Morgunblaðið - 09.04.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.04.2021, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2021 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Ath. Grímuskylda er á uppboðum Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Krummahólar 8, Reykjavík, fnr. 204-9600 , þingl. eig. Edda Hilmars- dóttir, gerðarbeiðendur Krummahólar 8,húsfélag og ÍL-sjóður, þriðjudaginn 13. apríl nk. kl. 10:30. Æsufell 4, Reykjavík, fnr. 205-1677 , þingl. eig. Guðbjörn Þorsteins- son, gerðarbeiðandi Skatturinn, þriðjudaginn 13. apríl nk. kl. 11:30. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 8. apríl 2021 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Ath. Grímuskylda er á uppboðum. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Lindargata 2C, Fjallabyggð, fnr. 213-0708 , þingl. eig. Sigmar Bech Randýjarson, gerðarbeiðendur Fjallabyggð og Vörður tryggingar hf. og Arion banki hf., fimmtudaginn 15. apríl nk. kl. 11:00. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 8. apríl 2021 Tilkynningar Kjósarhreppur auglýsir skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsing á tillögu að breytingu á aðal- skipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 Sveitarstjórn Kjósarhrepps samþykkti á fundi sínum 7. apríl 2021 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Kjósar- hrepps 2017-2029, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst að breyta landnotkun á hluta landbúnaðar- svæðis í landi Eyrarkots, í verslunar- og þjónustusvæði, frístundabyggð og íbúðarbyggð. Enn fremur að auka við skilgreiningu opins svæðis (OP6). Eyrarkot afmarkast af Eyri sunnan- og austanverðu, Útskála- hamri að vestanverðu og Hvalfjarðareyri að norðanverðu. Land hallar nokkuð á móti norðri og niður að sjó. Skipulagstillagan mun liggja frammi hjá Skipulagsstofnun og verður til sýnis í anddyri hreppsskrifstofu Kjósarhrepps í Ásgarði frá og með fimmtudeginum 8. apríl 2021 til og með 31. maí 2021 og verður auk þess aðgengileg á heimasíðu Kjósarhrepps, kjos.is. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn frestur til mánudagsins 31. maí nk. til að gera athugasemdir við skipulagstillöguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Kjósarhrepps að Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti á netfangið skipulag@kjos.is Kjósarhreppur 8.4. 2021 Skipulagsfulltrúi Kjósarhrepps Félagsstarf eldri borgara Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Stólajóga með Hönnu kl. 10. Opin vinnustofa kl. 9-15. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.30-17:15. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411-2600. Boðinn Föstudagur: Línudans kl. 15:00, munið sóttvarnir. Heitt á könnunni alla daga í Boðanum. Garðabæ Jónshús opið skráning í Jónshúsi. Hópstarf og viðburðir falla niður, heitt á könnunni. Munið sóttvarnir, tveggja metra regluna og grímuskyldu. Hægt að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Handavinna - opin vinnustofa 9:00-16:00. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Bíósýning ,,The Queen" kl. 13:15 Vesturgata 7 Þorrasel Sungið við flygilinn með Gylfa Gunnars klukkan 13:00 , Kaffisala á eftir. Muna að huga vel að sóttvörnum. Skrá þarf nafn og kennitölu við komu. Nú "%%u# þú það sem þú !ei$a# að á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA Færir þér fréttirnar mbl.is Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald Hreinsa þakrennur Laga ryðbletti á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com ✝ Ferdinand Al- freðsson fædd- ist 17. september 1937 í Hamborg í Þýskalandi. Hann lést á Landspít- alanum 28. mars 2021. Foreldrar hans voru Helga Einarsdóttir hús- móðir, f. 4.8. 1897 á Fremra-Hálsi, Kjós- arhreppi, d. 4.12. 1968, og Alfreð Ferdinandsson Münch yfirmatreiðslumaður, f. 17.6. 1899 í Hamborg, d. 2.12. 1973. Systkini Ferdinands voru Inga María, f. 1923, d. 2014, Sigrid Agnes, f. 1927, d. 2000, og Viktor Einar, f. 1929, d. 2018. Ferdinand kvæntist 26. sept- ember 1964 Guðrúnu Frímanns- dóttur píanókennara, f. 15. jan- úar 1943, d. 18. apríl 1998. Börn þeirra eru: 1) Frímann Ari íþróttafræðingur, f. 22.2. 1967, kvæntur Ingibjörgu Ragn- arsdóttur, f. 10.1. 1973, sonur hennar og stjúpsonur Frímanns er Ragnar Raul, f. 29.12. 1993, dætur Frímanns af fyrra hjóna- bandi eru Guðrún Ósk, f. 6.1. 1998 og Hanna Björk, f. 6.3. 2002; 2) Helga Margrét bókmennta- fræðingur, f. 14.8. 1969, gift Sig- urjóni Halldórssyni, f. 7.7. 1963, börn þeirra eru Sólrún, f. 26.7. 2006 og Vésteinn, 8.10. 2008; 3) Kristinn Alfreð ferðamálafræð- ingur, f. 20.9. 1978, unnusta Arn- dís Anna Reynisdóttir, f. 2.12. 1979, börn þeirra eru Alexandra Júlía, f. 28.10. 2008, Emil Henry, f. 23.4. 2012 og Aron Logi, f. 28.6. 2016. Ferdinand lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1959. Hann lauk fyrrihlutanámi í arki- tektúr frá Carolo-Wilhelmina Universität í Braunschweig í Þýskalandi 1963 og lokaprófi í arkitekt- úr frá Universität Fridericiana í Karlsruhe 1968. Að loknu námi starfaði hann hjá Guðmundi Kr. Kristinssyni og Gunnlaugi Halldórs- syni við ýmis sam- eiginleg verkefni þeirra. Frá árinu 1973 rak Ferdinand arkitektastofu í félagi við Guð- mund og áfram eftir hans dag. Ferdinand og Guðmundur hönnuðu saman margar stór- byggingar, m.a. skrifstofuhús Ol- íufélags Íslands við Suðurlands- braut 18, höfuðstöðvar Rafveitu Reykjavíkur við Suðurlandsbraut 34, stjórnstöð Landsvirkjunar við Bústaðaveg, og Breiðholtskirkju, sem hlaut 1. verðlaun í sam- keppni um hönnun kirkjunnar. Ferdinand gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir Arkitekta- félag Íslands, m.a. við útgáfu Arkitektatals. Árið 1972 vann hann sýninguna Íslensk timb- urhús sem sett var upp á Kjar- valsstöðum á Listahátíð í Reykja- vík, og árið 1979 sýningu á vegum Ljóstæknifélagsins og Philips í tilefni af 100 ára afmæli Edison-ljósaperunnar. Ferdinand var formaður SÍBS- deildarinnar á Vífilsstöðum árin 1994-1999 og var um margra ára skeið stjórnarmaður í Ljóstækni- félagi Íslands. Útför Ferdinands fer fram frá Breiðholtskirkju í dag. Athöfnin hefst kl. 11. Streymi á slóðinni: https://youtu.be/4UnzuaVK4J8 Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Vegna samkomutakmarkana verða aðeins nánustu aðstand- endur og vinir viðstaddir. Afi Feddi var alltaf kátur og hló mikið þegar hann kom í heimsókn. Honum fannst gaman að vera í kringum okkur krakkana sem lét okkur líða vel. Afi hefur lengi verið gleyminn, svo lengi sem við mun- um, en það hefur þó aldrei stoppað hann í að vera besti afi í heiminum. Við munum sakna þín elsku afi. Sólrún og Vésteinn. Hugurinn reikar rúm sextíu ár aftur í tímann, en þá byrjuðum við Ferdinand í lærdómsdeildinni í Verzlunarskóla Íslands og urðum sessunautar. Það var ekki fyrr en þá sem við kynntumst vel, en fram að því tilheyrðum við ekki sömu „klíkunni“ í verslunardeildinni, sem voru fyrstu fjögur árin í Verzlunarskólanum. Við útskrifuðumst sem stúdent- ar í júní 1959 og vorum aðeins 26 samstúdentar. Lærdómsdeildin var svo fámenn að samstaða var góð, en hún var aðeins í tvö ár, og fór hvert okkar sína leið eftir stúd- entspróf, bæði í vinnu og nám. Ferdinand var listfengur og stundaði myndlistarnám eftir stúdentspróf samhliða starfi í Vesturbæjarapóteki. Hann hafði mikla unun af að mála og málaði alla ævi. Af praktískum ástæðum fór hann í arkitektanám 1960, fyrst í Braunschweig og síðar í Karlsruhe. Hann kvæntist Guð- rúnu Frímannsdóttur 1964. Eftir námslok 1968 byrjaði Ferdinand að vinna hálfan daginn á arkitektastofu Guðmundar Kr. Kristinssonar, sem var kvæntur systur Ferdinands. Hinn helming dagsins vann Ferdinand á arki- tektastofu Gunnlaugs Halldórs- sonar. Þetta starfsfyrirkomulag stóð í nokkur ár. Ferdinand og Guðmundur Kr. stofnuðu síðan arkitektastofu saman árið 1973 og ráku hana til starfsloka. Það er þess vert að nefna bygg- ingar, sem þeir teiknuðu, eins og Orkuhúsið, þar sem fyrstu bólu- setningar aldraðra fóru fram í Co- vid-19. Það væri of langt að telja upp öll þau frábæru hús sem þeir teiknuðu, en þó er rétt að geta þess að þeir unnu í samkeppni um teikningu á Breiðholtskirkju, það- an sem útför Ferdinands fer fram. Guðmundur og Ferdinand voru ólíkir, en samt gekk samstarf þeirra mjög vel og árangurinn eft- ir því. Þegar ég byggði mitt hús 1974 og nokkuð mörgum árum síðar sumarhús, þá teiknuðu þeir þau hús fyrir mig. Þá tengdumst við Ferdinand enn traustari böndum. Það varð einnig til þess að Guðrún Frímannsdóttir eiginkona Ferdin- ands varð mér kær og mat ég hana mikils. Guðrún lést úr krabba- meini 1998 aðeins 55 ára gömul. Ferdinand tók andlát hennar nærri sér, en samstaða hans og barna þeirra, Frímanns, Helgu og Kristins, var honum mikil hjálp. Undanfarin tuttugu ár komum við samstúdentarnir saman síð- asta laugardag í mánuði yfir vetr- armánuðina og borðuðum saman. Jafnframt fór hópurinn til Berlín- ar 2009 og síðar til Edinborgar 2012. Þetta hélt hópnum saman. Ferdinand lét sig ekki vanta fyrr en skammtímaminnið hjá honum fór að gefa sig. Hann umbar það af miklu æðruleysi. Þegar ég spurði hann t.d. um klukkan þrjú hvað hann hefði borðað í hádeginu, sagði hann með bros á vör „þú veist að ég man það ekki“. Þrátt fyrir nokkuð góða and- lega heilsu var líkaminn farinn að gefa sig og lést Ferdinand eftir stutta spítalavist. Að leiðarlokum þakka ég Ferd- inand góða vináttu og minnist ég hans með virðingu. Bið honum og ástvinum hans öllum blessunar Guðs. Blessuð sé minning Ferdinands Alfreðssonar. Hafsteinn Hafsteinsson. Ferdinand Alfreðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.