Verktækni - 2013, Blaðsíða 13
Stjórn TFÍ og Menntunarnefnd félags-
ins heimsóttu Keili til að fræðast um
tæknifræðinámið sem þar er boðið upp
á. Hjá Keili er hægt að læra Orku- og
umhverfis tæknifræði og Mekatróník
hátæknifræði. Gestirnir fengu meðal
annars að skoða verklegu aðstöðuna
sem er mjög glæsileg. Meðal annars
sýnu nemendur á þriðja ári fjarstýrðan
svitaþerrara sem mun hugsanlega leysa
af manninn á moppunni, þann sem
þurrkar upp svita og tár sem falla á gólf
íþróttahúsa í hita leiksins.
Heimsókn til Keilis
Nemendahópurinn með fjarstýrðan svitaþerrara sem vakið hefur verðskuldaða
athygli.
Þjarkur, eða róbót, teiknaði merki TFÍ...
Svitaþerrarinn.
...og það leit svona út.
EFLA verkfræðistofa, Verkfræðistofa Suðurlands og Verkfræðistofa Norðurlands mynda sameinuð öfluga liðsheild, sem veitir víðtæka þjónustu um allt land.