Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.04.2021, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.04.2021, Page 18
Stofa og borðstofa tengj- ast. Í stofunni setja bast- stólar svip sinn á rýmið ásamt bananaplöntunni sem vex og dafnar. H líðarnar eru vinsælt hverfi. Það er mið- svæðis og stutt í alla þjónustu og út á stofnbrautir. Hæðirnar í Hlíðunum eru vinsælar hjá fjölskyldufólki en í þessari íbúð sem stendur í húsi sem byggt var 1946 hefur allt verið gert til að gera umhverfið þannig að allir njóti sín. Íbúðin er 118 fm að stærð og er með sérinngangi. Eldhúsið er með hvítri innréttingu og borðkrók og því er hægt að loka, sem mörgum finnst vera mikill kostur. Stofan og borðstofan eru samliggj- andi og þar fá falleg húsgögn að njóta sín. Í stof- unni er flauelssófi sem er í lausum einingum og því hægt að breyta eftir veðri og vindum. Þar eru líka baststólar, plöntur, motta og tekkborð. Í borðstofunni er gamalt viðarborð sem notað er sem borðstofuborð. Þar eru líka hansahillur á veggnum og gamalt tekkskrifborð sem spilar fal- lega saman. Hansahillurnar eru hafðar á efri hluta veggsins og er skrifborðinu komið haganlega fyrir. Eins og sést á myndunum er heildarmyndin fal- leg en hægt er að skoða eignina nánar á fast- eignavef mbl.is. Hvíti liturinn er áberandi í íbúðinni. Baðherbergið er flísalagt með flísum frá Agli Árnasyni. Blönd- unartækin koma frá Tengi. Tekkið lifir góðu lífi í Hlíðunum Við Drápuhlíð í Reykjavík hefur fjölskylda búið sér fallegt heimili. Náttúrulegur efniviður er í forgrunni ásamt hvíta litnum sem prýðir flesta veggi. Plöntur, bast og málverk gera heimilið heimilislegt ásamt gömlum hansahillum sem prýða einn vegg í stofunni. Marta María mm@mbl.is Bekkur og púðar eiga alltaf vel við. Dökkar gardínur setja svip sinn á hjónaherbergið. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.4. 2021 LÍFSSTÍLL HÄSTENS VERSLUN Faxafeni 5, Reykjavík 588 8477 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 11–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is WESLEEP. DOYOU? Þegar þú vaknar í rúmi frá Hästens munt þú virði þess að ná fullkomnum nætursvefni. Rúmin framleidd með einstöku samspili handverks hráefna þar sem hvergi eru gerðar málamiðlanir í gæðum náttúrulegra efna eða tíma við óþr handverkið. Þú sérð það ekki en þú munt fi Allan sólarhringinn. Heimsæktu Hästens í Faxafeni eða pantaðu vörulistann á hastens.com.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.