Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.04.2021, Page 8
VIÐTAL
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.4. 2021
Á
heimili Harðar og konu hans
Helgu eru antík húsgögn áber-
andi, enda er húsbóndinn
bólstrari sem rak um langt
skeið þekkta húsgagnaverslun í
Reykjavík, HP-húsgögn. Hörður býður blaða-
manni til sætis í fínni stofu og Helga ber á borð
veitingar. Hörður varð níræður í mars en er
mjög ern og spilar enn golf nánast daglega.
Hann grínast þó með að vera „viðgerður“,
enda búið að skipta um nokkra liði.
Hörður, sem á að baki langa og farsæla ævi,
hefur talið frá unga aldri að maður sá sem
kvæntur var móður hans væri ekki faðir sinn.
Það var þó ekki fyrr en í síðasta mánuði að rétt
faðerni var staðfest og það í héraðsdómi.
Hörður er ekki sonur Péturs Hoffmanns Sal-
ómonssonar sem kenndur var við Selsvör,
heldur Gunnlaugs Jónssonar Fossbergs kaup-
manns.
Mamma gerir sig að ambátt
„Þegar mamma, Sveinbjörg Sigfúsdóttir, var
nítján ára réð hún sig á spítalann í Neskaup-
stað, en það var í spænsku veikinni 1919. Þar
vildi svo óheppilega til að hún varð ófrísk eftir
læknakandídat sem var trúlofaður annarri og
að undirbúa brúðkaup. Hún fór þá suður og
þaðan til Danmerkur. Ég held að það gefi
augaleið að læknaneminn hlýtur að hafa borg-
að farið út því hún var bláfátæk, en mögulega
var tilgangur ferðarinnar að fara í fóstureyð-
ingu. En sennilega hefur hún verið komin of
langt á leið því hún átti barnið svo seinna í
Danmörku,“ segir Hörður og segir móður sína
hafa búið um nokkurra mánaða skeið hjá syst-
ur sinni sem bjó í Danmörku.
„Svo kom maður til mömmu hennar og
bauðst til að taka dóttur hennar að sér með
barnið. Og það var Pétur Hoffmann Salómons-
son. Og hvað á fátæk stúlka að gera? Hún geng-
ur að þessu og eins og ég segi, gerir sig að am-
bátt. Þau giftust ekki af ást,“ segir Hörður.
„Svo líða árin og þau hlaða niður börnum,
nánast á hverju ári. Sú fyrsta, sem fæddist í
Danmörku, kom 1920, bróðir minn 1921 og síð-
an komu tvö börn sem dóu mjög ung. Síðan
fæðist systir mín 1925, svo systir 1928, bróðir
1929, ég 1931, systir 1932 og systir 1934. Þá
voru þau flutt til Reykjavíkur en bjuggu lengi
áður á Ísafirði. Þegar þarna er komið er hjóna-
bandið farið í mola en Pétur var mjög drykk-
felldur og ofstopamaður með áfengi. Hann var
þekktur í bænum fyrir slagsmál og ólæti. Menn
lögðu ekkert í hann því hann fleygði mönnum út
og suður. En hann gat verið framtakssamur og
var einn af þeim fyrstu sem leigðu skip og seldu
ísaðan fisk til Bretlands. Eitt skipti var lítið um
skipasiglingar og tekur hann þá skip á leigu, en
Keflvíkingar voru að sækjast eftir því líka.
Skipafélagið valdi Pétur en Keflvíkingarnir
voru alveg brjálaðir og komu til Reykjavíkur og
þá var það hnefarétturinn sem gilti. Hann lenti
í slagsmálum við þá niður við höfn en þeir voru
ellefu. Hann barði þá sundur og saman en það
sá á honum samt. Hann komst undan upp á lög-
reglustöð. Þannig var lífið í þá daga. Pétur
gerði stundum góð viðskipti en svo fór allt í súg-
inn vegna óreglu,“ segir Hörður og segir ólætin
hafi bitnað á fjölskyldunni.
Stelpan var grunsamlega stór
Þegar börnin eru lítil flutti Pétur út af heim-
ilinu, og Sveinbjörg var skilin eftir með barna-
skarann. Hún verður svo ólétt að Herði árið
1930 og fæðist hann í mars 1931. Hjónin skilja
svo löglega síðar.
„Hún varð ekki ólétt eftir Pétur. Svo eignast
hún dóttur árið 1932 og er talið að hún sé sam-
feðra mér og við þá alsystkini,“ segir Hörður.
„Þá er systir mömmu, sú sem hún dvaldi hjá
í Danmörku þegar hún átti fyrsta barnið,
stödd á Íslandi, en hún hafði verið trúlofuð
dönskum manni úti. Hann hafði slitið sam-
bandinu og var kominn með aðra konu.
Mamma fæðir telpuna í júlí 1932 og þá er syst-
ir hennar enn hér á landi. Mamma er þá komin
með átta börn. Systir hennar býðst til að taka
barnið að sér og mamma lætur það eftir henni.
Systir mömmu skrifar danska manninum og
segir honum að hún væri ófrísk eftir hann og
hann sleit þá sambandinu úti. Mamma fæðir
svo barnið og gefur systur sinni, en á fæðing-
arvottorðinu stóð 3.7. 1932 en frænka mín
breytir sjöunni í átta,“ segir Hörður og út-
skýrir að það passaði betur við hinn uppgerða
óléttutíma.
„Það þótti grunsamlegt hvað stelpan var
stór mánaðargömul, en hún var þá í raun
tveggja mánaða. Stúlkan, Margot, er svo alin
upp í Danmörku,“ segir Hörður og segir hann
danska manninn hafi verið grunlausan um
svikin. Ekki nóg með að hann væri ekki faðir
barnins, íslenska konan hans var heldur ekki
móðirin.
Svikin komust upp en við komum að því
síðar.
Óvænt marsípanterta í ferminguna
Hörður segir að þau systkinin hafi eitt sinn
heimsótt föður sinn Pétur í Grjótaþorpið þar
sem hann bjó og sat hann þá að sumbli.
„Við ætluðum að fá aur í bíó, en ég var þá
þriggja, fjögurra ára. Hann situr í dyragætt-
inni í djúpum stól og er þokkalega drukkinn.
Morgunblaðið/Ásdís
„Við erum Fossberg“
Hörður Pétursson, síðar Hörður Jón Pétursson, heitir nú Hörður Jón Fossberg Pétursson. Hörður var rang-
feðraður í níutíu ár en hefur nú loks, með hjálp DNA-prófs, fengið staðfest það sem hann hafði lengi grunað.
Saga hans um faðernið, systur hans sem var gefin og leiðina að sannleikanum er lyginni líkust.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
’
Svo kom maður til mömmu
hennar og bauðst til að taka
dóttur hennar að sér með barnið.
Og það var Pétur Hoffmann Sal-
ómonsson. Og hvað á fátæk
stúlka að gera? Hún gengur að
þessu og eins og ég segi, gerir sig
að ambátt. Þau giftust ekki af ást.
Hörður Jón Fossberg Pétursson hitti
aldrei blóðföður sinn Gunnlaug en er
afar þakklátur að fá það loks staðfest að
hann sé sonur hans. Fossberg-ættin
hefur tekið honum og börnum hans vel.
Fermingarkortið góða.