Morgunblaðið - 09.04.2021, Qupperneq 20
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma, langalangamma og systir,
ÁSDÍS JÓNSDÓTTIR
frá Lundi,
til heimilis að Miðvangi 22,
Egilsstöðum,
lést sunnudaginn 29. mars á hjúkrunarheimilinu Dyngju.
Útförin fer fram í Vallaneskirkju laugardaginn 10. apríl kl. 14.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða einungis nánustu
aðstandendur viðstaddir.
Streymt verður frá útförinni á facebook-síðu sem heitir Útför
Ásdísar Jónsdóttur.
Jón Gunnar Jónsson
Magnea H. Jónsdóttir Eysteinn Einarsson
Katrín Jónsdóttir Ásgeir J. Salómonsson
Guðrún Jónsdóttir Guðjón Baldursson
Sigurður Jónsson Þórstína H. Kristjánsdóttir
Sigurhans Þ. Jónsson og aðstandendur
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2021
Að kveðja
mömmu er erfitt og
tekur á nú þegar
hún er farin yfir í
Sumarlandið.
Ég veit að henni líður betur
núna að vera komin til pabba og
Ingu ömmu eftir að vera laus úr
viðjum alzheimer-sjúkdómsins
sem hún var búin að glíma við í
nokkur ár. Börn og dýr hændust
að henni. Það átti vel við hana
að vinna á leikskólanum Bakka-
borg í kringum öll börnin sem
hún annaðist og kynntist þar.
Vandvirkni og natni fylgdi
henni í öllu sem hún gerði. Hún
var mikil handverkskona hvort
sem það var að sauma, prjóna,
veggfóðra, mála eða hvað annað
sem þurfti að gera á heimilinu
og með dyggri hjálp frá pabba
að smíða skápa í þvottahúsið,
dytta að bílum eða jafnvel
sprauta bíl eins og hún gerði
einu sinni, allt lék þetta í hönd-
unum á henni.
Ekki leiddist henni í garð-
Sigrún
Steingrímsdóttir
✝
Sigrún Stein-
grímsdóttir
fæddist 27. febrúar
1938. Hún lést 26.
mars 2021.
Útförin fór fram
8. apríl 2021.
inum við að gróð-
ursetja, snyrta og
helluleggja.
Upp í hugann
kemur þegar ég
byrjaði að læra
mína iðngrein, þá
sagði hún: Það er
ekkert lengur verið
að gera hlutina vel
en illa, þú skalt allt-
af vanda þig hvort
sem þú ert inni í
stofu eða úti í fjósi. Þessu heil-
ræði hef ég reynt að fylgja í
gegnum tíðina. Þetta lýsir
mömmu vel, hvernig hún var.
Ofarlega í huga okkar Helgu er
ferðin sem við fórum með
mömmu og pabba til Svíþjóðar
um Jónsmessuna fyrir 10 árum
að heimsækja Hemma og hans
fjölskyldu og tókum þátt í Jóns-
messugleðinni að hætti Svía. Að
sjá gleðina sem skein út úr and-
litum þeirra beggja er okkur
kært og gerði ferðina ógleym-
anlega.
Þar áttu þau Freyja, mamma
og pabbi góðar stundir saman.
Kæra mamma, takk fyrir allt
það góða sem þú innrættir okk-
ur systkinunum og takk fyrir
umhyggjuna í uppeldinu.
Þinn sonur
Svanur.
✝
Margrét Jóna
Ísleifsdóttir, fv.
tryggingafulltrúi
hjá sýslumannsemb-
ættinu í Rangár-
vallasýslu, fæddist í
Miðkoti í Fljótshlíð
8. október 1924 og
var ein sjö barna
foreldra sinna, Ingi-
bjargar Kristjáns-
dóttur og Ísleifs
Sveinssonar. Hún
lést á Hvolsvelli 30. mars 2021 á
97. aldursári.
Eiginmaður Margrétar var
Pálmi Eyjólfsson. Þau voru gefin
saman í Breiðabólstaðarkirkju 20.
apríl 1946. Foreldrar hans voru
Guðríður Magnúsdóttir og Eyjólf-
ur Gíslason. Börn Pálma og Mar-
grétar eru: 1) Guðríður Björk fv.
skrifstofumaður, f. 5. mars 1945.
Maki Guðmundur Ingvar Guð-
mundsson stýrimaður, f. 30. jan-
úar 1945, d. 5. ágúst 2002. Börn
þeirra eru Hrefna verkefnastjóri,
f. 13. nóvember 1966, hún á einn
son, og Pálmi dagskrárstjóri, f.
17. júlí 1973, hann á
tvær dætur 2) Ingi-
björg fv. heilbrigð-
isráherra, f. 18.
febrúar 1949. Maki
Haraldur Sturlaugs-
son, fv. forstjóri
Haraldar Böðv-
arssonar, f. 24. júlí
1949. Börn þeirra
eru: Sturlaugur
framkvæmdastjóri,
f. 9. ágúst 1973,
hann á þrjár dætur og tvo syni,
Pálmi viðskiptafræðingur, f. 2.
ágúst 1974, hann á fjórar dætur.
Ísólfur rekstrarstjóri, f. 2. febrúar
1979, hann á þrjár dætur og einn
son. Haraldur viðskiptafræð-
ingur, f. 21. mars 1989, hann á
tvær dætur. 3) Ísólfur Gylfi, fv. al-
þingismaður og sveitarstjóri, f.
17. mars 1954. Maki Steinunn Ósk
Kolbeinsdóttir verkefnastjóri, f. 8.
júlí 1957. Börn þeirra eru: Pálmi
Reyr viðskiptafræðingur, f. 8.
október 1979, hann á tvær dætur,
Margrét Jóna skrifstofustjóri, f.
12. september 1984, hún á tvær
dætur. Kolbeinn hönnuður, f. 16.
apríl 1986, hann á tvö börn, og
Birta hönnuður, f. 12. júlí 1988,
hún á tvö börn.
Margrét stundaði nám við
Barnaskóla Fljótshlíðar og Flens-
borgarskóla í Hafnarfirði. Hún
flutti á Hvolsvöll sautján ára göm-
ul og bjó þar óslitið síðan. Hún var
einn af frumbyggjum Hvolsvallar
og hafði búið í húsi sínu við Hvols-
veg í 75 ár.
Margrét var mikil félagsmála-
kona. Hún var um tíma formaður
Kvenfélagsins Einingar á Hvols-
velli og heiðursfélagi þess. Hún
sat í fyrstu stjórn félagsheim-
ilisins Hvols og stýrði ungmenn-
astarfi barnastúkunnar Njálu.
Margrét söng með kirkjukór
Stórólfshvolskirkju og sá um
kirkjuna um árabil. Hún tók með
einum eða öðrum hætti þátt í upp-
byggingu þorpsins og samfélags-
ins á Hvolsvelli. Hennar helsta
áhugamál var lestur góðra bóka
og hannyrðir. .
Útför Margrétar fer fram frá
Stórólfshvolskirkju 9. apríl 2021
kl. 14 að viðstaddri nánustu fjöl-
skyldu. Streymt verður frá útför-
inni:
https://tinyurl.com/39jx6zk4
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Ef lífið er lærdómur og endalok-
in próf þá hefur hún mamma mín
fengið hæstu einkunn og útskrifast
með láði á sínum efsta degi.
Þegar hún sigldi frá okkur hægt
og hljótt eftir langa og einstaklega
fallega ævi heiðraði Hvolsvöllur
hana með undursamlegu sólsetri
sem erfitt er að lýsa og Eyjafjalla-
jökull, Hekla og Þríhyrningur böð-
uðu sig í dýrð himinsins. Það var
eins og skaparinn vildi skarta sínu
allra fegursta - sýna að hann mæti
þessa góðu konu mikils, sem var
ávallt trygg og sönn gagnvart öllu
því sem henni var trúað fyrir. Hún
unni sinni heimabyggð og hafði lagt
margt til málanna til að bæta þar
mannlífið.
Það er mikil gjöf að hafa átt hana
í öll þessi ár, konu sem var með alla
hluti á hreinu, bæði smáa og stóra,
allt þar til að yfir lauk. Rólyndi
hennar og skynsemi reyndist mikið
og gott akkeri í lífsins ólgusjó. Hún
tók hverjum hlut eins og hann kom
fyrir og breytti því sem hún gat
breytt og sætti sig við það sem ekk-
ert fær breytt. Hún sýndi það hvað
best þegar pabbi veiktist og dó á
ferðalagi þeirra í Austurríki fyrir 16
árum. Þegar hún hringdi í mig og
færði mér tíðindin var hún æðru-
laus og beið róleg eftir að við Har-
aldur kæmum út til að aðstoða
hana. Þarna var þessi smávaxna
kona svolítið ein í hinum stóra
heimi en samt svo stór og ótrúlega
sterk. Þegar við komum sat hún hjá
pabba með gömlu sálmabókina sína
sem foreldrar hennar gáfu henni á
fermingardaginn 5. júní 1938 og sú
bók fylgir henni nú alla leið.
Vandvirkni og fumleysi ein-
kenndi allar hennar athafnir. Hún
mat mikils að lifa sjálfstæðu lífi, var
veitandi á báðar hendur og var inni-
lega þakklát öllum þeim sem ljáðu
henni lið þegar róðurinn fór að
þyngjast. Reyndar var hún alltaf
þakklát fyrir hvað sem var og sá
alltaf eitthvað jákvætt í tilverunni.
Mamma ól okkur ekki upp við
boð og bönn eða með löngum ræð-
um um hvað væri viðeigandi. Hún
sýndi það með eigin gjörðum - ætl-
aðist til að það væri nægur lærdóm-
ur. Hún var ótrúlega umburðar-
lynd og sá í gegnum fingur sér
þegar ekki var rataður hinn rétti
vegur.
Það var þó eitt sem hún umbar
ekki; hún þoldi ekki að við færum
rangt með texta okkar bestu skálda
en þá kunni hún marga. Hún leið-
rétti okkur til síðustu stundar. Síð-
ustu dagana rauluðum við fyrir
hana eitthvað sem við vorum vön að
syngja í gamla daga - þar á meðal
Næturljóð Jóns frá Ljárskógum,
„Kom vornótt og syng“. Eitthvað
sagði ég rangt og hún opnaði augun
og það var síðasta skýra setningin
sem hún sagði: „Þitt barn í blund
kemur næst.“
Við erum gæfusöm að hafa átt
hana og að hún hafi elskað okkur
eins og við erum með kostum og
löstum. Haraldur minn og börnin
öll stór og smá virtu hana og dáðu.
Orð ömmu Möggu voru æðri lögum
frá Alþingi. Fáir dagar hafa liðið í
mínu lífi að við höfum ekki rabbað
saman og aldrei skorti okkur um-
ræðuefni. Hún var alltaf uppörv-
andi, bjartsýn og hafði ætíð eitt-
hvað gott til málanna að leggja.
Nú er mamma Guði falin. Hún
efaðist aldrei um að hann sæi vel
fyrir öllu.
Ingibjörg Pálmadóttir.
„Nú legg ég augun aftur, ó, guð
þinn náðarkraftur.“ Kynslóð eftir
kynslóð hefur þessi bæn verið
kennd börnum í fjölskyldu okkar.
Móðir mín hefur lagt aftur augun
sín fallegu. Hún var þrotin af kröft-
um undir það síðasta en var mjög
lengi ótrúlega ern. Minnið og gáf-
urnar á sínum stað allt fram í and-
látið. Mamma var í hvíldarinnlögn á
Kirkjuhvoli þegar kallið kom en
ætlaði aftur að fara í gamla hlýlega
húsið sitt þar sem hún hafði búið í
75 ár. Af þeirri heimferð varð ekki,
heldur hélt hún í lengri ferð til aust-
ursins eilífa. Í skammri dvöl á
Kirkjuhvoli naut hún einstakrar
umhyggju og hlýju sem við fjöl-
skyldan þökkum af alhug. Þakklæti
og fallegar minningar leita á hug-
ann. Móðir mín hafði ótalmarga
kosti til að bera, var sjálfstæð,
reglusöm, staðföst, búin einstöku
jafnaðargeði, umhyggju- og nægju-
semi. Ekkert kom henni úr jafn-
vægi nema ef vera skyldi mýs og
kosningar. Hún var handlagin eins
og hennar fólk, mikil hannyrða-
kona, las mikið og kunni fjölda ljóða
og flutti af leikrænni tilfinningu og
innlifun. Hún var félagsmálakona
og lét margt gott af sér leiða. Hún
var einkar kærleiksrík og mikil fjöl-
skyldukona. Gladdist yfir afkom-
endum sínum og var guði þakklát
fyrir þá alla.
Hjónaband foreldra minna var
fallegt og farsælt. Þau unnu saman
á sýsluskrifstofunni í marga ára-
tugi. Oft leiddust þau hönd í hönd
þegar þau gengu á kontórinn. Það
er ekki öllum hjónum gefið að vera í
samvistum nær allan sólarhringinn
í sátt. Hjónabandið var af gamla
„góða“ skólanum. Pabbi þurfti ein-
ungis að teygja fram höndina með
kaffibollann og á augabragði var
bollinn fullur af ilmandi nýlöguðu
kaffi. Ef mamma var í öðru her-
bergi var nóg að pabbi kallaði:
Magga! Þá kom hún hæglát og
bjargaði því sem bjarga þurfti,
bæði á kontórnum og heima. Þau
voru lengi afar kirkjurækin, pabbi
var meðhjálpari og mamma sá um
þrif og að allt væri í röð og reglu,
auk þess sungu þau í kirkjukórn-
um. Margir draumar þeirra hafi
ræst, ekki hvað síst uppbyggingin á
Hvolsvelli þar sem þau voru ein af
landnemunum. Óhætt er að segja
að þau hafi verið afar samhent og
með dásamlega kímnigáfu, hvort
með sínum hætti. Það er mikil
guðsgjöf og kryddar lífið og til-
veruna. Pabbi þakkaði mömmu fyr-
ir sig með fallegum og rómantísk-
um ljóðum, hér er lítið dæmi:
Á morgnana setur Margrét ketilinn við,
ég man hvergi betri ilm af kaffi, en heima.
Þá sest ég við borðið, jafnan við hægri
hlið
og hérna er brauðfatið komið, sem mig
var að dreyma.
Pabbi yrkir til mömmu fimm-
tugrar:
Í fimmtíu ár hefurðu fetað þín tilverustig,
og farið um þannig að ljós er þinn
heiður og sóminn.
Og þá er víst mál, að ég þakki nú fyrir
mig,
sem þú hefur meðhöndlað einna líkast
og blómin.
Já, þú hefur meðhöndlað sam-
ferðarfólk og afkomendur þína af
gæsku og fegurð eins og blómin.
Nú legg ég augun aftur og hug-
urinn reikar í fjarska til austurs-
ins eilífa. Mér finnst ég heyri kall-
að: Magga! Ég er þess fullviss
hver kallar.
Guð blessi minningu þína,
mamma mín, og ykkar beggja.
Ísólfur Gylfi Pálmason.
Fyrir tæpri öld fæddist lítið ljós
í torfbæ á bökkum Þverár. Bær-
inn hét Miðkot og litla ljósið
reyndist efnileg fríðleiksstúlka,
fíngerð, lágvaxin og góðum gáfum
gædd. Hún var skírð Margrét
Jóna. Ólst hún upp í stórum hópi
glaðværra systkina við ást og um-
hyggju foreldra sinna. Ríkidæmi
þeirra var ekki mikið í veraldleg-
um efnum. Helstu áhyggjur
þeirra snerust um það hvort fljótið
tæki túnið þeirra og þá yrði ekki
nægt viðurværi fyrir alla. En allt
bjargaðist þetta, börnin gengu í
skólann í Fljótshlíðinni, uxu úr
grasi og urðu hinn mannvænleg-
asti hópur. Litla ljósið reyndist
dugnaðarstúlka, fór í vinnu-
mennsku á nokkrum bæjum í
Hlíðinni og lauk gagnfræðaprófi.
Sautján ára gömul flyst hún á
Hvolsvöll. Foreldrar hennar taka
niður litla torfbæinn sinn og
byggja sér reisulegt hús á Hvols-
velli, enda faðirinn afbragðssmið-
ur.
Þótt draumar Margrétar hafi
staðið til annars en að búa ævi sína
á enda á Hvolsvelli varð það nú
samt úr. Hún kynntist Pálma sín-
um og tvítug eignast hún sitt
fyrsta barn. Ungu hjónin byggja
sér líka hús við Hvolsveginn. Síðar
bætast tvö börn við og litla fjöl-
skyldan unir glöð við sitt í þorpi
sem rís upp úr móanum við Stór-
ólfshvol. Þorp þar sem fólki tekst
með samstöðu og vináttu að
byggja upp innviði og atvinnulíf á
undraskömmum tíma. Margrét
tók fullan þátt í uppbyggingunni.
Hún horfir á móann breytast í
1.100 manna bæ, sem hún er stolt
af. Hún fer að vinna við trygging-
ar hjá sýslumanni þar sem Pálmi
hennar starfar líka og nú er hún
kölluð af honum frú Margrét í
léttu gríni. Eftir því sem afkom-
endum fjölgar eru æ fleiri sem
kalla hana ömmu Möggu, með
virðingu og ást í röddinni.
Það er ótrúlega merkilegt að
hafa notið samvista við konu sem
fæddist í torfbæ, gekk í sauð-
skinnsskóm og upplifði slíkar
breytingar á sinni ævi að óskilj-
anlegt hlýtur að teljast. Hún var
með pennastokk og krítarspjald í
bernsku en langömmubörnin með
iPad. En amma Magga átti líka
sinn iPad og var á Facebook. Hún
fylgdist vel með og tók þátt í
breytingum af áhuga og gleði.
Margrét Jóna
Ísleifsdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför elskulegs föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
KRISTINS Á. GUÐJÓNSSONAR
klæðskerameistara,
áður til heimilis að Langagerði 28.
Útför hans fór fram 23. febrúar.
Ómar Kristinsson Kristín Geirsdóttir
Hörður Kristinsson Rut María Jóhannesdóttir
Pálmi Kristinsson Salome Tynes
Svandís Kristinsdóttir Sveinn Bragason
Reynir Holm
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GÍSLI MAGNÚS INDRIÐASON
frá Þernuvík,
lést þriðjudaginn 6. apríl á
Hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Indriði K. Gíslason Grazyna Kawa
Ásgerður Þ. Gísladóttir Eyþór K. Einarsson
Guðmundur S. Gíslason
Sigurmar D. Gíslason Eva M. Nunez
Jón H. Kocinski Gíslason Katarzyna M. Kocinska
Gilla K. Smoter Gísladóttir Leszek W. Smoter
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓHANNA SVAVARSDÓTTIR,
Lautasmára 5, Kópavogi,
lést á Landspítalanum laugardaginn 3. apríl.
Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju
miðvikudaginn 14. apríl klukkan 13.
Vegna fjöldatakmarkana verða einungis fjölskyldan og nánir
vinir viðstaddir athöfnina.
Hildigunnur Geirsdóttir Albert Guðbrandsson
Viðar Geirsson Gerður Ísberg
Daníel Freyr Albertsson Guðný Björg Stefánsdóttir
Brynja Dís Albertsdóttir
Elvar Leó og Remí Þór
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÁRNÝ SIGURLÍNA RAGNARSDÓTTIR,
Mallandi á Skaga,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á
Sauðárkróki 5. apríl.
Útförin verður auglýst síðar.
Sigurður Leó Ásgrímsson Krístín Guðbjörg Snæland
Ásgrímur Gísli Ásgrímsson Gerður Guðjónsdóttir
Helga Baldvina Ásgrímsd. Sigtryggur Snævar Sigtryggss.
Anna María Ásgrímsdóttir Guðmundur Örn Jensson
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn