Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.04.2021, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.04.2021, Síða 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.4. 2021 HLÍÐASMÁRI 19, 2.HÆÐ · 201 KÓPAVOGI · SÍMI 534 9600 Hljóðnemi í hlustinni notar hæfni eyrans til að safna upplýsingum sem heilinn þarf til að skilja hljóðin. Auðveldara að taka þátt í samræðum í virku hljóðumhverfi. Betri talgreining um leið og bakgrunnshávaði er lágmarkaður í háværu hljóðumhverfi. Fjarþjónusta. Fáðu heyrnartækin þín stillt án þess að mæta á staðinn. NÝ TÆKNI! NÝ BYLTINGARKENND HEYRNARTÆKI MEÐ ÞREMUR HLJÓÐNEMUM FAGLEG ÞJÓNUSTA HJÁ LÖGGILTUM HEYRNARFRÆÐINGI Áfram gaus af krafti á Reykja-nesskaga, en gosið tók stöð-ugum breytingum, nýjar gossprungur opnuðust og gígunum fjölgaði. Fátt virtist aftra Íslend- ingum frá því að fara á eldstöðv- arnar, nema kannski leiðindaveður, en talið er að um fjórðungur þjóð- arinnar hafi gengið að þeim undan- farnar vikur. Formaður velferðarnefndar Alþing- is kvartaði undan dræmum svörum úr heilbrigðisráðuneytinu, en kvaðst verða að treysta því að þaðan bærust öll umbeðin gögn um hina ólögmætu reglugerð um skyldudvöl í sóttkvíarhóteli. Ýmsar vísbendingar voru hins vegar uppi um að í ráðuneytinu væri verið að sérvelja þau gögn, sem þorandi væri að láta fyrir almenningssjónir. Aðallega beindist gagnrýnin þó að því, að ekkert bendir til þess að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra hafi látið kanna lagastoð- ina áður en reglugerðin var sett. Formenn VR og Verkalýðs- og sjó- mannafélags Akraness hyggjast stefna Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) fyrir að hafa ekki haft samráð við aðildarfélögin vegna frumvarps fjármálaráðaherra um lífeyrismál. Glufa opnaðist á landamærunum, svo farið var í fyrstu hópferð úr landi í langa tíð. Hópur bólusettra eldri borgara fór með Norrænu í vikuferð um Færeyjar. Rafskútum er þegar tekið að fjölga ákaflega fyrir sumarið. Með þessu áframhaldi verða rafskútur á höfuð- borgarsvæðinu fleiri en íbúar utan þess innan áratugar. Veðrið mildaðist á ný, svo menn héldu um tíma að komið væri vor. Síðar í vikunni rigndi hins vegar svo mikið að engu var líkara en sumarið væri komið. . . . Borgarstjórinn, Dagur B. Eggerts- son, boðar almenna lækkun á um- ferðarhraða í borginni, þar sem víð- ast yrði 30 eða 40 km hámarks- hraði. Það er talið geta minnkað svifryksmyndun í borginni mikið, en móti kemur að sá tími sem fólk ver í umferðinni að meðaltali mun aukast um 12%, meira á annatínum Sjaldan er ein báran stök, því Svan- dís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra sætti háværri gagnrýni fyrir reglugerðardrög um endur- greiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna, sem starfa án samnings við Sjúkra- tryggingar Íslands. Samninga- viðræður milli þeirra og Lækna- félags Reykjavíkur eru nýhafnar aftur eftir talsvert hlé. Eins og vant er þótti lagastoðin fyrir reglugerð ráðherrans hæpin. Miðstjórn Alþýðusambandsins (ASÍ) sendi Knattspyrnusambandinu (KSÍ) opið bréf, þar sem alþýðuleiðtogarnir hvöttu fótboltaforingjana til þess að taka afstöðu með verkalýðnum í Kat- ar, sem þar er útpískaður við að byggja upp aðstöðu fyrir heims- meistaramótið í fótbolta 2022. Það voru þó ekki einu bréfaskriftir ASÍ í vikunni, sem einnig hnýtti í Sigurð Inga Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, fyrir frumvarp um skipaskráningar, sem það segir heimila „félagsleg undirboð“, þ.e.a.s. að skipafélög geti munstrað ódýrara vinnuafl erlendis. Úrslit urðu ljós í forvali Vinstri- grænna í Suðurkjördæmi, en þar varð Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerði, í efsta sæti. Kolbeinn Ó. Proppé, sem ætlaði að færa sig þangað úr Suður- Reykjavík, náði hins vegar ekki inn í líklegt þingsæti og hugleiðir nú hvort hann eigi að leita sætis í Reykjavík áfram. Ný stjórn Ríkisútvarpsins ohf. var kjörin, en þar voru helstu tíðindin þau að Ragnheiður Elín Árnadótt- ir, fv. ráðherra, settist í hana í stað Ragnheiðar Ríkharðsdóttur. Almennt atvinnuleysi er nú á nið- urleið og mældist 11% á landinu í mars. Hins vegar fjölgar þeim sem hafa verið án vinnu í ár eða meira. Sem fyrr er atvinnuleysið langmest á Suðurnesjum, þar sem um 25% fólks á vinnumarkaði finna ekkert að gera. . . . Heilbrigðiseftirlitið varaði við því að eiturgufur frá eldgosinu kynnu að ganga yfir höfuðborgarsvæðið á miðvikudag, en þess hefur orðið vart að öndunarfærasjúkdómar láti kræla á sér í auknum mæli. Icelandair Cargo varð vart við að Súez-skurður stíflaðist á dögunum, en við það rauk verð á flugfrakt upp um heim allan. Íslendingar búa sig undir að komast lítt úr landi í sumar, en það má m.a. merkja af aukinni sölu á hjólhýsum og ferðavögnum hvers konar. Er viðbúið að Ísland verði undirlagt af Íslendingum í sumar. Á 40 km hraða, en að öðru leyti er umferð orðin svipuð og var fyrir plágu. Nýjar tilslakanir á sóttvarnareglum tóku gildi í vikunni, en þegar er farið að ræða frekari tilslakanir í ríkis- stjórn, enda hafa smit mjög verið á undanhaldi og í hugskoti heilbrigð- isráðherra verður þorri þjóðarinnar bólusettur innan skamms. Eða ekki síðar en á næsta kjörtímabili. Sagðar voru fregnir af því að fjöldi vísindamanna á Norðurlöndum hefði gert rannsókn á hljóðum þeim sem landselsbrimlar gefa frá sér á fengi- tíma. Þau munu vera lægri og lengri hjá íslenskum brimlum en hjá nor- rænum frændum þeirra. Við blasir að þekkingarleit mannsins er hvergi nærri lokið. . . . Svört skýrsla ríkisendurskoðanda leiddi í ljós að Samgöngustofa hefði verið úti að aka þegar Wow air var að fatast flugið um árið. Samgöngu- stofa hefði átt að vera búin að grípa inn í löngu áður en félagið fór í þrot. Framkvæmdastjóri Orkuhússins telur að nýjustu aðgerðir Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra geti sett þúsundir bæklunar- aðgerða í uppnám. Börn sem búa nálægt gamla Vatns- hólnum við Sjómannaskólann hafa daglega mótmælastöðu á hólnum, en hann á að víkja fyrir nýju fjölbýlis- húsi aldraðra. Matsmenn telja að viðgerð og endurbygging á vesturbyggingu höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavík- ur muni kosta tvo milljarða króna. Það er án risarækjukokkteils. Sveitarfélagið Ölfus hefur úthlutað þremur stórum lóðum fyrir strand- eldisstöðvar vestan við Þorlákshöfn og er talið að hundruð starfa við fisk- eldi kunni að verða sköpuð þar á næstu árum. Lögregla hefur stöðvað kannabis- ræktun hér og þar á höfuðborgar- svæðinu, svo vænta má verðhækk- ana á grasi umfram hækkun vísitölu neysluverðs. Íslendingum verður allt að gulli, en nú herma fréttir að farsóttarhúsin hér á landi þyki til fyrirmyndar á al- þjóðavísu. Þar kunna því að felast margvísleg tækifæri eins og þegar Ísland var næstum orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð hér um árið. Jóhannes Stefánsson, fyrrv. at- hafnaskáld í Namibíu, hefur stofnað Félag uppljóstrara. Eftir því var tekið að hjá fyrirtækjaskrá eru raunverulegir eigendur þess ekki gefnir upp, en því verður vonandi ljóstrað upp síðar. . . . Íslenskur ríkisborgari hefur verið settur út af sakramentinu hjá stjórn- völdum í Peking, en hann hefur gagnrýnt stjórnvöld þar í landi fyrir eitt og annað í blaðagreinum. Ís- lenskir stjórnmálamenn fordæmdu þær aðgerðir Kínverja og segja þær óviðunandi. Í framhaldi af umfjöllun um það greindi Jónína Bjartmarz, formað- ur Íslensk-kínverska viðskiptaráðs- ins og fyrrverandi ráðherra, frá því að í Kína væri allt eins og blómstrið eina og ætlaðir kúgaðir minnihluta- hópar í raun dekraðar forréttinda- stéttir. Hún tók fram að hún hefði ekki verið heilaþvegin, sem enginn hafði þó látið sér detta í hug að gæti hafa gerst. Ísland er verulegur eftirbátur ann- ara Norðurlandaþjóða þegar kemur að innleiðingu nýrra lyfja, mun færri lyf komi hér á markað og mun síðar. Ísland fylgir hinum norrænu lönd- unum ekki að því leyti heldur er í slagtogi með snauðari ríkjum Aust- ur-Evrópu. Hvikfréttir austan úr Rússlandi hermdu að til greina kæmi að þeir Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vla- dímír Pútín Rússlandsforseti ættu leiðtogafund í Reykjavík. Við það kannaðist þó enginn þegar að var spurt en Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði að auðvitað væru þeir ávallt aufúsugestir. Eins og sumarið sé komið! Gengið hefur á með eldgosum, svo stöðugur straumur ferðamanna er að skoða undrin, en einnig með úrhelli og roki, svo engu er líkara en sumarið sé komið. Og með aukinni birtu má finna hvernig brúnin á mannskapnum lyftist. Morgunblaðið/Eggert 11.4.-15.4. Andrés Magnússon andres@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.