Morgunblaðið - 09.04.2021, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 09.04.2021, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2021 ✝ Þórunn Ingi- björg Ingvars- dóttir fæddist í Neskaupstað 18. febrúar 1954. Hún lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja 29. mars 2021. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ingvar Einar Bjarnason, f. 2.3. 1922 í Reykjavík, d 2.5. 2010, og Ingibjörg Erla Egilsdóttir, f. 28. október 1925 í Hafnarfirði. Þau skildu. Systkini Þórunnar eru Bjarni Þór Ingvarsson, f. 17.3. 1946, d. 16.7. 1948, Sigrún Ingvarsdóttir, f. 28.7. 1948, Guðjón Ingvarsson, f. 28.11. 1950. Þann 7. apríl 1973 giftast Þórunn Eðvaldi Sigurðssyni, f. 19.7. 1951. Börn þeirra eru: 1) Ragnar Ágúst Eðvalds- son, f. 22.9. 1973, búsettur í Mosfellsbæ. Eiginkona hans er Ragnheiður María Guðmunds- dóttir, f. 16.3. 1971. Börn þeirra eru Bjarnhildur Helga, Þórunn og Eðvald hófu bú- skap í Kópavogi árið 1972 og þar fæddist sonur þeirra Ragnar Ágúst árið 1973. Árið 1976 flutti Þórunn ásamt fjölskyldu sinni til heimabæjar eiginmannsins, Vestmannaeyja, og þar fædd- ist dóttir þeirra Alma ári seinna. Í Eyjum unni Þórunn hag sínum vel og bjó hún þar alla tíð ef frá er talin rúmlega tveggja ára búseta í Hafn- arfirði frá 1985 til loka 1987. Þórunn leit snemma á sig sem Vestmannaeying, hún tók virkan þátt í ýmiss konar fé- lagsstarfi í Eyjum og árið 2011 var Þórunn heiðruð fyrir störf sín í þágu ÍBV. Starfaði hún lengi í kvennadeild ÍBV en jafnframt því sat hún í að- alstjórn ÍBV í þó nokkur ár. Pæju- og pollamót fengu að njóta starfskrafta hennar að fullu á hverju ári sem og svo hinn árlegi þrettándi í Vest- mannaeyjum. Í gegnum árin í Eyjum starfaði Þórunn við fisk- vinnslu, verslunarrekstur, barnagæslu og prjónaskap. Útförin fer fram frá Landa- kirkju kl. 14. Streymt verður frá útför: https://www.landakirkja.is/. Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat/. f. 2.12. 1991, eig- inmaður hennar er Magnús Finn- bogason, börn þeirra eru Jó- hanna Dís og Magnús Ingi. Þór- unn Magnea Ragnarsdóttir, f. 9.11. 2005, og Eð- vald Ágúst Ragn- arsson, f. 19.10. 2009. 2) Alma Eðvaldsdóttir, f. 16.12. 1977, búsett í Vest- mannaeyjum. Eiginmaður hennar er Friðrik Stefánsson, f. 30.7. 1962. Á fjórða ári flutti Þórunn ásamt foreldrum og systk- inum til Kópavogs og ólst hún þar upp. Gekk hún í Barna- skóla Kópavogs og síðar í Ár- múlaskóla. Ung að árum hóf hún sumarstörf í sveit í Hrunamannahreppi. Fyrst á bænum Sunnuhlíð við barna- gæslu og síðar við garð- yrkjustörf á bænum Gröf. Seinna meir var hún eina ver- tíð í Grindavík og síðar vann hún í Prentsmiðjunni Odda. Ég mun aldrei gleyma okkar fyrstu kynnum fyrir hartnær þrjá- tíu árum þegar við Ragnar fórum að stinga saman nefjum. Þér var eitthvað farið að lengja eftir því að verða kynnt fyrir þessari kærustu sonarins og því hringdir þú einn dag í mig og kynntir þig. Síðan sagðist þú bara ætla að sækja mig í kaffi. Ég man að ég var frekar stressuð fyrir þessu kaffiboði en það fauk nú fljótt út í veður og vind þegar þú heilsaðir mér svona glað- leg og hress og brunaðir með okk- ur upp í Hrauntún þar sem ég fékk hitta ykkur öll. Enginn vandræða- gangur þá frekar enn fyrri daginn og skemmtilegri fjölskyldu er erf- itt að finna. Það var mikið hlegið man ég og gaman enda hef ég ekki slitið mig frá ykkur síðan. Að eign- ast góða tengdaforeldra er ekki sjálfgefið og þarna datt ég nú ald- eilis í lukkupottinn. Þórunn var þeim kostum gædd að hún gat einhvern veginn alltaf séð björtu hliðarnar á öllu og húm- orinn var aldrei langt undan. Hún hafði svo marga góða kosti hún Þórunn og hefur verið mér góð fyr- irmynd. Það var alltaf nóg að taka upp síman og bjalla í tengdó ef eitt- hvað var að flækjast fyrir manni, hún var fljót að finna lausnir á hin- um ýmsu málum. „Verum ekki að flækja hlutina“ sagði hún oft og „þetta reddast“, sem og það yfir- leitt gerði. Þórunn var hlý og barngóð enda laðaði hún til sín börnin. Barna- börnin og langömmu börnin fengu að njóta margra samverustunda með henni og afa þó að hafið skildi á milli. Fjarlægðin hefur aldrei skyggt á náið samband þeirra við börnin og barnabörnin sem hafa verið þeim forréttindum gædd að fá að eyða heilu og hálfu sumrun- um út í eyjunni fögru í dekri hjá ömmu og afa. Þvílík ævintýri sem þau fengu að upplifa, sprang, fjöruferðir, fjallgöngur, þjóðhátíð, sundferðir, pysjutíminn, að gefa kindunum brauð og svo mætti lengi telja. Alltaf var tekið á móti okkur með ilmandi heimabökuðum horn- um og öðrum kræsingum sem hún snaraði fram úr erminni eins og ekkert væri. Hún var alltaf boðin og búin til að koma og aðstoða, hvort sem að við værum að skreppa til útlanda eða ef veikindi bæru að þegar börnin voru yngri, það var bara sjálfsagður hlutur að skella sér í Herjólf og bruna í bæ- inn til að hlúa að rollingunum sín- um eins og hún kallaði barna-og langömmu börnin sín. Góð- mennska og jákvæðni voru eigin- leikar sem hún bjó yfir og við ætt- um að reyna að tileinka okkur. Þórunn var dugnaðarforkur og þrátt fyrir að hafa misst heilsuna á besta aldri þá lét hún það hlut- skipti ekki stjórna lífi sínu. Hún sinnti hinum ýmsu störfum fyrir ÍBV af kostgæfni, bæði í kvenna- deildinni og í aðalstjórn. Einnig tók hún virkan þátt í stórum jafnt sem smáum viðburðum hjá fjöl- skyldu og vinum þó svo að hún vissi að hún yrði að borga fyrir það næstu daga. Hún kaus nefnilega að lifa lífinu. Hugrekki, æðruleysi, dugnaður, útsjónarsemi og gáfur kemur upp í hugann þegar ég minnist Þórunn- ar og gaf hún ötullega af sér til þeirra sem á þurftu að halda. Hún var kletturinn okkar. Það er með mikilli sorg sem ég kveð tengdamóður mína og góða vinkonu. Þín Ragnheiður. Í dag kveð ég yndislegu vinkonu mína, hana Þórunni. Við störfuð- um saman í Kvennadeild ÍBV og sátum einnig saman í stjórn félags- ins. Fyrir sameiningu félaganna Týs og Þórs árið 1996 starfaði Þór- unn fyrir Týr. Allt þetta vann hún í sjálfboðavinnu, jafnvel þó að börn- in hennar stunduðu ekki íþróttir fyrir félögin. Þórunn greindist með illvígan sjúkdóm í júlí s.l. sem hún barðist við af einstökum dugnaði og jákvæðni. Þegar hún var spurð hvernig henni liði sagðist henni alltaf bara líða vel. Hún vildi ekki að neinn hefði áhyggjur af sér og það lýsir henni vel. Ég á yndislegar minningar úr starfinu okkar, sum- arbústaðarferðunum og kaffi- spjallinu við eldhúsborðið. Elsku Þórunn mín, ég kveð þig með sárum söknuði. Ég veit að við hittumst aftur síðar. Takk fyrir allt. Þín vinkona Guðný Hrefna Einarsdóttir. Það er alltaf gott að koma til þeirra hjóna Þórunnar og Dedda. Dyrnar alltaf opnar og alltaf opinn faðmur. Nokkrir kaffibollar á meðan þjóðmálin, lífið og tilveran eru rædd. Á með- an prjónaði Þórunn glæsilegar peysur á methraða. Þórunn starfaði mikið fyrir íþróttahreyfinguna í Eyjum. Fyrst fyrir Knattspyrnufélagið Tý og síðan fyrir ÍBV. Á þeim vettvangi kynntumst við Þór- unni. Þórunn var öflugur fé- lagsmaður og var hún ávallt boð- in og búin að taka að sér marg- vísleg störf fyrir félagið. Einnig starfaði hún í kvennadeild ÍBV í áratugi og taldi hún aldrei eftir sér að taka að sér störf fyrir fé- lagið. Svo heppilega vildi til að fyrir nokkrum árum keyptum við hús beint á móti þeim hjónum og jókst þá samgangurinn til muna. Oftar en ekki var „droppað“ inn í kaffi og nokkur heimsmál leyst í leiðinni. Óhætt er að segja að Þórunn hafi ávallt verið skammt undan á tímamótum í lífi okkar, og fyrir það erum við afar þakklát. En tárin mýkja og tárin styrkja, í þeim speglast fegurð minninganna um elsku Þórunni okkar sem við fjölskyldan vorum svo heppin að fá að kynnast. Þórunn var mikill og sterkur karakter og lífsgleðin hennar og jákvæðni var einstök. Það var afskaplega gott að leita til hennar. Hún var traust og hlý. Þórunn var einstaklega góð við dætur okkar. Enda ávallt kölluð amma Þórunn. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst Þórunni og fjölskyldunni allri. Betri vinir eru vandfundn- ir. Minning þín er ljós í lífi okkar. Vottum Dedda, Ölmu, Ragn- ari og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Tryggvi Már, Arnbjörg, Birta Lóa og Hrafntinna. Það er sárt til þess að hugsa að hún Þórunn sé fallin frá, þessi lífs- glaða kona sem alltaf var tilbúin að líta á björtu hliðarnar í lífinu þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum erfið veikindi. Aldrei heyrði ég Þórunni kvarta, sama hvað gekk á og þessa síðustu mánuði þegar sjónin fór að versna og á endanum hvarf alveg þá tók hún því af miklu æðruleysi. Já, það er sárt til þess að hugsa að hún geti ekki fylgst með afkom- endum sínum, sem hún var afar stolt af, vaxa og dafna enda naut hún samvista með fjölskyldunni. Það er sárt til þess að hugsa að hún geti ekki notið efri áranna með Dedda bróður. Þau voru sér- staklega samrýmd og nánast alltaf talað um þau sem eitt, Þórunn og Deddi eða Deddi og Þórunn. Það er svo margt sem við skilj- um ekki og er kannski ekki ætlað að skilja. Deddi og Þórunn giftu sig gos- árið 1973 og alla tíð síðan var hún ein af föstu stoðum fjölskyldunnar, hjálpsöm og trygg. Þórunn var skemmtileg heim að sækja og allt- af ánægjulegt að fá hana í heim- sókn þegar þau hjónin voru hér í Reykjavík. Alltaf stutt í glens og grín og hún hafði alltaf eitthvað til málanna að leggja. Þórunn er fædd í Kópavogi en bjó lengst af heima í Eyjum og varð strax gallhörð Eyjakona og tók virkan þátt í félagslífinu og lagði sitt af mörkum, meðal annars með stuðningi við ÍBV og vann rösklega við Pæju- og Pollamót. Þjóðhátíð var þeim hjónum mikilvæg og þjóðhátíðartjaldið þeirra var alltaf opið og mikið um gestagang. Þau hjónin voru svo auðþekkjanleg á kvöldin þegar þau komu í dalinn í sínum gulu göllum. Einnig hafði hún gaman af að ferðast og fór víða. Hafði svo alltaf frá einhverju skemmtilegu að segja frá við heimkomuna. Á þessari kveðjustund er okk- ur efst í huga þakklæti fyrir all- ar ánægjulegu samverustund- irnar sem við áttum með Þórunni og eftirmæli okkar eru: Góðvild, gæska, gleði og þraut- seigja. Að lokum sendum við Dedda og öllum aðstandendum hug- heilar samúðarkveðjur. Vignir og Guðrún. Þórunn Ingibjörg Ingvarsdóttir ✝ Þórdís Krist- insdóttir var fædd á Önguls- stöðum í Eyjafirði 26. apríl 1930. Hún lést 26. mars 2021. Foreldrar hennar voru Kristinn Sig- urgeirsson frá Öng- ulsstöðum, f. 18.4. 1890, d. 14.11. 1966 og Guðný Teits- dóttir frá Lamb- leiksstöðum á Mýrum, f. 30.9. 1892, d. 20.6. 1979. Systkini Þór- dísar eru: Helga, f. 1918, d. 2007, Sigríður, f. 1920, d. 2006, Har- aldur, f. 1923, d. 1997, Ásta, f. 1925, d. 2015, Guðrún, f. 1928, d. 2016 og tvíburarnir Baldur og Regína, f. 1934. Þórdís lauk námi við farskóla í sveitinni, oftast var hann á Stað- Ómars eru Torfi Páll og Ester Lilja. 3. Stúlka, f. 1963, d. 1963. 4. Óskar Teitur, f. 1964. 5. Stúlka, f. 1966, d. 1966. Fyrir hjónaband átti Þórdís Kristin Björnsson, f. 1948, með Birni Þorvaldssyni frá Graf- arholti. Eiginkona Kristins er Amphon Bansong, f. 1964, og synir þeirra eru Sindri Bansong, Máni Bansong og Fannar Ban- song. Barnabarnabörn hennar Þórdísar eru tvö. Þórdís og Kristinn bjuggu lengst af á Eyrinni á Akureyri við Eiðsvallagötu. Hún vann stundum meðfram húsmæðra- starfinu ýmis verkamannastörf og síðast við hreingerningar á matsal ÚA þar til hún hætti störf- um 68 ára. 2014 flutti hún á Sól- vang, hjúkrunarheimili í Hafn- arfirði, þar sem hún lést Útför hennar fer fram 9. apríl 2021 kl. 13 frá Akureyrarkirkju. Streymt verður frá jarðarför- inni, stytt slóð: https://tinyurl.com/4vb82ze9 Virkan hlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat arhóli og einnig lauk hún námi við Húsmæðraskóla Akureyrar. Eiginmaður hennar var Kristinn Óskarsson, f. 28. október 1932, d. 17. janúar 1990. Börn þeirra eru: 1. Úlfar Kristinsson, f. 1957, eiginkona hans er Hafdís Sigmarsdótt- ir, f. 1959 og börn þeirra eru Þór- dís og Elísabet Kolbrá. Stjúpdótt- ir Úlfars er Ásta Sóley Sigurðar- dóttir. 2. Guðrún Sigríður, f. 1958, eiginmaður hennar er Óm- ar Torfason, f. 1948 og eiga þau eina dóttur, Anítu Þöll. Börn Guðrúnar fyrir hjónaband eru Soffía Guðný Santacroce og Alexía Valdís Cagnetti. Börn Bless og við sjáumst næst voru kveðjuorðin gjarnan á Eiðsvalla- götunni, þegar ég og fjölskyldan vorum á leiðinni suður eftir að hafa gist í góðu yfirlæti hjá tengdamömmu. Ekkert stress einkenndi dvölina, „komið þið í kvöldmat?“ kom kannski. Alda mágkona leit stundum inn í kaffi, eða Gunna systir var komin við eldhúsborðið með dásamlegt hekl til að sýna eða Diddi með ein- hverjar fréttir þegar við komum úr einhverri heimsókninni. Síðan var horft á fótbolta með Teiti, far- ið í sund og leikfimi með Ástu eða í klippingu til Íbba. Amma, amma, ertu búin að lita á þér hárið? sögðu stelpurnar þeg- ar hvíta hárið kom í staðinn fyrir þetta brúna. Ekkert mál að passa stelpurn- ar, kannski fóru hún og Gunna Sigga með þær út á Öngulsstaði, ekki nema korters keyrsla og þá var hún komin á heimaslóðir, að sýna þeim dýrin og að fá kaffi- brauð hjá Siggu og Deddu. Alltaf kaffi á könnunni og svo læddist svona beinskeytt fyndni frá henni, smá bros og kannski Vikan við höndina með krossgátu eða síminn og verið að tala við Baldur. Það var ekkert mál að koma suður og sjá um heimilið þegar ég fór á fæðingardeildina, baka kök- ur við öll tækifæri og hjálpa til við hvað sem var, koma með í sum- arbústað og eitt skiptið fórum við upp Grábrók, röngumegin, tvo skref upp og svo runnum við eitt niður og þegar við komust á topp- inn sáum við að það voru tröppur upp alla leið hinumegin. Varstu að hugsa um að drepa mig? sagði hún hlæjandi. Eða þegar við fórum á Siglufjörð, hún hafði aldrei komið þangað en Kiddi hafði verið þar í síld þegar hún gekk með fyrsta barnið þeirra. Við fórum á safnið þar sem vistarverur síldarvinnu- fólksins hafði verið og þar stóð á vegg „I love you“ og hún sagði ég þekki skriftina, Kiddi að senda henni ástarjátningu þvert yfir öll árin. Blómin falleg í stofunni, og bækurnar allar í bókahillunni, skreppa á kaffihús? Já ekkert mál, upp í Lystigarð? Já, já, næ í jakkann. Verðum við nokkuð lengi? Því hún Dísa tengdamamma var heimakær. Hún faðmaði stelpurnar og sagði bless, við sjáumst og veifaði þegar bíllinn brunaði í suðurátt. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Hafdís Sigmarsdóttir. Þórdís Kristinsdóttir, fædd 26. apríl 1930 á Öngulsstöðum í Eyja- fjarðarsveit, lést 26. mars 2021 á dvalarheimilinu Sólvangi í Hafn- arfirði. Ég hef alltaf þekkt hana sem Dísu ömmu. Við amma tengdumst sterkum böndum. Ég var hennar fyrsta barnabarn. Mamma og pabbi áttu mig ung og því kom sér vel að eiga Dísu ömmu sem var alltaf til í að hugsa um mig þegar ungdómurinn þurfti að flippa. Hún átti mikið í mér og hún hefur alltaf verið mér afar dýr- mæt. Dísa amma hefur alltaf verið kletturinn í lífi mínu, staðfasti punkturinn sem táknaði öryggi fyrir mér og lengi vel var hennar heimili mitt örugga skjól þar sem ég vissi að ég gæti alltaf fundið fyrir ást og hugarró. Ég áttaði mig þó seinna á því að það var ekki heimilið hennar heldur nær- vera hennar, því þessi tilfinning fylgdi henni hvert sem hún fór og hvar sem ég heimsótti hana eða hún mig. Dísa amma á stóran hlut í því hver ég er í dag og við eigum margt sameiginlegt. Í minning- unni hefur hún alltaf verið ákveðin og pínu þrjósk (á góða mátann), yfirveguð, sjálfstæð, heiðarleg og hreinskilin, snögg að grípa í húm- orinn, stundum félagslynd en stundum til í ró og næði, til dæmis að lesa bók uppi í rúmi. Og þá verður ekki komist hjá því að minnast á að amma leitaði ansi oft í kiljurnar úr rauðu seríunni. Ef Dísa amma var heimsótt á Eiðsvallagötuna á Akureyri þá gat maður verið viss um að fá eitthvað gott í gogginn. Hún tók alltaf eitt- hvað gott úr búrinu og bauð manni með kaffinu. Lengi vel var það eitthvað heimagert, enda bak- aði hún mikið, sérstaklega fyrir jólin, örugglega a.m.k. 20 sortir! Skúffukakan hennar er líka vel þekkt í fjölskyldunni og ég hef að sjálfsögðu haldið heiðri hennar á lofti og bakað hana reglulega. Ég á heilan banka af góðum minningum um Dísu ömmu en efst í huga mínum er minningin um mig sem barn að leika mér á eldhúsgólfinu hennar á Eiðsvalla- götunni með kryddstaukana (sem breyttust í persónur fyrir mér), af henni að draga mig um bæinn á snjóþotu þegar ég var krakki, að fara með henni í frystihúsið og hjálpa henni að gera hreint í mat- salnum, að fara með henni og afa í hesthúsið og fara með henni í sveitina á Öngulsstaði til að heim- sækja systkini hennar þar. Ég man líka veturinn sem mamma bjó fyrir sunnan en ég á Akureyri. Þá fór ég oft til hennar, sérstak- lega eftir vinnu og oft bjó hún til samloku með osti og eggi á pönnu handa mér og ég minnist þess þann sama vetur þegar ég hjálp- aði henni að skreyta fyrir jólin og við föndruðum saman fínu aðven- tukransana okkar. Ég gæti lengi talið upp ótal góðar minningar, en aðalatriðið er að Dísu ömmu hef ég alltaf og mun alltaf elska óendanlega heitt af öllu mínu hjarta. Soffía Guðný Santacroce. Þórdís Kristinsdóttir Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRÐAR MAGNÚSSONAR verktaka, Vestmannaeyjum, Þórðar á Skansinum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja fyrir góða og kærleiksríka umönnun. Hrönn Vilborg Hannesdóttir og fjölskylda

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.