Morgunblaðið - 09.04.2021, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2021
VINNINGASKRÁ
1489 11417 19642 30198 40467 50623 61786 72029
1560 11797 19930 30823 40734 50706 62129 72075
1841 11853 20343 30838 41248 51548 62207 72386
2095 11930 20477 31421 41452 51691 62364 72570
2358 11960 20696 31724 41756 52086 62937 72600
2808 12208 21297 32152 41787 52093 62982 72973
3500 12493 21321 32548 41903 52249 63023 73570
3621 12733 21537 32971 41972 52426 63745 74034
3724 12802 21790 33138 42245 53495 64383 74146
3756 13154 21889 33630 42586 53576 65003 74855
3945 13156 22558 34365 42633 53991 65123 74989
3993 13285 22561 34393 43071 53993 66058 75054
4236 13323 22573 34464 43196 54143 66197 75340
4497 13371 22640 34763 43460 54529 66208 75460
4747 13531 22774 34807 43748 54775 66886 75786
4957 13956 23270 35657 43842 55736 67089 75855
5049 14057 23563 35711 43986 56070 67270 76120
5651 14075 23677 35851 44690 56435 67361 76488
5869 14227 23978 35912 44943 56704 67656 76721
6094 14859 24119 36202 45552 56913 67691 76777
6586 15407 24413 36353 45739 57004 67754 77195
7196 15841 24443 36675 46186 57465 68402 77219
7218 16257 24901 37035 46238 57528 68685 77262
7328 16524 25362 37214 46302 58795 68881 77296
8103 16534 25508 37556 46629 58827 68939 77565
8536 16728 25664 37704 46688 59114 69129 77759
8669 16799 25733 38050 46722 59288 69222 78040
8819 17075 26693 38208 47914 59442 69486 78351
9004 17157 26902 38238 48352 59679 69697 79497
9332 17280 27158 38595 48683 59954 69792 79611
9684 17294 27340 39071 48923 60386 70007 79929
9840 17376 27882 39242 49040 60491 70265
10064 17562 28946 39431 49667 60712 70334
10341 17812 29859 39609 49722 60857 71116
10503 18214 30056 39775 49862 60918 71277
10646 19262 30095 39882 49943 60992 71352
11269 19596 30142 40324 50284 61234 71919
291 14417 29036 41816 51075 55653 66658 74354
1870 15466 29631 42270 51105 56407 67220 76135
2223 16171 30410 42721 51861 57345 67554 76178
5110 16420 30696 43113 52231 57552 67695 78262
6995 16869 32223 43765 52293 58093 68211 78289
7873 17131 32979 43789 52406 58776 68734 79011
10507 18000 33032 45300 52455 59477 69167 79394
10747 19570 34094 46347 52598 61550 70433 79723
11441 19663 34670 47152 52703 62777 70584 79977
11838 22087 35458 47445 52873 64831 71471
11857 22359 36601 47769 53724 65913 71562
13745 23547 37252 48843 54898 66177 71854
14410 24927 38315 49322 55393 66601 74135
Næstu útdrættir fara fram 15., 21. & 29. apríl 2021
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
9857 24362 42390 67773 70959
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
3499 12349 31026 42249 64483 74688
4663 23021 32038 48946 65374 74691
7890 28005 36078 54439 68860 76037
8777 31009 38889 58469 73568 76292
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
9 6 3 8
49. útdráttur 8. apríl 2021
Fleiri milljarðamæringar búa í Pek-
ing en nokkurri annarri borg í ver-
öldinni samkvæmt árlegum lista
tímaritsins Forbes yfir ríkustu
menn heims.
Fjölgaði milljarðamæringunum
um 33 í kínversku höfuðborginni í
fyrra. Eru þeir núna orðnir eitt
hundrað. Peking hefur því naumt
forskot á New York þar sem millj-
arðamæringarnir, sem eiga meira en
einn milljarð bandaríkjadala, eru 99
talsins. Síðustu sjö ár hefur New
York verið á toppnum sem heimili
flestra milljarðamæringa.
Að sögn Forbes er samanlagður
heildarauður bandarísku millj-
arðamæringanna meiri en þeirra
kínversku. Munaði þar 80 millj-
örðum dollara.
Ríkasti íbúi Peking er Zhang Yim-
ing, stofnandi TikTok og forstjóri
móðurfyrirtækis þess, Byte Dance.
Auður hans tvöfaldaðist í fyrra í 35,6
milljarða dollara. Auðæfi ríkasta
manns New York, borgarstjórans
fyrrverandi Michaels Bloomberg,
eru metin á 59 milljarða dollara.
Skjótur árangur Kínverja í glím-
unni við kórónuveiruna, mikill vöxt-
ur fyrirtækja í tæknigeiranum og
uppgangur hlutabréfamarkaða eru
sagðar helstu skýringar á fjölgun
kínverskra milljarðamæringa.
Alls eru milljarðamæringar í Kína
orðnir 698, að mati Forbes og fjölg-
aði þeim um 239 í fyrra. Enn eru
þeir þó fleiri í Bandaríkjunum eða
724 en hratt dregur saman milli
landanna.
Í heiminum öllum bættust 493
manns í hóp milljarðamæringa 2020
en nýr maður bætist í hópinn á 17
klukkustunda fresti. agas@mbl.is
Fleiri milljarðamæringar í
Peking en New York-borg
AFP
Í Peking Glaðlynt fólk á ferli.
- Nýr milljarða-
mæringur á 17
stunda fresti
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Mannréttindadómstóll Evrópu
(MDE) komst að þeirri niðurstöðu í
gær að skyldubólusetningar gætu
þótt nauðsynlegar í lýðræðissam-
félagi. Er þar um að ræða tímamóta-
dóm í máli sem tékkneskar fjölskyld-
ur sóttu, sem andvígar voru
bólusetningu ungbarna þeirra.
Þetta er í fyrsta sinn sem MDE
dæmir í máli sem snýst um skyldu-
bólusetningu gegn barnasjúkdóm-
um. Sérfræðingar segja dóminn geta
haft áhrif á hugsanlega skyldubólu-
setningu gegn kórónuveirunni. Mál
tékknesku fjölskyldnanna voru send
dómnum á árunum 2013 til 2015, eða
löngu áður en kórónuveirufaraldur-
inn blossaði upp.
Fjölskyldurnar höfðu verið sekt-
aðar eða börnum þeirra synjað um
pláss í forskólum þar sem þau voru
ekki bólusett gegn barnasjúkdóm-
um. Samkvæmt tékkneskum lögum
hvílir sú skylda á herðum foreldra að
láta bólusetja börn sín fyrir ýmsum
barnasjúkdómum, nema það sé
ógerningur af heilsufarsástæðum.
Ekki er hægt að bólusetja með valdi
og skyldan til bólusetningar fellur
niður er grunnskólaaldri er náð.
Í einu málinu af fimm, sem snerust
um synjun á forskólavist, neituðu
foreldrarnir barnungri dóttur um
sprautur gegn mislingum, hettusótt
og rauðum hundum. Meðal annarra
sjúkdóma sem falla undir bólusetn-
ingarskylduna í Tékklandi eru
barnaveiki, stífkrampi, kíghósti og
lifrarbólga B.
Dæmdu 17 dómarar í málinu og
voru 16 samþykkir niðurstöðunni en
einn taldi að koma hefði átt til móts
við fjölskyldurnar. Segir í dóminum
að þótt stefna tékkneskra stjórn-
valda um skyldubólusetningu barna
væri í andstöðu við réttindi til einka-
lífs væri fyrir hendi þörfin fyrir að
vernda líf og heilsu almennings. „Úr-
ræðið mætti skoða sem nauðsyn í
lýðræðissamfélagi,“ segir dómstóll-
inn og bætir við að stefna tékknesku
stjórnarinnar væri í þágu „bestu
hagsmuna“ barna. „Markmiðið verð-
ur að vera það að sérhvert barn sé
varið gegn alvarlegum sjúkdómum,
með bólusetningu eða hjarðónæmi,“
er þar bætt við.
Af þessum ástæðum dæmdi MDE
að áttunda grein mannréttindasátt-
mála Evrópu um friðhelgi einkalífs
hefði ekki verið brotin. Dómi þessum
verður ekki hægt að áfrýja.
Tékkland er ekki eina ESB-ríkið
með skyldubólusetningar fyrir
barnasjúkdómum. Lög voru sett í
fyrra í Þýskalandi sem skylda alla
foreldra til að láta bólusetja börn sín
fyrir mislingum. Brot á því varðar
allt að 2.500 evra sekt.
Frakkar og Ítalir hafa einnig
breytt bólusetningarreglum í kjölfar
mislingafaraldurs fyrir nokkrum ár-
um og Bretar gerðu slíkt hið sama
vegna bólusetningar fyrir rauðum
hundum í Englandi 2018-19.
Í ljósi kórónuveirufaraldursins er
niðurstaða MDE talin geta haft áhrif
í vörnum gegn þeirri heilbrigðisvá.
Dómurinn „rennir styrkum stoð-
um undir möguleikann á skyldubólu-
setningu vegna Covid-19-faraldurs-
ins,“ sagði Nicolas Hervieu,
lögmaður og sérfræðingur um
MDE-dómstólinn við AFP-frétta-
stofuna. „Niðurstaðan ljær fylgi
reglunni um samfélagslega sam-
stöðu sem réttlætt getur og knúið á
um að allir láti bólusetja sig, líka þeir
sem telja sjúkdóminn síður ógna sér,
til að vernda þá varnarlausu.“
Bólusetning með Moderna-efninu
hófst fyrir alvöru í Bretlandi í gær er
fyrsti skammturinn af 17 milljónum
var gefinn 24 ára gamalli konu á spít-
ala í Wales.
Í Bretlandi hafa rúmlega 32 millj-
ónir manna verið bólusettar og í gær
rufu Frakkar 10 milljóna múrinn,
sagði forsætisráðherrann Jean Cas-
tex. Eftir hægfara byrjun bólusetn-
inga var mikill kraftur settur í þær í
vikunni er íþróttahús og fótboltavell-
ir voru lögð undir bólusetningar-
sveitirnar.
Að sögn Castex eru Frakkar nú
komnir fram úr áætlunum sínum um
fjölda bólusetninga sem nemur viku.
Þeir drógust aftur úr Evrópulöndum
í byrjun ársins en hafa nú náð sér á
skrið og sprauta 200 til 300 þúsund
manns á dag.
AFP
Bólusetning Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest réttmæti skyldubólusetningar barna.
Skylda til bólu-
setningar staðfest
- Gæti haft áhrif á bólusetningar vegna kórónufaraldursins
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is