Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.04.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.04.2021, Blaðsíða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.4. 2021 ENGINN ÐBÆTTUR SYKUR ENGIN ROTVARNAREFNI 85% TÓMATPÚRRA VI S tundum finnst mér svo merkilegt hvernig umræða virkar. Hvernig sakleysisleg- ustu hlutir geta farið í allar og ófyrir- séðar áttir og endað á allt öðrum stað en lagt var upp frá. Það er stundum eins og fólk heyri hluti á annan hátt en þeir eru sagðir og leggi svo bara út af því. Þetta gerðist sem sagt í vikunni þegar Þor- björg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Við- reisnar, sló aðeins á létta strengi í ræðu á Al- þingi. Hún benti fólki á að þegar það ferðaðist innanhúss væri atriði að gleyma ekki svefn- herberginu. Hún var reyndar ekki bara komin í ræðustól til að segja skemmtisögur, heldur var hún að taka undir orð Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, sem bað landsmenn sína í áramóta- ávarpi að eignast fleiri börn því Norðmenn væru nánast hættir að fjölga sér. Ef barneignir eru vandamál í Noregi þá á það sennilega við hér líka því fæðingartíðni hefur aldrei verið lægri. Það helst svo í hendur við að Íslendingar verða sífellt eldri, sem myndar tölu- verða skekkju í aldurspýramídanum. Það stefn- ir nefnilega í að eftir þrjátíu ár verði fleiri utan vinnumarkaðar en á honum, að börn (sem þó verða færri en fólk á lífeyrisaldri), aldraðir og öryrkjar verði fleiri en vinnandi fólk. Og það getur orðið vesen. Það er ekki eins og við lítum ekki á það sem hlutverk okkar að sjá um þá sem eldri eru og sem betur fer gerir lífeyriskerfið það að verkum að fólk býr sjálft í haginn fyrir efri ár. En öldrun þjóðar kallar líka á meiri þjónustu sem greidd er af almannafé, eins og í heilbrigðiskerfinu. Við verðum þess vegna að vera nógu mörg til að geta staðið undir því og þegar þessi pýramídi er kominn á hvolf þá má búast við að þetta verði heldur þyngra. Það er til dæmis maður í Vest- mannaeyjum sem hefur hótað því að verða 200 ára. Það gæti orðið enn meira vesen ef fleiri fá svoleiðis hugmyndir. Viðbrögðin við þessari ræðu, sem mér fannst frekar meinlaus, voru merkileg. Þau byrjuðu á umræðu um móttöku á innflytjendum en færðu sig svo fljótlega yfir í að það væri algjörlega ómögulegt að eignast börn af því að það væri svo erfitt að fá leikskólapláss, það væri svo dýrt að eignast börn, það væri ekki hægt að gera með námi, fæðingarorlofið væri of stutt, barnabætur of lágar, fæðingarorlofssjóður skilningslaus og að fólksfjölgun ýti undir loftslagsbreytingar. Eftir að hafa lesið þetta allt þá varð ég sann- færður um að íslenska þjóðin myndi bara deyja út. Hægt en örugglega af því að 12 mánaða fæð- ingarorlof er ekki nóg og kerfið gerir ekki nógu mikið fyrir fólk og allt er svo glatað. Ég, með allan minn barnahóp, hef sennilega bara misskilið þetta svona rosalega. Þriðja barnið mitt var fætt áður en nokkur hafði nefnt hugmyndina um fæðingarorlof feðra. Ég man ekki eftir barnabótum í heimilisbókhaldinu (og ekki var ég há- launamaður þegar ég var sem sprækastur) og trúið mér: Eins slæmt og ástandið er á leikskólum þá hefur það oft verið verra. Maður á auðvitað ekki að miða allt við sjálfan sig, aðstaða fólks er mismunandi, hlutir breyt- ast og allt það, en það eru samt 22 ár á milli elsta og yngsta barns hjá mér, þannig að ég hef tals- verða innsýn í að vera foreldri í rúmlega þrjá áratugi. Það er örugglega svigrúm til að gera betur, en stuðningur við fjölskyldur hefur óneit- anlega batnað talsvert á þessum tíma. En stóra málið er að börn eru vesen. Það er dýrt að eiga þau og sjá fyrir þeim, þau byrja óþarflega snemma að fá sjálfstæðan vilja, þau geta ekki lært að nota skógrind, virðast ekki skilja hugtakið að setja í uppþvottavél og á ákveðnu aldursskeiði virðist koma upp þörf fyr- ir algjörlega fáránlega langar sturtuferðir. En það er aukaatriði. Mér finnst nefnilega eitt merkilegasta hlut- verk mitt í lífinu hafa verið að eignast börn og hafa áhyggjur af þeim. Og ef maður er heppinn þá nær maður líka að hafa áhyggjur af barna- börnunum. En líka elska þau og sjá þau þrosk- ast. Það held ég að hafi verið gangur lífsins alla tíð og ég vona að það standi ekki til að breyta því. ’ Eftir að hafa lesið þetta allt þá varð ég sann- færður um að íslenska þjóð- in myndi bara deyja út. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Barnalán M eð auknum bólusetningum glittir í ljósið við enda kó- vid-ganganna þó að enn séu blikur á lofti og fréttir um nýjar og óvæntar áskoranir veirunnar séu næstum hættar að koma á óvart. Eins og ég nefndi í síðustu grein minni á þessum vettvangi veltur vel- ferð okkar á næstu misserum og ár- um á því að ekki sé gert lítið úr þeim mikla og ósjálfbæra hallarekstri rík- issjóðs sem ætlað er að fleyta sem flestum landsmönnum yfir versta efnahagshöggið á meðan sóttvarnir lama drjúgan hluta atvinnulífsins. Þrátt fyrir það eru ýmis tilefni til bjartsýni og ég vil hér nefna fáein þeirra. Metnaðarfull áform í farvatninu Stóra viðspyrnan verður þegar for- sendur skapast fyrir okkur að taka á móti ferðamönnum. Og það styttist svo sannarlega í hana. En fyrir utan þá miklu áskorun sem við höfum glímt við undanfarna 14 mánuði eða svo finnst mér tvennt annað standa upp úr sem gefur væntingar um aukna verðmætasköpun. Í fyrsta lagi er það sá mikli fjöldi athafnafólks sem til mín hefur leitað undanfarið, til að kynna fyrir okkur metnaðarfullar hugmyndir sem það er með á teikniborðinu um nýjar framkvæmdir, nýjar fjárfestingar, nýjar lausnir, nýja verðmætasköpun. Oftar en ekki byggjast þessar hug- myndir á auðlindanýtingu og lúta að sjálfbærni og grænum tækifærum. Aðeins brot af þessum verkefnum hefur ratað í opinbera umræðu, en það er óhætt að segja að það eru mörg spennandi verkefni í pípunum, að mínu mati fleiri en verið hefur á undanförnum árum, og þó að aðeins helmingur þeirra eða þriðjungur yrði að veruleika þá myndi það skipta okkur Íslendinga verulegu máli. Frumkvæði og drifkraftur byggðanna Hitt sem mér finnst standa upp úr er sóknarhugurinn í öllum landshlutum, sem ég finn svo skýrt fyrir um þessar mundir. Þaðan kemur hvaðanæva mjög öflugt frumkvæði, og alls staðar er verið að breikka nálgunina, stækka samtalið, draga fleiri hagsmunaaðila að borðinu, og á einhvern hátt kannski beita nýjum aðferðum og nýjum tækjum til að fá fleiri aðila að sama borðinu fremur en að hver sé í sínu horni. Þetta er mjög ánægjuleg þróun, ég held að hún sé vænleg til árangurs og mér þykir vænt um að fá þau við- brögð að fólki finnist að stjórnvöld hafi að einhverju leyti stutt við þessa þróun. Má þar nefna jákvæð viðbrögð við þeirri breytingu á stuðnings- umhverfi nýsköpunar sem felst í niðurlagningu Nýsköpunar- miðstöðvar og ráðstöfun mikilvæg- ustu verkefna hennar til annarra aðila samhliða sérstakri áherslu á ný- sköpun á landsbyggðinni. Frumvarp þess efnis var samþykkt á Alþingi í vikunni þrátt fyrir stöku mótmæli sem ég tel að muni ekki eldast vel. Nýsköpunarsókn og grænar fjárfestingar Þó að útgjöld séu vissulega ekki besti mælikvarðinn á störf stjórnvalda seg- ir það samt ákveðna sögu að fjárveit- ingar til nýsköpunar, rannsókna og þróunar hafa aukist hlutfallslega meira á starfstíma þessarar rík- isstjórnar en til nokkurs annars málaflokks. Nýjasta dæmið er stofn- un Lóu, sem styðja mun nýsköp- unarverkefni á landsbyggðinni um 100 milljónir króna á ári. Tekið skal fram að ekki er um nýtt fjármagn að ræða heldur ákvörðun sem tekin er í samhengi við uppstokkun á nýsköp- unarumhverfinu. Hvað varðar tækifærin sem tengj- ast orkumálum má nefna að skömmu fyrir jól lagði fjármála- og efnahags- ráðherra fram frumvarp um tíma- bundnar ívilnanir til grænna fjárfest- inga, sem vænta má að greiði verulega götu grænna fjárfestinga. Frumvarpið bíður nú annarrar um- ræðu á Alþingi og verður vonandi að lögum. „Græni dregill- inn“ er nýlegt sam- starfsverkefni okk- ar og Íslandsstofu um að bæta þjónustu við græn fjárfestingarverk- efni og straumlínulaga ferli þeirra. Íslandsstofa hefur átt gott og árang- ursríkt samtal við atvinnuþróun- arfélög og fleiri hagsmunaaðila víða um land og verið mjög vel tekið. Einn angi af verkefninu er sam- starf við hagsmunaaðila á Bakka um að skoða tækifæri Íslands til að þróa græna iðngarða, eins og þekkjast er- lendis. Afurðin úr þeirri vinnu mun ekki eingöngu nýtast því svæði held- ur öllum landshlutum. Slík tækifæri blasa víða við, til að mynda á Grund- artanga þar sem við höfum fjárfest í vinnu sem miðar að því. Fleiri aðgerðir í orkumálum mætti nefna, til að mynda að frá og með næsta hausti ætti að nást full jöfnun á flutningskostnaði raforku, sem skipt- ir landsbyggðina að sjálfsögðu miklu máli. Öll merki benda í eina átt: Tæki- færin eru til staðar, þau eru raunhæf og þau eru nauðsynleg til að auka hér verðmætasköpun og lífsgæði eftir áföll undanfarinna mánaða. Það er undir okkur komið að leggjast á eitt við að greiða götu þeirra. Í því sam- bandi getur aukin orkuframleiðsla einfaldlega ekki verið fyrir utan sviga. Morgunblaðið/Ómar Sóknarhugur Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is ’ Tækifærin eru til staðar, þau eru raun- hæf og þau eru nauðsyn- leg til að auka hér verð- mætasköpun og lífsgæði.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.