Morgunblaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021 Pepsi Max-deild kvenna ÍBV – Þór/KA ........................................... 1:2 Breiðablik – Fylkir................................... 9:0 Meistaradeild karla Undanúrslit, seinni leikur: Manchester City – París SG.................... 2:0 _ Man. City í úrslit, 4:1 samanlagt, og mæt- ir Chelsea eða Real Madrid. England B-deild: Luton – Rotherham.................................. 0:0 C-deild: Blackpool – Doncaster............................ 2:0 - Daníel Leó Grétarsson var ekki með Blackpool vegna meiðsla en lið hans er komið í umspil um sæti í B-deild. Ítalía B-deild: Vicenza – Brescia .................................... 0:3 - Birkir Bjarnason lék í 62 mínútur með Brescia, skoraði fyrsta markið og lagði upp það þriðja. Hólmbert Aron Friðjónsson var ekki með Brescia vegna meiðsla. Pisa – Venezia.......................................... 2:2 - Bjarki Steinn Bjarkason var varamaður hjá Venezia en Óttar Magnús Karlsson er meiddur. Svíþjóð B-deild: GAIS – Öster ............................................ 3:2 - Alex Þór Hauksson var ekki í leikmanna- hópi Öster. 4.$--3795.$ Olísdeild karla Haukar – Afturelding .......................... 33:25 Selfoss – Valur ...................................... 26:31 Staðan: Haukar 18 15 1 2 527:427 31 FH 17 10 4 3 505:465 24 Stjarnan 18 9 3 6 511:488 21 ÍBV 18 10 1 7 523:497 21 Valur 18 10 1 7 516:485 21 Selfoss 18 9 2 7 467:455 20 Afturelding 17 9 1 7 450:457 19 Fram 18 8 2 8 471:458 18 KA 16 6 5 5 423:416 17 Grótta 18 4 4 10 462:479 12 Þór Ak. 18 4 0 14 404:501 8 ÍR 18 0 0 18 421:552 0 Grill 66-deild karla Haukar U – Hörður.............................. 31:26 Staðan: HK 15 13 0 2 454:317 26 Víkingur 15 13 0 2 405:355 26 Valur U 15 9 1 5 450:436 19 Fjölnir 15 7 3 5 425:397 17 Haukar U 15 8 1 6 397:398 17 Kría 15 6 3 6 405:411 15 Selfoss U 15 6 2 7 405:413 14 Hörður 15 4 1 10 413:477 9 Vængir J. 15 3 0 12 325:405 6 Fram U 15 0 1 14 358:428 1 Frakkland B-deild: Nice – Sarrebourg............................... 28:29 - Grétar Ari Guðjónsson varði 15 skot, 34 prósent, í marki Nice. %$.62)0-# Dominos-deild kvenna Valur – Snæfell ..................................... 86:62 Staðan: Valur 20 17 3 1542:1234 34 Keflavík 19 14 5 1516:1379 28 Haukar 19 13 6 1390:1272 26 Fjölnir 19 12 7 1454:1386 24 Skallagrímur 19 8 11 1318:1389 16 Breiðablik 19 7 12 1238:1284 14 Snæfell 20 4 16 1435:1601 8 KR 19 2 17 1272:1620 4 1. deild kvenna Njarðvík – Grindavík ........................... 86:58 ÍR – Hamar/Þór ................................... 67:62 Tindastóll – Ármann ............................ 61:70 Stjarnan – Fjölnir b ............................. 60:59 Staðan: Njarðvík 15 14 1 1199:801 28 ÍR 16 14 2 1113:872 28 Grindavík 15 10 5 1094:964 20 Fjölnir b 16 7 9 1059:1003 14 Hamar/Þór 15 6 9 925:1018 12 Tindastóll 15 6 9 863:999 12 Stjarnan 15 6 9 958:999 12 Ármann 15 4 11 938:1106 8 Vestri 16 2 14 861:1248 4 _ Ein umferð er eftir. Njarðvík er deild- armeistari. Öll liðin nema Fjölnir b fara í umspil um eitt sæti í úrvalsdeild. Þýskaland Bayreuth – Fraport Skyliners ........... 80:58 - Jón Axel Guðmundsson skoraði 7 stig fyrir Fraport, tók 4 fráköst og átti 2 stoð- sendingar á 27 mínútum. Litháen Siaulai – Juventus ............................. 94:112 - Elvar Már Friðriksson skoraði 29 stig fyrir Siauliai, átti 7 stoðsendingar og tók 2 fráköst á 29 mínútum. 4"5'*2)0-# Valskonur tryggðu sér í gærkvöld sigurinn í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildinni, með öruggum sigri á Snæfelli, 86:62, á Hlíðarenda. Valur er því með sex stiga forskot á Keflavík, sem á tvo leiki eftir. Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 16 stig fyrir Val, Hildur Björk Kjartansdóttir 14 og Ásta Júlía Grímsdóttir 12. Tinna Guðrún Al- exandersdóttir skoraði 22 stig fyrir Snæfell og Haiden Palmer 12. Snæ- fell hefur þegar tryggt sér áfram- haldandi sæti í deildinni. Efsta sætið í höfn hjá Val Morgunblaðið/Árni Sæberg Stigahæst Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 16 stig fyrir Val í gær. Manchester City leikur til úrslita í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í fyrsta skipti í vor eftir sigur á París SG, 2:0, í seinni undanúrslitaleik liðanna í Manchester í gærkvöld. Riyad Mahrez skoraði mörk City á 11. og 63. mínútu og enska liðið sigraði í einvíginu 4:1 samanlagt. Ángel Di María, sóknarmaður PSG, fékk rauða spjaldið á 69. mínútu. Mótherjar City í úrslitaleiknum verða annaðhvort Chelsea eða Real Madrid sem mætast í London í kvöld en fyrri leikur þeirra í Madr- íd endaði 1:1. AFP Úrslit Leikmenn Manchester City fagna öðru marka Riyad Mahrez. Komnir í úrslit í fyrsta skipti BREIÐABLIK – FYLKIR 9:0 1:0 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir 28. 2:0 Tiffany McCarty 31. 3:0 Karítas Tómasdóttir 43. 4:0 Hafrún Rakel Halldórsdóttir 54. 5:0 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir 65. 6:0 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir 70. 7:0 Birta Georgsdóttir 78. 8:0 Birta Georgsdóttir 83. 9:0 Agla María Albertsdóttir 87. MM Agla María Albertsdóttir (Breiðabliki) Andrea Rán Hauksdóttir (Breiðabliki) Áslaug M. Gunnlaugsd. (Breiðabliki) M Hafrún R. Halldórsdóttir (Breiðabliki) Kristín Dís Árnadóttir (Breiðabliki) Tiffany McCarthy (Breiðabliki) Karitas Tómasdóttir (Breiðabliki) Hildur Þóra Hákonardóttir (Breiðab) Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylki) Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson – 6. Áhorfendur: 200, uppselt. ÍBV – ÞÓR/KA 1:2 1:0 Delaney Baie Pridham 12. 1:1 Hulda Ósk Jónsdóttir 66. 1:2 Karen María Sigurgeirsdóttir 81. M Kristjana Sigurz (ÍBV) Liana Hinds (ÍBV) Olga Sevcova (ÍBV) Delaney Baie Pridham (ÍBV) Harpa Jóhannsdóttir (Þór/KA) Sandra Nabweteme (Þór/KA) Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA) Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA) Dómari: Guðmundur P. Friðbertss. – 7. Áhorfendur: Ekki gefið upp. FÓTBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Breiðablik vann stærsta sigurinn sem sést hefur í úrvalsdeild kvenna hér á landi í sjö ár í gærkvöld. Ís- landsmeistararnir hófu titilvörnina á að gjörsigra Fylki 9:0 á Kópavogs- velli en það er mesti munur á liðum í deildinni síðan Blikar skoruðu þrett- án mörk gegn FH árið 2014. Þessum liðum hefur af mörgum verið spáð öðru og þriðja sæti deild- arinnar í ár en munurinn á þeim var gríðarlega mikill eins og tölurnar gefa til kynna. „Það er erfitt að ætla sér að dæma Íslandsmeistarana út frá þessum leik en þær mæta svo sannarlega sterkar til leiks. Á sama tíma var Fylkisliðið ekki í neinum takti mest- allan leikinn, færslurnar hjá liðinu voru lélegar, og liðið var varðist aldrei sem ein heild,“ skrifaði Bjarni Helgason m.a. í grein sinni um leik- inn á mbl.is. _ Karítas Tómasdóttir, nýliðinn í íslenska landsliðinu, skoraði aðeins eitt mark í 92 leikjum fyrir Selfoss í efstu deild og það mark kom árið 2014, í leik gegn Fylki. Það tók hana hins vegar aðeins 43 mínútur að skora í Breiðabliksbúningnum en hún kom Blikum í 3:0 á 43. mínútu með skallamarki. _ Áslaug Munda Gunnlaugs- dóttir og Birta Georgsdóttir gerðu tvö mörk hvor fyrir Blika, Tiffany McCarty, Hafrún Rakel Halldórs- dóttir, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Agla María Albertsdóttir eitt hver. Hafrún skoraði þarna sitt fyrsta mark í efstu deild. Sterkur sigur hjá Þór/KA Þór/KA gerði góða ferð til Vest- mannaeyja og lagði þar ÍBV 2:1. Mjög góð úrslit fyrir liðið því fyr- irliðinn Arna Sif Ásgrímsdóttir leik- ur ekki með Akureyringum í fyrstu leikjunum og Margrét Árnadóttir, markahæsti leikmaður liðsins í fyrra, var ekki með. Þá var aðeins ein af nýju erlendu konunum hjá Þór/KA í byrjunarliðinu, Colleen Kennedy, og hún fór meidd af velli eftir hálftíma leik. _ Delaney Baie Pridham er nýr bandarískur framherji hjá ÍBV. Hún var aðgangshörð við mark Þórs/KA og skoraði fyrsta mark Íslandsmóts kvenna á 12. mínútu með góðum skalla. _ Hulda Ósk Jónsdóttir og Karen María Sigurgeirsdóttir tryggðu Þór/KA sigurinn með mörkum í seinni hálfleiknum. Sögulegt á Sauðárkróki Í dag klukkan 18 rennur upp söguleg stund á Sauðárkróki en þá verður í fyrsta skipti flautað til leiks í efstu deild í fótbolta þar í bæ. Ný- liðar Tindastóls, sem unnu 1. deild- ina á sannfærandi hátt í fyrra, taka þar á móti Þrótti úr Reykjavík í fyrstu umferð deildarinnar. Síðustu tveir leikir umferðarinnar hefjast svo klukkan 19.15 þegar hin- ir nýliðarnir, Keflvíkingar, taka á móti Selfyssingum og Valskonur, sem þykja sigurstranglegastar í deildinnni í ár, fá Stjörnuna í heim- sókn á Hlíðarenda. Stærsti sig- urinn í deild- inni í sjö ár Morgunblaðið/Árni Sæberg Níu Leikmenn Breiðabliks fögnuðu oft í gærkvöld og hér fjórða markinu sem Hafrún Rakel Halldórsdóttir (5) skoraði langt utan af kanti. - Ótrúlegir yfirburðir Breiðabliks - Laskað lið Þórs/KA vann í Eyjum Haukar eru skrefi nær deildameist- aratitlinum í handknattleik karla eftir öruggan sigur á Aftureldingu á Ásvöllum 33:25. Haukar eru með 31 stig í efsta sæti og sjö stiga for- skot á FH sem er í 2. sæti en FH- ingar eiga leik til góða. Afturelding er í 7. sæti með 19 stig og í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Geir Guðmundsson skoraði mest fyrir Hauka eða 7 mörk en Haukar nýttu breiddina í leikmannahópn- um vel. Blær Hinriksson er illvið- ráðanlegur í liði Aftureldingar eftir að hlé var gert á deildinni. Skoraði hann 13 mörk í gær og hefur skor- að 27 mörk í síðustu tveimur. Valsmenn sneru slæmri stöðu í fimm marka sigur á Selfossi, 31:26. „Selfyssingar byrjuðu af miklum krafti og leiddu 9:2 eftir tíu mín- útna leik. Valsmenn voru virkilega slegnir út af laginu en tóku leikhlé á þessum tímapunkti og sneru leiknum sér í vil. Valur svaraði með fimm mörkum í röð,“ skrifaði Guð- mundur Karl m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. sport@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Skot Haukamaðurinn Ólafur Ægir Ólafsson skýtur að marki Aftureldingar. Haukar skrefi nær því að vinna deildina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.