Morgunblaðið - 09.04.2021, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2021
Evrópudeild karla
8-liða úrslit, fyrri leikir:
Arsenal – Slavia Prag ............................. 1:1
- Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leik-
mannahópi Arsenal.
Granada – Manchester United ............... 0:2
Ajax – Roma.............................................. 1:2
Dinamo Zagreb – Villarreal .................... 0:1
Danmörk
Bikarinn, undanúrslit, fyrri leikir:
Midtjylland – SönderjyskE..................... 1:0
- Mikael Anderson var ekki í leikmanna-
hópi Midtjylland.
AGF – Randers......................................... 0:2
- Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn
með AGF.
Rússland
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
Arsenal Tula – CSKA Moskva................ 1:2
- Arnór Sigurðsson lék fyrstu 84 mínút-
urnar með CSKA. Hörður Björgvin Magn-
ússon er frá keppni vegna meiðsla.
Vináttulandsleikir kvenna
Japan – Paragvæ...................................... 7:0
Indland – Hvíta-Rússland ....................... 1:2
Norður-Makedónía – Kósóvó.................. 1:3
Belgía – Noregur...................................... 0:2
Írland – Danmörk..................................... 0:1
4.$--3795.$
Þýskaland
RN Löwen – Nordhorn ....................... 30:26
- Ýmir Örn Gíslason skoraði 1 mark fyrir
Löwen.
Melsungen – Essen .............................. 35:31
- Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki fyr-
ir Melsungen. Guðmundur Þ. Guðmunds-
son er þjálfari liðsins.
Balingen – Göppingen ........................ 30:31
- Oddur Gretarsson skoraði 2 mörk fyrir
Balingen.
- Gunnar Steinn Jónsson gaf eina stoð-
sendingu fyrir Göppingen. Janus Daði
Smárason er frá vegna meiðsla.
Füchse Berlín – Ludwigshafen........... 28:21
Staða efstu liða:
Flensburg 36, RN Löwen 36, Kiel 35,
Magdeburg 34, Göppingen 33, Füchse
Berlín 29, Bergischer 27, Melsungen 25,
Wetzlar 24, Leipzig 23, Lemgo 22.
B-deild:
Rimpar – Gummersbach .................... 28:24
- Elliði Snær Viðarsson lék ekki með
Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðsson
þjálfar liðið.
_ Efstu lið: Hamburg 39, Gummersbach
37, N-Lübbecke 36, Elbflorenz 30.
Meistaradeild karla
16-liða úrslit, seinni leikir:
Meshkov Brest – Motor Zaporozhye.. 30:23
_ Meshkov Brest áfram, 60:55 samanlagt.
Veszprém – Vardar Skopje ................. 39:30
_ Veszprém áfram, 80:57 samanlagt.
París SG – Celje Lasko ........................ 31:23
_ París áfram, 68:47 samanlagt.
Í 8-liða úrslitum mætast:
Nantes – Veszprém
Kiel – París SG
Meshkov Brest – Barcelona
Aalborg – Flensburg
Sviss
Bern – Kadetten .................................. 23:27
- Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten
sem er í öðru sæti deildarinnar, stigi á eftir
Pfadi Winterthur.
%$.62)0-#
Evrópudeildin
Valencia – Baskonia............................ 86:81
- Martin Hermannsson er meiddur og lék
ekki með Valencia sem er í 8. sæti og á
möguleika að komast í úrslitakeppnina.
Meistaradeild Evrópu
Nymburk – Zaragoza.......................... 98:78
- Tryggvi Snær Hlinason var ekki í leik-
mannahópi Zaragoza.
_ Nymburk og Zaragoza urðu efst í L-riðli
og fara í átta liða úrslit ásamt Hapoel Ho-
lon, Pinar Karsiyaka, Tenerife, San Pablo
Burgos, Nishní Novgorod og Strasbourg.
NBA-deildin
Indiana – Minnesota ........................ 141:137
Orlando – Washington ..................... 116:131
Boston – New York ............................ 101:99
Brooklyn – New Orleans ................. 139:111
Atlanta – Memphis ........................... 113:131
Houston – Dallas ................................ 102:93
Oklahoma City – Charlotte.............. 102:113
Denver – San Antonio ........................ 106:96
Phoenix – Utah......................... (frl.) 117:113
Efstu lið í Austurdeild:
Brooklyn 36/16, Philadelphia 35/16, Mil-
waukee 32/18, Charlotte 26/24, Atlanta 27/
25, Miami 26/25, Boston 26/26, New York
25/27, Indiana 23/27, Chicago 21/26.
Efstu lið í Vesturdeild:
Utah 38/13, Phoenix 36/14, Clippers 34/18,
Denver 33/18, LA Lakers 32/19, Portland
30/20, Dallas 28/22, Memphis 26/23.
4"5'*2)0-#
GOLF
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Ólympíumeistarinn Justin Rose er
langefstur að loknum fyrsta keppnis-
degi á Masters-mótinu í golfi. Mótið
er fyrsta risamót ársins hjá körl-
unum og fer ávallt fram á hinum
glæsilega Augusta National-velli.
Flestir höfðu lokið leik á fyrsta
keppnisdegi þegar blaðið fór í prent-
un en Rose skilaði inn skori upp á 65
högg og er á sjö undir pari. Er hann
með fjögurra högga forskot.
Framan af var ekkert sem benti til
þess að Justin Rose myndi eiga sér-
lega góðan hring. Eftir sjö holur var
hann á tveimur höggum yfir pari og
hafði ekki fengið fugl. En þá fór Eng-
lendingurinn að hitna og hitnaði svo
um munaði. Lék hann næstu tíu hol-
ur á níu undir pari. Á sama tíma áttu
flestir fullt í fangi með að ná pörum
en flatirnar á Augusta National eru
harðar eftir blíðviðri í Georgíu að
undanförnu. Alla jafna þarf mikla út-
sjónarsemi til að leika vel á Augusta.
Meðal annars þar sem mikið landslag
er í flötunum og því spurning hvaða
leið kylfingarnir vilja fara inn á flat-
irnar, með tilliti til þess hvar holan er
skorin hverju sinni. Í gær voru inn-
áhögg og pútt sérstaklega snúin þar
sem hraðinn á flötunum er afar mikill
og eru þó bestu kylfingar heims
ýmsu vanir.
Áhugafólk um Masters skyldi forð-
ast að horfa of mikið í Mastersmótið í
fyrra. Allt aðrar aðstæður voru í nóv-
ember og flatirnar mun mýkri. Völl-
urinn var á allan hátt mun auðveldari
í nóvember enda var skorið í mótinu
gott.
Fjögurra högga forskot
Bandaríkjamaðurinn Brian Harm-
an og Japaninn Hideki Matsuyama
eru næstir á eftir Rose á 69 höggum.
Harman er 34 ára og hefur aðeins
einu sinni verið líklegur til afreka á
risamóti en hann hafnaði í 2. sæti á
Opna bandaríska meistaramótinu ár-
ið 2017. Harman slær með kylfum
fyrir örvhenta sem er athyglisvert
því það hafa þrír sigurvegarar í sögu
Masters gert: Phil Mickelson, Mike
Weir og Bubba Watson. Matsuyama
hefur á undanförnum árum verið í
hópi bestu kylfinga heims og var um
tíma í öðru sæti heimslistans. Hann
hefur ekki verið þekktur fyrir að vera
mjög snjall í púttunum og því spurn-
ing hvernig honum gengur að halda
sér í toppbaráttunni á Augusta. Tals-
verð pressa er á Matsuyama því hann
er mjög þekktur í heimalandinu. Sá
sem þetta skrifar var á Carnoustie á
The Open Championship þegar Har-
aldur Franklín Magnús var á meðal
keppenda. Það fór ekki framhjá
manni þvílíkur her fjölmiðlafólks var
þar mættur frá Japan til að fylgjast
með Matsuyama.
Dustin Johnson sigraði á Masters í
fyrra en þá var mótinu frestað fram í
nóvember. Johnson lék í gær á 74
höggum. Var hann á parinu eftir 17
holur en fékk skramba á síðustu hol-
unni. Johnson er jafnframt efsti kylf-
ingur heimslistans. Brooks Koepka
sem fjórum sinnum hefur sigrað á
risamótum var einnig á 74 en Koepka
er tæpur vegna meiðsla og kom
nokkuð á óvart að hann skyldi vera
með.
Í Morgunblaðinu og á mbl.is hefur
á síðustu árum verið vakin athygli á
vasklegri framgöngu Þjóðverjans
Bernhards Langer sem ekki hefur
látið sig muna um að komast í gegn-
um niðurskurð keppenda á sjötugs-
aldri. Langer er 63 ára og lék á 74
höggum í gær. Fór hann illa að ráði
sínu á lokaholunum því hann var á
parinu eftir sextán holur en fékk
skolla á síðustu tveimur. Langer hef-
ur komist í gegnum niðurskurðinn
síðustu þrjú ár og er sá elsti til að ná
því á Masters. Í fyrra hafnaði hann
ofar en hinn högglangi Bryson DeC-
hambeau og vakti það töluverða at-
hygli. Það gæti þess vegna gerst aft-
ur en Dechambeau var á fjórum yfir
pari eftir 16 holur þegar blaðið fór í
prentun. Langer sigraði á Masters
1985 og 1993.
Rose í bana-
stuði á fyrsta
keppnisdegi
- Lék tíu holu kafla á níu höggum
undir pari þrátt fyrir erfiðar aðstæður
AFP
Glaðbeittur Justin Rose leyfði sér að brosa á Augusta í gær.
Valencia, lið Martins Hermanns-
sonar, á enn von um að komast í 8-
liða úrslit Euroleague, sterkustu fé-
lagsliðakeppninnar í Evrópu. Val-
encia lék sinn síðasta leik í riðla-
keppninni í gærkvöldi og vann
Baskonia 86:81 á heimavelli. Val-
encia er þar með komið upp í 8. sæti
með 38 stig.
Zenit frá St. Petersburg er
tveimur stigum á eftir Valencia en
á tvo leiki eftir.
Martin lék ekki með og er ekki
orðinn leikfær eftir meiðsli en er
nýbyrjaður að æfa aftur með liðinu.
Nauðsynlegur
sigur Valencia
Morgunblaðið/Hari
Meiddur Martin er ekki leikfær en
gæti orðið það innan skamms.
Handknattleiksmaðurinn Þórður
Tandri Ágústsson mun ganga til
liðs við Stjörnuna í Garðabæ að
loknu yfirstandandi keppnis-
tímabili. Kemur hann frá uppeldis-
félagi sínu Þór á Akureyri. Þórður
Tandri er 21 árs gamall og hefur
skorað 32 mörk í 12 leikjum fyrir
Þór í Olísdeildinni á tímabilinu en
hann er þriðji markahæsti leik-
maður liðsins í vetur og sá sem hef-
ur verið næstoftast rekinn af velli.
Auk þess að vera línumaður er
Þórður Tandri einnig sterkur varn-
armaður.
Þórður á leið
í Garðabæinn
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Skorar Þórður Tandri Ágústsson í
leik með Þór gegn Fram í vetur.
Ensku liðin Manchester United og
Arsenal eru í misgóðum málum eftir
fyrri leikina í átta liða úrslitum Evr-
ópudeildarinnar í fótbolta í gær.
United er í öllu betri málum eftir
2:0-sigur á Granada frá Spáni á úti-
velli. United hefur oft spilað betur,
en bitlaust Granada-lið gat ekki
nýtt sér það nægilega vel. Að lokum
nægðu mörk frá Marcus Rashford
og Bruno Fernandes, en David de
Gea hafði ekki mikið að gera í marki
United þrátt fyrir nokkrar álitlegar
sóknir hjá spænska liðinu. Markið
hjá Fernandes kom á lokamínútunni
úr vítaspyrnu og gæti reynst mikil-
vægt fyrir Manchester-liðið. United
vann keppnina árið 2017 og er
sigurstranglegt í ár.
Erfitt ferðalag til Tékklands
Það komu einnig mörk seint í leik
Arsenal og Slavia Prag á Emirates-
vellinum í London. Nicolas Pépé
virtist vera að tryggja Arsenal sig-
urinn með marki á 86. mínútu en
Slavia Prag, sem hefur þegar slegið
út Leicester, jafnaði á þriðju mínútu
uppbótartímans með marki frá
Tomás Holes og þar við sat. Slavia
Prag er enn ósigrað á heimavelli á
leiktíðinni, bæði í deild og í Evrópu-
keppni, og verður verkefnið í höfuð-
borg Tékklands verðugt fyrir Ars-
enal.
Roma gerði góða ferð til Amst-
erdam og vann Ajax, 2:1. Davy Kla-
assen kom Ajax yfir á 39. mínútu
með eina marki fyrri hálfleiks. Lo-
renzo Pellegrini jafnaði á 57. mínútu
og Roger Ibanez tryggði ítalska lið-
inu sigurinn á 87. mínútu.
Þá er Villarreal í fínum málum
eftir 1:0-útisigur á Dinamo Zagreb.
Gerard Moreno skoraði sigurmarkið
úr víti á 44. mínútu en Zagreb sló
Tottenham eftirminnilega úr leik í
síðustu umferð.
AFP
Markaskorararnir Bruno Fernandes og Marcus Rashford fallast í faðma á
Spáni í gærkvöld en þeir skoruðu báðir fyrir Manchester United.
Mörk í lokin gætu
skipt sköpum
- United í betri málum en Arsenal