Morgunblaðið - 09.04.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2021
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
Höskuldur Daði Magnússon
Ragnhildur Þrastardóttir
„Þetta gekk eins og í sögu. Hér voru
allir þakklátir og glaðir að fá bólu-
setningu og þegar svona vel gengur
er þetta mjög þakklátt starf,“ segir
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir,
framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Stór bólusetningardagur var í
Laugardalshöll í gær. „Við fengum
til okkar alla 70 ára og eldri og þeir
fengu bóluefni AstraZeneca. Þetta
voru rúmir 4.000 skammtar og það
var góð mæting,“ segir Ragnheiður.
Daginn áður fór fram endurbólu-
setning hjá fólki sem fætt er 1945 og
fyrr.
Í dag verður tekið á móti heil-
brigðisstarfsmönnum utan stofnana.
Segir Ragnheiður að 1.440 skammt-
ar verði til reiðu af bóluefni Mod-
erna. „Við tökum þetta í aldursröð,
byrjum á þeim elstu og komumst nið-
ur í fólk fætt 1963 og fyrr.“
Haldið verður áfram með heil-
brigðisstarfsmenn utan stofnana á
þriðjudaginn í næstu viku.
„Það verður örugglega einn
stærsti bólusetningardagurinn. Þá
verðum við með um 5-6.000 skammta
frá Pfizer,“ segir Ragnheiður en ekki
hefur verið tekin ákvörðun um frek-
ari bólusetningar í næstu viku. Beðið
er ákvörðunar um notkun á bóluefni
AstraZeneca fyrir fólk undir sjötugu.
Á Akureyri var bólusett á slökkvi-
stöðinni í vikunni. Í gær fengu um
700 manns sprautu og 600 daginn áð-
ur. Í vikunni bárust 1.100 skammtar
af AstraZeneca norður og var það
nýtt til að klára að bólusetja fólk fætt
1951 og fyrr. Um 1.200 skammtar af
bóluefni Pfizer voru nýttir í seinni
bólusetningu hjá stórum hópi, fyrri
bólusetningu hjá heilbrigðisstarfs-
fólki utan stofnana og hjá fólki með
undirliggjandi sjúkdóma.
Enn er ekki ljóst hvort fólk sem
fékk bólusetningu með bóluefni
Astra Zeneca, en er undir aldursvið-
miðum, fái aðra sprautu af efninu
þegar þar að kemur. Forstjóri Lyfja-
stofnunar segir að nú séu heilbrigð-
isyfirvöld víða um heim að velta
þessu fyrir sér. Hildur Helgadóttir,
verkefnastjóri hjá farsóttarnefnd
Landspítala, segir að 370 starfsmenn
spítalans hafi fengið eina sprautu af
bóluefninu. „Það er í höndum sótt-
varnayfirvalda og Lyfjastofnunar að
ákveða hvað verði gert við þann hóp.
Það gætir nokkurrar óþreyju hjá
þeim að fá niðurstöðu í það mál.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bólusetning Um fjögur þúsund skammtar af bóluefni AstraZeneca voru til reiðu fyrir 70 ára og eldri í gær.
Bíða ákvörðunar
um AstraZeneca
- Góð mæting í Laugardalshöllina í gær - Óþreyju gætir
Staðfestar áætlanir umafhendingu bóluefna
Fjöldi bóluefnaskammta á viku*
53 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17
des. jan. feb. mars apríl
*Skv. staðfestum afhendingaráætlunum frá fram-
leiðendummiðað við fulla nýtingu bóluefnis og með
fyrirvara um breytingar. Heimild: Stjórnarráðið.
Pfizer
Moderna
AstraZeneca
Janssen
Vika:
Vika 17: alls 25.400
skammtar
Vika 13: alls 17.580
skammtar
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Nýjar reglur um komufarþega á
landamærum Íslands tóku gildi á
miðnætti. Með nýju fyrirkomulagi
skulu þau sem ekki geta uppfyllt ný
skilyrði fyrir
heimasóttkví
heima fyrir
dvelja í farsótt-
arhúsi. Dvölin
verður endur-
gjaldslaus.
Svandís
Svavarsdóttir
heilbrigðis-
ráðherra sagði
við mbl.is í gær
að hún hefði farið
í einu og öllu eftir tillögum Þórólfs
Guðnasonar sóttvarnalæknis, nema
tillögum hans sem Svandísi er ekki
fært að breyta. Því sendi hún bréf
til ríkislögreglustjóra annars vegar
og ríkissaksóknara hins vegar,
vegna tillagna sóttvarnalæknis um
að sekt við brotum á reglunum yrði
hækkuð og að eftirlit með þeim yrði
hert.
Eldri reglugerð þar sem skylda
er lögð á einstaklinga sem dvalið
hafa á hááhættusvæðum til að
dvelja í sóttkví í sóttvarnahúsi féll
brott við gildistöku nýrrar reglu-
gerðar.
Afhenti gögnin
Um þá reglugerð hefur verið
deilt undanfarna daga, sér í lagi eft-
ir að Héraðsdómur Reykjavíkur
komst að þeirri niðurstöðu á páska-
dag að reglugerð ráðherra um
skyldudvöl komufarþega í sótt-
varnahúsi væri ólögmæt.
Velferðarnefnd Alþingis óskaði
eftir að fá afhent gögn sem ríkis-
stjórnin hafði til meðferðar við
ákvarðanatöku um umrædda reglu-
gerð. Að sögn Helgu Völu Helga-
dóttur, formanns nefndarinnar,
voru skiptar skoðanir innan nefnd-
arinnar, sem sat snarpan fund í
gær, um hvort eðlilegt væri að trún-
aður ríkti um téð gögn. Heilbrigðis-
ráðherra afhenti gögnin síðdegis í
gær.
Útilokar ekki nýtt frumvarp
Í samtali við mbl.is í gær sagði
ráðherra að ekki væri venjan að
gögn sem þessi færu fyrir augu
annarra en ráðherra í ríkisstjórn.
Hins vegar bætti hún við að ekkert
væri í téðum gögnum sem mætti
ekki líta dagsins ljós og því hefði
henni fundist sjálfsagt að afhenda
þau velferðarnefnd.
Spurð að því hvers vegna ráðist
var í gerð nýrrar reglugerðar, í stað
þess að sníða lögin að þörfum hinn-
ar ólögmætu reglugerðar með nýju
frumvarpi, kvaðst Svandís ekki úti-
loka að það yrði gert.
Rauði krossinn ósáttur
Rauði kross Íslands sendi frá
sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem
lýst var yfir áhyggjum vegna nýju
reglugerðar ráðherra. Sagt var að
hún myndi setja það góða sótt-
varnastarf sem RKÍ vinnur í far-
sóttarhúsum í uppnám. Þá er það
gagnrýnt að RKÍ hafi ekki fengið að
vita um reglugerðina eða efni henn-
ar fyrr en eftir að hún var birt.
Nýjar reglur um
komufarþega og
sóttkvíarhótel
- Heilbrigðisráðherra afhenti gögn
Svandís
Svavarsdóttir
Alls greindust fjórir með kórónuveiruna innanlands í fyrradag og voru
þeir allir í sóttkví. Daginn áður voru smitin 11 talsins og af þeim voru sex
utan sóttkvíar. 110 eru í einangrun samanborið við 132 í fyrradag en þar
munar mest um skipverjana á súrálsskipinu á Austurlandi en þar eru nú
þrír í einangrun samanborið við 11 í fyrradag.
101 er í sóttkví og 1.125 eru í skimunarsóttkví. Tvö smit greindust við
fyrri skimun á landamærunum í fyrradag og einn bíður niðurstöðu mót-
efnamælingar. Daginn áður greindist enginn með Covid-19 á landamær-
unum, en tveir voru með mótefni við komuna til landsins. Alls voru 1.283
skimaðir innanlands í fyrradag. Á landamærunum voru 609 einstaklingar
skimaðir.
Í gær voru 89 í einangrun á höfuðborgarsvæðinu en í fyrradag voru
þeir 101. Þrír eru í einangrun á Suðurnesjum og tólf á Suðurlandi.
Allir í sóttkví í fyrradag
SMITTÖLUR
Atli Vigfússon
Laxamýri
Mikil krapastífla hefur myndast í Laxá í Aðaldal við
bæinn Hólmavað. Þetta er eitt mesta flóð sem menn
muna við bæjarhúsin ef frá eru talin flóðin á vordögum
árið 1979. Um tíma var jafnvel óttast um byggingar og
að heyrúllur færu á flot en það slapp til.
Ljóst er að girðingar og tún hafa skemmst mikið en
krapaelgurinn hlífir engu þegar hann er á skriði.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Stífla Mikil krapastífla hefur myndast í Laxá í Aðaldal við bæinn Hólmavað og liðast áin meðfram húsunum.
Mikil krapastífla í Laxá í Aðaldal