Morgunblaðið - 05.05.2021, Síða 16

Morgunblaðið - 05.05.2021, Síða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021 ✝ Ásgerður fæddist í Bol- ungarvík 2. októ- ber 1955. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 26. apríl 2021. Foreldrar henn- ar voru Kristján Þorgilsson frá Bol- ungarvík, f. 8.3. 1924, d. 13.11. 1989, og Sæunn Guðjónsdóttir frá Hnífsdal, f. 25.11. 1925, d. 29.4. 2006. Systkini Ásgerðar eru Guðjón Þorgils, f. 1948, d. 2020, Ásgerð- ur Katrín, f. 1949, d. 1953, Hrönn, f. 1952, Katrín, f. 1955, og Páll Þór, f. 1962. Samfeðra þeim er Júlíus, f. 1947. Ásgerður giftist 30.11. 1974 Halldóri Ebenesarsyni bílstjóra, f. 4.10. 1954. Foreldrar hans voru Ebeneser Þórarinsson, f. 1931, d. 2003, og Ólafía Elísabet fjölskyldan flutti síðar til Ísa- fjarðar þar sem þau bjuggu næstu árin og fleiri börn bættust í hópinn. Ásgerður stundaði ým- is störf á Ísafirði samhliða heim- ilisstörfum líkt og þá tíðkaðist. Árið 1989 fluttist fjölskyldan suður á bóginn, fyrst til Akra- ness þar sem þau bjuggu um stutt skeið. Síðan fluttu þau til Reykjavíkur. Sunnan heiða byggðu Ásgerður og Halldór sér fallegt heimili í Baughúsum í Grafarvogi þar sem þau bjuggu lengst af. Stuttu eftir flutning til Reykjavíkur byrjaði Ásgerður í starfi ræstingastjóra í Borg- arholtsskóla og var þar í um 16 ár. Hún var alla tíð mikil hann- yrðakona og listakona. Hún var að mestu sjálfmenntuð í listinni, þó sótti hún námskeið tengd list- sköpun. Útför Ásgerðar fer fram í Lindakirkju í dag, 5. maí 2021, kl. 13. Vegna fjöldatakmarkana verða einungis nánustu aðstand- endur og vinir viðstaddir en streymt verður frá athöfninni: https://www.lindakirkja.is/utfarir Streymishlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Agnarsdóttir, f. 1932, d. 2016. Börn Ásgerðar og Halldórs eru: 1) Kristján Guðni, f. 22.8. 1973, maki Helen Sím- onardóttir, f. 13.9. 1972, börn Helenar eru Bergur Ari, f. 1998, og Kjartan, f. 2003, börn Krist- jáns eru Aron, f. 2013, og Tara, f. 2014. 2) Bjarni Sigurjón, f. 22.6. 1978. 3) Elísabet, f. 7.6. 1984. Ásgerður sleit barnsskónum í foreldrahúsum í Bolungarvík ásamt systkinum sínum og lauk grunnskólaprófi frá grunnskól- anum í Bolungavík. Ung kynnt- ist hún Ísfirðingnum Halldóri Ebenesarsyni og stofnuðu þau fljótt heimili í Bolungarvík og eignuðust frumburð sinn. Litla Ásgerður tengdamóðir mín sem nú hefur kvatt þennan heim var mjög elskuleg. Svo elskuleg að ég er hrædd um að þessi minn- ingarorð mín um hana verði ein lofræða en þannig er það bara, svo elskuleg var hún. Ásgerður var sérlega vinsamleg og hlý kona sem lét sér annt um allt fólk, gest- risin, greiðvikin, brosmild, bjart- sýn og barngóð. Barnabörnunum tveimur, Aroni og Töru, þóttu ekkert betra en að fá að fara í heimsókn og gista hjá ömmu og afa þar sem þau fengu að ráða öllu að eigin sögn. „Amma skammar aldrei“ og „amma er aldrei reið“ sögðu þau einnig um ömmu sína eftir samveru með henni, sem var satt. Auðvitað þótti okkur hún stundum fulleftirlátssöm við þau en ánægjan og væntumþykjan skein úr augum hennar og barnanna og hvað getur maður þá sagt. Ásgerður var mikil fjölskyldu- kona og dugleg að rækta bæði kjarnafjölskylduna og stórfjöl- skylduna. Henni þótti gott og gaman að hafa öll börnin og barnabörnin hjá sér, fannst engin fyrirhöfn að bjóða í mat, aðstoða með veisluhöld eða að bjóða öllum í sumarbústað heila helgi. Ekkert fum, fát eða stress, allt yfirmáta rólegt og stresslaust. Ef eitthvað vantaði, þá vantaði það bara, ef eitthvað fór úrskeiðis þá hafði það bara sinn gang. Ásgerður var afar dugleg að hringja og spyrja frétta og segja fréttir af sér og sínum. Segja frá því hvernig sumarbústaðabygg- ing Palla gengi, hvað þær Gunna gerðu í vikunni, hverjir væru í út- löndum eða á heimleið frá útlönd- um og þannig hefur frést að við Kristján værum að byrja að spila golf og eigum nú boð um leiki með ættingjum. Það er ekki hægt að minnast Ásgerðar án þess minnast lista- konunnar, því í henni bjó mikill sköpunarkraftur sem fékk útrás í ýmiskonar efni og afurðum. Mörg okkar hafa fengið að njóta þeirra afurða í fallegum vettlingum, hekluðu skrauti, peysum eða lit- ríkum og fallegum málverkum á veggjunum og fyrir það erum við afar þakklát. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Ásgerði, þakk- lát fyrir að kynnast jákvæðni hennar og bjartsýni og þakklát fyrir þann samverutíma sem við fengum með henni. Hvíl í friði elsku Ásgerður og megi minningin um þig lifa í hug- um og hjörtum okkar allra. Helen Símonardóttir. Elsku systir. Eftir langvarandi baráttu þína við illvígan sjúkdóm er komið að kveðjustund. Við systkinin, sem eftir stöndum, viljum fá að þakka þér samfylgdina. Við leiðarlok eigum við fjölmargar minningar um allt það góða og skemmtilega sem á daga okkar hefur drifið. Æðruleysið og góða skapið var þér eðlislægt alla tíð. Minnisvert er að sama hvernig á stóð í veik- indum þínum og spurt var hvað væri að frétta og hvernig þú hefð- ir það, þá var svarið ætíð „ég segi allt þetta fína, en þú?“ Í minning- unni var þér ávallt umhugað um aðra og allt varð betra þegar þín naut við. Við ólumst upp á Bökkunum í Bolungarvík í nálægð við sjóinn. Þar var gott að alast upp og margt brallað í fimm systkina hópi. Þar var ætíð glatt á hjalla, bæði þá og í seinni tíð þegar við hittumst með mökum okkar. Skammt er stórra högga á milli í systkinahópnum en einungis sex mánuðir eru frá því Guðjón bróðir okkar lést. Sam- verustundirnar verða ekki þær sömu eftir fráfall ykkar. Þér voru gefnir listrænir hæfi- leikar, allt lék í höndunum á þér og eftir þig liggur fjöldi muna, málverka og hannyrða. Allt sem þú lést frá þér fara var listavel gert. Ung að árum kynntist þú Dóra þínum. Uppkomin eru þrjú börn og tvö yndisleg barnabörn. Missir þeirra er mikill og við biðjum góð- an Guð að styrkja þau í sorginni. Elsku Ásgerður okkar, við kveðjum þig með söknuði, minn- ing þín lifir með okkur. Katrín, Hrönn og Páll Þór. Í dag kveðjum við yndislegu mágkonu okkar. Við systur minn- umst Ásgerðar með miklum kær- leika. Hún kom inn í fjölskyldu okkar ung að árum þegar hún og Dóri rugluðu saman reytum og varð strax ein af fjölskyldunni. Í okkar augum var hún ofur- kona, hún gat allt! Í handverki og list lék allt í höndum hennar hvort sem það var að sauma samkvæm- iskjóla, sem hún hlaut verðlaun fyrir, eða að mála málverk sem hún sýndi á sýningum. Prjón, flísalagningar og allt þar á milli vafðist ekki fyrir henni. Dugnað- urinn var ótrúlegur. Ásgerður var einstaklega vel gerð persóna. Hún var yfirveguð og róleg, en jafnframt einstaklega hlý og kærleiksrík. Stutt var í glettnina og hláturinn. Hún var mjög fjölskyldurækin og stoltið leyndi sér ekki þegar kom að börnunum og barnabörnunum. Meðal áhugamála hennar voru veiðiferðir og að fara í berjamó. Veiðiferðirnar við Hafravatn voru ógleymanlegar, þá var ekki aðal- málið hvort beit á, heldur að vera í góðum félagsskap og hafa gaman ásamt því að hafa rétta nestið, kó- tilettur! Í tónlist hafði hún einstaklega gaman af því að hlusta á jólalög og lét sig ekki muna um að byrja að hlusta á þau í ágúst eða septem- ber. Stundum stríddi hún mág- konu sinni, sem hún vissi að hafði ekki jafn mikinn áhuga á þessari tónlist á síðsumrum, með því að spila jólalög í bílnum þegar þær voru að keyra saman. Ásgerður var örlát á tíma sinn og aðstoð við okkur mágkonur sínar þegar kom að hannyrðum. Eitt sinn hafði hún aðstoðað mág- konu sína við að prjóna lopapeysu í fullri stærð með fallegu munstri. Þegar peysan var fullprjónuð var hún sett í þvottavél og stillt á ull- arþvott. Því miður varð útkoman ekki eins og til stóð, úr vélinni kom verulega smækkað stykki sem minnti helst á þæft skothelt vesti. Ásgerður grét af hlátri yfir þessum óförum mágkonu sinnar þegar hún fékk að sjá afurðina. Það má með sanni segja að bróðir okkar hafi dottið í lukku- pottinn þegar hann kynntist henni. Þau voru afar samheldin og samstíga hjón. Síðar þegar veik- indi sóttu að kom í ljós hversu miklu æðruleysi og seiglu hún bjó yfir. Þá naut hún þess hversu þétt Dóri stóð við bak hennar. Takk fyrir allt elsku Ásgerður, við sjáumst síðar í sumarlandinu. Elsku Dóri, Kristján, Bjarni, El- ísabet og fjölskyldur, megi góður Guð veita ykkur styrk. Guðrún, Þuríður, Auður og Ósk. Ástkær frænka mín og nafna, Ásgerður Kristjánsdóttir, hefur nú þurft að lúta í lægra haldi fyrir þeim sjúkdómi sem hefur orðið allt of mörgum úr fjölskyldu okk- ar að aldurtila. Fyrir hálfu ári lést bróðir hennar, Guðjón Þorgils, einnig af völdum krabbameins. Það eru liðin fjórtán ár síðan Ás- gerður greindist með brjósta- krabbamein. Það hafa komið góð tímabil þar sem allt virtist líta vel út en reglulega hefur útlitið versnað og nú síðast var ekki við neitt ráðið. Allan þennan tíma hefur hún sýnt ótrúlegt æðruleysi og oftar en ekki haft meiri áhyggjur af öðrum en sjálfri sér. Það var dæmigert fyrir hana að þegar ég spurði um líðan hennar sagði hún gjarnan: Mér líður ágætlega en hvað er að frétta af þér? Við Ásgerður vorum systk- inabörn og oft og tíðum leið mér eins og hún væri litla systirin sem ég óskaði mér alltaf sem barn. Hún dvaldi stundum hjá okkur í Hnífsdal og ég á margar góðar minningar frá þeim tíma. Hún var afar glaðlynt og skemmtilegt barn og setti gjarnan upp leik- og fimleikasýningar fyrir okkur for- eldra mína. Mamma hafði oft á orði að Ásgerður væri liðamóta- laus, svo fim var hún. Frænku minni var margt til lista lagt. Eins og bróðir hennar, Guðjón, var hún listamaður af guðs náð. Allt lék í höndum hennar, sama hvort það var að mála, vinna í leir, mósaík eða gler, sauma, prjóna, hekla og margt fleira. Fyrir nokkru gaf hún mér fjórar svo fallega hekl- aðar borðtuskur að ég ákvað að þær skyldu verða servíettur. Þá bætti hún átta við svo ég ætti servíettur fyrir 12 manns. Lýs- andi fyrir elsku Ásgerði mína sem vildi allt fyrir alla gera. Í mörg ár áttum við okkar gæðastundir þeg- ar við fórum saman upp á Akra- nes til að hugsa um leiði foreldra okkar beggja og ömmu okkar og nöfnu sem þar hvíla hlið við hlið. Við plöntuðum sumarblómum og fyrir jólin settum við þar ljós og krossa sem við höfðum skreytt. Ásgerður gætti þess alltaf að við settum ekki niður gul blóm á leiði ömmu okkar og nöfnu því henni fundust gul blóm ekki falleg. Síð- an var fastur liður að heimsækja nokkrar verslanir á Skaganum og fá okkur svo kaffi saman. Ásgerður var gæfumanneskja í einkalífinu. Ung kynntist hún Dóra sínum og þau voru afar sam- hent og góð hjón. Missir Dóra er mikill og barnanna þeirra þriggja, Kristjáns, Bjarna og Elísabetar. Barnabörnin tvö voru Ásgerði af- ar kær og leitt til þess að vita að þau fái ekki að njóta ömmu sinnar lengur. Systkinahópur Ásgerðar er og hefur alltaf verið afar sam- hentur og er sárt til þess að horfa að þau Hrönn, Katrín, tvíbura- systir Ásgerðar og Palli hafa nú þurft að kveðja tvö systkini sín með svo skömmu millibili. Ég vil votta allri fjölskyldunni mína dýpstu samúð. Ég á eftir að sakna elsku frænku minnar mikið, það myndast stórt tómarúm við fráfall hennar. Blessuð veri minning ein- stakrar og yndislegrar konu. Ásgerður Ólafsdóttir Sumarið var á næsta leiti. Vor- skólinn fyrir 7 ára börn var að hefjast. Þarna stóðum við eftir- væntingarfull í röð í gamla skóla- húsinu, einn fjölmennasti árgang- urinn sem sest hafði á skólabekk í fallegu Víkinni okkar Bolungar- vík. Flest okkar með brúnar skólatöskur, sumar jafnvel með mynd. Stelpurnar gjarnan með hliðartöskur, drengirnir með bak- töskur. Börn af Bökkunum, Möl- unum, Grundunum og Holtunum sum að hittast í fyrsta sinn þótt þorpið væri ekki ýkja stórt, en einnig frænkur og frændur og tví- burasysturnar Ásgerður og Katr- ín. Í dag kveðjum við eina úr hópn- um, okkar kæru skólasystur Ás- gerði Kristjánsdóttur, sem lést eftir langa og hetjulega baráttu við krabbamein. Ásgerður var einstaklega ljúf og hæversk vin- kona, glaðsinna, vel gefin og sér- lega hæfileikarík. Hún var listræn mjög, einstaklega fær í að teikna, vandvirk og flink í handavinnu. Hún var góður íþróttamaður, áræðin og öflug. Allir vildu hafa hana í sínu liði í leikjum okkar úti og inni. Hún var vinsæl, ósérhlífin og velviljuð. Hugurinn leitar vissulega til þessara tíma öryggis og áhyggju- leysis. Til hversdagslífs án sjón- varps og sjálfvirks síma. Viðburð- ir að hlakka til, skólaskemmtun, skátastarf, barnamessur, bingó og bíó. Árlegt stúkuafmæli, með veitingum og skemmtiatriðum. Ein sýning kemur sérstaklega upp í hugann. Sýning með nokkr- um valkyrjum úr 1955 árgangin- um, þar á meðal Ásgerði, þar sem álfkonur sungu einsöng og svifu um í hvítum kjólum með gylltum stjörnum og gylltan sprota í hendi. Fermingardagurinn okkar rann upp í bláum, grænum og rauðum kjólum, skreyttum seme- líusteinum, silfruðum skóm, fal- legum kápum, vandlega lögðu hári og tugum heillaskeyta. Já, segja má að stór hluti bæjarbúa hafi óskað okkur velfarnaðar. Bærinn óx með okkur og við með honum. Nálægðin við sjóinn og fjöllin, stundum erfitt veður- far, einstök náttúrufegurð og bar- áttuandi fólksins fyrir auknum framförum okkur öllum til handa mótuðu okkur. En sorgin birtist okkur líka, ekki síst í skelfilegum sjóslysum, þar sem skólasystkin okkar misstu bræður, feður eða afa. Þá varð samkenndin í þorpinu áþreifanleg. Að finna hana var eitt mikilvægasta veganesti okkar út i lífið. Ásgerður vinkona okkar var fé- lagslynd og trygglynd og í návíst hennar leið fólki sérlega vel. Það kom því ekki á óvart að hún hefði fyrir nokkrum árum, ásamt fleirum í hópnum, staðið fyrir því að við fyrrum bekkjar- systur hittumst reglulega, en ekki bara af og til. Það hafa verið ein- staklega ánægjulegar samveru- stundir. Þegar hálf öld var liðin frá fermingardeginum góða hitt- umst við mjög mörg okkar heima í Bolungarvík. Kærleikur og gleði einkenndu samveruna, sameigin- legar minningarnar og saga tengdu okkur sem fyrr. Það var dýrmætt fyrir okkur öll að Ás- gerður skuli hafa getað tekið þátt með okkur. Elskulegrar skólasystur og vinkonu okkar verður sárt sakn- að. Hugur okkar er hjá einstak- lega samhentri fjölskyldu hennar, missir þeirra er mestur. Kæra fjölskylda, við sendum ykkur öllum einlægar samúðar- kveðjur. Ester, Erla, Elísabet G., Elísabet J., Elísabet S., Halldóra, Jóna, Margrét, María, Særún Ásgerður Kristjánsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og sambýliskona, ÁGÚSTA ERLA ANDRÉSDÓTTIR, lést 1. maí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 7. maí klukkan 15. Tryggvi Sigurðsson Erla Haraldsdóttir Ágúst Ingi Sigurðsson Eva Leplat Sigurðsson Andrés Þorsteinn Sigurðss. Ása Svanhvít Jóhannesdóttir Lóa Ósk Sigurðardóttir Kári Hrafn Hrafnkelsson Sigurður Sigurðsson Hildur Guðmundsdóttir Guðbergur Magnússon barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ODDBJÖRG LEIFSDÓTTIR, Brekku, Andakílsárvirkjun, lést föstudaginn 30. apríl. Útförin fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 8. maí klukkan 14. Jarðsett verður í Hvanneyrarkirkjugarði að athöfn lokinni. Vegna fjöldatakmarkana verða einungis nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Útförinni verður streymt á kvikborg.is. Gísli Jónsson Jón Gíslason Áslaug Guðný Jónsdóttir Áslaug Ella Gísladóttir Arnar Hólmarsson Kristín Gísladóttir Kristinn Óskar Sigmundsson Leifur Welding Guðfinna Gísladóttir Pétur Bj. Guðmundsson barnabörn og langömmubarn Elsku sonur okkar, bróðir, barnabarn og frændi, JÖKULL FROSTI SÆBERG DANÍELSSON, lést mánudaginn 26. apríl á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 7. maí klukkan 11. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur og fjölskylda viðstödd. Streymt verður frá útförinni og verður hægt að nálgast aðgang hjá nánustu aðstandendum. Blóm og kransar eru afþökkuð en bent er á styrktarreikning hjá bróður Jökuls: 0123-15-027964, kt. 141114-2040. Berglind Arnardóttir Daníel Sæberg Hrólfsson Agnes Björk Stefánsdóttir Hrólfur Sæberg Daníelsson Hrólfur Sumarliðason Sólveig Sæbergsdóttir Örn Tryggvi Gíslason Katrín Sigmarsdóttir Okkar kæra KRISTÍN ODDSDÓTTIR BONDE frá Ísafirði lést á Hvidovre hospital sunnudaginn 25. apríl. Útför fer fram frá Margrethe-kirkjunni í Valby þriðjudaginn 25. maí klukkan 12. Peter Bonde Heidi C. Pétursdóttir Bonde Lars Holger Nielsen Maria C. Pétursdóttir Bonde Jesper Hamann-Olsen Laura, Anniken og Oliver Lára Guðbjörg Oddsdóttir Sigmar Ingason Guðný Lilja Oddsdóttir Árni Sigurðsson og aðrir aðstandendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.