Morgunblaðið - 05.05.2021, Side 10
10 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Egyptar hafa undirritað samning við
Frakka um kaup á 30 orrustuþotum
af gerðinni Dassault Rafale. Kaup-
verð er 3,75 milljarðar evra, að því er
fram kemur í umfjöllun fréttaveitu
Reuters.
Hergagnasalan komst fyrst í
fréttir í desember síðastliðnum þeg-
ar Emmanuel Macron Frakklands-
forseti lýsti því yfir að hann myndi
ekki setja nein ákveðin skilyrði fyrir
sölunni, verði af henni. Ástæða þess
var sögð sú að forsetinn vildi ekki
leggja neinar hömlur á baráttu
egypskra stjórnvalda við hryðju-
verkahópa á svæðinu. Þessi ummæli
Frakklandsforseta féllu í grýttan
jarðveg hjá sumum, meðal annars
mannréttindasamtökum.
Varnarmálaráðherra Frakklands
hefur opinberlega lítið viljað tjá sig
um söluna. Kaup Egypta munu þó
vera fjármögnuð með lántöku.
Frakkar hafa verið iðnir við að
selja Egyptum vopn í gegnum árin.
Þannig voru þeir helstu vopnafram-
leiðendur Egypta tímabilið 2013-
2017. Voru þá 24 orrustuþotur seldar
til Egyptalands og forkaupsréttur
veittur á 12 vélar til viðbótar. Sá
réttur var þó ekki nýttur.
Fullyrða má að franska flugvéla-
framleiðandanum Dassault hafi
gengið vel undanfarið að selja
Rafale-orrustuþotur, en auk Egypta
hafa Grikkir bætt slíkum tækjum í
vopnabúr sitt. Var það í janúar sem
grísk stjórnvöld náðu samkomulagi
um kaup á 18 vélum, viðskipti upp á
2,5 milljarða evra.
Þykja afar fjölhæf vígtól
Rafale-orrustuþotur hafa mikið
flugþol, eru hannaðar með fjölbreytt
verkefni í huga og þykja henta vel til
árása gegn loftförum, skipum og
skotmörkum á jörðu niðri.
Í dag eru Rafale-þotur í notkun
hjá flug- og sjóher Frakklands og
flugherjum Egyptalands, Katars og
Indlands.
Egyptar bæta við vopnabúr sitt
- Samningur undirritaður við Frakkland um kaup á Rafale-þotum - Kaupverð 3,75 milljarðar evra
AFP
Hernaðarmáttur Rafale-orrustuþotur sjást hér á dekki franska flugmóður-
skipsins Charles de Gaulle. Myndin er tekin við aðgerðir á Miðjarðarhafi.
Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, hét í gær ítar-
legri rannsókn á orsökum þess að brú hrundi í Mexíkóborg
þegar jarðlest fór yfir hana í gær. 23 létu lífið, þar á meðal
börn, og á sjöunda tug slasaðist. Síðdegis í gær var enn unnið
að því að losa fólk úr lestarvögnunum. Brúin er á jarðlest-
arleið sem opnuð var fyrir rúmum áratug. Jarðlestarkerfi
Mexíkóborgar er næstfjölfarnasta lestarkerfi í Norður-
Ameríku á eftir New York-borg og lestirnar í borginni flytja
hátt á annan milljarð farþega árlega.
AFP
23 létust og tugir slösuðust þegar brú hrundi undan lest í Mexíkóborg
Þjóðverjar áforma að aflétta tak-
mörkunum af þeim sem hafa fengið
fulla bólusetningu gegn kórónuveir-
unni.
Samkvæmt lagafrumvarpi, sem
þýska sambandsstjórnin samþykkti í
gær, þurfa bólusettir og þeir sem
hafa fengið Covid-19 og er batnað
ekki að hlíta útgöngubanni eða sam-
komutakmörkunum. Gert er ráð fyr-
ir að frumvarpið verði að lögum á
þýska þinginu síðar í vikunni.
Christine Lambrecht dómsmála-
ráðherra sagði í gær að það yrðu að
vera gildar ástæður fyrir því að setja
daglegu lífi skorður. Um leið og
þessar ástæður eru ekki lengur fyrir
hendi ætti að aflétta þessum skorð-
um, sagði hún.
Útgöngubann
Samkvæmt reglugerð, sem sett
var í apríl, þurfa stjórnvöld í hér-
uðum þar sem smitstuðull undan-
farna sjö daga er yfir 100 af hverjum
100 þúsund íbúum að framfylgja út-
göngubanni á kvöldin og nóttunni og
einstaklingar mega aðeins hafa sam-
skipti við einn annan úr annarri fjöl-
skyldu yfir daginn.
Á svæðum þar sem smitstuðullinn
er lægri hefur hins vegar verið leyft
að opna verslanir, veitingahús og
kvikmyndahús fyrir þá sem geta
sýnt fram á neikvæða niðurstöðu í
smitskimun.
Nokkur þýsk ríki, þar á meðal
Berlín og Bæjaraland, hafa þegar
kynnt áform um að hætta að krefjast
þess að bólusett fólk sýni slík vottorð
þegar það fer inn í búðir eða hár-
greiðslustofur.
Ríkisstjórn Bæjaralands áformar
einnig að leyfa að hótel, skemmti-
garðar og tjaldsvæði verði opnuð á
ný frá og með 21. maí.
Bólusettir fá
undanþágur
- Þjóðverjar aflétta takmörkunum
AFP
Takmarkanir Gestir á veitingahúsi í
Eckernförde í Þýskalandi.
SKVÍSAÐU ÞIG UPP
FYRIR SUMARIÐ
STÆRÐIR 1428
Sundkjóll
15.990 kr
Stærðir 42-56
Bikiní haldari
8.990 kr
C-H skálar
Bikiní haldari
8.990 kr
Stærðir 42-54
Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is