Morgunblaðið - 05.05.2021, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 05.05.2021, Qupperneq 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021 _ Portúgalinn José Mourinho var ekki lengi atvinnulaus eftir að hafa verið sagt upp störfum sem knatt- spyrnustjóra Tottenham 19. apríl. Hann var í gær ráðinn stjóri ítalska fé- lagsins Roma frá og með næsta keppnistímabili en þar tekur hann við af landa sínum, Paulo Fonseca. Mour- inho hefur áður gert það gott á Ítalíu en Inter Mílanó varð ítalskur meistari 2009 og 2010 undir hans stjórn og vann líka í Meistaradeild Evrópu seinna árið. _ Hákon Arnar Haraldsson, 18 ára knattspyrnumaður frá Akranesi, var í fyrrakvöld í leikmannahópi Köbenhavn í dönsku úrvalsdeildinni í fyrsta skipti, þegar liðið vann AGF 3:2. Hákon kom til félagsins frá ÍA sumarið 2019 og hefur til þessa leikið með unglinga- og varaliðum félagsins. _ Javi Martínez, varnar- og miðju- maður Bayern München, mun yfirgefa félagið að loknu yfirstandandi tímabili þegar samningur hans rennur út. Martínez, sem hefur unnið hér um bil alla titla sem knattspyrnumaður í fremstu röð getur unnið á ferlinum, mun að öllum líkindum ljúka tíma sín- um hjá Bayern á jákvæðum nótum. Á þeim níu tímabilum sem hann hefur spilað með Bæjurum hefur hann unnið þýsku 1. deildina átta sinnum, og allar líkur eru á því að sá níundi á níu árum bætist við þar sem Bayern er með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar þeg- ar þremur umferðum er ólokið. _ Marc Wilson, fyrrverandi landsliðs- maður Írlands og leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um ára- bil, er kominn til liðs við 2. deildarlið Þróttar í Vogum, leikur með því í sum- ar og verður í þjálfarateyminu. Wilson er 33 ára gamall og lék með Portsmo- uth, Stoke, Bournemouth og WBA í úr- valsdeildinni frá 2008 til 2017, alls 181 leik, og þá lék hann með Yeovil, Luton, Sunderland og Bolton. Hann var síðast leikmaður Bolton í B-deildinni tímabil- ið 2018-2019. Wilson lék 25 A- landsleiki fyrir Írland á árunum 2011 til 2016. Hann var samherji Hermanns Hreiðarssonar, þjálfara Þróttar, hjá Portsmouth á sínum tíma. _ Elvar Már Friðriksson, landsliðs- maður í körfuknattleik, átti enn einn stórleikinn með Siauliai í Litháen í gær. Hann skoraði 29 stig og átti 7 stoðsendingar í heimaleik gegn Juven- tus. Það dugði þó skammt því Siauliai tapaði leiknum 94:112. Lið hans er áfram í hörðum slag um sæti í úr- slitakeppninni þegar tveimur umferðum er ólokið. Siauliai er í sjöunda sætinu einum sigurleik á undan Aly- taus Dzukija sem er í ní- unda sæti. Eitt ogannað Afturelding og HK eru með und- irtökin í undanúrslitaeinvígjunum á Íslandsmóti kvenna í blaki eftir sigra á heimavöllum gegn KA og Þrótti frá Neskaupstað í gærkvöld. Afturelding sigraði KA 3:2 að Varmá eftir gríðarlega baráttu og vann upphækkaða oddahrinu 16:14. HK tók á móti Þrótti N í Fagra- lundi og vann tiltölulega öruggan sigur, 3:0. Leikir númer tvö fara fram á Akureyri og í Neskaupstað á laugardaginn. Ef til oddaleikja kemur fara þeir fram þriðjudaginn 11. maí. Afturelding og HK standa vel Morgunblaðið/Árni Sæberg Undanúrslit HK og Afturelding unnu heimaleikina í gær. Danny Guthrie, sem hefur spilað 103 úrvalsdeildarleiki á Englandi með Liverpool, Bolton, Newcastle og Reading, er genginn til liðs við Framara og spilar með þeim í 1. deildinni í knattspyrnu. Hann gæti byrjað að spila með þeim gegn ÍBV í annarri umferð deildarinnar í næstu viku. Guthrie er 34 ára gam- all miðjumaður, hefur leikið 277 deildaleiki á Englandi og spilaði síðast í B-deildinni með Blackburn tímabilið 2016-17 en hefur síðan leikið í Indónesíu og með D- deildarliðinu Walsall. Úrvalsdeildar- maður í Fram Ljósmynd/Fram Fram Danny Guthrie leikur í bláa búningnum á komandi tímabili. an til stóð að ég gerði nýjan samn- ing við félagið. En þá kom heims- faraldurinn og allt það. Þeir óskuðu þá eftir því að fá að bíða með við- ræðurnar. Menn eru ekki mikið að spila á stuttum samningum í hand- boltanum. Ég þekki það alla vega ekki. Þegar Álaborg kom inn í myndina þá reyndist það vera félag sem ég var tilbúinn að yfirgefa Barcelona fyrir. Þá gekk þetta hratt fyrir sig og kannski misstu þeir hjá Barcelona af því að semja við mig.“ Álaborg getur farið alla leið Danska deildin er sterkari en margan handboltaáhugamanninn grunar eins og ítrekað hefur komið fram hér í blaðinu hjá Íslendingum sem þar hafa spilað eða þjálfað. Dönsku liðin hafa hins vegar ekki blandað sér í baráttuna í úr- slitahelgi Meistaradeildarinnar í Köln með einni undantekningu þegar AG frá Kaupmannahöfn varð í 3. sæti tímabilið 2011-2012. Reyndist það veldi ekki byggt á bjargi. Eins og fram kom hjá Arnóri Atlasyni aðstoðarþjálfara Álaborgar hér í blaðinu á dögunum er staðið að uppbyggingu Álaborg- arliðsins með öðrum hætti. Væri ekki gott fyrir íþróttina ef nýju liði eins og Álaborg tækist að blanda sér í slag stórliðanna í Evr- ópu? „Ef það tækist? Það mun ger- ast. Ég get alveg sagt þér það,“ sagði Aron og glotti. „Jú, það er gríðarlega áhugaverð tilhugsun að fá fleiri sterk lið inn í þetta vegna þess að þetta eru ekki það mörg lið sem hafa verið líkleg til að vinna keppnina. Það var líka eitt af því sem heillaði mig. Ég hafði nefnilega ekki leitt hugann að því að fara frá Barcelona fyrr en Álaborg ræddi við mig. Eins og ég sagði áðan þá er það nýtt umhverfi sem ég þekki ekki og það verður gaman að taka næsta skref með fé- laginu. En þá má heldur ekki gleyma því að Álaborg er núna í 8- liða úrslitum í Meistaradeildinni. Þeir mæta Flensburg sem þeir unnu tvisvar á síðasta tímabili. Þeir eiga því möguleika á að komast til Kölnar og eru með hörkugott lið. Nú verður stefnan sett á að komast alla leið og það verður skemmtilegt að fá að taka þátt í því.“ Ræddi mikið við Hansen Segja má að Álaborg hafi varpað tveimur sprengjum inn í umræðuna um handboltann þegar félagið til- kynnti að það hafði nælt í Aron Pálmarsson fyrir næsta tímabil og Mikkel Hansen sumarið 2022. Aron og Hansen búa báðir yfir ákveðinni fjölhæfni. Þeir eru tilbúnir að spila félaga sína uppi en geta einnig rað- að inn mörkum ef á þarf að halda. Hvernig sér Aron fyrir sér að hann og Hansen nái saman á vellinum? „Ég hef engar áhyggjur af því í sjálfu sér. Við þekkjumst ágætlega og síðustu vikurnar höfum við talað mikið saman. Báðir erum við þann- ig týpur að við viljum gera allt til að vinna. Það verður engin tippa- keppni á milli okkar. Við erum al- veg nógu þroskaðir til að sleppa því,“ sagði Aron og hló. „Augljóslega verður mjög gaman að spila með honum. Félagið er með háleit markmið og sýnir það með því að fá öfluga leikmenn til sín. Liðið sem Álaborg mun bjóða upp á næstu þrjú til fjögur árin er mjög spennandi og mér fannst það heillandi,“ sagði Aron Pálmarsson þegar Morgunblaðið ræddi við hann. Spennandi lið hjá Álaborg næstu árin - Barcelona hafði rætt við Aron um að endurnýja fyrir einu og hálfu ári Ljósmynd/HSÍ Sigursæll Aron Pálmarsson hefur orðið landsmeistari í Þýskalandi með Kiel, í Ungverjalandi með Veszprém og á Spáni með Barcelona. HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Aron Pálmarsson, fremsti hand- knattleiksmaður þjóðarinnar um þessar mundir, segist ekki hafa leitt hugann að því að yfirgefa Barcelona fyrr en forráðamenn Álaborgar settu sig í samband og kynntu honum sínar fyrirætlanir. Tilkynnt var í síðasta mánuði að Aron hefði samið við Álaborg um að ganga í raðir félagsins í sumar þegar samningurinn við Barcelona rennur út. „Þetta er mjög spennandi og nýtt fyrir mér. Á mínum atvinnu- mannsferli hef ég bara verið hjá liðum sem eru á meðal fimm bestu liða í Evrópu. Ég hef því ekki próf- að áður sem atvinnumaður að vera hjá liði á Norðurlöndunum. En þegar þeir [forráðamenn Álaborg- ar] höfðu samband varð ég mjög áhugasamur. Þeim tókst að selja mér þetta verkefni alveg hrikalega vel. Einnig er tilhlökkunarefni að spila í dönsku deildinni því það hef- ur aðeins vantað síðustu árin að spila í jafnri deild. Spænska deildin er ekkert alltof heillandi hvað það varðar. Ég er í rauninni alveg hrikalega spenntur fyrir þessu,“ sagði Aron þegar Morgunblaðið spjallaði við hann. Eins og Aron vísar til hafa yfir- burðir Barcelona verið miklir í spænsku deildinni. Um margra ára skeið hefur nánast verið forms- atriði að liðið verði spænskur meistari. Ólíkt því sem var þegar þrjú stórlið börðust í deildinni, Ciu- dad Real og Portland San Antonio ásamt Barcelona. Ef farið er lengra aftur í tímann voru lið eins og Teka Santander og Bidasoa mjög sterk. Gaf Börsungum svigrúm Aron hefur verið hjá Barcelona frá árinu 2017 og liðið hefur á þeim tíma verið í hópi sterkustu liða í Evrópu. Fyrr á ferlinum hafði hann ljóstrað því upp að hann dreymdi um að spila fyrir félagið og sú varð raunin. Var ekki erfið ákvörðun fyrir hann að yfirgefa Barcelona? „Jú það var það. Þeir [forráða- menn Barcelona] geta sjálfum sér um kennt ef út í það er farið vegna þess að þeir höfðu nægan tíma til að framlengja samninginn við mig. Þeir sofnuðu svolítið á verðinum. Reyndar er mikið í gangi í félaginu en ég spilaði alveg með þar og gaf þeim tíma til að skoða málin. Við höfðum átt í ágætum samskiptum og það er orðið eitt og hálft ár síð- KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Sauðárkrókur: Tindastóll – Þróttur R .... 18 Nettóvöllur: Keflavík – Selfoss ........... 19.15 Origo-völlur: Valur – Stjarnan ............ 19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Smárinn: Breiðablik – Skallagrímur .. 19.15 Dalhús: Fjölnir – KR............................ 19.15 Ásvellir: Haukar – Keflavík................. 19.15 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.