Morgunblaðið - 05.05.2021, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sjötíu ár eru ídag liðin fráþví að Ís-
lendingar undir-
rituðu varnar-
samninginn við
Bandaríkin. Tveimur dögum
síðar kom bandaríska varnalið-
ið til landsins og var greint frá
komunni í sérstakri síðdeg-
isútgáfu af Morgunblaðinu þar
sem samningurinn var birtur
ásamt yfirlýsingu frá rík-
isstjórn Íslands.
Þar var rakið að vegna sér-
stöðu Íslendinga hefði verið
viðurkennt við stofnun Atl-
antshafsbandalagsins að Ís-
land hefði engan her, ætlaði
ekki að stofna her og ekki
kæmi til mála að erlendur her
eða herstöðvar yrðu á Íslandi
á friðartímum. Kæmi til ófrið-
ar yrði bandalagsþjóðunum
hins vegar veitt aðstaða á Ís-
landi. Nú væru miklar viðsjár í
alþjóðamálum og tvísýna og
öryggisleysi hefði aukist.
„Allt þetta hefur orðið til
þess að íslenska ríkisstjórnin
hefur komist á þá skoðun, að
varnarleysi Íslands stefni, eins
og nú er ástatt í alþjóða-
málum, bæði landinu sjálfu og
friðsömum nágrönnum þess í
hættu,“ sagði í yfirlýsingunni.
Inngangan í Atlantshafs-
bandalagið og varnarsamning-
urinn voru lykilákvarðanir.
Með þeim var lagður grunnur
að þeirri utanríkisstefnu, sem
fylgt hefur verið síðan með
vestrænt samstarf að leið-
arljósi og reynst hefur heilla-
drjúg.
Oft var hart deilt um
varnarsamninginn á kalda-
stríðsárunum. Í tvígang kom-
ust til valda vinstristjórnir,
sem höfðu það að markmið að
segja honum upp, en höfðu
ekki bolmagn til þess þegar á
hólminn var komið.
Eftir að kalda stríðinu lauk
með falli Sovétríkjanna dró
jafnt og þétt úr umfangi
varnarliðsins og
þar kom að Banda-
ríkjamenn ákváðu
einhliða að draga
herlið sitt brott frá
Íslandi árið 2006.
Bandaríkjamenn sögðu
varnarsamningnum þó ekki
upp og höfðu ugglaust í huga
að gott gæti verið að eiga kost
á aðstöðu á Íslandi skipuðust
veður í lofti í alþjóðamálum.
Mikið þyrfti að ganga á til
þess að tekið yrði í mál að
bandarískt varnarlið fengi hér
fast aðsetur á ný. Hins vegar
gæti verið að vestan hafs sjái
menn nú eftir að hafa horfið
með herinn á braut.
Aðstæður í alþjóðamálum
hafa breyst frá 2006. Eftir lok
kalda stríðsins áttu Rússar
samstarf við Atlantshafs-
bandalagið, sem virtist ætla að
verða náið, en nú finna Rússar
vestrænum ríkjum allt til for-
áttu. Þá hopar ísinn á norð-
urskautinu jafnt og þétt og við
það opnast siglingaleiðir með
nýjum möguleikum til að ná
ítökum. Þar sjá Rússar færi á
að styrkja stöðu sína og áhugi
Kínverja hefur ekki farið
leynt.
Þessi atriði gefa ástæðu til
að endurmeta öryggismál á
norðurslóðum. Vaxandi áhugi
Bandaríkjamanna á Íslandi
sýnir það. Bandaríkjamenn
eru nú farnir að veita fé í að
tryggja að mannvirki séu til
staðar á Keflavíkurflugvelli og
sömuleiðis hafa háttsettari
ráðamenn komið til Íslands
undanfarið en um nokkurra
ára skeið og síðar í mánuð-
inum er von á utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna hing-
að til lands.
Varnarsamningurinn var
gæfuspor á sínum tíma og þótt
ekki sé lengur bandarískt
varnarlið hér á landi varð hann
kjölfestan að hinu nána sam-
starfi milli ríkjanna sem enn
stendur.
70 ár frá varnar-
samningnum við
Bandaríkin}
Heilladrjúgt samband
Þingmenn Við-reisnar stóðu
fyrir umræðu um
efnahagsmál á Al-
þingi í gær. Það
hefði út af fyrir sig
getað verið vel til fundið ef út-
gangspunktur þingmanna Við-
reisnar hefði ekki verið hinn
sami og ávallt; evran og Evr-
ópusambandið. Þessi þrá-
hyggja er orðin mjög sér-
kennileg þegar horft er til
þess hve vel hefur gengið í
efnahagsmálum hér á landi
miðað við ríki evrusvæðisins.
Fjármálaráðherra var til
svara og benti á að Íslend-
ingum hefði gengið vel með
sinn „eigin gjald-
miðil og í krafti
fullveldis, með
góða skarpa sýn til
framtíðar, að
lækka skuldir rík-
issjóðs meira á árunum 2011–
2019 en nokkurri annarri þjóð
í heiminum — með okkar eigin
gjaldmiðli“.
Honum þótti umræðan ein-
kennileg og skyldi engan
undra. En umræðan var gagn-
leg að einu leyti. Hún minnti á
að Viðreisn snýst bara um eitt
mál, aðild að Evrópusamband-
inu. Miklu skiptir að Viðreisn
haldi áfram að minna kjós-
endur á þá staðreynd.
Öll áminning um
stefnuna er gagnleg
fyrir kjósendur}
Þráhyggja Viðreisnar
E
itt mikilvægasta verkefnið sem
blasir við þjóðinni er að ná at-
vinnuleysinu niður. Þessi vágest-
ur hefur ekki einungis í för með
sér efnahagslega erfiðleika held-
ur einnig félagslegar afleiðingar sem erfitt er
að meta til fjár. Um 11 þúsund manns hafa
misst vinnuna frá því faraldurinn gerði fyrst
vart við sig í fyrra og nú eru um 21 þúsund
manns án atvinnu í landinu. Við þessu þarf að
bregðast með afgerandi hætti.
Vandinn verður þó ekki leystur með því einu
að fjölga störfum hjá hinu opinbera. Lausnin
liggur í eflingu atvinnulífsins sem stendur und-
ir verðmætasköpun hagkerfisins og þar með
skatttekjum ríkis og sveitarfélaga. Á liðnum 15
mánuðum hafa fyrirtækin í landinu tekið á sig
þungt högg með tilheyrandi fækkun starfa á
meðan starfsemi ríkisins hefur lítið raskast.
Nýlega birtust tölur um launaþróun á almennum og op-
inberum vinnumarkaði þar sem í ljós kom að hið opinbera
hefur leitt launaþróun á vinnumarkaði. Sú staða gengur
ekki til lengdar.
Flest erum við sammála um að reka öflugt velferð-
arkerfi, menntakerfi, tryggja öryggi og góða þjónustu
hins opinbera á þeim sviðum sem það veitir þjónustu.
Ekkert af þessu er sjálfsagður hlutur heldur hvílir vel-
ferðin á frjálsum viðskiptum, markaðshagkerfi og öflugu
atvinnulífi.
Stjórnmálamenn eiga það til að tala um öflugt atvinnu-
líf án þess að skilgreina það frekar. Stundum boða menn
fjölgun starfa á vegum hins opinbera eða sérstök upp-
byggingarverkefni sem takmarkast við ákveð-
inn stað eða ákveðna stund þótt ekki liggi fyrir
hve sjálfbær þau eru til lengri tíma litið.
Verkefni stjórnmálamanna felst þó öðru
fremur í því skapa einkageiranum viðunandi
aðstöðu til að vaxa og dafna, tryggja sam-
keppnishæft skattaumhverfi og að regluverk
hér sé ekki flóknara en annars staðar. Einnig
verður að tryggja að möguleikar til mennt-
unar og nýsköpunar séu viðunandi, að traust
hagstjórn skapi jafnvægi og að samgöngu- og
fjarskiptainnviðir séu til staðar. Þannig mætti
áfram telja.
Þetta eru verkefnin sem stjórnmálamenn
eiga að einbeita sér að. Þeir eiga síðan að
treysta einkaaðilum til að skapa öflugt at-
vinnulíf á þessum grunni.
Í árlegri úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
sem birt var á dögunum var sérstaklega bent
á mikilvægi þess að tengja saman launaþróun og fram-
leiðni í atvinnulífinu þannig að íslensk fyrirtæki geti vaxið
og dafnað – og skapað störf. Sjóðurinn mælir enn fremur
með endurskoðun á heildarsamningum á vinnumarkaði.
Með þeim hætti geti samfélagið fetað sig í átt að fjölgun
starfa og tryggt fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. Þetta er
skynsamleg nálgun og í samræmi við þau fornu sannindi
að drifkraftur efnahagslífsins býr í einstaklingunum og
fyrirtækjum þeirra. Þar verða verðmætin til sem skapa
grundvöllinn að velmegun þjóðarinnar.
aslaugs@althingi.is
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Drifkraftur efnahagslífsins
Höfundur er dómsmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
E
ndurhæfing fólks með eft-
irköst vegna Covid-19
hófst aftur á Reykjalundi í
síðustu viku eftir nokkurt
hlé. Stefán Yngvason, fram-
kvæmdastjóri lækninga á Reykja-
lundi, segir að 47 hafi verið búnir að
ljúka endurhæfingu í febrúar. Nú eru
20 byrjaðir í meðferð. Endurhæfingin
tekur að jafnaði sex vikur, fimm daga
í viku, og það dugar flestum.
„Við höfum fengið um 80 beiðnir
um þjónustu,“ segir Stefán. „Eitt-
hvað er um að beiðnir séu sendar á
fleiri staði eins og Heilsustofnun. Við
erum í samstarfi við hana um að
sinna þessu fólki. Þarfir þess eru
mjög misjafnar, eins og gengur. Stór
hluti af hópnum á Reykjalundi er á
vinnumarkaði og margir yngri en
sextugir.“
Biðlistinn eftir endurhæfingu
hefur lengst jafnt og þétt en heldur
hefur dregið úr ásókninni miðað við
hvernig hún var fyrr á árinu. Stefán
segir að fólk viti að þau á Reykjalundi
gátu ekki annað eftirspurninni um
tíma og þurftu að hætta endur-
hæfingunni tímabundið.
Sjúkratryggingar Íslands segja í
tilkynningu að heilsugæslan muni
vísa sjúklingum í sérhæfð endurhæf-
ingarúrræði á Reykjalundi og Heilsu-
stofnun. Einnig geta sérgreinalækn-
ar á sjúkrahúsum og einkastofum
sent tilvísanir til þessara stofnana.
Ákveðin sérhæfing
Stefán segir að ákveðin sérhæf-
ing sé á milli Reykjalundar og
Heilsustofnunar. Þannig hafi Heilsu-
stofnun mikið sinnt fólki með sí-
þreytu í gegnum tíðina og gjarnan
tekið að sér þá sem finna til síþreytu
eftir Covid-19-veikindi. Sjúklinga-
hópurinn sem farið hefur á Heilsu-
stofnun er ívið eldri en þeir sem feng-
ið hafa þjónustu á Reykjalundi.
„Reykjalundur hefur meira einbeitt
sér að fólki á vinnufærum aldri,“ seg-
ir Stefán.
Um 65% þeirra sem fengu end-
urhæfingu í fyrra komu af höfuð-
borgarsvæðinu og 35% af lands-
byggðinni. Stefán segir að á
Reykjalundi séu gistirými sem eru
fyrst og fremst ætluð fólki af lands-
byggðinni sem getur gist þar.
Sjúkratryggingar segja að þekk-
ing á endurhæfingu sjúklinga sem
hafa veikst af Covid sé takmörkuð á
þessu stigi. „Ekki liggja fyrir áreið-
anlegar upplýsingar um t.d. hlutfall
sjúklinga sem þurfa á endurhæfingu
að halda né upplýsingar um það
hvaða einkenni kalla helst á end-
urhæfingarþjónustu. Alvarleiki veik-
inda við sýkingu af völdum kór-
ónuveirunnar segir ekki endilega til
um þörf fyrir endurhæfingu. Þjón-
ustan verður skipulögð út frá ein-
kennum hvers um sig,“ segir m.a. í
tilkynningunni.
Áhersla verður lögð sérstaklega
á greinargóða skráningu á meðferð-
armarkmiðum og ítarlegt mat á
árangri. Þannig á að verða unnt að
meta áhrif meðferðar með skipuleg-
um hætti. Á grundvelli þess mats og
niðurstaðna erlendra rannsókna
verður þjónustan þróuð.
Reiknað er með að skipulag
þjónustunnar verði endur-
skoðað í haust.
Stefán segir að samhliða
endurhæfingunni á Reykja-
lundi fari fram rannsókn sem
sjúklingunum er boðið að
taka þátt í. Gerðar eru
staðlaðar mælingar í byrj-
un og lok endurhæfing-
arinnar. Hugmyndin er
að komast að því hvað
virkar best og hvort eitt-
hvað virkar síður.
Endurhæfing eftir
kórónuveiruveikindi
Sjúkratryggingar Íslands hafa
samið við Reykjalund og
Heilsustofnun Náttúrulækn-
ingafélags Íslands (HNLFÍ) um
þjónustu fyrir þá sem þurfa á
sérhæfðri endurhæfingu að
halda eftir að hafa veikst af
Covid-19. Þeir sem þurfa til-
tölulega einfalda endurhæfingu
eftir veikindin fá aðgang að
henni innan heilsugæslunnar.
Flóknari þjónusta verður veitt
á Landspítala og Sjúkrahúsinu
á Akureyri.
Samningarnir eru liður í
fjölbreyttri þjónustu sem
heilsugæslan, endurhæfingar-
stofnanir og sjúkrahús munu
veita í samstarfi við Sjúkra-
tryggingar a.m.k. til að
byrja með.
Þeir sem eru í
mestri þörf eiga
að hafa greiðast-
an aðgang að
endurhæfingu
við hæfi.
Þjónustan
veitt víða
ENDURHÆFING COVID-19
Stefán
Yngvason
Ljósmynd/Aðsend
Reykjalundur Margir sjúklingar hafa fengið endurhæfingu þar eftir kór-
ónuveiruveikindi. Myndin er úr safni og tengist ekki Covid sérstaklega.