Morgunblaðið - 05.05.2021, Side 4

Morgunblaðið - 05.05.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021 Skúli Halldórsson Ragnhildur Þrastardóttir Ómar Friðriksson Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra greindi frá því eftir ríkis- stjórnarfund í gær að ákveðið hefði verið að framlengja gildistíma reglu- gerða um takmarkanir á samkomum og skólastarfi um eina viku, en að óbreyttu áttu þær að gilda til mið- nættis í kvöld. Ráðherra sagði þetta vera í samræmi við tillögu Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis þessa efnis, en í minnisblaði hans til ráð- herra segir hann allar líkur á því að forsendur verði fyrir því að ráðast í afléttingar á sóttvarnaráðstöfunum á næstu vikum. Sex greindust með kórónuveiru- smit í fyrradag innanlands og var einn þeirra utan sóttkvíar við grein- ingu. Þá greindust tveir með smit á landamærunum. Nýta reynslu úr þriðju bylgju „Við erum að komast út úr þessum nokkuð mörgu hópsmitum sem hafa verið í gangi hér undanfarið, og er- um samt enn að greina fólk utan sóttkvíar, eins og í gær til dæmis. Ég held það sé bara ráðlegt að fara að- eins rólega í þetta, heldur en að fara af stað núna og fá þetta aftur í bakið. Það er reynslan okkar af því hvernig við fórum út úr þriðju bylgj- unni, og ég held að við nýtum okkur það,“ sagði Þórólfur í samtali í gær. Spurður hvort gott rými verði fyr- ir afléttingar eftir viku ef þróun smita heldur áfram eins og hún er núna tekur Þórólfur undir það. „Ef þetta gengur bara mjög vel og ef við sjáum að þetta heldur svona áfram, þó að við höfum fundið einn í gær þá er það ekkert voða mikið. Ef þetta heldur svona lítið áfram þá eigum við að geta farið í afléttingar. Við erum búin að koma þessum landamæramálum á og þá eigum við að hafa allar forsendur til að geta slakað meira á hér innanlands. Ég held að það gangi bara eftir og við eigum að vera tilbúin í það.“ Svandís Svavarsdóttir sagði við fjölmiðla eftir ríkisstjórnarfundinn í gær að hún ætti von á því að hægt verði að gera alvörubreytingar á sóttvarnareglum næst, ef þróunin verður áfram eins og nú er, vonandi viðamiklar. Að sögn hennar bendir allt til að búið verði að bólusetja vel yfir 40% fyrir vikulok. Eins gangi vel á landamærunum og verið að ná tök- unum á ástandinu innanlands. Í tilkynningu heilbrigðisráðuneyt- isins í gær kemur fram að í lok síð- ustu viku voru um 110.200 einstak- lingar búnir að fá a.m.k. einn bóluefnaskammt og 36.380 einstak- lingar voru fullbólusettir. Í þessari viku verða um 40.000 einstaklingar bólusettir og er það langstærsta bólusetningarvikan til þessa. Afléttingaráætlun stjórnvalda er í fjórum skrefum og tekur mið af framgangi bólusetningar. Áætlunin er sett fram með hliðsjón af því hve hratt gengur að bólusetja lands- menn og er jafnframt birt með fyr- irvara um mat sóttvarnalæknis á að- stæðum og stöðu faraldursins á hverjum tíma. Fyrsta skref afléttingar hefur þegar verið tekið með tilslökunum á samkomutakmörkunum og í skóla- starfi sem tóku gildi 15. apríl síðast- liðinn. Þá voru fjöldamörk aukin úr 10 í 20 manns, opnað var fyrir starf- semi sundlauga, líkamsræktar- stöðva o.fl. með takmörkunum. Landlæknir fékk bóluefni Alma Möller landlæknir var ein þeirra 450 sem fengu bólusetningu klukkan tíu í gærmorgun en bólu- setja átti allt að tíu þúsund manns í Laugardalshöll í gærdag. „Mér líður bara frábærlega. Tilfinningin er að- allega gleði,“ sagði Alma í samtali við mbl.is eftir að hafa fengið bólu- setninguna. „Það svífur hreinlega gleði yfir höllinni. Þetta er eins og að fara að kjósa – nema miklu skemmti- legra,“ sagði hún. „Þetta er frábært skipulag og ég er stolt af heilsugæslunni og öllu starfsfólkinu þarna. Það var ekki síð- ur gaman að verða vitni að því en að þiggja sjálfa sprautuna,“ sagði hún. Alma fékk bóluefni lyfjaframleið- andans Pfizer og verður því boðuð í seinni bólusetningu að þremur vik- um liðnum. „Ég hlakka líka til þess dags. Það er gaman að vera í röðinni og tala við fólk. Það eru allir glaðir og þakk- látir, meðvitaðir um að þeir séu að gera þetta fyrir sig en líka fyrir aðra. Ég vil hvetja alla sem fá boð til að þiggja bólusetningu,“ sagði land- læknir. Landlæknisembætti Danmerkur ákvað í fyrradag að þar í landi yrði bóluefni lyfjaframleiðandans Jans- sen ekki notað við kórónuveirunni. Bóluefnið er komið í notkun hér á landi og verða sex þúsund manns bólusettir með efninu í Laugardals- höll í dag. Sóttvarnareglur framlengdar um viku - Stefnir í afléttingar eftir viku - Sex smit greindust innanlands - 40 þúsund bólusettir í vikunni Morgunblaðið/Eggert Bólusetning Alma Möller landlæknir fékk bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer í Laugardalshöll í gærmorgun. Bólusetningar við kórónuveiru Frá 29. des. 2020 til 2. maí 2021 og áætlaður fjöldi 3. til 9. maí 200.000 150.000 100.000 50.000 U p p fæ rt 3 .m aí des. jan. feb. mars apríl maí Um 40.000 verða bólusettir í þessari viku Fjöldi skammta 110.199 einstaklingarhafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni Þar af eru 36.376 einstaklingarfullbólusettir Heimild: Covid.is Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta 544 5151tímapantanir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 Sérhæfð þjónusta fyrir Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK af vinnulið einkabifreiða Förum yfir bifreiðar fyrir aðalskoðun/endurskoðun og förum með bifreiðina í skoðun Þjónustuaðilar IB Selfossi Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell gæða lofthreinsitæki Hreint loft - betri heilsa Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum. Honeywell loft- hreinsitæki eru góð viðmyglu- gróum, bakteríum, frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum. Verð kr. 37.560 Verð kr. 16.890 Verð kr. 59.100 Kristján Þór Júl- íusson, sjávar- útvegs- og land- búnaðarráðherra, undirritaði í gær reglugerð sem heimilar bændum að slátra sauðfé og geitum á búunum sjálfum og dreifa á markaði. Slík framleiðsla og dreifing hefur hing- að til verið óheimil. Í reglugerðinni er kveðið á um að dýralæknar sinni heilbrigðisskoðunum bæði fyrir og eftir slátrun og mun kostnaður við það greiðast úr ríkissjóði. Kristján Þór segir í aðsendri grein, sem birtist í dag að leitað hafi verið leiða í tvö ár til þess að heim- ila þessa framleiðslu á þann veg að skilyrði um matvælaöryggi séu upp- fyllt á sama tíma og gætt sé að dýravelferð og dýraheilbrigði. »13 Heimilar bændum að slátra heima Kristján Þór Júlíusson Andrés Magnússon andres@mbl.is Kristján Þór Júlíusson mun nú í dag kynna nýtt umræðuskjal um land- búnaðarstefnu. Þar er hugtakið landbúnaður víkkað út svo það taki t.d. til kolefnisbindingar í jörðu, en eins er rík áhersla lögð á fæðu- og matvælaöryggi. Landnotkun og sjálfbær landnýting fá þar mikið rými, sem og líffræðilegur fjölbreyti- leiki og velferð dýra. Þá er vikið að menntun, rannsóknum, ráðgjöf og nýsköpun, en einnig að nýjum tæki- færum, sem fylgt geta fjórðu iðn- byltingunni svonefndu. Sérstaklega er fjallað um fyrir- komulag opinbers stuðnings við landbúnað og lagt til að áherslum í styrkjakerfi landbúnaðar verði breytt. Annars vegar stutt við bú- setu í sveitum óháð því hvaða fram- leiðslugrein er stunduð, en hins veg- ar lögð aukin áhersla á þátt jarðræktar og annarrar landnýting- ar og landvörslu, grundvallarþætti í landbúnaðarstefnunni auk mark- miða í loftslagsmálum. Jafnframt verði bændum og afurðastöðvum auðveldað að bregðast við breyttum kröfum neytenda og markaðarins. Bent er á að stuðningur, sem að mestu eða öllu leyti er tengdur ákveðnum búgreinum og afurðum, kunni að vinna gegn því að landbún- aður aðlagist breyttum aðstæðum. Umræðuskjalið ber heitið „Rækt- um Ísland!“, en í því felst hvatning vegna skyldu þjóðarinnar við landið og horft til landbúnaðar í víðum skilningi, þar á meðal vegna lofts- lagsmála, sjálfbærni og nýtingar ein- stakra auðlinda, en jafnframt hvern- ig megi þróa hann til þess að skapa bændum viðunandi afkomu. Þau Björn Bjarnason og Hlédís H. Sveinsdóttur voru í verkefnisstjórn um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland, og mótuðu þetta umræðuskjal, frem- ur en fastmótaðar tillögur til beinnar lögfestingar á markmiðum landbún- aðarstefnu. Þar er einnig að finna samantekið mikið af ítarefni og gögnum um landbúnað. Breytt fyrirkomulag opinbers stuðnings - Kristján Þór Júlíusson kynnir umræðuskjal til mótunar nýrrar landbúnaðarstefnu á 21. öldinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.