þingmenn sem blaðið ræddi við í gærkvöldi sögðu málið ekki til marks um góða eða vandaða stjórnsýslu eða að heilbrigðisráðherra hefði rækt rannsóknarskyldu sína. Enn frekar þar sem reglugerðin var ekki aðeins án lagastoðar í nýsamþykktum sóttvarnalögum, heldur braut hún einnig gegn stjórnarskránni, en fjöldi manns mátti þola frelsisskerðingu fyrir vikið. Engin lögfræðileg greining - Efast um að heilbrigð- isráðherra hafi kannað lagastoð reglugerðar MNýjar reglur um komufarþega og … »4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.