Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.04.2021, Síða 24
Fyrir 4
2 stórar agúrkur, skornar í fínar sneið-
ar og sneiðarnar skornar í tvennt
¼ bolli smátt sneiddur rauðlaukur
¼ bolli grísk jógúrt (eða sýrður rjómi
til helminga með majónesi)
1 stíróna, safi og rifinn börkur (eða ¼
bolli hvítvínsedik)
2 msk. smátt saxað dill
salt og pipar eftir smekk
1 rifið hvítlauksrif (má sleppa)
Blandið öllu saman og kælið í ís-
skáp í hálftíma. Einnig er hægt að
bæta út í einni teskeið af hunangi
ef ykkur finnst vanta smá sætu.
Gúrku- og dillsalat
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.4. 2021
MATUR
Fyrir 2
1 meðalstór grænn kúrbítur
1 meðalstór gulur kúrbítur
1 stykki ferskt maískorn,
baunir skornar af stilki
30 g mjúkur geitaostur
dass af rauðum piparflögum
gróft salt og nýmalaður
pipar
nokkur blöð af ferskum basil
1 msk. ristaðar furuhnetur
Skerið kúrbítinn með
ostaskera (eða sambæri-
legu verkfæri) og flysjið
þannig í fallega langa renn-
inga. Hendið miðjunni
þegar þið komið að henni.
Leggið renningana í skál
og blandið. Bætið við ma-
ískorni og tveimur mat-
skeiðum af dressingunni.
Bætið þá við kryddinu og
síðast geitaosti og basil.
DRESSINGIN
½ bolli góð ólífuolía
3 msk. nýkreistur safi af sí-
trónu
1 msk. smátt skorið basil
1 msk. Dijon-sinnep
1 rifið hvítlauksrif
gróft salt og pipar eftir
smekk
Setjið hráefnin í krukku og
hristið vel saman. Smakk-
ið til.
Sveitasalat með kúrbít og maís
Fyrir 4
1 bolli ísraelskt kúskús
1 bolli vatn
½ grænmetisteningur
¼ rauð paprika, skorin fínt
½ gúrka, afhýdd og fræin tekin úr og
síðan skorin smátt
1 bolli kirsuberjatómatar, skornir í
tvennt
2 msk. rauðlaukur, skorinn smátt
handfylli af steinselju, skorin smátt
10 ólífur, skornar gróft
60 g feti, í litlum bitum
3 msk. ólífuolía, plús 1 tsk.
1 msk. rauðvínsedik
1 tsk. hunang
slatti nýmalaður pipar
smá salt
Setjið pönnu á miðlungshita og
bætið út á hana einni teskeið af
ólífuolíu. Þegar olían er heit, eftir
um hálfa mínútu, bætið kúskúsi út
á pönnu og hrærið í eina, tvær mín-
útur þar til ristað. Bætið þá út á
vatni og grænmetisteningnum.
Lækkið svo hitann og látið malla
þar til kúskús er tilbúið, en það
stendur á pakka hvað það tekur
langan tíma.
Á meðan það er að malla, skerið
papriku og gúrku í álíka stóra bita.
Setjið í stóra skál. Skerið því
næst tómata í tvennt og bætið út í
skálina. Skerið steinselju og lauk
mjög smátt og bætið við. Skerið
ólífur og bætið út í.
Skerið feta og geymið til hliðar.
Hrærið saman ólífuolíu,
rauðvínsediki, hunangi, pipar og
salti.
Þegar ísraelska kúskúsið er tilbú-
ið, færið það yfir í sigti og látið kalt
vatn renna á það til að kæla niður.
Hristið vel svo vatnið fari af því.
Bætið því út í skálina með græn-
metinu. Hellið dressingunni yfir.
Bætið svo feta við og blandið var-
lega.
Njótið!
Ísraelskt kúskússalat
Sumarið nálgast!
Nú þegar sumardagurinn fyrsti er á næsta leiti er tilvalið að skella í
nýstárlegt sumarsalat! Oft er erfitt að vera hugmyndaríkur og þá er
gott að fá hér glænýjar og spennandi hugmyndir. Sum eru góð sem
meðlæti, önnur góð ein og sér sem léttur réttur.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
101.9
AKUREYRI
89.5
HÖFUÐB.SV.
Retro895.is
ÞÚ SMELLIR
FINGRUM Í TAKT
MEÐ RETRÓ
‘70,‘80 OG ‘90 STÖÐIN