Fréttablaðið - 02.09.2021, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.09.2021, Blaðsíða 1
1 7 2 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 1 Segja plasti stríð á hendur Klám og tónlist Lífið ➤ 32 Menning ➤ 24 Forvitnir ferðamenn fylgdust með ungum ofurhugum kæla sig niður í blíðunni á Akureyri með því að stökkva í sjóinn við Hof, menningarsetur Akureyrar. Ágústmánuður var sá heitasti frá upphafi mælinga á Akureyri eftir að júlímánuður var einnig sá hlýjasti frá upphafi og virðist ekkert lát á góðviðrisdögum í höfuðborg norðursins. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Þrátt fyrir lög sem tryggja eiga aðgang fólks með þroska- hömlum að námi nýtur það ekki sömu tækifæra og aðrir. ser@frettabladid.is MENNTAMÁL „Enn er það svo að ungmenni með þroskahömlun njóta ekki sömu tækifæra til fram- haldsnáms og aðrir Íslendingar á sama aldri,“ segir Sara Dögg Svan- hildardóttir, verkefnisstjóri við samhæfingu námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Landssam- tökunum Þroskahjálp. „Kerfið veit nákvæmlega hvað það eru margir í þessum hópi í hverjum árgangi, en virðist hafa gleymt því þegar hvert skólaár byrjar,“ segir Sara Dögg enn fremur. „Samfélagið er enn að hafna þessum hópi fólks.“ Hálfur annar áratugur er frá því að aðgengi fólks með þroskahömlun að framhaldsskólanámi var tryggt með lögum. Sara Dögg segir að fjár- magn hafi aldrei fylgt þeirri laga- breytingu. Fyrir vikið hafi aðbún- aður fyrir framhaldsnám fólks með þroskahömlun ekki verið sem skyldi, hvorki hvað rými varðar né fjölda nemenda. „Þess vegna er enn þá allur gangur á því hvort ungmenni með þroska- hömlun komast í framhaldsskóla á haustin. Skólarnir þurfa að velja og hafna vegna plássleysis,“ segir Sara Dögg. „Og í rauninni eru þetta ekki nema tíu til tólf skólar á landinu, aðallega í Reykjavík, sem telja sig geta sinnt starfsbrautarnáminu fyrir þennan nemendahóp.“ Sara segir Menntamálastofnun hafa biðlað reglulega til skólayfir- valda um að taka við fleiri nemend- um með þroskahömlun, en svörin hafi verið rýr og úrbætur engar. „Það komast um 50 nemendur með þroskahömlun í framhaldsnám á ári – og ef það eru fleiri í árgangin- um þá komast þeir einfaldlega ekki að. Þeirra bíður þá ekkert.“ Og ekki segir Sara ástandið í háskólum landsins betra. „Það er pláss fyrir tólf manns í diplómanám, það er allt og sumt,“ segir hún. „Í dag er það svo að ungmenni með þroska- hömlun þrá að komast í alls kyns verknám, tækninám og listnám, líka á háskólastigi, en koma þar að lokuðum dyrum. Við sem samfélag erum einfaldlega ekki enn búin að tryggja þeim rétt til náms.“ ■ Ungmennum með þroskahömlun ekki enn tryggður réttur til náms Saga Dögg Svanhildardóttir verkefnisstjóri. Mmm ... Safarík vínber eru best núna! Pssst ... Cotton candy vínberin eru komin FASTEIGNIR „Varan í hillunum er sums staðar nánast búin,“ segir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, um stöðu mála. Kjartan segir að það sem hafi leitt til gríðarlegrar aukningar í sölu fast- eigna á einu ári sé uppsöfnuð eftir- spurn, breytingar á markaði og ýmis ruðningsatriði. Fasteignasalar telja að ásókn í nágrannabyggðir haldi áfram að aukast. SJÁ SÍÐU 4 Tómlegt úrval á fasteignamarkaði Kjartan Hall- geirsson, for- maður Félags fasteignasala.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.