Fréttablaðið - 02.09.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.09.2021, Blaðsíða 6
Ú tb oð Nánar á: hfj.is/utbod Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum verktaka í uppbyggingu 4. hæðar Suðurgötu 41 í Hafnarfirði. Verkhluti (starfsgrein) er: Trésmíðar Á vegum verktaka skal vera húsasmíða­ meistari, með löggildingu iðnmeistara skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010, skipulags­ og byggingarlögum nr. 73/1997 og byggingarlögum nr. 54/1978. Á vegum verkkaupa er byggingarstjóri vegna uppbyggingar á 4. hæð. Á sama tíma og verkið stendur yfir verða framkvæmdir í gangi á 1., 3. og 4. hæð. Útboðsgögn verða send rafrænt til þeirra aðila sem eftir því óska með beiðni á netfangið: utbod@vsb.is. Í beiðni skal koma fram nafn lögaðila og tengiliðar, símanúmer og netfang vegna samskipta. Tilboðum skal skilað í síðasta lagi 13.09.21. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 10.12.21. Lífsgæðasetur St. Jó - uppbygging á 4. hæð Málin sem brenna á stjórnmálaflokkunum Tæpur mánuður er nú til næstu alþingiskosninga og stjórnmálaflokkar eru í óðaönn að kynna þær áherslur sem þeir vilja að næsta ríkisstjórn hafi að leiðarljósi. Fréttablaðið hefur undanfarna daga gert þeim flokkum sem mælast inni á þingi skil og fjallað lauslega um stefnu þeirra. Græn störf og jafnrétti kynjanna Vinstri græn fengu síðast ell- efu þingmenn með tæplega sautján prósentum atkvæða. Í könnun Gallup á dögunum mældist flokkurinn með fjór- tán prósenta fylgi. Helstu áherslur: 1. Umhverfismál: VG vill að Ísland sé í forystu um rót- tækar, raunhæfar og réttlátar aðgerðir í umhverfismálum, draga úr losun, efla græna fjárfestingu og auka kolefnis- bindingu. 2. Heilbrigt atvinnulíf: Fjöl- breytt atvinnulíf er heilbrigt atvinnulíf segir VG. Skapa á ný og fjölbreytt græn störf eftir Covid og koma í veg fyrir langtímaatvinnuleysi. Tryggja félagslegar áherslur í uppbyggingunni, öflugri stuðning við barnafjöl- skyldur og bætta framfærslu hinna tekjulægri. 3. Jafnrétti: VG segir jafn- rétti kynjanna og mannrétt- indi allra vera undirstöðu heilbrigðs lýðræðissam- félags. Halda eigi áfram að útrýma kynbundnu ofbeldi í samfélaginu og launamun kynjanna. Hærri barnabætur og alvöru loftslagsaðgerðir Samfylkingin hlaut um tólf prósent atkvæða og sjö þing- menn í kosningunum 2017. Að undanförnu hefur Sam- fylkingin mælst með fylgi í kringum ellefu prósent. Helstu áherslur: 1. Barna- og fjölskyldumál: Samfylkingin vill greiða barnafjölskyldum hærri barnabætur og gera það í hverjum mánuði. Jafnframt vill flokkurinn hækka þak á greiðslur í fæðingarorlofi í samræmi við launaþróun. 2. Eldri borgarar: Flokkurinn vill hækka mánaðarlegt frí- tekjumark eldra fólks vegna lífeyrissjóðsgreiðslna úr 25 þúsund krónum í 50 þúsund krónur. 3. Loftslagsmál: Samfylk- ingin vill að losun gróður- húsalofttegunda verði dregin saman um minnst sextíu prósent fyrir árið 2030. Flokkurinn vill jafn- framt hefja undirbúning að Keflavíkurlínu sem yrði græn tenging milli Reykja- víkur og Keflavíkurflugvallar og styðja tæknilausnir til að fanga og farga kolefni. Loftslagsmál og ný stjórnarskrá Píratar hlutu rúm níu prósent atkvæða og sex þingmenn í kosningunum 2017, sem var nokkuð lakara en þeir náðu í kosningunum árið áður. Í könnunum hefur flokkurinn mælst með um ellefu til þret- tán prósenta fylgi. Helstu áherslur: 1. Efnahags- og loftslagsmál: Píratar mæla fyrir kerfis- breytingum til þess að takast á við loftslagsvána. Þá taki efnahagsstjórn mið af þeim í auknum mæli. Þá telja þeir að endurskipuleggja verði stjórnsýslu og hefja samstarf við aðila vinnumarkaðarins. 2. Ný stjórnarskrá: Píratar vilja innleiða stjórnarskrá stjórnlagaráðs. Muni inn- leiðingin fela í sér frekari lýð- ræðisumbætur, mann réttindi og stjórnarskrárbundið auð- lindaákvæði. 3. Spillingarvarnir og réttlæti: Píratar boða ýmsar aðgerðir gegn sérhagsmunum og óæskilegum áhrifum stjórn- málamanna og fyrirtækja. Telur flokkurinn að aðgerðir þeirra muni leggja grunninn að betra samfélagi. Hægt er að nálgast umfjöllun um áherslur flokkanna í aðdraganda kosninganna á vef Fréttablaðsins thorgrimur@frettabladid.is, kristinnpall@frettabladid.is N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið gar@frettabladid.is GARÐABÆR „Útlit er fyrir að kistu­ reitir Garðakirkjugarðs munu fyll­ ast áður en árinu 2022 lýkur og því áríðandi að fyrirhuguð stækkun verði framkvæmd sem allra fyrst,“ segir í bréfi Garðasóknar þar sem óskað er eftir auknu fjárframlagi. Garðasókn segir rekstrarstöðuna erfiða og biður um aukna þátttöku Garðabæjar í áætluðum 47,2 millj­ óna króna kostnaði við stækkunina. „Jafnframt er farið fram á að bærinn hraði vinnu sinni eins og unnt er við undirbúning og framkvæmd verks­ ins svo ekki komi upp sú erfiða staða að neita þurfi bæjarbúum um kistu­ grafir í garðinum.“ ■ Bærinn hjálpi svo ekki þurfi að neita Garðbæingum um kistugrafir Garðakirkja og Garðakirkju- garður eru á Álftanesi. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN 6 Fréttir 2. september 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.