Morgunblaðið - 13.04.2021, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2021
Í baráttu við COVID-19
býður Donnamaska, grímur
og andlitshlífar sem eru
gæða vara frá DACH og
notuð um allan heim.
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Öryggið í fyrirrúmi fyrir lærða sem leika
Sími 555 3100 www.donna.is
Type II 3ja laga
medical andlitsgríma
FFP3 Respirator Comfort
andlitsgríma með ventli
FFP3 High-Risk
andlitsgríma
Andlitshlíf
móðufrí
C-gríma Pandemic
Respirator andlitsgríma
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Mikil fjölgun hefur orðið í hópi þeirra
sem hafa verið án atvinnu í meira en
eitt ár. Í lok mars voru þeir 6.207 tals-
ins en þeir voru 4.719 í febrúarlok og
til samanburðar voru langtímaat-
vinnulausir, þ.e. þeir sem hafa verið
án atvinnu í meira en tólf mánuði,
2.198 í lok mars í fyrra. Hefur þeim
því fjölgað um 2.418 á einum mánuði
og um 4.009 á milli ára.
Þetta kemur fram í skýrslu Vinnu-
málastofnunar um atvinnuástandið
sem birt var í gær. Almennt atvinnu-
leysi á landinu var 11% í mars og hef-
ur minnkað nokkuð þegar liðið hefur
á árið en það var 11,4% í febrúar og
11,6% í janúar. VMST spáir því nú að
atvinnuleysið minnki töluvert í apríl,
m.a. vegna árstíðarsveiflu og átaks-
verkefna stjórnvalda og verði á bilinu
9,8%-10,2%.
Yfirlit VMST sýnir að rúmlega 21
þúsund einstaklingar voru atvinnu-
lausir í almenna bótakerfinu í mars. Í
minnkaða starfshlutfallinu, hluta-
bótakerfinu, voru 4.186 einstaklingar
í mars eða 1,1% og því voru samanlagt
25.205 atvinnulausir um seinustu
mánaðamót í almenna bótakerfinu og
hlutabótakerfinu sem þýðir að sam-
anlagt atvinnuleysi var 12,1%.
Fækkaði í flestum greinum
„Atvinnulausum fækkaði í flestum
atvinnugreinum í mars 2021 frá mán-
uðinum á undan, mest m.a. í ferða-
tengdri starfsemi eins og gisti- og
veitingaþjónustu svo og í iðnaði,“ seg-
ir í skýrslu VMST.
Atvinnuleysi var mest á Suðurnesj-
um í mars eða 24,6% en þar minnkaði
það úr 25,4% í febrúar.
Alls voru 8.455 erlendir atvinnuleit-
endur án atvinnu í lok mars og fækk-
aði um 216 frá febrúar.
6.207 án vinnu lengur en ár
- Almennt atvinnuleysi á niðurleið og mældist 11% í mars
- VMST spáir 9,8% til 10,2% atvinnuleysi í aprílmánuði
Morgunblaðið/Eggert
Framkvæmdir Atvinnulausum
fækkaði í flestum atvinnugreinum.
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Samtök fyrirtækja í velferðarþjón-
ustu, SFV, sendu frá sér tvær aðal-
fundarályktanir í gær þar sem
stjórnvöld voru gagnrýnd, annars
vegar fyrir að tefja útgáfu skýrslu
starfshóps um rekstrargreiningu
hjúkrunarheimila og hins vegar fyrir
að koma ekki til móts við fyrirtæki í
velferðarþjónustu, sem horfa mörg
hver fram á gjaldþrot í haust ef ekk-
ert verður af aukinni fjárveitingu af
hálfu ríkisins.
Gísli Páll Pálsson, formaður SFV,
segir við Morgunblaðið að hann
verði var við ákveðið andleysi hjá
hinu opinbera. Hann er fulltrúi SFV
í starfshópi heilbrigðisráðuneytisins,
sem skipaður var í ágúst síðastliðn-
um og falið að vinna skýrslu um
greiningu rekstrar hjúkrunarheim-
ila.
Skýrslan forsenda fjárveitingar
Gísli segir að skýrslan hafi verið
tilbúin fyrir um mánuði en að at-
hugasemdir fulltrúa heilbrigðisráðu-
neytisins um lokaútgáfu hennar tefji
birtingu hennar. Aðalfundarályktun
SFV frá í gær felur enda í sér áskor-
un á stjórnvöld um að birta skýrsl-
una tafarlaust. Sem er ekki skrýtið,
þar sem Gísli bendir á að stjórnvöld,
þ.á m. fjármála- og efnahagsráð-
herra og heilbrigðisráðherra, hafi
áður sagt að skýrslan sé forsenda
aukinnar fjárveitingar. Og fjárveit-
inga er sannarlega þörf, eins og Gísli
útskýrir: „Ef það kemur engin
hækkun, vegna þess sem kemur
fram í skýrslunni, og þá er ég að tala
um hækkanir sem eiga að gilda fyrir
2020 og 2021, auk hækkana vegna
breytinganna á styttingu vinnutíma
vaktavinnufólks, þá erum við öll að
fara í þrot bara í haust.“
Þar vísar Gísli Páll til hækkana á
fjárveitingu, sem SFV telur að þurfi,
vegna aukins kostnaðar sem fyrir-
hugaður er vegna breytinga á vinnu-
tímum vaktavinnufólks ásamt upp-
safnaðri hækkunarþörf vegna
viðvarandi hallareksturs fyrri ára.
Sú vinnutímabreyting tekur gildi 1.
maí og því er tíminn naumur.
„Ég er vongóður, samt sem áður,
að menn sjái ljósið þegar skýrslan
liggur fyrir og kostnaðargreiningin
vegna breytinganna á vaktavinnu-
tímunum. Þá held ég að menn sjái
ljósið og við fáum þá peninga sem við
þurfum.“
Stjórnvöld leggja stein í eigin götu
- Tefja útgáfu skýrslu um hjúkrunarheimili en segja að útgáfan sé forsenda aukinnar fjárveitingar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hrafnista 40 hefur verið sagt upp.
Björgunarsveitinni Þorbirni höfðu ekki bor-
ist nein útköll vegna gossins í Geldingadölum
síðdegis í gær. Hjálmar Hallgrímsson, vett-
vangsstjóri hjá lögreglu, sagði við mbl.is síð-
degis í gær að um 2-300 bílar hefðu verið á
svæðinu og enn ætti eftir að bætast í þegar
fólk kláraði vinnu.
Veðrið var enda gott og var fólksflaumur-
inn að gosstöðvunum eftir því. Hjálmar sagði
að björgunarsveitarfólk í Þorbirni gæti því
kastað mæðinni í góða veðrinu og safnað
kröftum eftir annasamar vikur að undan-
förnu.
Þótt verkefni björgunarsveitarinnar hafi
verið fá var samt nóg um að vera á gosstöðv-
unum í gær. Til að mynda sást á vefmyndavél
mbl.is á svæðinu þegar flugvél lenti við gosið.
Flugmaðurinn Arnar Þór Emilsson sagði við
mbl.is að hann hefði verið í sérstöku ljós-
myndaflugi yfir gosinu. Flugvélin var sér-
útbúin fyrir lendingar utan flugvallar og
Arnar sagði svo hættulegt flug útilokað nema
ýtrustu varkárni væri gætt. Haukur Snorra-
son ljósmyndari var með í för og hann segir
flugferðina hafa verið ógleymanlega.
Samkvæmt gögnum sem eldfjalla- og nátt-
úruvárhópur Háskóla Íslands tók saman með
hjálp dróna, má áætla að nýja hraunið í Mera-
dölum sé um 15 metrar að þykkt, þar sem það
er þykkast. Þar sem það er þynnst er það þó
ekki nema um og yfir einum metra að þykkt.
Í Facebook-færslu segir hópurinn að mæling-
arnar gefi grófa mynd af þykkt hraunsins og
gerir vísindafólki kleift að átta sig á eigin-
leikum þess. Nánari yfirborðsmælingar
verða svo gerðar með gögn til hliðsjónar, sem
til voru um svæðið áður en fór að gjósa.
Ljósmyndari Morgunblaðsins tók þessar
myndir af gosstöðvunum í gær úr þyrlu
Norðurflugs.
Morgunblaðið/Eggert
Eldgos Hraunið í Geldingadölum er farið að breiða nokkuð vel úr sér, eins og sjá má á þessum myndum.Eldgos Erfitt er að átta sig á umfangi gossins fyrr en maður ber það eigin augum.
Kjöraðstæður við gosstöðvarnar í gær