Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.04.2021, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.04.2021, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.4. 2021 H ver fréttin rekur aðra. Líftími flestra þeirra er stuttur. Miklu styttri en var fyrir fáum árum eða áratugum. Þær birtast hratt og þær næstu ýta þeim út eins og vörum á færibandi. Napóleon mikli lést fyrir nærri 200 árum hinn 5. maí 1921 á St. Helenu. Það var mikil frétt á alla mæli- kvarða. En fréttin um lát hans barst ekki til Bretlands fyrr en í júlí. Þegar John Kennedy var myrtur voru fyrstu frétt- irnar komnar um heim allan örskömmu eftir árásina. Hálfgerð íþróttalýsing var um leitina að tilræðis- manninum, neyðaraksturinn á sjúkrahús og segja má að næstu daga hafi þessi þáttur verið í beinni útsend- ingu í Bandaríkjunum þótt geta til slíks hafi styrkst mjög síðan. Lífaldur frétta Þegar horft er til evrópskra eða bandarískra sjón- varpsstöðva koma stórfréttir oft á dag. Aflið, sem þess- ar stöðvar geta beitt við fréttaflutninginn, gefur þann blæ í næstum hvert eitt sinn að fréttin sem sögð er þá stundina sé frétt aldarinnnar. Það kemur fyrir að stærsta frétt hvers dags lifi yfir á næsta dag en oftast er þó ný frétt komin vel á veg með að yfirgnæfa dags gamla frétt aldarinnar. Lifandi íslenskar fréttaveitur, eins og mbl.is, þenja ekki stærstu fréttir dagsins eins mikið út og fyrr- nefndar stöðvar hafa tilhneigingu til að gera og reynt er að gæta þess að „minni fréttir“ týnist ekki alveg, því að drjúgur hluti lesenda, þegar saman er lagt, vill ekki missa af þeim. Það er auðvitað til óskráð almennt fréttamat um hvaða fréttir hafi mesta vigt. En les- endur hafa hver sinn smekk. Einn vill alls ekki missa af því hvaða lið vann síðustu snerru í íþróttum. Þeim sama gæti verið rétt sama um hvað stjórnmálamaður tuðaði um á Alþingi. Áhugasvið fólksins í landinu er breytilegt og persónulegir hagsmunir og tengsl við mismunandi svið og landshluta einnig. Samfella í fréttum af atburðum hér gæti snert nátt- úruöflin, eins og eldgosið við Fagradalsfjall, óvænt veðrabrigði á miðum eða snjóflóð. Gosið er vel vaktað í fjölmiðlum, enda síbreytilegt sjónarspil og um leið náttúrulegt ólíkindatól sem getur, ef illa tekst til, vald- ið miklu tjóni. Langa veiruvitleysan er einnig dæmi um frétt sem ætlar engan enda að taka. Og um leið er hún þess eðlis að óhjákvæmilegt er að færa fólkinu nýjustu upplýs- ingar um það helsta sem er að gerast og hvernig það kann að breyta tilveru þess um lengri eða skemmri tíma. Þjóðin öll á mikið undir. Of mikið af sumu má þó gera En þótt fréttaþörfin sé augljós er hugsanlegt að of mikið fréttaglamur geri stundum meiri skaða en gagn. Það gæti gilt um skyndilega útlistun og uppslátt í dramatískum stíl um að fimm eða tíu manneskjur í víðri veröld hefðu fengið blóðtappa af fágætri tegund um svipað leyti og þær fengu þetta eða hitt bóluefnið. Sé Bretland tekið sem dæmi, þá hafa ríflega eitt hundrað þúsund manns dáið þar svo veirunni verði al- farið kennt um. Búið er að bólusetja þar 30 milljónir manna, að minnsta kosti einu sinni, og eftir því sem best er vitað hefur enginn þeirra sem náðist að bólu- setja síðan dáið úr veirunni. Það er ekkert að því, að til þess bærir vísindamenn leggist yfir slík tilvik, og það verði ekkert um það blaðrað fyrr en einhverjar niðurstöður, sem hægt er að standa á, liggi fyrir. Það gæti tekið tímann sinn. Ekki þarf enn að tyggja að hvert og eitt líf skiptir máli. En á meðan ekki er vitað hvort bóluefninu verði um kennt og eitthvað handfast er um það, sem er augljóslega ekki núna, er hollast að líta ekki á getgátur sem frétta- legan veruleika. Völt vísindi Fyrir fáeinum dögum var maður kynntur í sjónvarpi vestra sem vís læknir úr virtum bandarískum háskóla, til að upplýsa að tilgátan væri nú sú að blóðtappinn legðist á þá sem hefðu, án þess að vita það, verið með veiruna nýnumda þegar sprautað var og þess vegna hafi farið sem fór. Nauðsynlegt gæti því verið að skima sprautuþega og lesa úr henni áður en nálinni væri stungið. Óþarft er að taka fram hið augljósa að bréfrit- ari veit minna um þetta en flestir sem vita eitthvað dá- lítið. En hitt veit hver maður að vangaveltur hans skapa engan usla. En hinn vegsamaði vísindamaður bar það einnig með sér að hann væri, hvað sem vís- indum leið, á getgátustiginu. En vandinn er sá, að sjónvarpsáhorfendum, sem myndu að sjálfsögðu vara sig á bréfritara færi hann með himinskautum um ósönnuð vísindi, væri hins veg- ar vorkunn féllu þeir fyrir gráðum prýddum vísinda- manni, sem þættist vita eitthvað nýtt sem hann yrði að deila með almenningi. Almenningur er afar illa varinn fyrir tunguliprum gáfumönnum með skrautritaða prófgráðu úr hátimbr- uðum háskólum, sem hafa þó útskrifað hlutfallslega miklu fleiri skoffín en hina sem verðskulda traust. Svo var það hitt Það var annað mál sem ætla mátti að mundi yfirtaka fréttarýmið árum saman. Það var brexit. Og þá er ekki átt við árin fjögur eftir þjóðaratkæðið þegar þeir, sem höfðu svarið og sárt við lagt að fylgja niðurstöðunni, hvernig sem hún yrði, snerust á punktinum. Um leið og augljóst var að útgöngumenn höfðu unnið glæstan sigur hófst atlagan að niðurstöðunni. Eyðileggja skyldi niðurstöðuna eða útvatna hana svo að útgangan yrði í besta falli aldrei annað en að nafninu til. Fór þetta þvert á allar heitstrengingarnar um að virða úrslitin. Einskis var svifist og öllum brögðum beitt. Ýmsir komu illa frá þeirri framgöngu og jafnvel þeir sem síst skyldu. Má í því sambandi nefna bæði dóm- stóla og forseta neðri málstofunnar sem missti allan trúverðugleika. Þegar horft er til hræðsluherferðarinnar sem rekin var svo harkalega í baráttunni hefðu útgöngumenn mátt ætla að ekki gæti það allt verið tilbúningur. Og vissulega var reynt að sviðsetja veikburða umferðar- öngþeiti í ársbyrjun með tilbúnum vandræðagangi á vöruflutningum á milli Bretlands og annarra en það fjaraði hratt út. Evrópubúar gengu þá gegn sínum eig- in yfirvöldum og höfnuðu skrípaleiknum þegar þau fórnuðu eigin fólki í þessum leik. Brusselvaldið sálgaði svo fjögurra ára hræðsluáróðri þegar á daginn kom að bresk ríkisstjórn, sem ekki var lengur bundin á klafa ESB, bjargaði eigin bóluefna- málum miklu betur en sambandið var fært um. Mun- urinn var sláandi. Því miður bjálfuðust íslensk yfirvöld enn einu sinni í ofsatrú á ESB og lyftu ekki litlafingri til að gæta eigin hagsmuna í bóluefnum, fyrr en það var örugglega um seinan. Það sannaðist svo í Tyrklandi seinast að æðstu menn ESB voru ófærir um að ákveða sín á milli það stórmál hvor fengi að sitja nær Erdogan forseta á fundi. Forseti leiðtogaráðs ESB hefur í framhaldinu sagt opinberlega að hann hafi átt margar svefnlausar nætur Axarsköft ESB eru ekki lengur frétt ’ Þegar horft til þessara aðvörunarorða manns eins og Barniers, sem gerst má vita, verður ekki annað sagt en að von sé að klofningsflísin úr Sjálfstæðisflokki, með þessi ókræsilegu ósköp sem sitt aleinasta baráttu- mál, sé illa ráfandi og úti á túni og viti ekki hvort hún er að koma eða fara. Hún á sér ekki viðreisnar von. Reykjavíkurbréf16.04.21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.