Morgunblaðið - 13.04.2021, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2021
✝
Sigurður Jóns-
son fæddist 30.
júní 1946 í Reykja-
vík. Hann lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans 27.
mars 2021. Sig-
urður var sonur
Láru Fjeldsted Há-
konardóttur, f. 12.
mars 1917, d. 21.
ágúst 2013, og Jóns
Páls Sigurðar-
sonar, f. 15. maí 1913, d. 18.
október 1963. Systur Sigurðar
eru: Svanhildur, f. 1936. Maki
Þórður Thors, f. 1928, d. 1999.
Núverandi sambýlismaður Örn
Oddgeirsson, f. 1947; Þórdís, f.
1943. Maki Leifur Gíslason, f.
1938; Sigrún Guðbjörg, f. 1945.
Maki William Gunnarsson, f.
1945; Guðlaug, f. 1951. Fyrri
maki Ásgeir Ebenezersson, f.
1951. Núverandi maki Guð-
mundur Ólafsson, f. 1959; Katr-
Sigurður átti með Sunnu Þór-
arinsdóttur Hilmar Þór, f. 1973,
maki hans er Guðbjörg Guð-
laugsdóttir, f. 1975, og eiga þau
þrjú börn, Emblu Sól, f. 2003,
Emil Breka, f. 2006, og Lenu
Bríeti, f. 2008; með Guðbjörgu
Vernharðsdóttur Gyðu Björg, f.
1989, maki hennar er Birkir
Ólafsson, f. 1991, og eiga þau
þrjú börn, Birtu Láru, f. 2016,
Arngrím Reyni, f. 2017, og
ónefndur drengur fæddur 2.
apríl 2021. Fyrir á Guðbjörg tvo
syni, Ólaf Magnús Ólafsson, f.
1977, og Sigurgrím Unnar Ólafs-
son, f. 1979.
Sigurður ólst upp á Hrísateig
1, Reykjavík. Starfsævi Sigurðar
var fjölbreytt. Hann var vélstjóri
á millilandaskipum í mörg ár og
síðar í verslunarrekstri. Einnig
rak hann framköllunarþjónustu í
mörg ár. Síðustu árin vann hann
hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.
Hann verður jarðsunginn frá
Laugarneskirkju 13. apríl 2021
klukkan 13.
Streymi frá útför:
https://www.skjaskot.is/sigurdur.
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
ín, f. 1955. Fyrri
maki Ólafur Guð-
mundsson, f. 1952,
d. 1986. Núverandi
maki Magnús Ás-
mundsson, f. 1955.
Sigurður kvænt-
ist Finnbjörgu
Konný Hákonar-
dóttur, f. 10 mars
1947, 17. júní 2020
eftir 20 ára sambúð.
Finnbjörg Konný
var gift Ólafi E. Sigurðssyni, f.
1945, hann lést 1995. Þau áttu
Sigurð, f. 1970, maki hans er
Bára Sif Pálsdóttir og eiga þau
þrjú börn; Hákon, f. 1974, maki
hans er Sigríður Harpa Haf-
steinsdóttir og eiga þau þrjú
börn; Lárus, f. 1979, maki hans
er Bjarney Valsdóttir og eiga
þau þrjú börn. Fyrir átti Konný
Helgu Georgsdóttur, f. 1965,
Helga var gift Jóni Þórðarsyni
og eiga þau þrjú börn.
Mig langar að nýta þessa grein
til að þakka pabba þær gjafir sem
hann gaf mér.
Ástin er stærsta gjöfin sem
pabbi gaf mér. Ástina hans ber ég
með mér og það er það dýrmæt-
asta sem maður fær í gjöf frá for-
eldrum sínum. Um leið og hann
greindist varð mér þetta ljóst,
hvað ást hans og kærleikur hefur
mótað líf mitt mikið. Þessa gjöf
sparaði hann ekki, enda vita allir
sem þekktu pabba hvað hann var
með stórt hjarta. Hann sýndi sína
væntumþykju á ýmsan hátt. Á
köflum var það yfirþyrmandi,
enda höfum við pabbi alltaf haft
sams konar skapgerð og það átti
til að sjóða upp úr á milli okkar.
En alltaf vissi ég að hann elskaði
mig og að ég gat reitt mig á hann
sama hvað gekk á.
Eldmóður er næsta gjöf sem ég
vil þakka þér fyrir, pabbi. Frá því
ég man eftir mér hefur hann hvatt
mig til gagnrýnnar hugsunar,
krufið með mér málefni, hvort
sem það var á sviði vísinda,
stjórnmála eða menningar. Hann
studdi við lærdómsfýsi, forvitni
og nýjungargirni. Þannig studdi
hann ótrauður við bakið á mér
þegar ég ákvað að flytja á hinn
enda hnattarins eða stofna minn
eigin rekstur. Hann gaf mér
fyrstu tölvuna mína, fyrsta far-
símann, kenndi mér á myndavél-
ar, kenndi mér að framkalla, fór
með mig í sundferðir, veiðiferðir,
leikhúsferðir, fjöruferðir, bústað-
arferðir og dröslaði mér með sér
um allan bæ og sýndi mér allt það
sem honum fannst áhugavert,
sem var ansi margt. Hann hafði
áhuga á öllu einhvern veginn og
var til í að kryfja öll málefni.
Hann hafði eldmóð – og þetta gaf
hann mér.
Við áttum einstakt samband
sem var bæði náið en einnig á
köflum krefjandi þar sem við vor-
um dugleg að ögra hugmyndum
hvort annars. En við grínuðumst
líka með það að pabbi hefði mátt
vita að hann myndi eignast upp-
reisnarsegg, verandi einn sjálfur.
Ég var alltaf prinsessan hans
pabba og hef alla mína ævi heyrt
frá öðrum í fjölskyldunni að pabbi
hafi ekki séð sólina fyrir mér frá
fyrsta degi. Þessa sömu ást sá ég
skína í augum hans þegar hann
umgekkst börnin mín.
Pabbi var úrræðagóður og vin-
margur. Hann þekkti mann fyrir
hvert erindi og ég byrjaði alltaf á
því að hringja í pabba ef ég var að
fara að græja eitthvað eða gera
eitthvað í fyrsta sinn. Hvort sem
það var að laga bílinn, kaupa íbúð,
jólatré, úr eða ísskáp.
Ég hringdi alltaf fyrst í þig,
pabbi, fékk þitt álit og þú bentir
mér iðulega á mann sem ég ætti
að hringja í til að fá ráð eða góðan
afslátt hjá. Það eru tvær vikur síð-
an ég kvaddi þig uppi á krabba-
meinsdeild. Stundirnar eru ótelj-
andi sem ég hef ætlað að taka upp
símann og hringja í þig. Sérstak-
lega því ég átti eftir að segja þér
stóru fréttirnar. Ég fæddi dreng,
eins og þú varst búinn að giska á.
Hann kom í heiminn sléttri viku
eftir að við kvöddumst. Hann fær
nafnið sem ég var búin að segja
þér. Hann er stór og heilbrigður.
Lífið er stærsta gjöfin sem
pabbi gaf mér.
Ástin, eldmóður og lífið – það
er það sem pabbi gaf mér og ég
mun gefa áfram til næstu kyn-
slóðar.
Stelpan þín,
Gyða Björg.
Kveðja frá Krummaklúbbnum
Krummaklúbburinn er félags-
skapur „heldri“ briddsspilara
sem stofnaður var árið 1964 og lif-
ir enn góðu lífi. Þar hittast 60-70
félagar nær vikulega á veturna –
við eðlilegar þjóðfélagsaðstæður
– til að keppa í bridds og hafa
gaman saman. Frábær fé-
lagsskapur sem allir félagar njóta
og hlakka ævinlega til samfunda.
Sigurður Jónsson, sem kvadd-
ur er í dag, var einn úr þessum
hópi og sannarlega hvers manns
hugljúfi. Léttur í lund, glaðvær og
góður félagi, sem ævinlega var
gaman að hitta. Þá var hann
klúbbnum ómetanlegur þegar
hann mætti með myndavélina að
vopni og tók myndir af starfsemi
klúbbsins við hin ýmsu tækifæri.
Það verður skarð fyrir skildi
þegar Krummar koma saman
næst – þá verða örugglega rifj-
aðar upp góðar stundir með
gengnum félaga.
Félagar í Krummaklúbbnum
minnast Sigurðar með hlýju og
virðingu og senda fjölskyldu hans
innilegar samúðarkveðjur og
þakka liðnar ánægjustundir.
Guðmundur Jóelsson.
Öll vitum við að dauðinn verður
ekki umflúinn. Samt bregður okk-
ur flestum þegar hann bankar
upp á og vill sitt. Sigurður Jóns-
son, vinur minn, fór snöggt. Við
Siggi vorum giftir systrum. Hann
Konnýju og ég Kristborgu. Við
urðum góðir vinir og tryggir.
Í tvo vetur héldum við öll til á
Spáni. Mislengi að vísu. En nógu
lengi til að tala mikið saman.
Meira en áður. Það er ekki venja
margra karlmanna að tala um of
um eigin tilfinningar. Almennt
átti það við um okkur Sigga. En
ekki á Spáni. Þar voru samveru-
stundirnar margar. Og margt
rætt. Margt sem við höfðum ekki
áður gert.
Ég vissi fyrir að Siggi var góð-
ur maður. Elskur að sínu og sínu
fólki. Það rifjast upp minningar
þar sem hann talaði fallega um
konuna sína, dótturina og barna-
börnin og svo margt annað fólk.
Hann unni sínu.
Fyrir utan fólkið hans var
tvennt sem einkenndi huga Sigga
umfram allt, alla vega flest, ann-
að. Það fyrra var KR. KR unni
hann af heilum hug. KR hefur
misst dyggan stuðningsmann.
Hitt sem var Sigga sérlega hug-
leikið var íslenska krónan. Hana
vildi Siggi losna við sem fyrst og
sem lengst. Ég kann margar ræð-
ur um afstöðu hans til krónunnar.
Svona fór þetta. Við spilum
ekki saman golf í sumar eins og
við höfðum hugleitt. Svona er það.
Ég kveð minn kæra vin. Kannski
átti ég að skrifa undir þessa minn-
ingargrein sme. Siggi kallaði mig
aldrei annað.
En í dag drúpi ég höfði og
hugsa til Sigurðar Jónssonar og
hversu mikilvæg vináttan getur
verið. Það er missir að Sigga.
Sigurjón Magnús Egilsson.
Mig langar með örfáum orðum
að minnast vinar míns, Sigga O
Yes. Við erum búnir að ganga
saman lífsins leið í nær 60 ár.
Það er margt sem kemur í
huga. Siggi var mikill KR-ingur
og ég Framari, við fórum oft sam-
an á völlinn að horfa á lið hvor
annars og marga leiki sáum við
saman í sjónvarpi.
Siggi sagði skilið við Bakkus
fyrir áratugum og var í eðli sínu
mikill AA-maður. Við vorum eitt
sinn að koma úr veiðiferð, þá
stakk Siggi upp á að ég kæmi með
honum á AA-fund. Við gerðum þá
samning. Ég sagði við Sigga: ég
mun aldrei bjóða þér áfengi en ef
þú bæðir mig um það myndi ég
gefa þér en þætti það verra. Eftir
þetta buðum við hvor öðrum
hvorki á AA-fund né áfengi.
Ég þakka samfylgdina sem var
góð en ekki alltaf til eftirbreytni.
Ég sendi Konný og fjölskyldu
mínar samúðarkveðjur.
Sigurður Tómasson.
Það er stundum sagt að menn
deyi fyrir aldur fram og það
fannst okkur félögunum þegar við
heyrðum af andláti Sigurðar vin-
ar okkar því við vonuðumst eftir
mörgum árum í viðbót með hon-
um. Kynni okkar hófust 2003.
Fyrstu samverustundirnar voru
oft hávaðasamar enda Siggi okkar
nokkuð fastheldinn á skoðanir en
ávallt var þó stutt í hláturinn. Í
okkar félagsskap spila margir
hina göfugu íþrótt golf og ákvað
Siggi að snúa sér að þeirri íþrótt
og 2004 var fyrsta golfsettið
keypt. Sigurður fór með okkur í
sína fyrstu golfferð 2006 til Beni-
dorm en spilaði ekki mikið og var
meira sem myndrænn skrásetjari
enda ljósmyndari góður. Smám
saman jókst kunnátta hans í golf-
inu og varð hann mjög ánægður
þegar eiginkona hans fékk líka
golfbakteríuna. Sigurður gekk í
Golfklúbb Reykjavíkur og varð
síðar starfsmaður klúbbsins í
mörg ár, síðast sem ræsir í Graf-
arholtinu. Ég hygg að samvisku-
samari mann sé erfitt að fá þegar
hans nýtur ekki við lengur. Sig-
urður var ákveðinn, vildi að allir
færi eftir reglum hvort sem þeir
væru þekkt nöfn eða óþekkt innan
klúbbsins en jafnframt var hann
léttur í lund, vinsæll og snyrti-
mennskan var honum í blóð borin.
Við félagarnir hittumst alla
sunnudaga á veitingahúsinu Aski
og borðuðum saman í hádeginu og
þar voru heimsmálin rædd,
íþróttirnar og sérstaklega KR en
Siggi var þekktur og einlægur
KR-ingur. Stundum varð mikill
hiti í umræðunum en ávallt var
skilið í mesta bróðerni og það
verða áfram rædd heimsmálin og
vitnað í Sigurð vin okkar því við
vitum að hann verður með okkur í
anda. Eiginkonu Sigurðar henni
Konny, börnum hans og barna-
börnum vottum við innilega sam-
úð.
Vertu sæll, vinur og félagi, og
takk fyrir samveruna. Fyrir hönd
félaga í sunnudagsdeild,
Guðmundur Sigurvinsson.
Sigurður
Jónsson
✝
Bergþóra Sig-
urjónsdóttir
fæddist í Reykja-
vík, 26. janúar
1944. Hún lést á
gjörgæsludeild
L.H., 31. apríl
2021. Foreldrar
hennar voru hjón-
in Sigurjón Jóns-
son, f. 1.6. 1894, d.
29.9. 1982 og
Soffía Ingimund-
ardóttir, f. 18.9. 1900, d. 6.6.
1964. Alsystkin Bergþóru eru:
Sigurjóna, f. 26.7. 1934, d.
14.7. 1999; Elín, f. 19.3. 1936,
d. 2.11. 2017; Inga, f. 11.7.
1937, d. 21.4. 2015; Ágústa, f.
6.10. 1941. Hálfbróðir sam-
mæðra var Þórarinn Jónsson,
f. 27.3. 1923, d. 29.1. 2000.
Hálfsystkin samfeðra voru:
Guðmundur H., f. 31.5. 1919,
d. 22.10. 1993, Þuríður, f.
25.12. 1920, d.
26.11. 2008, og
Stefán Sigurður, f.
4.5. 1922, d. 8.12.
1994. Fyrri maður
Bergþóru var
Björn Jónasson, f.
21.3. 1939, d. 22.6.
1974. Síðari manni
sínum, Guðmundi
Jónassyni, f. 3.10.
1940, giftist hún
29.7. 1999.
Bergþóra átti ekki börn, en
Guðmundur á eina dóttur,
Ástu Kristínu Guðmunds-
dóttur, f. 5.1. 1970. Bergþóra
vann lengstum við saumaskap
hjá nokkrum fyrirtækjum. En
hún starfaði síðast í mörg ár
hjá Hagkaupum við versl-
unarstörf. Hún var vel liðin af
öllum sem hana þekktu, enda
hljóðlát og pen kona, sem
hafði góða nærveru.
Það eru ekki allir svo heppnir
að eiga aukaömmu í uppvexti
sínum, en það áttum við systk-
inin í Langholti svo sannarlega í
henni Beggý. Það eru ófáar
minningarnar sem koma upp
við svona sláandi fréttir og
óhætt að segja að Beggý lék
stórt hlutverk í lífi okkar.
Beggý var alltaf svo hress og
skemmtileg og alltaf tilbúin til
að veita manni athygli sína. Því
var það að maður upplifði þegar
hún kom í sveitina að hún væri
líka að koma í heimsókn til okk-
ar krakkanna, en ekki bara til
mömmu og pabba.
Stundirnar í Hraunbænum
standa þó verulega upp úr. Það
var óskaplega spennandi að
eiga frænku í Reykjavík sem
bauð okkur systkinunum að
koma og vera hjá sér. Það var
ekki amalegt að komast í borg-
ina og upplifa það að fara í
strætó, hversu spennandi það
gat nú alltaf verið, og vera boðin
í bíó, þvílíkur lúxus. Það sem
stendur þó einna helst upp úr í
Hraunbænum er þegar Beggý
skellti súkkulaði í pott, bræddi
það og velti síðan franskbrauði
upp úr. Þvílík sæla! Þvílíkt dek-
ur.
Við vorum engan veginn búin
undir að heyra það að Beggý
væri farin og verður erfitt að
sættast við þann veruleika. En
við systkinin eigum alltaf þess-
ar dýrmætu minningar.
Í grenndinni veit ég um vin, sem ég
á,
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér óðfluga frá
og árin án vitundar minnar.
Og yfir til vinarins aldrei ég fer
enda í kappi við tímann.
Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans
er,
því viðtöl við áttum í símann.
En yngri vorum við vinirnir þá,
af vinnunni þreyttir nú erum.
Hégómans takmarki hugðumst við
ná
og hóflausan lífróður rérum.
„Ég hringi á morgun,“ ég hugsaði
þá,
„svo hug minn fái hann skilið“,
en morgundagurinn endaði á
að ennþá jókst milli’ okkar bilið.
Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég
gekk,
að í grenndinni ennþá hann væri.
Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd
gleymdu’ ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum
send
er sannur og einlægur vinur.
(Höf. ók. Þýð. Sig. Jónsson)
Systkinin í Efra-Langholti,
Þórður, Telma,
Klara og Magnús.
Bergþóra
Sigurjónsdóttir
Ingunn systir
mín lést hinn 13.
mars síðastliðinn.
Við Inga vorum á
svipuðum aldri og áttum því góð-
ar stundir saman sem börn og
unglingar. Við vorum báðar tón-
elskar og sungum oft og spiluð-
um undir á gítar, auk þess sem
við brölluðum ýmislegt annað
saman. Við vorum meðal stofn-
enda Ungmennafélagsins á Holt-
inu og tókum þar virkan þátt,
m.a. í að kaupa gamlan bragga
sem við krakkarnir fluttum
þangað vestur og reistum við
Ægisíðuna.
Við ólumst upp ásamt syst-
kinum okkar á Grímsstaðaholt-
inu, sem var eins og lítið sveita-
þorp í þá daga. Í bakgarðinum
Ingunn
Eyjólfsdóttir
✝
Ingunn Eyjólfs-
dóttir fæddist
14. apríl 1928. Hún
lést 13. mars 2021.
Útför Ingunnar
fór fram í kyrrþey
að ósk hinnar
látnu.
hjá okkur voru
ræktaðar rófur,
rabarbari og kart-
öflur og auk þess
voru þar þrjár
mjólkandi kýr og
hænsni. Stutt var í
Grímsstaðavörina
þar sem við fengum
nýjan, spriklandi
rauðmaga á vorin
skammt frá bragga
Ungmennafélags-
ins. Nálægt heimili okkar voru
vöruskemmur H. Ben. og Pönt-
unarfélagið þar sem ég vann um
tíma og Inga systir kom daglega
að heimsækja mig þangað. Svo
fórum við á veturna saman niður
á Reykjavíkurtjörn þar sem
pabbi kenndi okkur á skauta;
hann var sjálfur snillingur í
þeirri íþrótt. Á æskuheimili okk-
ar var alltaf líf og fjör, einkum á
sunnudögum þar sem börn og
barnabörn komu saman, ekki síst
eftir að við systkinin fluttum að
heiman og stofnuðum sjálf heim-
ili.
Inga flutti ásamt eiginmanni
sínum, Valtý Hákonarsyni, til
Kaupmannahafnar og bjuggu
þau þar í tæpan áratug. Við
systkinin söknuðum systur okk-
ar á þeim tíma. En alltaf mundi
hún eftir okkur hér heima og
sendi jólagjafir og afmælisgjafir
sem glöddu alla. Inga var ekki
aðeins tónelsk heldur var hún
skapandi og verklagin á öllum
sviðum, gaf sig að myndlist, út-
saumi og glerskurði.
Báðar tókum við þátt í kór-
starfi á efri árum, ég á Dval-
arheimilinu Grund og Inga í
Mörkinni. Þegar við vorum báð-
ar komnar á tíræðisaldur tókum
við enn lagið saman. Í seinni tíð
þegar við hittumst var viðkvæði
Ingu oft á þessa leið: „Manstu
Dúna, þegar við vorum bæði að
syngja og dansa í gamla daga?“
Guð fylgi þér, kæra systir,
blessuð sé þín minning. Þú skild-
ir margt ómetanlegt eftir handa
afkomendum þínum og öðrum
skyldmennum.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Guðrún,
Dúna systir.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Undirskrift | Minning-
argreinahöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar