Fréttablaðið - 02.09.2021, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 02.09.2021, Blaðsíða 28
Jónas Sen skrifar um mikil- vægi klassískrar tónlistar, sem hann segir ekki einkennast af yfirborði heldur rista djúpt. Jónas Sen Mamma mín var spíritisti en pabbi efahyggjumaður. Trúmál voru því sjaldan rædd við matarborðið og við fórum aldrei í kirkju. Klass- ísk tónlist var hins vegar dýrkuð, kannski voru þau eins konar trúar- brögð. Hún var hin fullkomna tján- ing æðstu fegurðar. Rithöfundurinn Philip K. Dick, höfundur sagnanna sem myndir á borð við Blade Runner, Total Recall og Minority Report eru byggðar á, dýrkaði Beethoven. Í einni bókinni hans segir hann að Beethoven hafi verið Elía spámaður endurborinn. Á vissan hátt má segja að klass- ísk tónlist sé á sömu hillu og trúin á Guð. Hún er forn og grundvallast á alls konar hefðum. Rétt eins og smágert íkon er tákn fyrir óendanlegan, andlegan veru- leika og sakramenti kirkjunnar, brauð og vín, umbreytist í hold og blóð Krists, þá er verður lítil tóna- hending að einhverju miklu meira í klassískri tónlist. Stærri tónverk eru y f irleitt smíðuð úr einföldu tónefni sem tónskáldið hefur meðhöndlað á ýmsan hátt. Úr verður framvinda þar sem allt mögulegt kemur fyrir. Lítil hending í sónötu eftir Mozart, kannski bara einn brotinn hljómur, verður oft að stórfenglegri tónlist. Ekkert gerist í poppinu Í venjulegu popplagi af þeirri gerðinni sem er spilað á Bylgjunni gerist hins vegar ekkert; einföld lag- lína er endurtekin aftur og aftur og hljómagangurinn er sá sami æ ofan í æ. Aðeins ein stemning er ríkjandi og hún varir venjulega í örfáar mín- útur. Auðvitað er ekkert að þessu; ég hlusta oft á þannig músík sjálfur og hef gaman af. En hún ristir ekki djúpt; megnið af henni byggist á klisjum og endurtekningum. Þann- ig tónlist heyrist gjarnan í Eurovisi- on-keppninni og í poppmyndbönd- unum er hún oftar en ekki ríkulega skreytt klámfengnum tilburðum. Hefur kveðið svo sterkt að því að klámmyndaleikstjórar hafa meira að segja verið fengnir til að leik- stýra slíkum myndböndum. Poppið, rétt eins og klámið, geng- ur út á æskuna, líkamann og dýrk- unina á því nýja. Sumarsmellurinn í ár er hallærislegur eftir nokkra mánuði. Tískan í dag ræður; við höfnum hinu gamla, kannski vegna þess hve við óttumst dauðann. Tískan er víðs fjarri í klassíkinni Klassísk tónlist einkennist hins vegar af innri strúktúr, ekki yfir- borði. Og oft eru bestu verk klass- ískrar tónlistar samin á efri árum þess sem á í hlut. Mestu snilldar- verk Beethovens tilheyra síðasta tímabilinu í lífi hans. Sömu sögu er að segja um flest önnur tónskáld. Tískan er víðs fjarri; það er inni- haldið sem gildir. Hingað til hefur stöðnun ekki einkennt form klassískrar tónlistar. Eitthvað gerist ávallt í slíkri tónlist. Hún er útópísk og felur í sér vonina um að tilteknar aðstæður geti orðið að einhverju öðru og meira. Eins og fram kom hér að ofan þá verður ein lítil hending oft að stórfenglegri sinfóníu. Allt annað en kyrrstaða ríkir í þannig sinfóníu. Umbreyting hins líkamlega Og ekki bara í sinfóníu. Tökum Goldberg-tilbrigðin eftir Bach sem dæmi. Þau hefjast á aríu, sem þó er ekki sungin eins og vaninn er með aríur, heldur leikin á sembal. Engu að síður er um söng að ræða, hástemmda sönglínu sem í sjálfu sér er afar fábrotin. En svo taka við um þrjátíu tilbrigði sem ekki nokkur leið væri að syngja. Þar sem söngur er hin náttúru- lega tónlistartjáning líkamans má segja að í Goldberg-tilbrigðunum felist umbreyting hins líkamlega (aríunnar) í eitthvað sem er handan líkamans (tilbrigðin). Við erum meira en hold Í hnotskurn er þetta trúin á að við séum meira en hold og blóð. Að við séum meira en útlit, nafn og kenni- tala. Að yfirborð og innra eðli sé ekki endilega það sama. Er það ekki afneitun á hugmyndafræði klámsins? Saga okkar hefur í aldanna rás einkennst af trúnni á hæfileika mannsins til að sigrast á umhverf- inu, auka möguleika sína, verða meira en hann er í dag. Þessa útóp- ísku hugsun er að finna í vísindum og allri list sem stendur undir nafni. Þar á meðal klassískri tónlist. Klám í stað ástar Að hafna slíkri tónlist, eða öllu heldur hugsuninni sem einkennir hana, og vilja þess í stað stemn- ingsmúsík þar sem ekkert gerist, er að vilja klám í stað ástar. Hvað er klám annað en það þegar manns- líkaminn er orðinn að hlut þar sem innihaldið skiptir engu máli og allt snýst um yfirborðið? Þjóðfélagið fyrirlítur klám þegar það er kynferðislegs eðlis, en það dýrkar klámið í öðrum myndum. Við viljum bara yf irborðslega músík sem er þægileg áheyrnar. Hún á að vera notalegt eyrnakon- fekt sem skapar réttu stemninguna. Líka klassíkin. Tónlist sem krefst athygli er oftar en ekki afgreidd sem óskiljanleg. Þetta eru þungar vangaveltur. En mikilvægar. Klassísk tónlist er falleg og hún er innihaldsrík. Hún skiptir máli. n Klámvæðing klassískrar tónlistar Mestu snilldarverk Beethovens tilheyra síðasta tímabilinu í lífi hans. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Í Goldbergtil- brigðunum feist umbreyting hins líkamlega (aríunnar) í eitthvað sem er handan líkamans (til- brigðin). Rithöfundurinn Philip K. Dick dýrkaði Beethoven. Á vissan hátt má segja að klassísk tónlist sé á sömu hillu og trúin á Guð. Hún er forn og grundvallast á alls konar hefðum. BÆKUR Stafavísur. Lestrarnám í ljóði og söng Höfundar: Ýmsir hagyrðingar Ritstjórar: Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Steinunn Torfadóttir Myndskreytingar: Dagmar Agnarsdóttir Fjöldi síðna: 75 Útgefandi: Bókafélagið – BF útgáfa Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Lengi hefur verið vitað að söngur og ljóðmál eru besta leiðin til þess að kenna börnum þá list að tala og lesa. Kynslóð fram af kynslóð hafa Íslend- ingar numið tungumálið í gegnum söng og kveðskap, því það er einhver galdur í „stuðlanna þrískiptu grein“ sem virðist valda því að hugurinn nemur betur það sem boðað er í bundnu máli. Þannig eru ljóðmál og söngur örvun fyrir málþroska barna og hjálpa vafalaust einnig til við lestrarnám þeirra. Sá er einmitt til- gangurinn með útgáfu bókarinnar Stafavísur sem nýlega kom út. Hug- myndin að tilurð hennar mun ein- mitt hafa sprottið upp af umræðum um „tengsl ljóð- og sönglistar við hljóðrænt form tungumálsins“ eins og fram kemur í formálsorðum. Í bókinni eru vísur og ljóð eftir ýmsa höfunda um bókstafina og eiginleika þeirra. Hver vísa kennir einn staf. Bókin er í fallegu, litríku broti, skemmtilega myndskreytt og ljóðunum fylgja einnig gítargrip og nótnaskrift. Öllu er þessu haganlega fyrir komið þannig að hver opna er tileinkuð einum staf, ljóðinu sem honum tengist og laginu sem syngja má við það, ásamt fallegri mynd- skreytingu sem undirstrikar enn frekar líkindin við hljóð eða form bókstafsins. Bókin er þess vegna afar handhæg og efni hennar aðgengilegt í alla staði. Bókin er gefin út með styrk Kvæðamannafélagsins Iðunnar og Ingunnar Wernersdóttur. Dr. Ragnar Ingi Aðalsteinsson, bragfræðingur og Steinunn Torfadóttir, lektor í lestrar- fræði, ritstýrðu og skrifa formála og inngang. Höfundar eru ýmis skáld og þekktir hagyrðingar sem fengu frjálsar hendur við efnistökin svo fremi að vísurnar væru rétt gerðar samkvæmt hefðum og bragfræði. Í formála segir að vísnasmíðin hafi svo verið vegin og metin með tilliti til bragreglna og kennslufræði. Augljóst er að metnaður hefur verið lagður í alla gerð bókarinnar, jafnt inntak sem útlit. Vísurnar sjálfar eru „gullnáma orðaforða og málskilnings sem síast inn í vitund barna gegnum sönginn“ eins og bent er á í inngangsorðum. Sumar eru við þekkt lög, við aðrar hafa verið samin ný lög. Að því verki komu Gylfi Garðarsson sem einnig sá um að skrifa nóturnar og hljómsetja lögin, Bjarni Hafþór Helgason og Björgvin Þ. Valdimarsson tónskáld – valinn maður í hverju rúmi. Einn vísna- höfundanna, Sigurður Sigurðarson, samdi bæði ljóð og lag. Á baksíðu segir að bókin sé gerð í því augnamiðið að „örva lestrar- áhuga barna og létta þeim fyrstu skrefin á brautinni“. Raunar gerir bókin f leirum léttara fyrir en börnunum, því að ef farið er inn á youtube.com og sleginn inn titill bókarinnar má heyra lögin sungin af Margréti Eir og leikin af Pétri Valgarð Péturssyni á gítar og Þóri Úlfarssyni á píanó. Er því auðvelt fyrir kennara og uppalendur að nálgast sönglögin ef nótnaskrift nægir ekki. „Lengi býr að fyrstu gerð“ segir máltækið. Þess vegna er þakkarvert þegar metnaður og alúð eru lögð við það sem yngstu kynslóðinni stendur til boða. Hér hefur fjöldi listamanna lagt sitt af mörkum til að skapa nýtt og spennandi efni. Afraksturinn ber þess ódulin merki, því hér hefur vel tekist til. n NIÐURSTAÐA: Falleg og vönduð bók sem leiðir börn á vit bóklest- urs með ljóðum og söng. Stendur ennþá stafrófið frá a-ö 24 Menning 2. september 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 2. september 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.