Morgunblaðið - 09.04.2021, Síða 17

Morgunblaðið - 09.04.2021, Síða 17
ingagjöf um loftbrú auk þess sem sendar eru tilkynningar til ákveð- inna hópa til að vara við snjóflóða- hættu á vegum. Viðfangsefni umferðarþjónust- unnar eru ólík að sumri og vetri. Á veturna, frá 15. október til 30. apríl, er vakt milli klukkan 6.30 og 22 á kvöldin. Á þessum tíma er mest spurt um færð og veður og vegfarendur hringja inn með ábendingar um það sem betur megi fara í vetrarþjónustu. Á sumrin, frá 1. maí til 14. október, er vakt milli klukkan 8 og 16. Þá hringir fólk til að skipuleggja ferðalög, spyr út í vegalengdir og í hvernig ástandi vegirnir eru á hálendinu. Einnig er hringt til að óska eftir þjónustu á borð við ryk- bindingu og heflun vega auk þess sem fólk forvitnast um þær fram- kvæmdir sem eru í gangi og hvort af þeim geti hlotist tafir. Oft getur verið mikið að gera hjá umferðarþjónustunni, sér- staklega á veturna þegar vond veður geisa. Á annasömum degi svarar starfsfólk umferðarþjónust- unnar allt að 2.000 símtölum og sendir út í kringum 150 upplýs- ingatíst á Twitter, sem birtast einnig á heimasíðu Vegagerð- arinnar. Umferðarþjónustan fær oft mjög gagnlegar upplýsingar frá vegfarendum um ástand vega og miðlar þeim áfram til þjón- ustustöðva Vegagerðarinnar sem sjá um viðhald vega og til vakt- stöðva Vegagerðarinnar þar sem tekin er ákvörðun um mokstur og hálkuvarnir. Hér er einnig hvatt til þess að vegfarendur láti vita í síma 1777 en noti auðvitað ætíð handfrjálsan búnað þegar ekið er. »Margir hafa sem reglu að skoða færðarkortið á vef Vegagerðarinnar en einnig eru fjölmargir sem nýta sér umferðarþjónustu Vegagerðarinnar í síma 1777. Höfundur er framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar. bek@vegagerdin.is UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2021 Faxafeni 14, 108 Reykjavík - Sími 551 6646 - heimili, hönnun, tíska og samkvæmislífið Lífstílsvefurinn okkar - fylgt landsmönnum í 10 ár SMARTLAND MÖRTUMARÍU Vertu með á nótunum Það er með ólíkindum hvað margir eru tilbúnir að fórna sér, tíma sínum og borgaralegri tilvist í þágu lands og þjóðar. Þeir vita hvar skórinn kreppir, frambjóðendurnir in spe, sem nú bjóða fram krafta sína. Þeir eru fullir bjartsýni á að geta komið lagi á hlutina, stöðvað spill- ingu, hindrað frændhygli og einkavinavæðingu, lækkað vexti … nei annars, þeir eru víst komnir langleiðina í núll. En það er nóg að gera fram undan og ekki um ann- að að ræða en að hella sér í efsta sætið og taka trumpinn á að kýla samherjana til undanláts og standa uppi sem sigurvegarar í prófkjöri. Svo má alltaf hoppa yfir í annan flokk „af því munurinn enginn er“ sagði skáldið og ein- hver spurði: Hver er alltof upptekinn/eina að taka fram- boðsglennu/ leita þar til flokk þar finn/fussa á gömlu markmiðin/ þó að mætist stálin stinn/staðfastlega skora þrennu. Verst að það skuli aðeins vera sextíu og þrjú sæti á Alþingi til skiptanna, en það mætti laga með nýj- um vöndum sem sópa betur. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Það vilja margir fórna sér Morgunblaðið/Hari Í þágu þjóðar „Verst það skuli bara vera 63 sæti á Alþingi.“ Hætt er við að 60% allra starfa hverfi í Þýskalandi á næst- unni. Sum hverfa næstum alveg eða rýrna um 98%, önnur minna. Störf sem tölvutækni og gervi- greind getur tekið yfir eru líklegust til að hverfa. Lyftara- og lagerstarfsmenn, bréfberar, bókasafnsfræðingar og bankastarfsfólk. Störf átján millj- óna Þjóðverja munu hverfa hjá þessari rúmlega 83 milljóna þjóð. Það sama er að gerast í Frakk- landi og um alla Evrópu. Hvort sem við tölum um að þetta sé þriðja eða fjórða iðnbyltingin þá tala staðreyndirnar sínu máli. Heimurinn er að breytast hratt og Ísland er hluti af þessum heimi. Heimi sem er að ganga í gegnum stórkostlega miklar var- anlegar breytingar, byltingu. Mörg stórfyrirtæki munu hverfa eins og fyrirtæki sem framleiddu og seldu filmur í myndavélar. Stafræn tækni tekur við og framkvæmir störf betur en menn. Við sjáum þetta gerast nú þegar úti í búð, þar sem einn starfsmaður lítur eftir tíu sjálfs- afgreiðslukössum og bráðum hverfur þessi eini starfsmaður líka. Störf sem krefjast mikillar menntunar eru einnig að hverfa og koma ekki aftur. Við Íslendingar stjórnum ekki heiminum. Við erum þátttak- endur og getum lítið annað gert en að taka því sem að höndum ber þegar heimurinn þróast. Ís- land þarf að vera samkeppn- ishæft. Það er ýmislegt sem menn telja að tölvur geti seint eða aldrei lært að gera, það er hæfni í mannlegum samskiptum. Það er að geta unnið með öðrum, umhyggja, samúð, samhygð, sköp- unargáfa og svo framvegis. Hlutverk skólanna er stórt í þessari framtíðarsýn. Fram- haldsskólarnir þurfa að geta tekið þessi 60% inn og menntað til annarra starfa. Grunnskólarnir þurfa líka að bregðast við þar sem móta þarf stefnu með sýn á komandi fram- tíð. Kennarar þurfa að símennta sig og taka þátt í þessum breyt- ingum sem eru ekki að koma, þær eru í gangi núna. Fram- haldsskólakennarar þurfa tæki- færi til endurmenntunar og sí- menntunar til að geta leitt og aðstoðað samfélagið í gegnum þessar hröðu breytingar. Vilji Ís- land vera samstíga nútímanum og vera samkeppnisfært í nánustu framtíð þá þarf mennta- og menningarmálaráðuneytið að leika þar risastórt hlutverk. Nýr kjarasamningur er hóflegt skref í þá átt að halda góðum kennurum að störfum í framhaldsskólum. Til þess að ná utan um verkefni næstu ára þarf ráðherra mennta- mála nú að stíga fram, fjölga námsorlofum og afnema eins skiptis regluna. Á sama tíma þarf að leita leiða til að umbuna þeim kennurum sem tilbúnir eru til að taka þátt í að leiða menntakerfi Íslands inn í nýja tíma. Eftir Baldvin Björgvinsson » Framhaldsskólarnir þurfa að geta tekið þessi 60% inn og mennt- að til annarra starfa. Baldvin Björgvinsson Höfundur er stjórnarmaður í Félagi framhaldsskólakennara. bbj@fb.is Opið bréf til mennta- og menn- ingarmálaráðherra Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.