Morgunblaðið - 09.04.2021, Qupperneq 21
✝
Birna Berg
Bernódusdóttir
fæddist í Stakkholti
í Vestmannaeyjum
8. september 1938.
Hún lést 31. mars
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Aðalbjörg
Jóh. Bergmunds-
dóttir, f. 1919, d.
2003, og Bernódus
Þorkelsson, f. 1920,
d. 1957. Birna var elst systkina
sinna, hin yngri eru Þorkell
Birgir, f. 1939, d. 1943, El-
ínborg, f. 1940, Þóra Birgit, f.
1942, d. 2013, Aðalbjörg Jó-
hanna, f. 1944, Birgir, f. 1946, d.
1979, Helgi, f. 1949, Jón, f. 1952,
Þuríður, f. 1954, og Elín Helga,
f. 1963. Birna var alin upp hjá
móðurforeldrum sínum, Elínu
Björnsdóttur, f. 1888, d. 1963,
og Bergmundi Arnbjörnssyni, f.
1883, d. 1952, svo og í skjóli
móðurbróður síns, Björns, f.
1914, d. 1981, þau bjuggu síðast
í Nýborg. Uppeldisbróðir henn-
ar er Bergmundur Elli Sigurðs-
son, f. 15. apríl 1948, trésmiður í
Hafnarfirði; þau eru systrabörn.
Hinn 11. júní 1960 giftist
Birna manni sínum, Theodóri
kona Silja Ýr Björnsdóttir, og
Rakel Berg, sambýlismaður
Sindri Rafn Svansson. Börn
Davíðs eru Máney Kamilla, Íris
Embla og Úlfar Birnir.
Birna ólst upp í Vestmanna-
eyjum og byrjaði snemma að
vinna fyrir sér, var kaupakona í
Flóa og í Eyjafirði, starfsmaður
á Kleppsspítala og vann síðar
ýmis verslunarstörf og fisk-
vinnu í Eyjum. Birna og Dóri
hófu búskap í Nýborg, en
byggðu sér svo íbúðarhús á Búa-
staðabraut 16. Þaðan hröktust
þau undan eldgosinu í Helga-
fellsöxl 1973. Þau settust þá að í
Hafnarfirði. Birna vann tilfall-
andi störf fyrstu misserin eftir
gos en var lengst og til starfs-
loka í Sparisjóði Hafnarfjarðar.
Þegar um hægðist hjá þeim
Dóra ferðuðust þau mikið inn-
anlands og erlendis. Hún las
mikið, var fróðleiksfús og stál-
minnug. Á unglingsárum spilaði
Birna handbolta og hafði alla tíð
síðan mikinn áhuga á íþróttum.
Hún var valin „handboltamaður
Íþróttafélagsins Þórs 1960“.
Útför hennar verður gerð frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í
dag, 9. apríl 2021, og hefst at-
höfnin klukkan 11. Vegna
sóttvarnaráðstafana verða að-
eins nánustu vandamenn við-
staddir, en útförinni verður
streymt á:
https://youtu.be/-n0o7cFtL4g
og virkan hlekk má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Þráni Bogasyni frá
Minni-Þverá í Fljót-
um, f. 14. júní 1935,
sjómanni og vél-
stjóra í Eyjum og
síðast lögreglu-
manni í Hafn-
arfirði. Þau kynnt-
ust fyrst 1956. Börn
þeirra eru: 1) Elín
Berg, f. 12. nóv.
1957, d. 28. ág.
1958. 2) Margrét
Berg, skrifstofumaður, f. 20.
febr. 1960; gift Haraldi Stef-
ánssyni, börn þeirra eru Andri
Berg, sambýliskona Kristín
Inga Arnardóttir, og Birna
Berg, sambýlismaður Claes
Engelbrektsson. Börn Andra
eru Jóhannes Berg og Tómas
Berg. 3) Björn Berg vélvirki, f.
8. apríl 1963, kvæntur Karen
Bryde og eru börn þeirra Íris
Berg Bryde, sambýlismaður
Haukur Jónsson, og Björn Berg
Bryde, sambýliskona hans er
Vala Magnúsdóttir og eiga þau
nýfæddan son óskírðan. 4) Þrá-
inn Berg sölumaður, f. 6. ág.
1966, kvæntur Björgu Leifs-
dóttur; börn þeirra eru Leifur,
sambýliskona Katrín Hrund
Pálsdóttir, Davíð Örn, sambýlis-
Það er erfiðast að vita hvar er
best að byrja þegar rifjaðar eru
upp minningar um tengda-
mömmu okkar, Birnu Berg. Hún
var glæsileg kona, stór persónu-
leiki og hennar helsta stolt var
fjölskyldan, hún vissi alltaf hvað
hver og einn var að sýsla og fylgd-
ist vel með. Matarboðin stóðu
óneitanlega upp úr, lambalærið
hennar var einstakt og má full-
yrða að allir eru sammála um að
það var hvergi betra en hjá ömmu
Birnu. Að halda matar- eða kaffi-
boð var aldrei of mikil fyrirhöfn
hjá Birnu, hún hélt upp á afmælið
sitt á hverju ári með mörgum
sortum af tertum, heitum brauð-
réttum og ostabökkum, sem hvað
var öðru glæsilegra. Á sunnudög-
um mátti búast við rúllutertu-
brauði og/eða nýbökuðum vöffl-
um fyrir þá sem ráku inn nefið,
ekki má heldur gleyma að hún
kallaði oft til allra sem höfðu
tækifæri til að skjótast í hádeginu
í fiskibollur.
Íþróttaáhuginn var óþrjótandi
en mestur á handbolta og fót-
bolta. Hún fylgdist vel með börn-
um, barnabörnum og barna-
barnabörnum í íþróttaiðkun
þeirra og fór oft á völlinn að horfa
á leiki. Enski boltinn var líka í
uppáhaldi og fylgdist hún vel með
sínu liði, Manchester United.
Mikið var rætt um íþróttir og hún
þekkti vel til ungra leikmanna
sem hinna eldri og reyndari.
Birna var mjög fróð, hún las
alls konar bækur, bæði skáldsög-
ur og ævisögur. Hún sagði líka svo
skemmtilega frá og hláturinn var
ótrúlega smitandi. Þau Dóri ferð-
uðust líka mikið og viða, höfðu
komið til ótrúlegustu staða í heim-
inum. Hún fór líka til útlanda með
systkinum sínum og vinkonum og
voru ferðasögurnar ótrúlega
skemmtilegar. Við tengdadæturn-
ar fórum líka í utanlandsferðir
með Birnu, þó ekki allar saman,
Karen og Birna fóru til Edinborg-
ar og þær Björg til Bandaríkj-
anna. Þetta eru notalegar minn-
ingar að ylja sér við þegar Birna
er ekki lengur með okkur og stórt
skarð er höggvið í fjölskylduna,
ekki bara nánustu fjölskylduna
heldur stórfjölskylduna alla. Við
kveðjum yndislega tengdamóður
með söknuði og þakkæti. Hvíl í
friði.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt, hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Úr Vísum Vatnsenda-Rósu)
Karen og Björg.
Amma Birna var einstök kona
sem kallaði ekki allt ömmu sína ef
svo mætti segja. Í mínum huga
var amma aldrei gömul því hún
lifði lífinu og naut þess að vera til
fram á síðasta dag. Hún var glæsi-
leg og elskaði að vera fín og gera
fínt á sínu fallega heimili. Á svona
stundu er gott að fara yfir farinn
veg og ylja sér við fallegar og góð-
ar minningar. Nærvera ömmu var
hlý og það var alltaf gott að koma
til hennar og afa á Miðvanginn.
Amma var úrræðagóð og það var
gott að leita til hennar með hin
ýmsu mál og fá frá henni bæði
styrk og hlýju. En skemmtilegast
af öllu var að horfa á handbolta
með ömmu, við þá iðju naut hún
sín í botn og hafði miklar skoðanir
sem gaman var að ræða.
Hryggurinn sem amma gerði
var sá besti og frasarnir hennar í
kringum matarboðin munu aldrei
gleymast. Hún hafði mikinn og
góðan húmor og sagði skemmti-
lega frá.
Amma var alltaf svo stolt af
okkur barnabörnunum og hafði
mikinn áhuga á því sem við vorum
að fást við og hvatti okkur áfram.
Þannig ömmur er gott að eiga og
fyrir það er ég þakklátur.
Takk fyrir allt amma mín, þín
verður sárt saknað en minning-
arnar lifa.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Andri Berg Haraldsson.
Elsku besta amma Birna.
Ég á svo erfitt með að trúa og
skilja að þú sért farin frá okkur.
Ég hef verið að reyna að skrifa
þetta bréf til þín í nokkra daga en
sorgin, söknuðurinn og áfallið er
svo mikið að þetta endar alltaf í
tárum. Að hugsa til þess að ég
muni aldrei hitta þig aftur er svo
óraunverulegt og ég fæ sting í
hjartað við tilhugsunina.
Elsku amma, þú varst alltaf
glæsilegust allra hvar sem þú
komst og geislaðir af fegurð. Ég
hef alltaf sagt að ég vil verða eins
og þú þegar ég verð stór. Þú vildir
aldrei verða gömul og þú varðst
það aldrei. Þú varst alltaf svo flott
og fín. Amma, þú ert einhver
mesti töffari og nagli sem hef
þekkt. Þú kvartaðir aldrei þótt
eitthvað væri að angra þig og
varst svo mikill dugnaðarforkur.
Elsku amma, ég sakna þín svo
mikið. Páskarnir voru svo tómleg-
ir án þín, á páskadag var sætið þitt
tómt og engin til að segja frægu
setningarnar sem þú varst vön að
segja í matarboðum. Matarboð og
hátíðisdagar verða aldrei eins án
þín. Ég mun sakna þess að spjalla
við þig og heyra þig hlæja. Mér
fannst hláturinn þinn alltaf svo
krúttlegur. Þú varst alltaf svo góð
við alla og sýndir öllum áhuga. Þú
varst einstakur gullmoli og ég á
svo margar fallegar minningar um
þig og vináttu okkar.
Elsku amma, takk fyrir að vera
alltaf til staðar og taka á móti mér
með opnum örmum. Takk fyrir
allar yndislegu stundirnar sem við
höfum átt frá því ég fæddist. Takk
fyrir að styðja mig í öllu sem ég
tek mér fyrir hendur. Takk fyrir
alla dagana, kvöldin og næturnar
sem þú passaðir mig og lékst við
mig. Takk fyrir að mæta á hand-
boltaleikina og vera minn helsti
stuðningsmaður. Takk fyrir að
vera alltaf svona stolt af mér og fá
mig til að líða vel. Elsku amma,
takk fyrir allt!
Elsku amma, ég mun halda
áfram að bera nafnið okkar með
stolti eins og ég hef alltaf gert. Það
eru forréttindi að hafa verið skírð í
höfuðið á þér. Ég mun fara vel
með nafnið okkar og halda heiðr-
inum uppi.
Hvíldu í friði, elsku amma og
vinkona. Við lofum að passa upp á
afa.
Sakna þín meira en orð fá lýst.
Birna Berg.
Systkinakveðja
Systir okkar, Birna Berg,
kvaddi snöggt og óvænt miðviku-
daginn fyrir skírdag. Hún var ekki
á förum sjálf, var í óðaönn að
ganga frá eftir málara sem fóru
um stofurnar hennar og að und-
irbúa hátíðina með matarboðum
og samveru fjölskyldunnar. Það
var hennar aðal.
Svo fór hjá foreldrum okkar
þegar þau loks fengu litla íbúð að
Birna varð eftir á heimili móður-
foreldra sinna, Elínar Björnsdótt-
ur og Bergmundar Arnbjörnsson-
ar, og þar átti hún gott atlæti
síðan. Sælustu minningar hennar
úr æsku voru þær stundir þegar
afi sat á rúmi hennar og las fyrir
„litlu drottninguna“ fyrir svefninn
og þau héldust í hendur. Friður,
ró og kærleikur. Það var gott
veganesti út í lífið. Með þeim í
heimili var líka móðurbróðir henn-
ar, Björn Bergmundsson, og á
hann leit Birna sem fóstra sinn og
börn hennar síðar sem afa. Síðast
bjó fjölskyldan í Nýborg og þar
byrjaði Birna líka að búa þegar
Dóri kom til sögunnar og börnin
fæddust.
Það var ekki langt á milli heim-
ilis okkar í Borgarhól og Birnu í
Nýborg, og enn styttra í andan-
um. Samgangur var mikill. Enda
fór svo, þegar Birna komst til full-
orðinsára, að allt varð þá eins og
hún hefði alltaf verið með okkur.
Samheldnin var mikil og hún jókst
með árunum. Leið varla sá dagur
að eitthvert systkinið hringdi ekki
eða liti inn. Þær systur urðu nánar
og ávallt fjör í þeirra hópi.
Birna varð strax á unglingsár-
um fríð og myndarleg svo að eftir
var tekið, bar sig vel, klæddi sig
vel og hún eltist líka vel og bar
aldurinn með sóma. Hún var
ákaflega dugleg og kappsöm,
ósérhlífin, með fastar skoðanir á
öllu, forvitin um fólk og fróðleiks-
fús en nokkuð sérvitur svo að
hlátur og skemmtun vakti. Það
var margt með gömlu sniði í Ný-
borg og Birna bar þess nokkur
merki að okkur fannst. En sjálf
var hún oftast brosandi og hlát-
urmild, sá jafnan hið spaugilega í
tilverunni og líka hjá sjálfri sér.
Þau Birna og Dóri byggðu sér
fallegt hús austur á Búastaða-
braut 16 í Eyjum, lögðu hart að
sér, söfnuðu og spöruðu og unnu
sjálf mikið við bygginguna og
innréttingu. Það var fullgert og
frágengið þegar eldurinn braust
út í Helgafellsöxl og þeirra hús
fór fljótt undir ösku og hraun.
Það var þeim sárt að sjá alla fyr-
irhöfnina verða að engu á einni
nóttu. En þau lögðu ekki árar í
bát, af sama dugnaði eignuðust
þau íbúð í Hafnarfirði og greiddu
niður allar skuldir á undra-
skömmum tíma.
Það var gaman að koma til
Birnu og Dóra, allt var þar fægt
og strokið og hvergi örðu eða fis
að sjá. Ekkert fannst henni
skemmtilegra en að fá gesti og
helst matargesti og margt var
spjallað undir borðum. Hún var
vinamörg og bóngóð.
Birna var mikill áhugamaður
um íþróttir, var sjálf handbolta-
stjarna sem unglingur en hafði
annars áhuga á öllum greinum
íþrótta.
Við þessi vegamót sjáum við
systkinin á bak okkar elstu systur
sem var forustumaður í okkar
hópi, viljasterk, hjálpsöm þegar á
reyndi og ávallt með faðminn op-
inn þegar til hennar var leitað,
gleðigjafi, mater familias.
Elínborg, Aðalbjörg, Helgi,
Jón, Þuríður og Elín Helga.
Mínir vinir fara fjöld,
feigðin þessa heimtar köld.
Ég kem á eftir, kanske í kvöld,
með klofinn hjálm og rofinn skjöld,
brynju slitna, sundrað sverð og synda-
gjöld.
(Bólu-Hjálmar)
Hver er ég, hvaðan kem ég,
hvert fer ég? Þetta eru hinar
óræðu spurningar lífsins, sem við
leiðum ekki hugann að, nema á
þeim stundum þegar dauðinn
knýr dyra.
Það var áfall þegar Dóri
hringdi, árla morguns 1. apríl, til
að tilkynna okkur að Birna, eig-
inkona hans, væri látin.
Maður vissi að Birna gekk
ekki heil til skógar, en hún lét það
ekki hafa letjandi áhrif á sig, en
að kallið kæmi svona fljótt var
nokkuð sem enginn sá fyrir.
Birna var alltaf svo jákvæð og
skemmtileg og allaf tilbúin að
gera eitthvað skemmtilegt.
Við hjónin höfum verið í vina-
sambandi við Birnu og Dóra í
sextíu ár og ferðast saman, ótal
ferðir, bæði innanlands og er-
lendis, fyrir utan öll spilakvöldin
sem við höfum átt saman.
Nú er þeim kafla lokið og þá er
bara að þakka Birnu fyrir það
sem hún gaf okkur öll þessi ár og
biðja guð að blessa minningu
hennar, um leið og við biðjum guð
að styrkja Dóra, börnin þeirra og
fjölskylduna í sorginni.
Helga og Jón Berg.
Birna Berg
Bernódusdóttir
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2021
- Fleiri minningargreinar
um Margréti Jónu Ísleifs-
dóttur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Mikill er minn heiður að hafa
eignast Möggu að tengdamóður og
gæfa að hafa þekkt hana í 45 ár.
Mannkostir hennar voru ótvíræðir,
hún var mikil fyrirmynd. Litla ljós-
ið varð að leiðarljósi afkomenda
sinna. Rósemi, æðruleysi og góðvild
voru henni í blóð borin. Hún vildi
öllum vel og hún var einkar væn við
þá sem minna máttu sín. Magga
gat verið föst fyrir og hún hafði
skoðanir á mönnum og málefnum.
Fyrir allar kosningar kom í ljós að
undir niðri var hún pólitískari en
menn gerðu sér grein fyrir. Aldrei
reyndi hún þó að troða skoðunum
sínum upp á aðra og þegar mikið
bjátaði á í þjóðlífinu slökkti hún á
fréttunum og las þess í stað ljóð eða
hlustaði á góða tónlist.
Það verður breyting að hafa ekki
lengur hlutverki að gegna á Hvols-
veginum, geta ekki gert lítið viðvik
og fengið fullan faðm af þakklæti
fyrir. Á kveðjustundinni er hjarta
mitt barmafullt af ást og þakklæti
fyrir allar okkar góðu samveru-
stundir í lífinu.
Guð blessi minningu tengdamóð-
ur minnar.
Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir.
Þegar kona eins og Margrét fell-
ur frá breytist heimsmynd okkar
og það ristir í rætur. Amma náði
þessum háa aldri og var mikill
áhrifavaldur í lífi okkar. Hún var
máttarstólpi, náttúruafl og stað-
festa. Amma var vel gefin og fékk
hún ein fárra úr Fljótshlíðinni að
fara í framhaldsnám í Flensborg-
arskóla. Hún var svo ráðin sem
kennari að Múlakoti. Amma var
með milt fas og framkomu, járnvilja
og mýkt, með stórkostlegt minni
sem hún viðhélt með því að læra ut-
anbókar ljóð og sálma. Að vaxa úr
grasi við hennar hlið er að vaxa í
skjóli eikartrés. Þarna var skjól,
styrkur, viska og traust. Síðastliðin
ár þegar við horfðum á þessar fín-
legu hendur og horfðum í hennar
sindrandi augu, ræddum heimsins
mál eins og jafnaldrar þá var eins
og maður væri með samband við
heiminn að handan. Hvernig gat
það verið að hún sæti þarna og
segði frá reynslu sinni af því að
ganga um í sauðskinnsskóm? Þurfa
að ganga út í myrkrið út í kamar,
þurfa að deila rúmi alla sína
bernsku o.fl. Deildi með okkur
komu rafmagnsins, útvarpsins,
þegar hún fékk vinnu í Kaupfélag-
inu, afgreiddi beint yfir borð. Þegar
frægi söngvarinn kom í búðina.
Böllin í Fljótshlíðinni. Þegar hún
hitti afa í fyrsta skiptið. Þegar hún
rifjaði upp sín heilögu bernskujól,
margra mánaða undirbúningur að
baki. Þegar amma fór að búa með
afa saknaði hún margs úr Fljóts-
hlíðinni og fór að setja niður tré og
laða til sín fugla enda alin upp í gró-
inni hlíð. Í dag er hús hennar í
miðjum skógi með dýrlegum fugla-
söng. Fuglarnir hennar sitja nú við
þakskeggið blessaðir og bíða eftir
henni og ætinu. Amma hefði gjarn-
an viljað verða hjúkrunarkona eða
leikkona, m.a. lék hún á sviði á
skemmtunum kvenfélagsins,
árshátíðum og þorrablótum. Amma
var þjónustulipur og þá sérstaklega
við afa. Enda kallaði hann bara á
hana og hún kom hlaupandi. Þeim
var strítt á þessu en héldu sínum
háttum. Ekki er lengra síðan en í
fyrra að amma stoppaði í gat á
peysu meðan drukkið var kaffi og
færði okkur nýheklað rúmteppi.
Elsta barnabarnið hefur aldrei
haldið jól öðruvísi né varla páska en
að fara á Hvolsvöll og komið út
betri manneskja úr hverri ferð. Það
var mikil breyting að sjá ömmu
leggjast inn á Dvalarheimili í hvíld-
arinnlögn í febrúar, sjá hana missa
líkamlegan mátt og þurfa að gefa
eftir sjálfstæðið. Hennar andlegi
styrkur gaf sig ekki, þetta verður
betra á morgun sagði hún. Á
sunnudögum var dregið spil, spáð
fyrir um komandi vikur og stefnt á
að hlusta saman á páskadagsmess-
una heima hjá henni. Hún dró
hjartagosann nýlega, vænta má að
afi Pálmi sé nú í móttöku. Þau
bjuggu í sama húsinu á sama blett-
inum alla sína samvöxnu ævi og
unnu á sama vinnustaðnum. Merki-
legt að svona fullorðin kona geti
haft svona stórt hlutverk í lífi okkar
svo margra. Fækkar ekki hlutverk-
unum eftir því sem árin líða? Efa-
laust, en einhvern veginn var amma
ekkert minna mikilvæg. Hún var
trúnaðarvinur og við mátum mann-
eskjuna sem hún hafði að bera mik-
ils. Margt sagði hún okkur sem hef-
ur tekið ævina að skilja.
Börn Guðríðar,
Hrefna og Pálmi
Guðmundsbörn.
Amma Magga hefur kvatt okkur
en hún hefur í raun ekki yfirgefið
okkur. Hún mun lifa með okkur
áfram og við munum njóta þess
leiðarljóss sem hún lagði í okkar
hendur. Hún lifði fallega og lagði
ávallt gott til. Hún er ein af þeim
manneskjum sem hefur haft djúp-
stæð áhrif á mitt líf og sömu sögu
munu allir afkomendur hennar
segja.
Það var ekki með hávaða sem
hún beitti áhrifum sínum, það var
miklu frekar með því fordæmi sem
hún sýndi, með gjörðum sínum og
framkomu. Hún bjó yfir einstakri
tilfinningagreind, visku, skynsemi,
kímnigáfu, jákvæðni og dugnaði.
Hún var ákveðin hún amma þótt
ekki hafi farið mikið fyrir því, hún
þurfti ekki að hækka róminn. Hún
hitti einfaldlega alltaf naglann á
höfuðið og það var ekki í löngu máli.
Yfirleitt þurfti ekki nema eina setn-
ingu og þar við sat. Fólk var ein-
faldlega slegið út af laginu og það sá
að sér undir eins. Oftast var þetta
gert í gamansömum og jákvæðum
tón og yfirleitt fylgdi smitandi hlát-
ur í kjölfarið og fallegt bros. Hún
var alltaf svo fljót að lesa stöðuna
og skilja heildarmyndina. Hún sá í
gegnum allt kjaftæði og gaf sér
engan tíma fyrir slíkt. Það var til
einskis að þræta við hana enda
hafði hún einfaldlega alltaf rétt fyr-
ir sér. Ég varð aldrei vitni að því að
nokkrum hafi svo mikið sem dottið í
hug að feta út á þá braut að gera til-
raun til að rengja það sem hún
sagði.
Það var alltaf einstaklega nota-
legt að koma í heimsókn til afa og
ömmu á Hvolsvöll. Þau voru ein af
þeim allra fyrstu sem settust að og
byggðu sér hús á Hvolsvelli og af
því voru þau stolt. Ömmu leið
hvergi betur en heima á Hvolsvelli.
Henni þótti vænt um samfélagið og
fólkið sem þar bjó. Hún var mikil
félagsmálakona og þótti fátt
skemmtilegra en að hitta fólkið í
þorpinu þegar eitthvað stóð til. Hún
var trygg og ávallt með það á
hreinu að ef eitthvað fengist ekki í
Kaupfélaginu á Hvolsvelli þá þyrfti
hún það ekki. Hún hugsaði vel um
fólkið sem var í kringum hana. Hún
kenndi okkur líka snemma að bera
virðingu fyrir umhverfinu, nátt-
úrunni og landinu okkar.
Þegar maður kom í heimsókn á
Hvolsveg 19 færðist umsvifalaust
ró yfir mann. Það var eins og klukk-
an tifaði hægar en annars staðar.
Maður fékk áminningu um það
hvað skiptir máli í lífinu, fékk nýja
sýn, annað sjónarhorn á hlutina.
Amma gagnrýndi ekki, hún kvart-
aði ekki og setti aldrei út á nokkurn
hlut en hún sagði oft eitthvað sem
fékk mann til þess að hugsa hlutina
upp á nýtt og sjá þá í réttu sam-
hengi.
Aldrei sló amma slöku við og að
öllu jöfnu voru ýmist pönnukökur
eða nýbakaðir kanilsnúðar í boði
sem ávallt var tilhlökkunarefni þeg-
ar hugað var að Hvolsvallarferð.
Heimsóknir æskuáranna voru sér-
lega minnisstæðar og oft á tíðum
sveipaðar ævintýraljóma. Oft
dvaldi maður lengi á Hvolsvelli og
hvergi þótti manni skemmtilegra
að vera.
Allt fram á síðasta dag var hug-
urinn svo skýr og sterkur. Við
þökkum forsjóninni þá miklu gæfu
að hafa átt slíka manneskju í okkar
lífi sem hefur gefið okkur svo margt
öll þessi ár.
Sturlaugur Haraldsson.