Morgunblaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 14
Þótt náttúran sé lamin
með lurki…
Þegar ég var að
byrja táningsárin var
heldur lítið um kyn-
fræðslu. Satt að segja
var hún engin.
Hvolpavitið hafði gert
vart við sig og forvitni
um hið dularfulla kyn-
líf var farin að bæra á
sér. Við strákarnir
ræddum þessi mál og
sögur og ágiskanir
voru margar, en eðli-
lega gat enginn talað af reynslu.
Einhverjir höfðu komist yfir enskt
nektartímarit þar sem myndir
voru af klæðlausu fólki. En gallinn
var bara sá, að búið var að þurrka
yfir getnaðarfærin og meira að
segja geirvörturnar líka. Við sáum
bara myndir af hópum af allsberu
kynfæralausu fólki.
En samt kitlaði það
forvitna drenghausa.
Við fréttum að Jón
bóndi úti á Nesi hefði
fest kaup á vel ætt-
uðum stóðhesti og
fylgdumst með því
þegar menn komu
með hryssur sínar í
ástarheimsóknir til
hans. Þá stukkum við
allir út á Nes til að
verða vitni að athöfn-
unum. Eftir á að
hyggja má segja að
við höfum bara verið forvitnir
strákar í leit að kynfræðslu.
Annars var næstum allt tal um
kynferðismál forboðið. Orðið
nauðgun heyrðist varla, en af og til
urðu óléttuhneyksli hjá táningum
og var um kennt bráðþroska
krökkum sem foreldrarnir höfðu
ekki haft hemil á. Svo var eitt
leyndarsvið sem olli okkur heila-
brotum því við skildum ekki al-
mennilega hvað var á ferli. Það
voru hommarnir. Í þá daga voru
þeir allir vel læstir inni í sínum
skápum. Flestir þeirra bældu nið-
ur afbrigðilegu hvatirnar, kvænt-
ust og eignuðust börn.
Sumir þessara samkynhneigðu
manna gátu ekki á sér setið þegar
þeir sáu sæta stráka. Þeir klipu þá
í hálsinn og döngluðu hendinni í
rassinn á þeim. En svo voru líka
alvarlegri hlutir. Einn kennari tók
Eftir Þóri S.
Gröndal »Hvolpavitið hafði
gert vart við sig og
forvitnin um hið dul-
arfulla kynlíf var farin
að bæra á sér.
Þórir S.
Gröndal
Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021
Þurrk-
grindur
Laugavegi 29 | sími 552 4320
verslun@brynja.is | brynja.is
3 stærðir
Vefverslun
brynja.is
Innan- og utandyra
60 cm x 4,9 lm,
ber 20 kg
Verð kr. 10.330
Útdraganleg
5x4,2 lm
Verð kr. 8.410
80 cm x 6,7 lm,
ber 20 kg
Verð kr. 11.450
100 cm x 8,5 lm,
ber 20 kg
Verð kr. 12.395
Opi
ð v
irka
dag
a fr
á 9-
18
lau
frá
10-
16
Árið 2021 er útblástur kolefnis í
orkutengdri starfsemi á heimsvísu tal-
inn verða 35 gígatonn/ári, aðallega
vegna raforkuframleiðslu.
Í Morgunblaðsgreininni „Coda
Terminal – Ísland frumkvöðull í kol-
efnisförgun á stórum skala“ eftir
Bjarna Bjarnason og Eddu Sif Pind
Aradóttur 26.4. 2021 fjalla þau um einn
þátt í lausn þessa vandamáls, sem felst
í að flytja affallskolefni til Íslands frá
iðnaðarkjörnum Vesturlanda og farga
með því að dæla því niður í berggrunn
við Straumsvík og láta steingerast þar
í holrými í íslensku gosbasalti. Í þeim
tilgangi hefur fyrirtækjasamstæðan
Orkuveita Reykjavíkur / ON Orka
náttúrunnar / Carbfix
stofnað hið nýja fyrir-
tæki Coda Terminal.
Loftslagsmarkmið
Bjarni og Edda Sif
segja: „Loftslagsmark-
mið munu ekki nást
nema með kolefn-
isföngun og -förgun á
gríðarstórum skala.
Áætlanir gera ráð fyrir
að farga þurfi um 120
milljörðum tonna af kol-
díoxíði (CO2) á heims-
vísu til ársins 2060 með
niðurdælingu í berglög.“
Þetta gerir að meðaltali á næstu 40
árum um 3 gígatonn/ári eða 3.000
megatonn/ári, sem er aðeins 0,086% af
heimslosun CO2 í orkutengdum iðnaði.
Ekki kemur fram í greininni hvaðan
upplýsingar um þetta hlutfall kemur
eða hvort þetta er prívatskoðun
Bjarna og Eddu Sifjar.
Carbfix
Fyrirtækið Carbfix áformar að
farga við Straumsvík 3 megatonnum/
ári af CO2.
Mér er ekki ljóst hverjir eru eig-
endur Carbfix í dag, en af því sem
maður heyrir þá streyma viljugir fjár-
festar inn. Ekki er heldur vitað hvort
þeir hér á landi, sem eru yfirleitt á
móti afskiptum erlendra fjárfesta af ís-
lenskum orkumálum, muni láta til sín
taka á næstunni til að stöðva „þennan
ósóma“. Vonandi ekki.
Einhvers staðar í gögnum Carbfix
sá ég að það þyrfti 25 rúmmeta af
vatni á móti hverju tonni af CO2 til að
mixa „sodastream“-blöndunina fyrir
niðurdælingu.
Þetta gæti þá þýtt að niðurdælingin
þyrfti að vera 2,4 m3/sek. sem væri þá
í gangi allt árið. Ég veit ekki hvað hver
niðurdælingarhola afkastar en segjum
sem svo að afköstin séu 20 lítrar/sek.,
þá þyrfti 119 borholur og hver borhola
að vera 500 metra djúp að sögn, sem
eru skaplegar og viðráðanlegar að-
stæður. Vafalaust væri hægt að auka
niðurdælinguna með
dælum og þá mundi
nauðsynlegum borhol-
um fækka.
Samkvæmt hug-
myndum Bjarna og
Eddu Sifjar er niðurdæl-
ingarþörfin á heimsskala
3.000 megatonn CO2/ári
eða 1.000 sinnum meiri
en áform Coda Term-
inal. Þetta þýðir nið-
urdælingu upp á 2.400
m3/sek. sem er 24 sinn-
um meðalrennsli Gull-
foss (100 m3/sek.) eða 42 sinnum meira
en áformuð niðurdæling við Straums-
vík. Ég nefni þetta hér því rætt er um
rennsli Gullfoss í títtnefndri grein.
Kostnaðaráætlun
Kostnaðaráætlun Carbfix hefur
bara verið birt sem ein tala, 35 millj-
arðar íslenskra króna eða 270 milljónir
bandaríkjadollara (MUSD), og er það,
að því er mér skilst, einungis fyrir að-
stöðu á landi við Straumsvík. Fróðlegt
væri að fá að sjá nákvæmari sund-
urliðun, t.d. hvort borkostnaður er þar
inni í myndinni og hvað gert er ráð fyr-
ir mörgum niðurdælingarholum.
Með 6% reiknivöxtum og með
kostnaði fyrir rekstur og viðhald sem
nemur 5% af stofnkostnaði á ári má
áætla að kostnaður verði 35 MUSD/
ári. Með förgun upp á 3 CO2-
megatonn/ári mundi það þýða 12
USD/CO2-tonn.
Þetta er þó of þröngt sjónarhorn og
er nauðsynlegt að taka einnig flutning
erlendis frá inn í myndina. Ég hef
skoðað þetta aðeins og borið saman við
skip sem flytja vökvagert náttúrulegt
gas, en ekki eitt einasta skip til reglu-
legra flutninga á CO2 hefur enn verið
smíðað í heiminum.
Nokkrar forsendur um skip sem
gætu komið til greina og hafa verið
hönnuð:
- Flutningsgeta hvers skips 30.000
CO2-tonn.
- Fjöldi skipa 3.
- Siglingaleið 3.000 km (önnur leiðin)
dæmi Rvk – Rotterdam 2.700 km.
- Hvert skip siglir fullhlaðið til
Straumsvíkur, en með tóma CO2-
geyma til baka.
- CO2 kemur frá verksmiðju erlendis
t.d. á flutningabíl, afhent í vökva-
gerðarstöð í grennd við skipshlið í
gasástandi á þrýstingi = 100 bar og
hitastigi = útihiti.
- CO2-farmur í skipi verði í vökva-
ástandi á þrýstingi = 7 bar og hita-
stigi = –50°C.
Miðað við þessar forsendur hefur
flutningskostnaður verið áætlaður 18
USD/CO2-tonn.
Samtals má því áætla flutnings- og
vinnslukostnað í Straumsvík 12+18=
30 USD/CO2-tonn.
Kolefnisverð
Verð á ETS-kolefnismarkaði í Evr-
ópu er sýnt á meðfylgjandi mynd í
USD. Verðið hefur verið breytilegt
gegnum tíðina en hagstætt upp á síð-
kastið og farið stöðugt hækkandi á
undanförnum mánuðum. Þegar verð á
markaði er hærra en lárétta línan,
hvor sem á við í hverju tilviki, þá er
hagnaður af starfseminni, annars tap.
Niðurstaða
Í ljósi þess að grunnrannsóknir eru
komnar vel á veg og lofa góðu ætti
ekki að vera fyrirstaða fyrir því að
halda áfram fullnaðarhönnun og jafn-
vel hefja framkvæmdir sem fyrst
vegna innanlandsmarkaðar fyrir kol-
efnisföngun og -förgun.
Eftir Skúla Jóhannsson
» Ýmislegt bendir til
að hugmynd Coda
Terminal að förg-
unarstöð fyrir kolefni
við Straumsvík gæti
verið hagkvæm.
Skúli Jóhannsson
Höfundur er verkfræðingur.
skuli@veldi.is
Um Coda Terminal