Morgunblaðið - 09.04.2021, Síða 28

Morgunblaðið - 09.04.2021, Síða 28
Forn umgjörð Nokkur verka Erlu á sýningunni í grafhvelfingunni. Sýning á verkum eftir Erlu Haralds- dóttur myndlistarkonu hefur verið sett upp í grafhvelfingu dómkirkj- unnar í Lundi í Svíþjóð. Er þetta í annað sinn sem Erlu er boðið að sýna þar, en fyrst var sett upp sýn- ing á verkum hennar þar árið 2017. Grafhvelfingin er að stofni til frá 10. öld og að sögn Erlu er um glæsilegt rými að ræða og mikill heiður að fá að sýna þar. Heiti sýningarinnar er Övergång- ar eða Umbreyting og eru á henni tólf ný málverk og þrjú mósaíkverk sem öll hafa með sýn listakonunnar á upprisuna að gera. Í tengslum við sýninguna hefur sænska bóka- forlagið Arvinius & Orfeus gefið út bók með verkunum og textum eftir Lenu Sjöstrand og Craniv Boyd. Í kynningu frá stofnuninni sem heldur utan um sýningar í hvelfing- unni segir að í verkunum vinni Erla út frá og kanni tákn úr Biblíunni og vestrænni myndlistarsögu. Meðal tákna sem fyrir koma eru pálmalauf, granatepli, dúfan, lambið, engla- vængir sem og sár Krists. Þessi tákn sem verða Erlu að efnivið megi finna bæði í myndlýsingum handrita mið- alda sem og í verkum annarra sam- tímalistamanna. Þá vinnur Erla út frá grafhvelf- ingunni sjálfri, sem leynilegum og helgum undirheimi þar sem mörg söguleg lög megi sjá í arkitekt- úrnum; súlurnar vísi þannig í skóga og bogaform veggjanna í form pálmablaðanna. Þannig tengir Erla verkin við umhverfi þeirra, tákn og sögu staðarins. Erla sýnir í graf- hvelfingu í Lundi Tákn Í málverkunum tengir Erla samtímann við klassísk tákn. - Ný verk með táknrænar vísanir 28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2021 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. H in ungverska Magda Szabó (1917-2007) var fjölhæfur rithöfundur sem sendi á löngum ferli frá sér ljóð, leikrit, greinasöfn og skáldsögur en Dyrnar, sem kom út árið 1987, er hennar þekktasta verk. Og mun líka vera sú ungverska sam- tímaskáldsaga sem hefur fengið hvað mesta dreifingu en hún hefur smám saman birst í fleiri þýð- ingum úti um heimsbyggðina og alls staðar hlotið verð- skuldað lof og ýmsar viður- kenningar. Framúrskarandi vel stíluð þýðing Guðrúnar Hannesdóttur hlaut á dögunum Íslensku þýðingar- verðlaunin. Í Dyrunum er dregin upp eftir- minnileg mynd af margbrotinni per- sónu, hinni einstöku Emerönsu. Fyrstupersónufrásögnin er sögð af rithöfundi, konu sem ræður einstæð- inginn sístarfandi Emerönsu sem húshjálp – starf sem hún sinnir sam- hliða húsvörslu í nágrenninu – og í byrjun sögunnar er Emeransa látin og höfundurinn kveðst verða að leysa frá skjóðunni: „Það var ég sem drap Emerönsu. Sú staðreynd að ég hélt að ég væri að koma henni til hjálpar en ekki tortíma henni breyt- ir engu þar um.“ (11) Og þar með flæðir vel byggð sagan af stað, saga sem segir af afar stormasömu sam- bandi höfundarins og húshjálp- arinnar sjálfstæðu, samtímis því að myndin af Emerönsu og sögu henn- ar verður smám saman skýrari. Rithöfundurinn og Emeransa hittast fyrst þegar höfundurinn og fræðimaðurinn eiginmaður hennar (þau hjón þykja byggð á Szabó sjálfri og eiginmanni hennar) flytja í nýja íbúð og leita sér að húshjálp. Þeim er bent á Emerönsu, sem er þá þegar lýst sem þögulli gamalli konu sem er ætíð með höfuðklút – sem verður eins og tákn fyrir þá hulu sem liggur yfir lífi hennar og kjarna persónuleikans. Emeransa verður fljótlega að ómissandi þætti lífs hjónanna en árekstrarnir eru æði harkalegir og afstaða hjóna og hús- hjálpar til allra þátta lífsins mjög mismunandi. Emeransa er nær ólæs og fyrirlítur það föndur sem hún álítur starf vinnuveitenda sinna vera – þegar árin líða og höfundurinn tek- ur að öðlast vinsælir og hlýtur eftir- sótt verðlaun breytist afstaða Eme- rönsu lítið. Þrátt fyrir harkaleg átök kvennanna tekur höfundurinn að líta á sig sem besta vin gömlu konunnar en sú gamla gætir þess þó að hleypa engum nærri sér; og alls engum inn á heimili sitt öðrum en hundi hjónanna sem lítur þó á Emerönsu sem húsbónda sinn. Lokað heimilið er eins konar varnarvirki sem hún hefur komið sér upp eftir hræðilega og erfiða lífsreynslu sem rithöfund- urinn fær smám saman innsýn í og þar kemur saga Ungverjalands á tuttugustu öld með athyglisverðum hætti inn í frásögnina, þátttaka í heimsstyrjöldum og meðferð gyð- inga í landinu á þeirri seinni. Dyrnar er listavel byggð og hríf- andi saga, þar sem myndin af aðal- persónunni skýrist smám saman og lesandinn öðlast skilning á því hvað hefur mótað Emerönsu og gert að þeirri vægast sagt óvenjulegu konu sem hún er. Alls kyns vísunum og táknum er vel beitt, og þar eru dyr fyrir miðju, opnar eða lokaðar, þar sem er hulið sjónum eða opinberað. Eins og fyrr segir fékk Guðrún Hannesdóttir Íslensku þýðingar- verðlaunin fyrir vel unnið verk. Hún þýddi ekki úr frummálinu heldur ensku, með hliðsjón af fleiri þýð- ingum. Textinn er lipur og skilar vel kjarna þessarar merkilegu skáld- sögu sem fjallar með áhrifaríkum hætti um mannlegt eðli og þau áhrif sem djöfulskapur styrjalda og hrylli- leg áföll geta haft á fólk. Höfundurinn Þessi þekktasta saga Szabó hefur fengið verðskuldað lof og viðurkenningar víða um lönd en hún hefur verið þýdd á tugi tungumála. Hryllingur sem leynist bak við lokaðar dyr Skáldsaga Dyrnar bbbbb Eftir Magda Szabó. Guðrún Hannesdóttir íslenskaði og ritar inngang. Dimma, 2020. Kilja, 298 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Þýsk-franska sjónvarpsstöðin ARTE hefur keypt sýningarréttinn að þáttaröðinni Jarðarförin mín sem sýnd var í Sjónvarpi Símans í fyrra. „Við erum himinlifandi yfir að vinna með hinni öflugu ARTE sem er metnaðarfull sjónvarpsstöð sem einbeitir sér að hágæða menningar- tengdu efni og hentar þetta þátta- röðinni fullkomlega,“ er haft eftir Jan Bennemann, framkvæmda- stjóra hjá Dynamic Television sem sér um erlenda dreifingu á röðinni, í tilkynningu. Hörður Rúnarsson hjá fyrir- tækinu Glassriver sem framleiddi þættina segir ARTE með stærstu sjónvarpsstöðvum Frakklands og Þýskalands og þekkta fyrir að leggja áherslu á gæðaefni og efni sem hristi upp í fólki. „Það vita allir hvað ARTE stendur fyrir og við hjá Glassriver erum stolt af því að Jarðarförin mín verði hluti af dag- skrá stöðvarinnar í Þýskalandi og Frakklandi. Við erum sannfærð um að bráðskemmtilegt þema seríunn- ar slái í gegn hjá áhorfendum í þess- um löndum,“ er haft eftir Herði. Hugmyndina að þáttunum átti Jón Gunnar Geirdal, Kristófer Dig- nus leikstýrði þeim og handrit skrif- aði hann með Jóni Gunnari, Heklu Elísabetu Aðalsteinsdóttur, Bald- vini Z, Sólmundi Hólm og Ragnari Eyþórssyni. Í þáttunum fer Þór- hallur Sigurðsson, Laddi, með hlut- verk lífsþreytts manns sem fer að undirbúa jarðarförina sína eftir að hafa greinst með ólæknandi heila- æxli sama dag og hann fer á eftir- laun. ARTE mun sýna Jarðarförina mína Dauðvona Laddi í hlutverki dauðvona manns í Jarðarförinni minni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.