Morgunblaðið - 05.05.2021, Side 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021
Barnamenningarhátíð í Garðabæ
hófst í gær og er nú haldin í fyrsta
sinn. Ólöf Breiðfjörð, sem tók við
nýrri stöðu menningarfulltrúa bæj-
arins í fyrra, hefur veg og vanda af
hátíðinni en starf menningarfulltrúa
felst m.a. í því að skipuleggja menn-
ingarviðburði fyrir börn í bænum.
Vegna Covid-19 verður hátíðin aðeins
haldin fyrir skólabörn en ekki fjöl-
skyldur vegna sóttvarna. Ólöf segir
að sem betur fer sé hægt að bjóða
skólahópum á hátíðina þrátt fyrir
ástandið.
Frá því í febrúar og til loka apríl
hafa nemendur í 5.-7. bekk grunn-
skóla Garðabæjar komið í fræðslu um
sýninguna Deiglumór á Hönn-
unarsafni Íslands í Garðabæ en í lok
leiðsagnar og spjalls um hana hafa
nemendur, yfir 600 í heildina, fengið
að skapa í nýju rými sem nefnist
Smiðjan og afraksturinn yfir 600 leir-
fugla sem eru nú til sýnis á Garða-
torgi. „Við höfum náð að taka inn alla
þessa nemendur í smiðjur þannig að
þeir hafa verið að fræðast um sögu
leirlistar á Íslandi og það sem var
ekki síður mikilvægt var að við feng-
um í haust stórt smiðjurými sem ger-
ir okkur kleift að taka á móti svona
stórum hópum í skapandi smiðjur.
Þarna voru þau að skapa þessa fugla
með leirlistarfólki,“ segir Ólöf.
Einkar gleðilegt sé nú að sjá fuglana
samankomna á yfirbyggðu torgi á
Garðatorgi.
Stærðfræðiþrautaborð
Í vikunni verður tekið á móti hóp-
um í Hönnunarsafninu og þar eiga
börnin að finna bæði dýramyndir á
gripum sýningarinnar og líka að finna
sér dýr til að teikna. Jóhanna Ás-
geirsdóttir myndlistarmaður hlaut
styrk frá Barnamenningarsjóði í
fyrra til að hanna stærðfræðiþrauta-
borð í anda Einars Þorsteins, arki-
tekts og stærðfræðings, í Hönn-
unarsafninu og fá táningar að
kynnast hugmyndaheimi Einars með
því að spreyta sig á því. „Þetta er gíf-
urlega fallegt og vel heppnað borð,“
segir Ólöf. Þá mun rithöfundurinn
Gunnar Helgason hitta 7. bekkinga
og fræða þá um listina að skrifa sög-
ur, 5. bekkingar fara í arabískt dans-
partí á föstudaginn og 1. bekkingar
skapa verk úr ull og greinum. Í Bóka-
safni Garðabæjar hafa leikskólabörn
unnið með ljóðskáldi í ljóðaspuna í
vetur og afrakstur þess er til sýnis í
safninu með myndskreytingum
barnanna við ljóðin. Ólöf segir gaman
að gefa börnunum tækifæri til að
skapa sjálf í Hönnunarsafninu og á
bókasafninu. „Við höfum fulla trú á
því að það sitji miklu meira eftir eftir
svoleiðis heimsókn,“ segir hún.
helgisnaer@mbl.is
Glæsilegir Leirfuglar eftir alla miðstigsnemendur Garðabæjar.
600 leirfuglar á torgi
- Barnamenningarhátíð haldin í fyrsta sinn í Garðabæ
- Ýmsir menningarviðburðir fyrir grunnskólabörn í boði
Leirsmiðja Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi fyrir miðju með Ásgerði
Heimisdóttur listakonu og Þóru Sigurbjörnsdóttur safnafræðingi sem tóku
á móti nemendum í leiðsögn og leirsmiðju á Hönnunarsafninu í vetur.
Mótettukórinn undir stjórn Harðar
Áskelssonar fagnar upphafi 40.
starfsárs síns með því að flytja Jóla-
óratóríuna eftir J.S. Bach í Eldborg
í Hörpu 28. nóvember. Með kórnum
leikur Alþjóðlega barokksveitin og
einsöngvarar eru Benedikt Krist-
jánsson tenór, Herdís Anna Jónas-
dóttir sópran, Alex Potter kontra-
tenór og Jóhann Kristinsson bassi.
Skipuleggjendur tónleikanna hlutu
nýverið styrk frá Styrktarsjóði
Samtaka um byggingu tónlistarhúss
og Ruthar Hermanns.
Hörður Áskelsson undirritaði fyr-
ir helgi starfslokasamning sem
bindur enda á 39 ára starfsferil
hans í Hallgrímskirkju og verður
síðasti starfsdagur hans í kirkjunni
hinn 31. maí nk. „Þessu fylgja
blendnar tilfinningar, sorg yfir því
að hafa ekki notið trausts til að
ljúka starfsferlinum á eigin for-
sendum og gleði yfir því frelsi, sem
fylgir því að losna úr tengslum við
fólkið, sem nú fer með öll völd í
kirkjunni,“ skrifar Hörður í tölvu-
pósti til Listvina. Í póstinum segir
einnig: „Í þrjú ár hefur listastarf
Hallgrímskirkju búið við vaxandi
mótbyr frá forystu safnaðarins, sem
smám saman hefur rænt mig gleði
og starfsorku. Ekki hefur tekist að
finna lausn á þeim vanda sem upp
var kominn. Forsvarsfólk Hall-
grímskirkju hefur kosið að víkja
mér úr starfi kantors Hallgríms-
kirkju með starfslokasamningi, sem
ég get ekki annað en sætt mig við,“
skrifar Hörður og tekur fram að
báðir kórar hans, Mótettukórinn og
Schola cantorum, fylgi honum enda
bíði mörg spennandi verkefni. Hvað
Listvinafélag Hallgrímskirkju
áhræri bíði sú áskorun að finna fé-
laginu nýjan farveg.
Í tilkynningu á vef Hallgríms-
kirkju skrifar Einar Karl Haralds-
son formaður sóknarnefndar að
Hörður hafi sjálfur lagt „fram ósk
um hreinan starfslokasamning, eftir
að hafa hafnað „heiðurssamningi
Hallgrímskirkju“ […] Meginefni til-
lögunnar um samninginn voru
greiðslur í samræmi við heiðurslaun
listamanna frá Alþingi til tveggja
ára og sérstakir styrkir til frjálsrar
ráðstöfunar [Harðar] persónulega
vegna þriggja uppfærslna á stór-
virkjum kirkjutónlistarsögunnar.
Um leið væri um starfslok hans sem
organista að ræða og hann væri án
stjórnunar- eða sérstakrar vinnu-
skyldu við kirkjuna á tímabili heið-
urslauna. Engin takmörk voru lögð
á vinnu hans að öðru leyti með Mót-
ettukór Hallgrímskirkju, Listvina-
félagi Hallgrímskirkju og Schola
cantorum, samkvæmt þessum samn-
ingshugmyndum.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kveðja Mótettukórinn undir stjórn Harðar Áskelssonar. Bæði Hörður og
kórinn hverfa frá störfum í Hallgrímskirkju frá næstu mánaðamótum.
Hættir í Hall-
grímskirkju