Verktækni - 2013, Blaðsíða 12
12 / VERKTÆKNI
Siðareglur
Nefnd sem falið var að semja siðareglur TFÍ
hefur lokið stöfum. Siðareglurnar verða
kynntar félagsmönnum og ráðgert að
leggja þær fram til samþykktar á næsta
aðalfundi sem verður í marsmánuði 2013.
Samráðsfundur TFÍ og VFÍ
Árlegur samráðsfundur TFÍ og VFÍ var
haldinn var haldinn 6. desember. Mennt
unarmál tæknifræðinga og verkfræðinga
voru til umræðu. Frummælendur voru þrír.
Jóhannes Benediktsson, formaður Íslands
deildar FEANI, kynnti starfsemi samtak
anna. Hilmar Bragi Janusson, forseti verk
fræði og náttúruvísindasviðs HÍ lagði mat
á þörfina fyrir tæknimenntað starfsfólk á
Íslandi og Guðrún A. Sævæardóttir, forseti
Tækni og verkfræðideildar HR kynnti
Vel heppnuð afmælisráðstefna
Afmælisráðstefnan Verkfræði á nýrri öld,
sem haldin var 16. nóvember, þótti takast
afbragðsvel. Með þessari ráðstefnu, undir
lok afmælisárs, var sjónum beint fram á
veginn, að frumkvöðlum og viðfangsefnum
ungra verkfræðinga í upphafi nýrrar aldar.
Á ráðstefnunni var farið yfir Aldarviður kenn
ingar VFÍ, sem veittar voru á afmælishátíð
félagsins 19. apríl sl., ungir verkfræðingar
fjölluðu um fjölbreytt viðfangsefni sín og
sýnishorn voru kynnt úr verkfræðirann
sóknum við háskólana hérlendis. Ráð
stefnan var vel sótt og sérstaklega var
ánægjulegt að sjá þar svo margt ungt fólk
meðal félagsmanna og annarra ráðstefnu
gesta.
100 ára saga VFÍ
Þegar þetta er skrifað er bókin VFÍ í 100 ár
– Saga Verkfræðingafélags Íslands glóðvolg úr
prentun. Bókin er glæsileg og ljóst að vel
hefur verið til hennar vandað.
Á ritnefndin þakkir skildar fyrir vel unnið
verk.
Samráðsfundur – menntunarmál
Samráðsfundur VFÍ og TFÍ var haldin í byrj
un desembermánaðar. Umfjöllunarefnið
Af stjórnarborði TFÍ
Af stjórnarborði VFÍ
CDIO hugmyndafræðina og það sem er
efst á baugi í HR. Fundurinn var mjög
gagnlegur enda hefur niðurskurður til
tækni náms á háskólastigi verið til umræðu
í stjórnum félaganna og þær reynt að hafa
áhrif þar á.
Útgáfumál – Árbók VFÍ/TFÍ
Útgáfumál TFÍ og VFÍ eru í endurskoðun og
unnið að því að móta stefnuna til framtíðar.
Nú liggja fyrir upplýsingar frá timarit.is um
umfang þess að koma allri útgáfu félag
anna í gagnagrunninn og verður fljótlega
hafist handa við það verk. Ávinningurinn af
því að setja efnið inn á timarit.is er m.a. sá
að varðveisla á gögnunum er tryggð, ásamt
miðlun um allar upplýsingaveitur, textaleit
og tengingar við aðrar leitarvélar, þ.m.t.
Google.
var menntunarmál verkfræðinga og tækni
fræðinga. Frummælendur voru þrír.
Jóhannes Benediktsson, formaður Íslands
deildar FEANI, kynnti starfsemi samtak
anna. Hilmar Bragi Janusson, forseti verk
fræði og náttúruvísindasviðs HÍ, lagði mat
á þörfina fyrir tæknimenntað starfsfólk á
Íslandi og Guðrún A. Sævarsdóttir, forseti
Tækni og verkfræðideildar HR, kynnti
CDIO hugmyndafræðina og það sem er
efst á baugi í HR. Á fundinum spunnust
mjög gagnlegar umræður og þar var m.a.
niðurskurður til tæknináms á háskólastigi
mönnum ofarlega í huga.
Útgáfumál
Áfram hefur verið unnið að endurskoð
un útgáfumála VFÍ og TFÍ. Nú liggja
fyrir upplýsingar frá vefnum timarit.is,
sem er stafrænt safn Landsbókasafns
Háskólabókasafns, um umfang þess að
koma allri útgáfu félaganna í gagnagrunn
safnsins og verður fljótlega hafist handa
við það verk. Ávinningurinn af því að setja
efnið inn á timarit.is er m.a. sá að varð
veisla á gögnunum er tryggð, efnið verður
öllum aðgengilegt á veraldarvefnum og
kostir verða á miðlun um upplýsingaveitur,
margvíslegri leit eftir ritum, greinum, höf
Keilir – tilboði hafnað
Á kynningarfundi stjórnar TFÍ í Keili 15.
nóvember 2012 kynnti Hjálmar Árnason
tilboð stjórnar skólans að gefa TFÍ 40 millj
óna króna hlut í skólanum. Kom fram að
líklega fylgdi sæti í stjórn skólans. Málið
var sent lögfræðingi félagsins og óskað eftir
áliti. Þar kom fram að ekkert í lögum TFÍ
mælti gegn því að félagið eignist hlut í
skólanum en þó varað við því að þiggja
slíka gjöf. Stjórn TFÍ var einróma þeirrar
skoðunar að eignahald í menntastofnun sé
ekki ákjósanlegt fyrir félagið. Einnig sé það
eitt af meginmarkmiðum félagsins að hafa
eftirlit og tryggja gæði náms í tæknifræði,
eignarhlutur geti hugsanlega haft áhrif þar
á og rýrt trúverðugleika félagsins. Stjórn
TFÍ samþykkti því samhljóða að þiggja ekki
eignarhlut í Keili.
Önundur Jónasson, formaður TFÍ.
undum eða innihaldi, og tengingar verða
við aðrar leitarvélar, þ.m.t. Google.
Framundan á nýju ári
Afmæli félagsins og viðburðir tengdir því
hafa verið í forgrunni í starfi félagsins þetta
ár, eins og vera ber á slíkum merkisáföng
um. Ég vil nota hér tækifærið til að þakka
öllum þeim sem lagt hafa félaginu lið við
að gera afmælisárinu góð skil. Okkar bíða
ný verkefni á komandi ári, ásamt tilefnum
til að koma saman og efla félagsandann
með ýmsum hætti. Þar má minna á árshá
tíð félagsins í byrjun febrúar, áframhaldandi
vinnu að stefnumótun, útgáfumálum og
aðalfund. Enn og aftur minni ég á að það
erum við, félagsmennirnir sjálfir, sem
mótum starf og ímynd félagsins. Allar hug
myndir og ábendingar um starf í félaginu
eru vel þegnar og þeim má koma á fram
færi við skrifstofu félagsins.
Þessar línur eru skrifaðar á aðventu og
munu birtast í upphafi nýs árs. Ég lýk þeim
með óskum um velfarnað á nýju ári og
ánægjulegt og farsælt samstarf við upphaf
nýrrar aldar á vettvangi Verkfræðingafélags
Íslands.
Kristinn Andersen, formaður VFÍ..