Morgunblaðið - 05.05.2021, Síða 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú ættir að ræða skipulagningu
morgundagsins við maka þinn. Reyndu að
temja þér umburðarlyndi og þolinmæði og
gleymdu ekki að sýna umhyggju þína í verki.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú fylgir sérviskulegum hugmyndum
þínum en leyfir þér einnig að fá dásamlegar
hugmyndir úr umhverfinu. Taktu ekki meira
að þér en þú getur staðið við með góðu
móti.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Einhver afturkippur kemur í eitt-
hvert mál og veldur þér verulegum áhyggj-
um. Stattu vörð um orðspor þitt og hlustaðu
aldrei á sögur sem eiga ekki við nein rök að
styðjast.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Nú er rétti tíminn til þess að tala við
foreldri eða yfirboðara og biðja um það sem
þig langar í. Láttu ekki einhverja smámuni
draga úr þér kjarkinn.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Hugmyndaflug leysir vandamál sem
gáfurnar ráða ekki við. Notaðu tækifærið til
að gera upp gömul mál.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það hefur ekkert upp á sig að lenda í
orðaskaki við fólk sem aldrei skilur sinn vitj-
unartíma. Hristu af þér slenið og láttu hend-
ur standa fram úr ermum.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Hver jákvæð niðurstaða felur í sér til-
tekin óþægindi. Vertu varkár í dag því þú
kynnir ella að þurfa að greiða háan reikning.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú segist vera að leita eftir friði
og rólegheitum, en í laumi færðu mikið út úr
því að fylgjast með látunum í kringum þig.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Nú er rétt að taka aftur til við
verk sem þú slóst á frest fyrir nokkru. Að
hugsa risastórt hefur augljósa kosti.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Brynjaðu þig fyrir andstöðu ann-
arra og haltu þig við fyrri áætlanir. Ekki
gleyma að setja þitt eigið nafn á lista yfir þá
sem þú vilt veita aðstoð.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Það er nauðsynlegt að staldra
við og gefa sér tíma til að skoða hlutina
vandlega. Sýndu ákveðni en vertu varkár um
leið.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Sannaðu trúna sem þú hefur á sjálf-
um þér með því að fylgja eftir hugmyndum
þínum af fullum krafti. Einhver býðst
kannski til þess að gera þér greiða.
það varð bikarmeistari og var það
hennar fyrsti eiginlegi titill að
hennar sögn. „Ég er svo sem ekki
alveg viss hverju ég á að svara þeg-
ar ég er spurð hve oft ég hef orðið
Íslandsmeistari. Breiðablik vann
alla titla þegar ég var í yngri flokk-
unum og hoppaði inn á sem vara-
markvörður síðasta korterið þegar
við vorum búnar að vinna leikinn.
Ég tel þá Íslandsmeistaratitla
sjaldnast með, ég er svo mikil
an með Malmö í Svíþjóð 2010-2014
og varð Svíþjóðarmeistari 2010,
2011, 2013 og 2014, komst í 8-liða
úrslit með félaginu í Meistaradeild
Evrópu 2012 og 2013 og var valin
markmaður ársins 2012 og 2013.
Auk þess vann hún til verðlauna í
Bandaríkjunum og Belgíu í fótbolta.
Þóra hóf að leika með meistara-
flokki Breiðabliks aðeins fjórtán
ára gömul og var orðin aðal-
markvörður félagsins 1998 þegar
Þ
óra Björg Helgadóttir
fæddist 5. maí 1981 í
Reykjavík og bjó fyrstu
þrjú árin í Reykjavík en
flutti svo í Kópavog.
Hún byrjaði snemma að spila fót-
bolta. „Ég elti Ásthildi systur á fót-
boltaæfingar og reyndi að ljúga til
um aldur til að fá að vera með. Ég
var bara fimm ára gömul en þá var
ekki boðið upp á æfingar fyrir svona
ungar stelpur. Eftir það átti fótbolti
hug minn allan og ég spilaði lengst
af með Breiðabliki. Ég prófaði einn-
ig að æfa skíði en fór svo yfir í hand-
bolta sem ég spilaði lengst af í Val
en hætti því þegar ég flutti til
Bandaríkjanna árið 2000.“
Þóra var í Snælandsskóla alla
grunnskólagönguna og fór síðan í
Menntaskólann í Reykjavík og varð
stúdent þaðan 2000. Sama ár fór
hún í nám í Bandaríkjunum í Duke
University í North Carolina. Þar
lauk hún BA-námi í bæði stærð-
fræði og sagnfræði 2004. Árið 2011
lauk hún síðan MSc.-námi í stjórn-
un við Háskólann í Malmö.
Þóra var fjármálastjóri hjá DHL
Express Iceland 2005-2007, for-
stöðumaður á fjármálasviði
Deutsche Post World Net í Belgíu
2007-2009. Hún var atvinnumaður í
fótbolta í Noregi og Svíþjóð 2009-
2014, verkefnastjóri Draupnis hjá
Seðlabanka Íslands 2015-2019 og
frá 2019 hefur hún verið fram-
kvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá
Seðlabanka Íslands. Þar leiðir hún
35 starfsmanna rekstrarsvið bank-
ans með ábyrgð á flestum verkum
sem snúa að daglegum rekstri, sem
og rekstrarbókhaldi, áætlanagerð
og kostnaðareftirliti.
Knattspyrnuferillinn
Þóra átti glæstan feril sem mark-
vörður. Hún lék 108 landsleiki með
íslenska landsliðinu í knattspyrnu
1998-2014 og var þrisvar í topp 10 í
kjöri á íþróttamanni ársins. Hún
hefur m.a. unnið átta Íslandsmeist-
aratitla með KR og Breiðabliki.
Hún gerðist atvinnumaður í fót-
bolta þegar hún lék með Kolbotn í
Noregi 2009 og var valin leikmaður
ársins í Noregi það ár. Hún lék síð-
keppnismanneskja og fannst ég
ekki hafa skilað miklu til liðsins.“
Sem aðalmarkvörður félagsliðs hef-
ur Þóra orðið fimm sinnum Íslands-
meistari: 2000 og 2001 með Breiða-
bliki, 2002 og 2003 með KR og 2005
með Breiðabliki.
Þegar Þóra er spurð út í hvað
stendur hæst upp úr á ferlinum
nefnir hún þegar íslenska landsliðið
komst á Evrópumótið í fyrsta sinn
árið 2008 og þegar hún varð fyrst
Þóra Björg Helgadóttir, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands – 40 ára
Morgunblaðið/Ómar
Síðasti landsleikurinn Þóra tolleruð eftir 9-1-sigur á Serbíu, en Þóra skoraði mark í leiknum.
Markvörður á heimsmælikvarða
Við Gróttu Þóra og Kári í göngutúr á ljúfu vorkvöldi. Systurnar Ásthildur, Eva og Þóra um þarsíðustu áramót.
80 ÁRA Ólafur Pálsson fæddist 5.
maí 1941 á Langeyrarvegi 14 í
Hafnarfirði. Hann er því áttræður í
dag. Foreldrar Ólafs voru þau Guð-
rún Ólafía Þorsteinsdóttir og Páll
Þórir Ólafsson, bæði látin. Ólafur er
elstur sex systkina, sem eru Guð-
ríður, f. 1942, Elínborg Steinunn, f.
1947, Sigurður Straumfjörð, f. 1951,
Páll Þórir, f. 1954 og Margrét, f.
1960.
Ólafur á fjögur börn, tvo drengi
og tvær stúlkur. Eldri sonur Ólafs
er látinn. Á yngri árum lærði Ólafur
prentsmíð í Steindórsprent hf. að
Tjarnargötu 4 og lauk þar iðnnámi
um tvítugt. Ólafur stundaði um ára-
bil vélsetningu í prentsmiðjum á
höfuðborgarsvæðinu. Inn á milli
stundaði hann einnig sjómennsku,
sem matsveinn.
Síðan hóf Ólafur sinn eigin rekst-
ur við útgáfustarfsemi. Krossgátu-
blöð voru hans áhugamál og má þar
nefna Heimiliskrossgátur, Kross-
gáturitið, Krossgátublaðið og Kross-
gátubók ársins ásamt Barnagátum.
Enn starfar Ólafur við útgáfu
sína, Ó.P.-útgáfuna ehf., sem hann
rekur ásamt syni sínum og eigin-
konu hans.
Ólafur Pálsson
Til hamingju með daginn
Reykjavík Victor Hans Marto Þrastar-
son fæddist 16. júní 2020 á kvenna-
deild Landspítalans við Hringbraut.
Hann vó 3.944 g og var 46 cm langur.
Foreldrar hans eru Þröstur Jónsson
og Mayeth Marto.
Nýr borgari
E60
Íslensk hönnun og
framleiðsla frá 1960
Mikið úrval lita bæði á áklæði
og grind.
Sérsmíðum allt eftir pöntunum.
Verð frá: 33.900 kr.
Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is