Morgunblaðið - 09.04.2021, Síða 12

Morgunblaðið - 09.04.2021, Síða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2021 Mark32net skrifborðsstóll Fjölstillanlegur skrifborðsstóll með netbaki og bólstraðri setu. Fjöldi áklæða í boði. VORTILBOÐ 30% afsláttur 68.957 kr. með örmum 60.255 kr. án arma Verð m. vsk. mönnum, fær engar endurgreiðslur af þessu tagi.“ Haukur segir að nú hafi verið tekin ákvörðun um að opna 5. júní næstkomandi. Það helgist af þeirri staðreynd að fyrirtækið finni fyrir miklum ferðavilja og að ákvörð- un stjórnvalda um að hleypa til lands- ins fullbólusettum einstaklingum ut- an Schengen-svæðisins hafi haft mikið að segja. Sterkustu markaðirnir „Bretland og Bandaríkin eru með- al okkar sterkustu markaða og þessi lönd standa sig mjög vel í bólusetn- ingum. Við höfum því trú á því að þaðan muni eftirspurnin koma fyrst fram. Við höfum ýtt bókunum síðasta árs á undan okkur og inn á þetta ár í góðu samráði við okkar viðskiptavini og það er mikill vilji meðal þess hóps að koma hingað.“ Haukur segir að bókanastaðan hafi verið sterkari í þeim efnum í tengslum við sumar- og vetrarferða- mennsku, þyrluferðir í fjallaskíði og annað því tengt en hann hefur þó fulla trú á því að ræst gæti úr sumr- inu. Spurður út í hvaða afþreyingar- möguleika fyrirtækið geti boðið upp á nú þegar veirufaraldurinn hefur farið sem eldur í sinu um íslenska ferða- þjónustu, segir Haukur að leitað verði í sömu áttir og áður. „Við eigum yndislega nágranna í Langhúsum í Fljótum sem reka mjög vinsæla hestaleigu. Ferðir með feðg- unum Helga og Viggó út í Drangey eru ofarlega á óskalista fólks, heim- sókn til ofurfjölskyldunnar á Brúna- stöðum sem rekur skemmtilegan dýragarð, ásamt spennandi nýjung- um varðandi ostagerð. Hvalaskoðun í Eyjafirði, Bjórböðin á Árskógssandi, Síldarminjasafnið og brugghúsið á Siglufirði eru einnig mjög vinsælir áfangastaðir.“ Þá segir Haukur að fólk vilji aftur og aftur fara á kaffihúsið Gísli, Eirík- ur og Helgi sem er fjölskyldufyrir- tæki á Dalvík. „Það verða allir að koma þangað. Algjörlega einstakur staður sem býð- ur upp á frábæra fiskisúpu að hætti Dalvíkinga. Þetta er staður sem rek- inn er af Heiðu Símonardóttur og Bjarna Gunnarssyni. Fólk fær sér súpuna og kaupir svo lopapeysur í anddyrinu sem ömmurnar á Dalvík hafa prjónað. Þeir viðskiptavinir okk- ar sem koma aftur eru gjarnan búnir að panta lopapeysur fyrir komuna til landsins og nálgast þær svo eftir að hafa fengið sér súpuna góðu.“ Segist Haukur bera þá von í brjósti að þess- ir öflugu rekstraraðilar og fleiri til verði í stakk búnir til að taka á móti viðskiptavinum Depla á komandi sumri. Þeir séu táknmynd þeirra miklu umsvifa sem skapist í kringum betur borgandi ferðamenn. „Áhrifin koma svo víða fram. Þeg- ar þetta fólk sækir okkur heim er hægt að hefja þyrlurekstur og þá þarf að ráða flugmenn og flugvirkja á svæðið. Þetta fólk kemur gjarnan með einkaþotum og það þarf að hýsa og fæða áhafnirnar, þjónusta þoturn- ar, útvega veitingar um borð. Í grunninn er samnefnari á háu þjón- ustustigi og þörfin að hafa margt starfsfólk til taks að veita þá þjónustu sem þarf. Ísland hefur mikið aðdrátt- arafl fyrir fólk sem er tilbúið til að greiða vel fyrir góða og einstæða upplifun og ég hef trú á að við höfum mikil tækifæri ónýtt í þeim efnum.“ Nýverið auglýsti Eleven Experi- ence eftir starfsfólki á hótelið og seg- ir Haukur að margar umsóknir hafi borist. Þá vilji fyrirtækið einnig ráða til sín reynslumikið fólk sem hefur áður komið að starfseminni í Fljót- um. „Við þurfum fjölbreyttan hóp af fólki, matreiðslumeistara, leiðsögu- menn og framlínufólk í þjónustu.“ Deplar opna dyrnar að nýju Ljósmynd/Eleven Experience Höll Hótelið á Deplum í Fljótum er 2.500 fermetrar að stærð en herbergin aðeins 13. Það væsir því ekki um gestina. Hreinn lúxus » Á hinu glæsilega hóteli eru 13 herbergi sem geta rúmað á fjórða tug gesta. » Vilji maður gista á Deplum um miðjan júní þarf að panta að lágmarki þrjár nætur. » Kostar hver nótt 466.733 krónur. Mikið er innifalið í hinu háa verði. - Lúxushótelið býr sig undir að taka á móti ferðamönnum á ný - Ferðavilji á helstu mörkuðum mikill - 64 stöðugildi þegar starfsemin er í fullum gangi - Fjölbreytt afþreying í boði - Nóttin kostar nærri hálfa milljón BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Félagið sem rekur lúxushótelið Depla Farm í Fljótum í Skagafirði hefur ákveðið að opna dyr sínar að nýju fyrir viðskiptavinum sínum en lengstan hluta kórónuveirufaraldurs- ins hafa umsvif á staðnum verið í lág- marki. Örfáir starfsmenn hafa verið á svæðinu og gætt fasteigna og hald- ið við tækjabúnaði af ýmsu tagi. Snorrabúð hefur verið sem stekk- ur, enda stöðu- gildin á hótelinu 64 þegar mest lét. Er það ótrúlegur fjöldi miðað við þá staðreynd að á Deplum eru að- eins 13 herbergi fyrir gesti hótelsins og oftast á bilinu 15 til 26 gestir á svæðinu á hverjum tíma. Haukur Bent Sigmarsson er fram- kvæmdastjóri Eleven Experience sem er eigandi hótelsins. Hann segir síðustu mánuði hafa reynt á og fyrir- tækið horft á bak frábæru starfsfólki. „Þetta hefur verið erfiður tími og við höfum upplifað ákveðið skilnings- leysi stjórnvalda gagnvart stöðu ferðaþjónustunnar. Það hefur verið mjög erfitt að fá skýr svör um það hver staðan er á hverjum tíma og maður hefur dálítið upplifað að mað- ur væri að berjast við vindmyllur.“ Hann segir að allir sýni því skiln- ing að baráttan við heimsfaraldur er ekki einfalt viðfangsefni en að allir þurfi að vanda sig og leita hins gullna meðalvegs. „Það hefur komið okkur nokkuð spánskt fyrir sjónir að kvikmynda- iðnaðurinn hefur getað haldið uppi miklum umsvifum í landinu í faraldr- inum og hingað komið fólk að utan. Það er iðnaður sem fær 25% af öllum sínum kostnaði endurgreiddan frá ríkinu en okkar starfsemi hefur legið alveg niðri. Ferðaþjónustan, m.a. sú sem sinnir betur borgandi ferða- Haukur Bent Sigmarsson Verkfræðistofan EFLA hefur verið valin inn í rammasamning við norsku vegagerðina, Statens vegvesen, sem metinn er á 13 milljarða íslenskra króna. Samning- urinn varðar al- menna ráðgjöf og verkfræðiþjón- ustu í samgöngu- tengdum verk- efnum. Ragnar Jóns- son, fram- kvæmdastjóri EFLU AS, dótt- urfélags EFLU í Noregi, áætlar að samningurinn geti skilað félaginu allt að hálfum millj- arði íslenskra króna á ári. Samið við sjö ráðgjafa Að hans sögn kepptust allar stærstu verkfræðistofurnar á sam- göngumarkaðinum í Noregi um hlut- deild í samningnum, en 13 tilboð bár- ust alls. Eftir ítarlegt mat á hæfni og verði bjóðenda hafi verið samið við sjö verkfræðistofur, þ. á m. EFLU. Ragnar segir að til að einfalda samningsferlið við einstök verkefni velji norska vegagerðin ráðgjafa á grundvelli tilboða í svonefndan rammasamning. Stökum verkefnum er svo úthlutað til þeirra ráðgjafa sem hafa rammasamninginn. Um er að ræða hönnun og ráðgjöf fyrir samgöngumannvirki um allan Nor- eg, m.a. vegi, brýr og jarðgöng og nær yfir þau verkefni Vegagerðar- innar þar sem ráðgjafarþátturinn er metinn á allt að 150 milljónir ís- lenskra króna, en stærri verkefni eru alla jafna boðin út sér. „EFLA er minnsta verkfræðistof- an sem hlaut þennan rammasamning sem sýnir að við getum keppt við stærstu ráðgjafa Norðurlanda. Viðurkenning á góðri vinnu Samningurinn er um leið viður- kenning á þeirri góðu vinnu sem okkar frábæra starfsfólk á Íslandi og í Noregi hefur skilað undanfarin ár. Rammasamningurinn kemur til með að styrkja starfsemi samgönguhluta EFLU í Noregi enn frekar og styðja við áframhaldandi vöxt.“ Starfsmenn EFLU í Noregi eru nú 35. Þá hefur EFLA nýverið gert rammasamning í samgöngumálum við fylkið Vestfold og Telemark í Suður-Noregi. baldura@mbl.is Semja við norsku vegagerðina - EFLA valin inn í rammasamning - Gæti skilað hálfum milljarði á ári Ragnar Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.